Tíminn - 13.02.1951, Side 3
36. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 13. febrúar 1951.
3
í slendirLgaþættír
Dánarminning: Jón Bjarnason Melsteð
„Enn drúpir hlíðin, þar og
sem Ingjaldur féll.“
Norðanvert viö Skeiðahrepp
gnæfir Vörðufell, með klett-
óttar brúnir, og hjalandi lækj
arsytrur í skriðurunnum hlíð
um. Þar sem fjallið gengur
lengst til suðurs, teygist fram
rani grösugur. Á honum stend
ur bær, er ber nafn af stað-
háttum, og heitir Framnes.
Sú sögn er til, að Ólafur
tvennumbrúni, er nam Skeið
öll, hafi sér legstað kosið þar
sem hann mætti sem mesta
útsjón hafa yfir landnám sitt.
Er hald manna, að hann
muni heygður ofan túns í
Framnesi, þó enginn kenni nú
Brúnahaug lengur. Mikil út-
sýn og fögur er frá Framnesi.
í vestri kvíslast Hvítá niður
grösugt sléttlendið, með dökk
an skugga Kestfjalls í ljós-
um vatnsfletinum. í átt til
árroða syngur Þjórsá sinn ei-
lífa söng við hraun og flúðir.
Milli ánna liggja Skeiðin,
þakin gróðurfeldi yfir úfnu
hraunlagi.
Um 1890 hófu ung hjón bú-
skap á Framnesi. Voru þau
aðflutt í hreppinn, úr Gríms-
nesi utan. Hét konan Þórunn
Guðmundsdóttir frá Miðengi.
En Guðmundur var systurson
ur Ófeigs rika í Fjalli. Bæt-
ir ekki um að rekja bænda-
ættir á Guðmundi lengra en
til frændsemis við Ófeig, svo
mjög sem hann var fyrir
samtfð sinni, í öllum búnað-
arháttum. Maður Þórunnar
hét Bjarni Jónsson prests
i Klausturhólum. Var Bjarni
bróðir Boga Melsteðs sagn-
fræðings. Er ætt sú kunn um
land allt.
Þau Þórunn og Bjarni
bjuggu allan sinn búskap á
Framnesi. Eignuðust þau ell-
efu börn, þrjú dóu í æsku,
en átta komust til fullorðins-
ára. Voru systurnar fjórar:
Stefanía, Steinunn, Sigrún og
Soffía. Allar nú búsettar í
Reykjavík. Eh bræðurnir
voru: Bryn j ólf ur vegaverk-
stjóri Stóra-Hofi, Jón bóndi
í Framnesi, Páll stórkaupmað
ur í Reykjavík, og Gunnlaug
ur byggingameistari i Reykja
vík. Voru bræðurnir taldir af
rendir að afli, og þótti mörg-
um systkinahópurinn þroska
legur mjög, svo sem ætt þeirra
sómdi.
Nú er fyrsta skarðið höggv
ið í hópinn. Jón lézt að Landa
kotsspítala 22. jan. s.l., eftir
langa vanheilsu. Og var jarð
sunginn 3. febr. frá sóknar-
kirkju sinni að Ólafsvöllum.
Jón Steinn Bjarnason Mel-
steð, var fæddur á Framnesi
8. jan. 1892, og heitir eftir
afa sínum og ömmu, þeim
Jóni presti Melsteð í Klaust-
urhólum, og Steinunni konu
hans. Ólst hann upp í því um-
hverfi, og við þær aðstæöur,
sem að framan getur. Árið
1928 gekk hann að eiga Gest-
rúnu Markúsdóttur, hina á-
gætustu myndarkonu, svo
að til fárra einna verður jafn
að. Eignuðust þau tvö mann-
vænleg börn, Jónínu og Boga,
sem bæði eru uppkomin, og
dvelja í heimahúsum. Vorið
1933 hófu þau hjónin búskap
á Framnesi, og hafa búið þar
óslitið síðan.
Jón var að eðlisfari dulur
fáskiptinn um annarra
hagi, svo að með nokkrum
hætti gat átt við hann lýsing
in á Skalla-Grími. „:Hann
var þögull og vinnugefinn og
hneigður til búskapar.“ Munu
ekki aðrir eiginleikar betur
fara þeim sem landið erja.
Og ef saman fer tryggðin við
æskustaðinn, er nokkurs að
vænta. En sú tryggð var ó-
venjuleg hjá Jóni, og þeim
systkinum hans öllum. Kom
liún glöggt í ljós. er íbúðar-
hús var byggt að Framnesi
fyrir fáum árum. Var þá bað
stofan látin standa við hlið- 1 góða leiki að undanförnu, og
Enska bikar-
keppnin
Fimmta umferð í ensku
bikarkeppninni fór fram s. 1.
laugardag og urðu úrslit
þessi:
Wolverhamt.—Huddersf. 2:0
Chelsea—Fulham 1:1
Sunderland—Norwich 3:1
Biackpool—Mansfield 2:0
Manch. Utd.—Arsenal 1:0
Stoke—Newcastle 2:4
Birmingham—Bristol City 2:0
Bristol Rovers—Hull 3:0
í sjöttu umferð komast því
6 lið úr 1- de;ld, eitt lið úr
2. deild, Birmingham, og eitt
lið úr 3. deild syðri, Bristol
Rovers. Það, sem kom lang-
mest á óvart í þessari
umferð var tvímælalaust að
Bristol Rovers skyldi vinna
Huil með miklum yfirburðum,
þrátt fyrir að Neil F’ranklin
léki með Hull. Flest'r bjugg-
ust við tapi hjá Arsenal, því
Manch. Utd. hefir sýnt mjög
Morgunræður í Stjörnubíó
ina á hinu nýbyggða húsi.
Baðstofan, þar sem
ir, höfðu setið í að barnaleikj
um sínum, og lifað sin þroska
ár. Mörgum kann að finnast,
að þetta hafi verið einkenni-
leg ráðabreytni. En það eru
svo margir leyndir þræðir í
mannlegu lífi, sem liggja frá
fortið til framtíðar, og ekki
mega bresta ef vel á að fara.
Til eru menn, þó fáir séu,
sem bera með sér svo áber-
andi prúðmennsku, að fáir
gerast til, a3 þeim að kasta.
Það er eins og ekkert óhreint
geti nálægt þeim þrifist. —
Slíkir verða nálega alltaf
samferðamönnum sínum til
einhverrar gæfu. Þennan fá-
gæta eiginleika hlaut Jón í
vöggugjöf. Hann var hluti af
honum sjálfum, og sá er mest
bar á í fari hans, og entist
til leiðarloka. Þar af kom að
engum, sem kynntist Jóni gat
dulizt það, hversu hann var
gætinn og prúður 1 orðum, í
öllu tali sínu, og þó sérstak-
lega, þá rætt var um aðra
menn. Aldrei heyrðist hann
hallmæla öðrum, né stofna til
orðasennu eða deilu við
neinn. Hann átti heldur eng-
an óvin, og ekki er vitað að
honum væri illa við nokkurn
rnann. Er slík prúðmennska
of sjaldgæf nú til dags, og
mætti margur þar nokkuð af j
læra.
Margt hefir breytzt á Fram
nesi í búskapartíð Jóns. Tún
stækkað og aukizt að gæðum
Hús öll risið af grunni. I'all-
þungi bæjarlækjarins knýr
rafstöð til heimilisþarfa. Veg
ur hefir verið lagður upp bratt
ann heim að bænum, og bif-
reið stendur í hlaði. En út-
sýnið er enn sem fyrr. Flat-
lendið mikla til suðurs, þar
sem stórelfurnar tvær
streyma án afláts, frá upp-
hafi sinu til ósa, í eilifri hring
ferð lífs og dauða. Og ofan
við bæiftn gnæfir fjallið, með
veðurbarðar brúnir. Óbreytan
legt frá degi til dags. í sliku
umhverfi að búa er holt
manni.
Atburðirnir þrykkja tölum
sínum óaflátanlega á mál-
band tímans. Kynslóðir
hverfa, og aðrar koma í þeirra
stað. Það er lögmál lífsins,
sem enginn fær breytt. —
Bóndinn á Framnesi hefir nú
lokið.hinni hinztu göngu. —
Eftir eru börnin, sem erft
hafa orðgætni föður sins. Og
konan, sem nú er orðin ekkja.
Já, því skyldi ekki geta henn
ar? Konunnar, sem vaxið
hefir með hverju liðnu ári.
Þroskast við hverja raun. —
Vissulega á hún sinn hluta
af því starfi, sem unnið hefir
markmaður þeirra, Reg All-
en, sem liðið keypti frá
Queens P- R. í haust fyrir 23
þús. pund, sem er mesta upp
hæð, sem greitt hefir verið
fyrir markmann, hefir fengið
fæst mörk af markmönnum
Englands síðan keppnin hófst
í haust.
Erfitt er að spá nokkru um
hvaða lið komast í úrslit, það
fer mest eftir því, hvað lið-
in verða heppin með niður-
röðunina, en í Englandi er
helzt reiknað með Wolves,
b karmeisturunum 1949,
Manch. Utd., bikarmeisturun
um 1948, og Blackpool, sem
komst í úrslit 1948. Þá er einn
ig óhætt að reikna með að
Newcastle komist langt, sér-
staklega eftir hina ágætu
frammistöðu liðsins á móti
Stoke City. Áður en næsta um
ferð fer fram verður birt hér
i blaðinu hvaða lið keppa þá
saman.
! Þá fóru einnig fram s. 1.
| laugardag nokkrir leikir í'líg-
! unni og urðu úrslit þessi í 1.
1 deild:
Bolton—Burnley 1:1
Liverpool—Portsmouth 2:1
í 2. deild:
Blackburn—Leeds 2:1
Brentford—Bury 4:0
H.S.
Séra Emil Björnsson: —
Morgunræður í Stjörnubíó.
Reykjavik. — Á forlag
Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
1950. —
Bók þessi er geíin út að til-
hlutun Óháða Fríkirkjusafn-
aðarins í Reykjavík. í for-
mála bókarinnar segir, að
þetta ræðusafn, 14 ræður alls,
sé gefið út til eflingar kirkju-
byggingarsjóði saínaðarins og
er sá tilgangur lofsverður. —
Ekki eru kirkjurnar of marg-
ar í Reykjavík, að áliti kunn-
ugra manna. Um ræðurnar
sjálfar segir í formálanum,
að það séu fyrstu ræðurnar,
sem fluttar hafi verið í söfn-
uðinum, og jafnframt fyrstu
ræðurnar, sem höf. hafi samið
og flutt. Þær eru því ekki
valdar úr stóru ræðusafni,
eins og gefur að skilja, hjá
nýbyrjuðum presti. Þetta eru
svo að segja allar þær ræður,
sem hann hefir flutt fyrir
söfnuð sinn. Það eru ræður
frá morgunsári safnaðarins
og morgynstarfi hans sem
prests, eins og nafnið bendir
líka til. —
Það er ofsagt, að á morgn
ana sé ekki gott að sjá, hvern
ig veðrið kunni að ráðast,
þegar fram á daginn kemur,
en ekki ber að neita því, að
oft má sjá veðurfar dagsins
út af morgunskýjunum. —
Skjátlist mér ekki því meira
hin andlega veðurgleggni, þá
þykir mér sýnt, að hér sé
kominn snjall og eftirtekar-
verður ræðumaður fram á
starfsvöllinn. Hann á sjálf-
sagt eftir að þroskast og breyt
ast, eins og flestir, frá' morg-
unmáli fram að náttmálum.
Allar þessar ræður hafa á
sér einkenni morgunsársins
að mörgu leyti. Þær eru.heit
ar, eins og vormorgnarnir
eru oft í dölum íslands. Þær
eru líka samdar í ákafa morg
unæskunnar. Það andar frá
þeim áhuga og starfsgleði í
óvenju ríkum mæli, hygg ég.
Það er himinglaður ' maður,
sem talar, virðist mér. Það
leikur allsnörp morgungola
um mann við lestur þeirra.
Þær eru það _hressilegar, að
ekki er gott að sofna út frá
þeim.
Höf. er alls ótrauður. Hann
hikar ekki við að taka vanda-
málin til umræðu. Þannig
gerir hann bænina, krafta-
verkin, uppeldismálin og fram
haldslífið að umræðuefnum
sínum. Oft fer hann sínar
eigin leiðir og hann er bless-
unarlega laus við öll gömul
brot og sparifatafellingar. —
Um öll sín ræðuefni talar
hann af skerpu og krafti.
Hann er djarfmæltur og not-
ar ekki silkihanzka meira en
góðu hófi gegnir. Mál hans er
skýrt og oftast ljóst. Sjald-
an eða aldrei fylgir hann
hefðbundnu kirkjuræðuformi
með sérstökum inngangi og
tví- eða þrískiptingu efnisins.
Sennilega telur hann það of
bindandi. Ekki varð ég var
við, er ég las bókina, að höf.
gerði sér far um að hylja sig
og skoðanir sínar i tviræðum
orðaflækjum. Hann virðist
taka tillit til þess, er Hallgr.
Pétursson beindi til prest-
anna, er hann kvað: Jesú
vill, að þín kenning klár/
kröftug sé, hrein og opinskár.
Um guðfræðiskoðanir höf.
t,el ég mig ekki mann að tala.
Það eftirlæt ég öðrum, sem
betur eru færir til þess. Enda
var tilgangur þessara fáu og
fátæklegu orða minna atfeins
sá, að vekja athygli almenn-
ings á bókinni. Ég tel hana
verða þess, að hún sé bæði
lesin og keypt. Hún gefur á-
reiðanlega mörg umhugsun-
arefni og er um margt ný-
stárleg.
mína.
Hafi höf. þökk
Vald. V. Snævarr.
Rússar eigna sér
sigra Nelsons.
Rússar hafa i seinni tíð
reynt að eigna sér flestar upp-
götvanir, sem gerðar hafa ver
ið. Til viðbótar þessu eru þeir
nú byrjaðir að eigna sér ýmsa
hernaðarsigra, sem herforingj
ar annarra þjóða hafa unnið.
Þannig hefir nýlega birzt í
grein í rússneska blaðinu Lit-
eraturnaja Gazet, þar sem
því er haldið fram, að Nelson
hafi tekið sér fordæmi rúss-
neskra sjóliðsforingja til fyrir
myndar, er hann vann sigur
sinn við Aboukir og Trafalgar.
„Við verðum að halda uppi
heiðri vísindamanna vorra og
hershöfðingja“, segir blaðið að
lokum, „og megum ekki láta
kapitalistana komast upp með
neinar sögufalsanir.“
K a m i I í u f r ú i n
verið á jörðinni hin síðari ár.
Hér er traust undir fæti.
Svo líklegt er, að óðalið geti
notið starfssamra handa á
komandi árum.
„Enn drúpir hlíðin.“ Hlíðin
þar sem lækirnir hjala við
stráin, og bóndinn átti svo
mörg sporin. Prúðmennið, sem
öðrum var til fyrirmyndar,
með hógværð sinni og frið-
semi. Hetjan, sem geðrór og
óttalaus barðist langar stund
ir við þann, sem alltaf sigr-
ar að lokum.
Hinrik Þórðarson.
Hvergi kemur maður svo í
bókabúðir, að þar sé ekki
fjöldi bóka eða ritlinga, er
ástarsögur kallast, en eru þó
raunar lítið annað en vesalt
samklúður um stundlega fýsn
holdsins. Verði manni á að
skyggnast nánar í þessar bók
mertntir, sést brátt, að mynd
skreytingar þeirra bæta ekki
úr skák.
Flóð þess konar blautlegra
ruslbókmennta hefir verið
slíkt, að margir mætir menn
hafa haft við orð, að tak-
marka ætti þess konar útgáfu
starfsemi. Hvar er orsaka
þess ómennskuháttar að
leita? Vart er smekkur ís-
lenzkra lesenda, kominn í
slíka deiglu, að þeir yfirleitt
leggi sig niður við lestur fyrr
nefndra bóka. Ætli orsakanna
sé ekki fyrst og fremst að
leita hjá nokkrum miður hátt
vísum útgefendum, er hyggj
ast með æsiauglýsingum geta
tælt hrekklausar sálir til að
kaupa hroða þennan, en
hljóta sjálfir -skjótfenginn
gróða af?
Það vill svo til, að nýútkom
in er bók, er stingur mjög í
stúf við áðurnefndar bækur.
Það er Kamilíufrúin eftir A.
Dumas yngra.
Sú saga fjallar um ásta-
mál ungrar samkvæmismeyj
ar, er uppi var í París á fyrri
hluta 19. aldar. Hún var á
vissan hátt barn síns tíma,
en engu að síður sýndi hún
slíka fegurð og hreinleika á
örlagastundu, að ljóma legg-
ur af.
Höfundi þessarar skáld-
sögu tekst svo vel búningur
sögunnar, að unun er að. í
hans sporum hefð'u flestir
fallið fyrir þeirra freistni, að
láta hið klúra og kersklega
’ná yfirhöndinni í framsetn-
ingunni og þannig hrekja
söguna að nokkru út í það
forað ógeðslegra bókmennta,
er hvarvetna getur að líta.
„Þeim var ekki skapað
nema skilja“, segir í miðalda
kvæði, er fjallar um hugi,
sem unnast. Hið sama viðlag
mætti hafa um Kamilíufrúna.
Hún er saga um ástir, afbrýði
og ásköpuö örlög. Henni hef-
ir jafnan verið skipað á bekk
með beztu ástarsögum heims
bókmenntanna, énda nýtur
hún ósk^ptra vinsælda enn
þann dag í dag R.
Jólasveinninn bannfærður.
Kirkjusöfnuður baptista í
Dubbo í New South Wales hef-
ir lýst yfir bannfæringu á jóla
sveininn. Jólasveinninn er
stundum. notaður til að hræða
börnin, segir í bannfæringar
skjalinu, og er sem slíkur verk-
færi djöfulsins. Sagan um
jólasveininn er líka blekking,
veikir því trúnaðartraust barn
anna, er þau vita hið sanna,
og stuðlar að því að gera þau
ósannsögul.