Tíminn - 08.02.1951, Síða 6
6
TÍMINN, fimmtudaginn 8. febrúar 1951.
La traviata
Amerísk mynd gerS eftir |
hinni frægu óperu Verdis. |
Sýnd kl. 7 og 9.
KONAN FRA
SHANGHAI
Sýnd kl. 5.
Austnrbæjarbíó j
! Bédée stúlkan frá [
Antwcrpen
i Bönnuð börnum innan 16.
í Sýnd kl. 7 og 9.
TRIPOLl-BÍÖ
Hatterhorn
Spennandi og stórfengleg ’
amerisk kvikmynd tekin í j
svissnesku Ölpunum.
v Gilbert Roland,
Anna Lee.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
■Mninnniiiiiunnnuifiiinmumnwnnt””*
*UMIIII»»•»»»»•,»,,,,,,,,II,,,,,,,,,,,,M,1,IB1®,,,^™
NÝJA BÍO
Götwstrákarnir
(Le Carrefour des enfants j
perdus).
Aðalhlutverk:
Renc Dary, og 400 drengir.
Bönnuð innan 14 ára.
Danskir skýringatextar
Sýnd kl. 3, 5, 7, og 9.
niiniiiiiM:
numiiMuinmimn.m»ii
BÆ JARBIO
HAFNARFIRÐI
Sægammurinn
Ákaflega spennandi og við-
burðarík amerísk stórmynd
um baráttu enskra víkinga
við Spánverja. Byggð á hinni
heimsfrægu sögu eftir Rafael
Sabatini.
Errol Flynn,
Brenda Marshal.
Bönnuð innan 16 ára
Sýnl kl. 7 og 9.
Sími 9184.
R»y ojí olínræn-
ingjarnir
Sýnd kl. 3 og 5.
TJARNARBIÓ
Nóttin cr cliinm
(So dark is the night)
Afar spennandi og óvenju-
leg amerísk leynilögreglu-
mynd.
Steven Geray,
Micheline Cheiral.
Bönnuð innan 16 ára
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLA BÍÖ
Fjaðrirnar fjorar
(The Four Feathers)
Stórfengleg' og spennandi
mynd í eðlilegum litum.
Ralph Richardson
John Clements
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir toörn.
Sm á niyiul a saf n
Sýnd kl. 3.
■ IIIUIIHIMlMA
HAFNARBÍÓ
Jassinn licillar
Nýjar amerískar jazzmyndir,
swing — rumba — Samba —
söngur og dans. Margar þekkt
ustu hljómsveitir Ameríku
leika. Einnig koma fram
Andrewssisters — Ritz broth
ers — The three sungs o. fl.
Einnig syngur Deanna Dur-
bin 3 lög, Loch Lomond, La
Boheme og Ave Marie.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum innan 16.
(frnuAjvjigSo&uAsuiA elu tfejtaAl
0uu/eUi$u?%
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofs I
:
Laugaveg 65. Síml 5833. f
Heima: Vitastíg 14.
Askriftarsfmls
TIMINW
2323
Gcrijzt
áskr>ifendnr,
Smámyndasafn
Nýjar amerískar grínmyndir
Bud Abbot og Costello o. íl.
Sýnd ki, 3.
MUAIÐ:
Anglýsingasími
TlMAlVS er
8130A
I Kaflagnir — ViðgerBlr
RaftækjaverzlunÍB
LJÓS & HITI h. f.
I Laugaveg 79. — Síml 5184 I
iiiiiiiiiiiiiiiiiimitv««ii
lilr*—mriMliiiillllll
VIBSKIPTI
HOS* ÍBÚÐiR
LÓÐIR • JARÐIR
SKIP • BIFREIÐAR
EINNIG:
Verðbrcl
Vátryggingar
Auglýsingastarlsemi
XSðS&ðl
3g
FASTF.IGNA
SÖLll
MIÐSTÖÐIN
Lækjargötu
10 B
SÍMl 6530
Erlcnt yfirllt
(Framhald at 5. siOu.y
íhlutunin, sem þeir fundu svo
glöggt eftir að vetrarstríðinu
lauk, væri upphaf þess, að gera
sjálfstæði Finnlands að engu.
Og sá sigur, er Þjóðverjar lof-
uðu, átti að bera í sér uppfyll-
ingu þjóðernislegra drauma
Mannerheims, sem ekki fengu
að rætast 1918, að austur-kar-
elsku héruðin yrðu finnsk.
Seinustu stjórnarstörf
Mannerheims.
En það verður samt að segja'
til viðurkenningar raunsæum \
gáfum Mannerheims, að hann
beitti áhrifum sínum til að fá
frið, áður en stríðið hefði ver-
ið þreytt til enda og allt lagt
í rústir. Þegar það var orðið
öllum ljóst, að skilmálalaus upp
gjöf var eina leiðin til friðar,
lögðu Finnar enn örlög sín í
hendur Mannerheims og gerðu
hann að forseta ríkisins.
Finnska þjóðin treysti honum
enn og það var vitanlegt að
Rússar báru virðingu fyrir hon-
um, bæði sem manni og her-
foringja. Nazistarnir þýzku höt-
uðu hann, og ýmislegt, sem
fram kom 1946, bendir til þess,
að þeir hafi haft í huga að
láta myrða hann eftir upp-
gjöf Finna.
Það lenti á Mannerheim að
gera vopnahlé við Rússa og
stjórna málum Finna á hinum
erfiðustu tímum, er friður tók
við af hernaðarástandi. Þá
þurfti að losa bandið við síð-
ustu Þjóðverjana og koma ein-
hvers staðar fyrir fólki því,
sem hverfa varð frá staðfestu
sinni í karelsku héruðunum,
sem Rússar tóku. Hann lét af
forsetastörfum í marz 1946.
Það voru réttarhöldin yfir þeim,
sem „sekir“ voru um ábyrgð á
stríðsþátttöku Finna, sem gerði
það óhjákvæmilegt. En það kom
engin ákæra fram gegn hon-
um. Ekkert liggur fyrir um það,
að Rússar hafi óskað þess, en
það hvarflaði ekki að Finnum.
Finnska þjóðin finnur sig allt-
af standa í djúpri þakkarskuld
við Mannerheim.
Kveðjuorð hans, þegar hann
hætti að hafa skipti af finnsk-
um þjóðmálum, eru einkenn-
andi fýrir traynsæi hans og
ættjarðarást:
Ég tel það hafa verið ham-
ingju mína, að ég bar gæfu til
að eiga þátt í því, að Finnar
náðu vopnahléssamningum og
hættu þátttöku í styrjöldinni
1944.
Það er ekki fyrr en sagan
verður skrifuð eftir könnun
allra þeirra heimilda, sem til
eru um afstöðu Manerheims,
sem hægt verður að segja til
fulls frá afstöðu hans og dæma
þau spor hans, sem nú virðast
hafa verið misstigin. Mikið og
óeigingjarnt starf, sem hann
lét landi sínu í té á neyðar-
tímum þess, meta hins vegar
allir Finnar og þakka hjartan-
lega.
Gerist áskrlfendur af»
3
imanum
Áskriftarsími 2323
í
ÞJÓDLEIKHljSID
Fimmtud. kl. 20.00.
TVýjjársnóttin
★
Laugard kl. U0
PABBi
Aðgöngumiðar seldir
frá kl. 13,15 til 20,00.
Tekið á móti pöntunum.
SímJ: 80 000.
★
32. b!að
SKIPS- l;
LÆKNIRINN
27
ár ætlaði hún að sigla yfir Atlantshafið á lystisnekkju, sem
hún átti sjálf.
Tíu mínútum síðar var búið að bjóða þeim Tómasi og
Lovísu með í þá för. Það leið ekki heldur á löngu, áður en
þau vissu allt um herbergjaskipun í húsi frúarinnar í New
York, skrauthýsi hennar í Miami og bústað hennar í Kali-
forníu, að hún fór jafnan í aukalest á milli þessara heim-
kynna sinna.
Inn í lýsingar hennar var skotið svörum við spurningum,
sem hinir ungu menn báru fram: Var það ekki þar, sem
hertoginn var gestur frúarinnar? Hvar hefir frúin hugsað
sér að hengja málverkið eftir Tizian? En annað veifið sendi
hún þá ýmsra erinda fyrir sig: Teddi, biðja píanóleikarann
aö spila þetta eða hitt lagiö! Deddl, sækja arabíska kamel-
ljónið mitt.
Tómas yppti öxlum. Hvers vegna fer ég ekki að hátta og
sofa? hugsaði hann. En hann vissi samt, hvers vegna hann
fór ekki að hátta. Hann óttaðist einveruna í klefa sínum.
Þá var skárra að vera hjá þessu undarlega fólki, svo lítið
sem honum var þó um það gefið.
Allt i einu kvað við lúðurhljómur' mikill, sem yfirgnæfði
hljóðfæraslátt, mannamál og glasaglaum.
— Við erum að fara inn til Skerborgar, hrópaði einhver.
Allir ruku upp til handa og fóta og vildu borga þjóninum.
Þeir vildu komast sem fyrst upp á þiljur til þess að njóta
innsiglingarinnar í kvöldkyrðinni.
— Deddi — borga fljótt. Æpti frú Morris. Teddi — sækja
loðkápuna mína. Safalakápuna! Vekja Rósu, ef hún sefur
— fljótt, fljótt!
Hinir ungu og vörpulegu Englendingar litu hvor á ánnan.
Svo hljóp Teddi af stað, en Deddi sat eftir.
—Við neyðumst víst til þess að biða, sagði hann. Þjónn-
inn getur ekki tekið á móti borgun við tuttugu borð í einu.
Frú Morris fölnaði af reiði. Einglyrnið datt frá auga henn-
ar og brotnaði við fallið.
— Gott! sagði hún. Ég fer að minnsta kosti upp á þilfar.
Teddi getur komið á eftir mér með safalakápuna mína.
Deddi hleypti brúnum og sneri sér að skipslækninum.
— Vilduð þér vera svo elskulegur að borga fyrir okkur
reikninginn? Hann dró hundrað dollara seðil upp úr buxna-
vasanum að bandarískum hætti. Ég get ekki látið frúna
fara eina upp.
En þá sneri frú Morris við blaðinu. Hún settist aftur.
— Þá verð ég kyrr, hvæsti hún, enda kom Teddi nú með
loðkápuna. Upp aftur með safalakápuna mina. Skipið get-
ur lagzt að án mín, ef þeir vilja það heldur!
— Á morgun klukkan ellefu, hvíslaði Lovísa að Wladimir
Glekoff, um leið og þau Tómas gengu út. Ég kem með nótur.
Nú fer ég að hátta, hugsaði Tómas. En þegar hann ætlaði
að ympra á þessu við Lovísu, bar að þjón, sem studdi hendi
á öxl honum og hvíslaði:
— Læknirinn er beðinn að koma í klefa 518. Þriðja far-
rými, E-þiljur.
Tómas kyssti Lovísu á höndina og kvaddi hana. Hljófæra-
slátturinn glumdi enn, en í þriðja farrými var dauðaþögn.
í klefunum 516—522 voru allir vakandi. Frú Weber engd-
ist sundur og saman af kvölum. Hún hafði ætlað að fara
fram úr rúmi sínu, en fæturnir brugðust þá, svo að hún
hneig á gólfið. Frú Lensch hafði hraðað sér til hennar —
hún titraði enn af hryllingi, sem læsti sig um hana, er hún
hóf þessa beinagrind upp í fang sér. Frú Fabian hafði
smeygt sér í morgunkjól utan yfir náttkjólinn, og stóð nú
á miðju gólfi. Börnin í efri rúmunum voru líka vakandi.
Tvö þau yngstu snöktu. Georg lá þegjandi á bakinu og straöi
rauðeygður á vindsnælduna, en Milla hafði troðið fnigrun-
um í eyrum.
— Láttu hana vera, mamma! hrópaði hún. Þetta getur
verið smitandi.
— Snúið þið ykkur öll til veggjar þarna uppi, sagði Tómas
höstum rómi. Siðan sneri hann sér að gömlu konunni.
En gamla konan hristi höfuðið. Þetta er ekkert, hvíslaði
hún. Mér verður batnað á morgun.
Læknirinn settist á rúmstokkinn hjá henni.
— Þér ætlið þó að sjá son yður, áður en þér deyið, sagði
hann vingjarnlega. Frans heitir hann — er það ekki? Og
þér eruð hrædd um, að yður verði neitað um landgöngu-
leyfi, er þér veriði veik, þegar kemur í höfn?
Gamla konan starði óttasleginn á hann. Hún hætti að
stynja.