Tíminn - 30.01.1951, Qupperneq 6
6
TÍMINN, þriðjudag'nn 30. janúar 1951.
24. blað.
La travlata
Amerísk mynd gerð eftir
hinni frægu óperu Verdis.
Sýnd kl. 7 og 9.
Silfeirsporiim
Sýnd kl. 5
IIIIIIIIKUIMIIIIMIIIMUIIII
Austurbæjarbíó
SægainEiiuriim
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.
I Sterki drenguriim
frá ISoston
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 5 og 7.
TRIPOU-BIO
Kreutzersonatan
Ný argentísk stórmynd byggð
á samnefndri skáldsögu eftir
Leo Tolstoy, sem komið hefir
út í ísl. þýðingu.
Bönnuð innan 14 ára
Sýnd kl. 7 og 9.
Giillræningjarnir
Sýnd kl. 5
■miniiiiiiuiui-iiiiiiniuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiumufl
NÝJA BÍÓ
Allar vildu þær
eignast mann!
(A Girl must Live)
Bráðskemmtileg ensk-amer-
ísk gamanmynd frá Fox. Gerð
af snillingnum Carol Reed,
er gerði myndina „The Third
Man“.
Aðalhlutverk:
Lilli Palmer,
Renee Houston,
Margaret Lockwood.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
iim.iMiu —
IIIIIIMIIHI g
BÆJARBÍó'
HAFNARFIRDI
Sími 1132.
Leikfélag Ilafnarfjarðar
Kinnarlivols-
systur
TJARNARBÍÓ
I»rjár ungar
blómarósir
Two bíondies and að redhead
Bráðskemmtileg amerísk
söngva- og músíkmynd.
Aðalhlutverk:
Jean Porter,
•Timmy Lloyd.
Tony Pastor og hljómsveit
hans leika í myndinni.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BIO
Loy nilógreglu-
maðurinn
Diek Traey
Hin afarspennandi sakamála
mynd með
Morgan Conway
Anne Jeffreys
Mike Mazurki
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn.
imnivniMiuuniuiiimi
IKUIIIIIIIUIIIIIIIIIIIKUIIIIHIIK—JWHUUMIimMH
HAFNARBÍÓ
California
Afar spennandi og viðburða
rík amerísk stórmynd í eðli-
legum litum.
Barbara Stanwyk,
Ray Milland,
Barry Fitzgerald.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
0uu/eUi$u/%
Bergur Jónssou
MAlaflutningsskrlfstofa
'5
Laugaveg 65. siml 5833. I
Heima: Vltastig 14.
| Haflagnir — Viðgerðir §
Baftækjaverzlunln
LJÓS & HITÍ h. f.
| Laugaveg 79. — Sfml 5184 i
(ELDURINN(
| gertr ekkl boð á undan sér. |
Þelr, sem eru hy&gnJr, I
tryggja strax bjá
1 Samvinmitryjisíinarurr! i
Askri f tar simt;
TIMINJV
2323
Gprlzt
áskrifendur.
lllllllHllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllllllllllltlllllllHIII
Erlcnt yfirlit
(Framhald af 5. slOu.)
kostlega hernámsliðið í Þýzka-
landi, einkum með Bandaríkja-
her, efla Þýzkaland til þátttöku
í varnarkerfinu, hafa náið sam
starf milli Frakklands og Þýzka
lands á öllum sviðum, búa her-
inn sem bezt að vopnum og
vélakosti og blása nýju lífi í
iðnað Vestur-Evrópu.
Guderian fer heldur ekki neitt
leynt með það, að hann telur
sjálfan sig bezt fallinn til að
vera fulltrúa Þýzkalands í land-
varnarmáium o* stjórnanda
þýzka hersins. Meðal þeirra, sem
bezt þykjast vita, er það líka
almenn skoðun, að það líði
ekki margar vikur hér frá, svo
að hann komi ekki þar við sögu.
Það er meðal annars ályktað af
því, að’ herstjórn Bandaríkja-
manna er ljúft að ljá honum
eyra.
Prússneskt útlit.
Heinz Guderian er ekki sér-
lega viðfelldinn eða aðlaðardii
maður í sjón. Hann er hirðu-
samur um útlit sitt og búning,
eins og ungur liðsforingi. Rau,ð-
birkið, harðlegt andlit, lítil
hvöss augu og striður rómur
svarar all vel til þeirra hug-
mynda, sem bundnar eru við
prússneskan herforingja.
Hann heillar menn hvorki
með útliti né framgöngu. Hann
skrifar og talar eins og sá, sem
vinnur með hamri og hvert ham
arshöggið af öðru á að festa í
hugum manna sjónarmið hans,
en þau hafa ekki breytzt í
neinu síðan ósigurinn varð hlut
skipti hans.
En hann nýtur virðingar með
al sérmenntaðra manna í hern
aðarfræðum. Stjórn hans á skrið
drekasveitunum, sem brutust
yfir Frakkland og undirbúning-
ur þeirrar sóknar er talinn til
afreka hernaðarsögunnar. Og
enda þótt sóknin til Moskvu
misheppnaðist og hlutskipti
hans 1944—45 yrði undanhald
og ósigrar, dást Bandaríkja-
menn að snilli hans á undan-
haldinu og jafna því við her-
stjórn Napóleons mikla á und-
anhaldinu 1813—14.
Ekkert sýnir betur hve fljótt
veðrabrigðin eiga sér stað í
heimsmálunum en einmitt
þetta undur, að einn af fremstu
hershöfðingjum Hitlers er nú
aftur umtalaður, sem áhrifamað
ur um varnir Evrópu.
Ragnar Jónsson
hæstaréttarlögmaður
Laugaveg 8 — Sími 7752
Lögfræðistörf og eignaum-
sýsla.
(jina JC
auó :
Gerist áskrifendur að
3
imamtm
Áskriftarsími 2323
í
■»
þJÓDLElKHÚSID
Næsta sýning á fimmtudag
í febrúar:
FRUMSÝNING
Flekkaðar hendur
eftir Jean Paul Sartre
Leikstjóri: Lárus Pálsson
★
Aðgöngumiðar seldir frá kl.
13,15 til 20.00 þriðjudag, mið
vikudag og fimmtudag. Tek-
ið á móti pöntunum í síma
80000.
SKIPS-
LÆKNIRINN
19
Tómas mundi vel, að hann var búinn áð skrifa bréf, og
hann efaði ekki, að skynsamlegast hefði verið að senda
það í klefa 36. En hann gat ekki beðið. Hann gat ekki farið
eftirlitsferð sína um skipið með systur Mörtu, án þess að
hitta Sybil fyrst.
Hann var kominn að klefa 36. Hann opnaði hurðina um-
svifalaust og .gekk inn. Hvað skyldi Syþil taka til bragös,
er hún sæi hann svo óvænt? Hann varð að gæta sín vel, svo
að hann gerði ekki neina skyssu.
Hann nam staðar á gólfinu og svipaðist um. En klef-
inn var mannjaus. Dyrnar að hinum klefanum stóðu gal-
opnar. Hann var líka auður. Þetta voru stór og rikmann-
leg herbergi, þótt ekki væru þau eins íburöarmikil og vistar-
verur Stefansons. Veggfóðírið var rósótt, áklæðið á stólum
og sóffum einnig. Baðherbergi fylgdi hvorum klefa. Sápu-
skálin var tóm, enginn tannbursti í vatnsglasinu. Ekkert
hafði verið látið á snyrtiborðið. Hvergi sást heldur flík né
farangur. Tómas opnaði klæðaskápinn. Hann var tómur.
Nú varð Tómasi ekki um sel. Hann hringdi bjöllunni allt
hvað af tók. Hjartað barðist i brjósti hans, og hann ætlaði
varla að ná andanum. Roskin og fögur þerna kom inn og
spurði, hvers hann óskaði.
— Er þetta ekki klefi frú Wohlmuts? spurði hann.
— Jú.
— Var frúin ekki á skipsfjöl í nótt?
— Frúin hefir alls ekki komið á skipiö. Herrann í næsta
klefa ekki heldur.
Rósirnar á veggfóðrinu og áklæðinu tóku að dansa fyrir
augum skipslæknisins. Hnjáliðirnir gáfu skyndilega eftir, og
hann hneig niður í einn stólinn. Þernan var farin. Tómas
huldi andlitið i höndum sér, og vissi langa stund hyorki í
þennan heim né annan.
VI.
Stór salur var á B-þiljum miðskips. Hahn var fjörutíu
metra langur og svo hátt undir loft, að hann skarst í gegn-
um þrjár þiljur. Þarna lék hljómsveit síðdegis, og þarna
gátu tvö hundruð manns hæglega setið yfir tei sínu, og var
þó gott gólfrými til þess að dansa á í miðjum salnum. En
svona snema dags voru nær allir stólarnir í þessum sal auðir.
Frá þessum sal var breiður gangur út að skipsbógnum,
þar sem aðrir minni samkvæmissalir voru. Fyrir enda þessa
gangs var rauöviðarhurð mikil og skorin á hana mynd, sem
átti að sýna Kólumbus, er hann stígur á land í Vesturheimi
í flokki manna sinna, en forvitnir Indíánar bíða álengdar
á ströndinni. En til hliðar sást seglskip af þeirri gerð, sem
tiðkanleg var á miðöldunum.
Þessar dyr voru læstar dag og nótt, og aðeins örfáir af
skipshöfninni höfðu lykil að þeim. Einn þeirra var skips-
læknirinn.
— Hér komum við að þriðja farrými, sagði systir Marta.
Viljið þér vera svo góður að opna.
Tómas var í hvítum kyrtli, sem hann hafði fundið í lækn-
ingastofunni. Hann var nú orðinn rólegur. Hann hafði gert
sér ljóst, að hann mátti ekki gefa sig örvæntingunni á vald,
meðan hann átti starfi að gegna á skipinu. Hann hafði und-
irritað samning, og honum bar að uppfylla allar þær skyld-
ur, er sá samningur lagði honum á herðar, hvað sem einka-
málum hans leið. Þegar hann var úr gildi genginn, varð
hann að reyna að finna Sybil — eöa renna kúlu i ennið á
sér. En fyrst um sinn var hann skipslæknir og mátti ekki
bregðast.
Lykillinn var fundinn. Hin skrautlega rauðviðarhurö gekk
frá stöfum. En Tómas varö forviða, er hann lokaði á eftir
sér. Séð frá þriðja farrými var þetta ofurhversdagsleg hurð,
hvítmáluð!
Breiður gangurinn var einnig hvítmálaður. Það voru fá-
ein börn í risaleik og höfðu ærið hátt.
— Fransi! var hrópað hásri kvenmannsrödd bák vjð hurð,
sem ekki féll að stöfum. Fransi! Heyrirðu ekki,' drengur!
Ég er búin að segja þér, að nú sé komið nóg af syo góðu!
En börnin gerðu ekkert hlé á leik sínum, og það var ó-
ræð gáta, hver drengjanna var Fransi. Fáeinir karlmenn
stóðu reykjandi álengdar. Piltur og stúlka sátu á ferða-
kofforti í einu horninu — fölleitur maður og blómleg stúlka.
Þau hjúfruðu sig þegjandi hvort upp að öðru. — Þannig
sitja elskendur á bekkjunum í skemmtigörðunum á hlýjum
sumarnóttum.