Tíminn - 27.01.1951, Blaðsíða 6
€
TÍMINN, laugardaginn 27. janúar 1951.
22. blað
La traviata
Amerísk mynd gerð eftir
hinni frægu óperu Verdis.
Sýnd kl. 7 og 9.
Sýnd kl. 7 og 9.
Silfnrsjtoriim
Spennandi amerísk kúreka-
mynd.
Ray Crash Corgan,
John Dusty King.
Sýnd kl. 3 og 5.
MMMIIIMUIHIIII
Austurbæjarbíó
Sægainnnirinn
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9,15.
TRIPOU-KIO
Kreiiízcrsonatan 1
3
Ný argentísk stórmynd byggð I
á samnefndri skáldsögu eftir I
Leo Tolstoy. sem komið hefir 1
út í ísl. þýðingu.
Bönnuð innan 14 ára
Sýnd kl. 7 og 9.
Gullræniiigjariiir ]
Sýnd kl. 5
innniTti'ti ;
aniHiiiiiiiiMiiiiininiiniiHHiiiii
NÝJA BÍO
Allar vildu þær
oignast mann!
(A Girl must Live)
Bráðskemmtileg ensk-amer-
ísk gamanmynd frá Fox. Gerð
af snillingnum Carol Reed,
er gerði myndina „The Third
Mari“.
Aðaihlutverk:
Lilli Palmer,
Renee Houston,
Margaret Lockwood.
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9.
BÆJARBIO
HAFNARFIRÐl
Sími 1182.
Leikfélag Ilafnarfjarðar
Kiiinarhvols-
systur
Sýnt kl. 8,30.
i. ryiuXnu^gjo&uÁJuiA. eÁu tfeJtaÁJ
Cfuu/eCa^íct %
Bergur Jónsson
MAIaflutningsskrifstofa I
Laugaveg 65. Siml 5833. !
Helma: Vltastlg 14.
Askrffíarsíinfi
TÍMINW
2323
GerXzt
áskrifendnr.
Brellin telpa
Sýnd kl. 3 og 5.
Sala hefst kl. 11 f.h.
TJARNARBÍÓ
Prjár ungar
Iiliímarósir
Two blondies and að redhead
Bráðskemmtileg amerísk
söngva- og músíkmynd.
Aðalhlutverk:
Jean Porter,
Jimmy Lloyd.
Tony Pastor og hljómsveit
hans léika í myndinni.
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9.
Sala hefst kl. 11 f.h.
GAMLA BÍÓ
Ákærð fyrir morð ]
(The Girl in the News)
Margaret Lockwood
Barry K. Barnes
Evlyn Williams
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9.
HAFNARBfÖ
California
Afar spennandi og viðburða
rík amerísk stórmýrid í eðli-
legum litum.
Barbara Stanwyk,
Ray Milland,
Barry Fitzgerald.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
SNABBI
Sprenghlægileg sænsk gam-
anmynd.
Sýnd kl. 3.
MCIVIÐ:
Auglýsingasfmi
TÍMAAS er
81300
1 Raflagnlr — VlðgerSlr |
Raftækjaverzlunia
LJÓS & HITI h. f.
= Laugaveg 79. — Sími 51 M|
\ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< =
|ELDURINN|
\ ferir ekki boð á undan sér. í
I Þeir, sem eru hyggnJr, 1
tryggja strax hjá
I Samvinnutryg'gingiJin !
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui
Erlent yfirlit
(Framnald af S. síBa.j
að framleiða neyzluvörur, sem
bæta lífskjör almennings.
Erlent fjármagn til
viðreisnarinnar.
Kostnaður við þetta allt er
áætlaður 37,4 milljarðar króna.
Þar af er gert ráð fyrir að 21
milljarður verði innflutt fjár-
magn. Sumt af því fæst þannig,
að erlendar innstæður í land-
inu verða gerðar innlendar og
ríður Bretland bar á vaðið, með
því að afhenda þessum þjóð-
um brezkar eignir, sem hjá
þeim standa og taldar eru nema
6 milljörðum króna.
Vonir standa til, að það sem
á vantar komi annars staðar
frá, einkafyrirtækjum, alþjóða-
bankanum eða sem lán eða
gjafir írá öðrum löndum, hvort
sem þau eru innan brezká sam-
veldisins eða ekki.
Mikið er gert til að greiða
erlendu fjármagni leið til þess-
ara ríkja. Indland leyfir til
dæmis tálmunarlausa yfir-
færzlu á arði þeirra fyrirtækja,
sem útlendingar eiga hvert
sem er. Skattaívilnanir er lika
um að ræða.
Það, sem stcfnt er að.
Gert er ráð fyrir, að heildar-
fjárhæð áætlunarinnar skipt-
ist þannig:
Til samgöngumála 34%
Til landbúnaðar 32%
Bygging íbúðarhúsa, fræðslu-
,og, heilbrigði?má}.18%i r7
Iðnaður 10%
Ljós og orka 6%
Nokkur atriði úr áætluninni
eru þessi:
Nýrækt er áætluð á 52 þús-
und ferkílómetra landsvæði.
Áveitur skulu ná yfir 50
þúsund ferkílómetra.
Uppskepan á að aukast um 6
milljónir smálesta af korni áí-
lega.
Raforka skal aukast um 1,1
milljón kílóvött en það er 67%
aukning.
Indland leggur fyrst og
fremst áherzlu á aukinn land-
búnað. Pakistan stefnir hins
vegar að nýjum iðnaði. Ceylon á
að verða sjálfbjarga með mat-
væli. í Singapore er meginá-
herzlan lögð á félagsmálin.
Það vantar líka verklega
kunnáttu.
Það er ekki nema einn þáttur
þessara mála að útvega fjár-
magnið. Það vantar tilfinnan-
lega kunnáttumenn í þessum 1
löndum til að vinna þau verk, I
sem nú liggja fyrir. Það þarf,
verkfræðinga og iðnaðarmenn j
frá öðrum löndum, búfræðinga,
vísindamenn, félagsfræðinga,
uppeldisfræðinga og yfírleitt
kunnáttumenn í öllum grein-'
um.
Samveldislöndin hafa mynd-
að nefnd til að sjá fyrir þess-
ari hlið málanna. Sú nefmd hef
ir fengið 160 milljónir króna til
ráðstöfunar. Þessu fé á að verja
til að fá útlenda leiðbeinendur
til að kenna innlendum mönn
um á námskeiðum og kosta
unga menn til náms í Evrópu.
Cjina ^JCaui:
í
*
'ití
ÞJÓDLEIKHÚSÍD
Laugard kl. 20
PABBI
Sunnudag kl. 20
Ntíjjársnóitin
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15—20, daginn fyrir sýn-
ingardag og sýningardag. —
Tekið á móti pöntunum.
Sími: 80 000.
SKIPS-
LÆKNIRINN
17
Þau myndu stara á hann eins og afturgöngu..... Þvættingur!
Auðvitað yrði enginn laus stóll við borðið, og auðvitað gat
hann alls ekki talað við hana í matsalnum.
Ilann gekk að skrifborðinu. Þar var stór leðurmappa, sem
nafn skipsins var letrað á gullnum stöfum. í henni fann
hann skrifpappír og umslög. Hann tók penna.og sjtrifaði:
„Láttu mig undir eins vita, hvenær þú getur komið. og
talað við mig. Það verður að vera í kvöld í síðasta lagi —
annars....“ Hann dokaði við. Hann fann ekki neitt, sem
hann gat skeytt við orðið annars — ekki neitt frambærilegt
Hann vildi ekki skrifa neitt, sem í fólst ógnun eða hótun.
Þess vegna strikaði hann yfir orðið annars og skrifaði í
þess stað: „Það er hið minnsta, sem ég get krafizt af þér“.
Hann spratt á fætur, strunsaði inn í skurðstofuna, en
sneri svo aftur, án þess að hafast þar neitt að. Hann hefði
ekki verið ringlaðri, þótt hann stæði augliti til auglits við
Sybil. Hann gat ekki skrifað meira — hann var svo skjálf-
hentur.
Eftir nokkra stund settist hann þó aftur við skrifborðið
og skrifaði enn eina línu: „Ég heiti því, að þú þarft ekkert
að óttast. En við verðum að tala saman".
Honum varð rórra, er hann hafði skrifað þetta. Þetta
loforð skyldi hann sannarlega efna„ .Hanji þraifiþ prkiria
samaii, stákíc ihenhí í vasa sinn og leit á úrið. Klukkan var
fimmtán mínútur gengin í eitt.
Matsalurinn var á E-þiljum. Hann ætlaði að fara niður
stigann. Fyrst datt honum í hug að skygnast gegnum rúðu
í hurðinni, en það var þá hvítt silkitjald fyrir henni að inn-
an. Hann herti upp hugann, opnaði og gekk inn.
Þjónn kom undir eins til hans.
— í hvaða klefa býr herrann? spurði hann.
— Ég er skipslæknirinn, svaraði Tómas.
— Borð yfirmannanna, sagði þjónninn, og smeygði sér
milli margra borða, þar sem fólk sat hlæjandi og masandi.
Tómas fylgdi honum eftir. Hér hlaut Sybil einhvers staðar
að vera. En hann sá hvorki hana né anriað. Hann gat ein-
hvern veginn ekki áttað sig á neinu. Honum fannst sem
fæturnar væru að missa mátt, og hann gat hvorki opnað
munninn né lokað honum, fremur en hann hefði fengið
krampa i kjálkana.
— Hér er yðar sæti, læknir. Ég ætlaði einmitt að fara að
senda eftir yður. Ég hélt, að þér hefðuð kannske ekki ratað,
sagði skipherrann.
Borðið, sem Tómas átti að sitja við, var innst í slanum.
Það var ólíkb hinum borðunum — langt og mjótt — og við
þaö sátu aðeins karlmenn. Þeir voru flestir í einkennisbún-
ingum.
Tómas settist og kinkaði kolli til sessunauta sinna. Bolli
með rjúkandi súpu stóð á diski hans. Hann renndi augunum
leitandi um salinn.
Sybil var hvergi sjáanleg. Shortwell ekki heldur. Honum
varð heldur rórra, og eftir litla stund fór hann að gefa sig á
tal við manninn, sem sat vinstara megin við hann. Hann
hét Köhler.
— Eru tveir matsalir í fyrsta farrými? spurði hann.
— Hvað segið þér? spurði Köhler.
Tómas endurtók spurningu sina. Annaðhvort hafði hann
verið of lágmæltur eða maðurinn, sem hann ávarpaði — ná-
ungi um fimmtugt með mikið skegg og dapurleg augu — var
mjög annars hugar.
— Nei. Það er aðeins einn matsalur, .svarði hann. Og svo
tvö lítil herbergi, þar sem Stefanson og föruneýti hans mat-
ast.
Tómas sagði frá þjónustu sinni við Stefanson og hafði
orð á því, hve Stefanson væri alúðlegur. En sessunautur
hans vildi ekki hlusta á það. Tómas spurði harin þá um
ferðir Stefansons — hvers vegna hann hefði komiÖ til Norð-
urálfunnar og því hann færi heim með þýzku skipi.
— Ja, sá, sem vissi það, svaraði Köhler — hann gæti efn-
azt auðveldlega. Það veit enginn maður, hvaða erindi hann
hefir átt yfir hafið. Kannske hefir hann verið að semja um
lánveitingar, kannske keypt eitthvert stórblaðið, kannske
verið að kynna sér skipafélögin þýzku. Um þetta er að
minnsta kosti talað. En svo mikið er víst, að eitthvað er í
bígerð. Ég hefi sent fyrir hann fjögur dulmálsskeyti í dag og
tekið á móti þremur. Ég er nefnilega verkfræðingur og yfir-
maður ioftskeytastöðvarinnar hérna á skipinu, bætti hann
við og leit til Tómasar.
Tómas innti að þvi, að það hlyti að vera skemmtilegt að