Tíminn - 30.01.1951, Side 8

Tíminn - 30.01.1951, Side 8
„ERLEiVT YFIRLIT“ t DAG \amir Þýzkalands Vatnspípa að rafveitu Blönduóss sprakk Kauptiínið rafmaíínslaust nokkra daga Blöndósskauptún hefir verið rafmagnslaust siðustu tvo dagana og mun verða það tvo eða þrjá daga enn vegna þess að vatnsleiðslan að rafstöðinni sprakk. Týndu konunura í jeppanum Mörg furðuleg ævintýri munu hafa átt sér stað hjá ferðafólki í ófærðinni í fyrrinótt. Mörg þeirra voru óþægileg en sum eru skemmtileg þegar óþægind in sem þeim voru samfara eru úr sögunni og ævintýr ið er eitt eftir. Tveir menn ásamt tveim ur stúlkum voru á ferð í jeppa frá Kolviðarhóli í ó- veðrin. Höfðu þeir farið út af veginum og fóru nýjar leiðir niður Svínahraun, en þar festist bíllinn alvar lega nokkuð langt frá veg inum. Karlmennirnir fór út og leituðu hjálpar hjá mönn um í stóra bílaflotanum sem einnig var að brjótast í bæinn þar skammt frá. Fengu þeir lánað ljós þar, en þegar til kom var hríð inn svo svört að þeir gátu með engu móti fundið aft ur jeppann með konunum. Varð því ekki um annað að gera en skilja þær eft- ir en mennirnir héldu til bæjarins með stóra hópn- um á eftir ýtunum. Góðar aflasölur Tveir íslenzkir togarar seldu afla sinn i Bretlandi í gær fyrir mjög gott verð. Bjarnarey, annar bæjartog- ari Vestmannaeyja seldi I Grimsby 2681 kit fyrir 10218 sterlingspund. Er þetta ein með allra beztu sölunum 1 Englandi, þegar tekið er til- lit til fiskimagnsins. Jón Forseti seldi í Hull 3100 kit fyrir 12382 sterlingspund, sem lika er ágæt sala. Góö færð í Borgarfirði Snjókoman I fyrrakvöld virist hafa verið langmest í Beykjavík og nágrenni. Til dæmis snjóaði ekki nema lít- ið eitt í Borgarfirði ofan. Skarðsheiðar. Færð var að vísu talsvert þung á akveg- nm í Borgarfirði í gær. en mest vegna þess, að snjóinn hafði skafið saman i skafla í hvassviðrinu í fyrrakvöld. Olli þetta nokkrum um- ferðatöfum, en víðast hvar voru skaflarnir mokaðir af veginum strax í gær, svo nú er orðið greiðfært aftur. Rafstöðin við Laxá er orðin talsvert gömul og leiðslan, sem er úr tré ,hefir áður bil- að á þessum sama stað. í gær og fyrradag var unnið að við gerð leiðslunnar en ekki bú- izt við að því lyki fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Brotizt um vegi á trukkum í fyrradag og gær var veð- ur sæmilegt bjart og nokkurt frost á Blönduósi, en í gær- kveldi var tekið að hlýna í veðri og hvessa. undanfarna daga hefir verið hægt að brjótast á tíu hjóla trukkum um helztu vegi héraðsins svo sem Langadal og Svínvetn- ingabraut. Mjólkurflutningar hafa verið miklum erfiðleik- um bundnir en þó lánazt að mestu. Fært að Grænu- mýrartungu Vestur á bóginn hefir verið sæmilega fært að Grænumýr artunug í Hrútafirði, en yfir Holtavörðuheiði brotizt á belt isbílum og tíu hjóla bifreið- um. Stokkseyrarbátar byrjaðir róðra Frá fréttaritara Tímans á Stokkseyri. Stokkseyrarbátar hafa nú hafið vertíðarróðra. Fór fyrsti báturinn I róður á laugar- daginn og aflaði vel. í fyrra dag reru tveir bátar, Hólm- steinn og Ægir og fengu um 4 lestir hvor og er það all- gott í fyrstu róðrum því að lína þeirra vax stutti Alls munu fimm bátar róa frá Stokkseyri. í gær var ekki sjóveður. Nýtt útgerðarfélag í Borgamesi f fyrradag var stofnað nýtt útgerðarféla^ í Borgarnesl. Safnað var hlutafé meðal kauptúnsbúa og gekk það vel. Er ætlun félagsins að gera út einn vélbát til þess að byrja með. í stjórn félagsins voru kosn ir Jónas Kristjánsson, Ólaf- ur Sigurðsson og Jón Guðjóns son. Síldvefði I\orðmanna orðin 2 millj. hl. í gær var fremur illt veiði veður við Noregsströnd og varð veiði því minni, en síld- in er enn óhemju mikil á mið unum. í gærkvöldi var síld- veiðin orðin 1912 þús. hl. og er hún talin 32,5 millj. norskra króna virði. Um 80% af síldarmagninu hefir far- ið til bræðslu. Mannerheira látinn Carl Gustav Mannerheim, yfirhershöfðingi Finna og fyrrum forseti lézt í Helsing- fors s. 1. sunudagsmorgun eft ir stutta en þunga legu, að loknum uppskurði. Manner- heim var fæddur 1867. Mest- an orðstír sem hershhöfðingi hlaut hann 1918 er hann var foringi hinna svonefndu „hvítu hersveita“ sem upp- rættu með öllu sveitir „rauðu spellvirkjanna“ og sýndi þar frábærar skipulagsgáfur og herstjórnarhæfileika. Mann- erheim var þá í andstöðu við finnsku stjórnina, en vinsæld ir hans með þjóðinni voru svo mikar, að hann var kos- inn ríkisstjóri 1919 og undir- ritaði grundvallarlög Finna, en síðan dró hann sig í hlé og Stáhlberg varð forseti. í siðustu heimsstyrjöld gat Mannerheim sér einnig mik- inn orðstír. Stikker reynir stjórn armyndun Júlíana Hollandsdrottning hefir beðið Stikker utanríkis ráðherra í fráfarandi stjórn að reyna myndun nýrrar stjórnar. Höfðu þingmenn frjálslynda flokksins og nokkr ir þingmenn jafnaðarmanna tjáð sig reiðbúna til að styðja hann til stjórnarmynd unar svo að nokkrar líkur voru taldar á því í gær, að honum mundi takast það. Flotaæfingar á Mið- jarðarhafi Innan skamms munu Bret ar og Bandaríkjamenn halda sameiginlega flotaæfingar á Miðjarðarhafi og verða þær hinar mestu síðan stríðinu lauk. í þessum æfingum taka þátt 6. flotadeild Bandaríkja manna og allur Miðjarðar- hafsflotí Bandaríkjanna. Kommiinistaforingj ar ganga af triinni Tveir mjög háttsettir leið- togr kommúnista á Ítalíu hafa sagt skilið við flokkinn. Er annar þeirra aðalritari ítalska kommúnistaflokks- ins en hinn leiðtogi flokksins í Flórens. Segjast þeir ekki geta fallízt á vald Komin- form yfir flokknum. Toglíatti leiðtogi ítalskra kommún- ista er enn í Moskvu, en þang að fór hann sér til lækninga fyrir nokkru. Á 23 ára afmselisdegi félagsins i gær bár- nst því tvær vegleg’ar minningargjafir Slysavarnafélag fsíáhds varð 23 ára í gær 29. jan. 1928 var félagið stofnað hér í Reykjavík fyrir forgöngu Fiski- félags íslands og Skipstjóra- og stýrimannafélagsins „Ald- an“ með Guðmund Björnsson þáverandi landlækni og Jón E. Bergsveinsson fyrrV. forseta Fiskifélagsins í fararbroddi. Stofnendur félagsins voru í upphafi 128 áhugasamir menn og konur. Nú, eru deild ir félagsins um gj örvalít land ið orðr^ar 176, en tala félags manna samtals orðin rúm- lega 25 þúsundir. Féiagið hef ir með starfsemi sinpi borið gæfu til að bjarga mannslíf- um og svo hundruðum skipt- ir fyrir utan aðra mikilsverða aðstoð. Samhugur almenn- ings og áhugi fyrir vexti og viðgangi félagsins hefjr verið aðdáunarverður. 70 björgunarstöðvar Félagið á nú og rekur 70 björgunarstöðvar þar með talin 4 skipbrotsmannaskýli, er áður hafa verið í umsjá vita- og hafnarmálastjórnar innar, en vitamálastjórinn hr. Emil Jónsson, nú um áramót in, hefir afhent Slysavarna- félaginu með leyfi ráðuneytis ins og eru nú allar björgunar stöðvar og skýli hér við land reknar af félaginu. Veglegar gjafir Á þessum afmælisdegi fé- lagsins hefir Slysavarnafélagi íslands borizt tvennar veg- legar minningargjafir. Kr. 2000.00 færði frú Lára Árna- dóttir og frk. Ragnheið- ur Jónsdóttir forstöðukona Kvennaskólans i Rvík. frá Gjafasjóði Landsspítalans til minningar um Ingu L. Lárus dóttur, er var einn af stofn (Framhald á 7. síðu.) Málfundahópur F. U. F. í Edduhúsinu við Lindar- götu annað kvöld kl. 8,30. Fundarefni verður: 1. Fræðsluerindi. 2. Bindind- ismál, framsögu hefir Grét ar Sigurðsson. Áríðandi er að allir þeir, sem ætla að starfa í málfundahópnum í vetur mæti á þessum fundi. „--------- Ánægjulegar raiðs- vetrarsamkomur Að undanförnu hafa verið haldnar hér um slóðir þrjár miðsvetrarsamkomur, sem einkum hafa verið sóttar af eldra fólki og hjónum. Á Þrettándanum var haldin samkoma í Dalsmynni og sóttu hana öll hjón úr þrem sóknum. Á fyrra laugardag var haldin samkoma að Breiðabliki í Miklaholts- hreppi og á laugardaginn var þorrablót að Hofgörðum. Sóttu þessar samkomur öll hjón er gátu úr sveitum þess um. Kvenfélög sveitanna stóðu að mestu fyrir samkom unum, sem voru hinar á- nægjulegustu. Her Breta veröi 800 'jj þús- manns 1. apríl Attlee leggnr landvariiáætlun brezkn stjórnarinnar fyrir þingið Attlee forsattisráðherra Breta lagði landvarnaráætlun stjórn ar sinnar fyrir neðri deild brezka þingsins í gær og fylgdi henni úr hlaði með ýtarlegri ræðu. Samkvæmt henni munu Bretar verja til landvarna næstu tvö ár 4700 milljónum sterl ingspunda Attlee sagði, að ætlunin væri að kveðja til æfinga 235 þús. varaliðsmenn í her- inn svo að brezki herinn yrði alls 800 þús. manns 1. apríl n. k. Þessi tala ætti síðan að tvöfaldast á árunum 1951— 52 og þrefaldast á árinu 1953. Ennfremur sagði hann, að kvaddir mundu verða til æf- inga 10 þús. flugmenn og 3 þús. flugmenn til að læra meðferð þrýstiloftsflugvéla, og nauðsyn bæri til að lengja æfingatímann um sex mán- uði. Attlee sagði, að þessi aukna hervæðing hefði að sjálf- sögðu í för með sér margvis- lega kjararýrnun fyrir al- menning, sem kæmi fram á næstu mánuðum. Mörgum þeim verksm:ðjum, sem fram leitt hefðu vélar til útflutn- ings yrði nú breytt í hergagna verksmiðjur og útflutningur myndi því minnka. Einkum myndi verða lögð áherzla á framleiðslu skriðdreka og fjögurra hreyfla sprengju- flugvéla. Churchill mæltist til þess, að umræður um landvarnirn ar stæðu tvo eða þrjá daga.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.