Tíminn - 17.02.1951, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.02.1951, Blaðsíða 3
40. blað. TÍMINN, laugardaginn 17. febrúar 1951. 3 / slendingaþættir Sextugur: Kristján Jónsson frá Einarslóni Sextugur varð 23. janúar Kristján Jónsson frá Eiriars- lóni á Snæfellsnesi, nú til heimilis á Skagabraut 15, Akranesi. Kristján er fæddur í Einars lón', og ólst þar upp ásamt mörgum systkinum, hjá for- eldrum sínum, Jóni bónda Ól- afssyni. sem enn er á lífi há- aldraður, og konu hans Ás- gerði Vigfúsdóttur er andað- ist næst liðið sumar. Höfðu þau búið í Einars- lóni um hálfrar aldar skeið, er þau á gamals aldri fluttust þaðan. Kristján dvaldi í Ein- arslóni hjá þeim til fullorð- insára, unz hann haustið 1924 giftist Jóneyju Jónsdóttur frá Lýsudal í Staðarsveit, ágætri konu, og byrjaði um leið bú- skap í Einárslóni á nokkrum hluta jarðarinnar á móti föð- ur sínum. í Einarslóni bjó Kristján til vorsins 1944, er hann keypti jörðina Kirkju- hól i Staðarsveit, og fluttist þangað, en á Kirkjuhóli bjó hann fá ár, en fluttist þaðan til Akraness og hefir átt þar heimili síðan. Þau hjón Kristján og Jóney e:ga þrjár efnilegar dætur. Eru tvær þeirra giftar og bú- settar á Akranesi, en hin yngsta á ungl ngsaldri og dvelur enn hjá foreldrum sín- um. Kunnastur mun Kristj án hafa verið á Snæfellsnesi fyr ir frábæra skotfimi sína. Var hann um margra ára ske'ð aðal grenjaskyttan i Breiðu- víkurhreppi og jafnan feng sæll, auk þess sem hann stund aði mikið refave ðar á vetr- um. Jón faðir hans og Kristo fer bróðir hans voru líka á gætar skyttur. Munu þær vera ærið marg- ar tófurnar, sem beðið hafa bana fyrr skotum þerra feðga. Skammt fyrir vestan Ein- arslón i landi jarðarinnar, er hin forna veiðistöð Dr.tvik. Reri Kristján þaðan oft á vorin, meðan hann var í Ein- arslóni. og mun vera síðastur Neðra-Skarðsf7all,' núlifandi manna, er stundað j hefir þaðan sjó. Kristján er maður glað- lyndur og skemmtilegur í tali, gestrisinn og hjálpsamur, en það eru eiginleikar, sem marg ir Snæfellingar eru ríkir af. Br. J. Nokkur örnefní Fyrir stuttu er komin út Ár- bók Ferðafélags íslands 1950. Er hún um Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar, eftir Jón Helgason blaðamann. Bók þessi er, sem hinar fyrri ár- bækur félagsins, fróðleg og skemmtileg, víða greinileg landlýsing, sagt frá örnefnum og getið munnmælasagna, um sum þeirra einnig sagnir úr þjóðskjölum og dómsmálabók um, auk þessa er fjöldi mynda er prýðir bókina. Eftir að hafa lesið bókina, finnst mér, að vesturhluti aust ur Skarðsheiðar hafi orðið af- skiptur með landlýsingu og fleira og leyfi ég mér að fara þar um nokkrum orðum. Frá Leirárkinnum að Neðri- Skarðsá er lítil landlýsing og fárra örnefna getið. Frá Neðri-Skarðsá að Skarðsvötnum er engin land- lýsing og engra örnefna getið. Skal nú vikið að því nánar. Kunnugir vita, að fjallið milli Leirá og Neðri-Skarðsár heitir Snóksfjall og eru þar mörg örnefni, svo sem Brík, Hrisklettur, Tófulágar, Stráka gil, Fagrabrekka, svo að nokk- ur séu talin. Fjallið frá Neðri-Skarðsá austur á hreppamörk og norð- ur um Rauðahnúk nefnist þar eru Um Sinfóníuhljómsveitina Yfirlýsingj frá áívarpsráði og flciri aðilum Herra ritstjóri. íuhljómsveit'na um störf Meðfylgjandi yf rlýs’ngar hennar í þágu útvarpsins frá útvarpsráði og frá meiri- hafa ætíð legið fyrir útvarps- hluta stjórnar og fram- ! ráði og hlotið samþykki þess. kvæmdastjóra Sinfóníuhljóm Útvarpsráð hefir einnjg kynnt sveitarinnar leyfi ég mér að sér starfs- og rekstraráætl- senda yður með ósk um birt-! anir hljómsveitarinnar og ingu í blaði yðar. { ekki haft við þær að athuga. Við þessar yfirlýsingar hefi ég því einu við að bæta, að ég hefi gert ráðstafan:r til að 4) Þar sem vikið er að öðr- um e'nstöku matriðum í sam bandi við tónlistarmál út- r tstjóri Mánudagsblaðsins,; varpsins í ofangreindri blaða Agnar Bogason, verði látinn | grein, er frásögnin um flest ' atriði mjög rangfærð og vill- andi, en um önnur tilhæfu- laus með öllu, svo sem um- mæli blaðsins um fimm út- lendinga, sem starfi hjá út- varpinu og hafi 2700—3000 kr. mánaðarlaun. Ólafur Jóhannesson Stefán Pétursson Sigurður Bjarnason Sverrir Kristjánsson Ályktun þessi var gerð á Loftræsting í strætisvögnum Margt fer aflaga í rekstri strætisvagna Reykjavíkur. Þó tekur óloftið í þeim út yfir allt annað. Þetta raka, þunga innibyrgða loft, blandað stybbu af hálfbrunninni hrá- olíu og mótorlykt. Þessu er fólki boðið upp á, að sitja og standa í eins þétt og menn geta þjappað sér sam an. Allar smugur eru lokað- ar, þótt blíðviðri sé úti. Síð- ast í dag lenti. ég í yfirfull- um vagni og loft, svo mönn- um varð óglátt. En ágætis veður úti. Nokkru síðar fór ég með öðrum vagni. En þar var stór rúða opin og loftið allt annað. Þetta mun eitthvað misjafnt hjá bílstjórunum. En stjórn strætisvagnanna virðist ekkert skipta sér af þessu og heilbrigðiseftirlit er ekkert. Er þetta allt svo aumt og lágkúrulegt, að undr un sætir. Þó er e.t.v. verst að farþegarnir ýmsir verða kald ir fyrir þessu og taka því sem hverju öðru sjálfsögðu mót- læti og hætta að mögla. Raunar eru menn farnir að hafa að orðtaki, ef þeir koma inn, þar sem loftið er mjög þungt, að þetta sé eins og í strætisvagni. Þegar kvef og inflúensa ganga, eru strætisvagnarnir með núverandi útbúnaði helst til ákjósanlegar útbreiðslu- stöðvar fyrir þenna faraldur. Og ekkert er sennilegra, en þeir eigi drjúgan þátt í að halda við og útbreiða alls- konar umferðaplágur, sem margir kvarta um, að komi aftur og aftur. Hvað munu útlendingar hugsa um kröfur okkar til andrúmslofts, ef þeir ferðast í strætisvagni yfirfullum og allt ferskt loft útilokað. Og hvað niyndu þeir virðulegu herrar, forstjóri strætisvagn- anna, borgarlæknir, borgar- stjóri og læknar bæjarins, segja, ef þeir þyrftu að ferð- ast í strætisvagni þegar þrenslin eru mest og loftið verst? En vissulega þurfa þeir þess með. Þá myndi strax hafist handa á þessu sviði. Þótt ekki væri annað en opna glugga. Er stórfurðulegt, að þurfa að margítreka áskorun um jafn augljóst mál og þetta er, að hafa alltaf stöðuga loftkælingu í strætisvögnun- um þegar þeir eru á ferð. 12. febr. B. G. Fréttir frá Í.S.Í. Að vanda hélt íþróttasam- band íslands hátíðlegt af- mæli sltt 28. jan. s. 1. Þá voru heiðraðir afreksmenn síðast- liðins árs og sæmdir metmerkj um Í.S.Í. í þeim íþróttagrein- um sem Í S.Í. er sérsamband fyrir Greinar þessar eru: Sund og skautahlaup Hófið fór fram í Sjálfstæð- ishúsinu (minni salnum) og voru þar mættir methafarn- ir, framkvæmdastjórn Í.S.Í. og formenn sérsambandanna ásamt fleiri íþróttafrömuð- um. Forseti Í.SÍ. Benedikt G. Waage, afhenti þessum sund- görpum metmerki sín með ræðu: Þórdís Árnadóttir (Á.) fyrir 4 sundmet, silfurmerki, Hörður Jóhannesson (Æ.) 3 sundmet, silfurmerki, Ari Guð mundsson (Æ.) 1 sundmet, eirmerki, Pétur Kristjánsson (Á.) 1 sundmet, eirmerki. Fyr ir boðsundsmet fengu þessi félög litla bikara: Glímufél. Ármann 4 met, íþróttafélag Reykjavíkur, 1 met og Sund- (Framhald á 7. síðu.) einnig mörg örnefni, sem hefði mátt taka upp í Árbókina, svo sem gert er í vesturheiðinni og víðar. Hér verður aðeins fárra þeirra getið, svo sem: Bæjar- klettar, Seldalur, Götuklettur, Bleikafell og Rauðihnúkur, sem fyrr er nefndur. Svo sem skýrt er frá í ár- bókinni er hvilft eða smádalur í fjallið sunnanvert við syðra Heiðarhorn og heitir hann Vatnadalur. í honum eru þrjú lítil vötn, en nyrzta og minnsta vatnið heitir Skessu- brunnur, í árbókinni eru þau öll nefnd Skessubrunnar, — hvort réttara er skal ekki deilt um hér. Aðeins skal þess get- ið, að snemma á síðastliðinni öld eru þau nefnd Skarðsvötn, eftir því sem munnmælasagn- ir herma er til urðu um þau, en rúmsins vegna verður ekki farið út 1 þær hér. Úr tveim syðri vötnunum rennur lækur suður fjallið og þar fram af i klettagili, sem Hestagil heitir, og eru þar hreppamörk. Skammt norður af Rauðahnúk og inn með Heiðarhorni að vestan er lítill dalur sem Hrútadalur heitir, þangað fóru oft áður fyrr á haustin menn, er voru á rjúpnaveiðum, og var í mæli, að ef ekki væri rjúpa á Hrúta- dal þá væri þeirra ekki von á Snóksfjalli. Mun því hafa valdið lega dalsins þar á há- lendinu samfara nægum haga fyrir rjúpuna. En ekki hafa allir sótt þang að höpp er farið hafa þar upp til rjúpnaveiða, svo sem göm- ul vísa bendir til og sagt er að maður einn hafi kveðið um sjálfan sig: í Hrútadalnum ég hrapaði hrygg minn braut og viðbeinið annan fótinn og axlarlið því olli bylta háskalig. Skammt fyrir austan Hesta gil, sem fyrr er getið, hefir brotizt fram úr fjallinu sú mesta skriða, er fallið hefir úr Skarðsheiði sunnan verðri, að undanteknum árframburði. Hefði farið vel á því að árbók- in hefði geymt sagnir um skriðu þessa, svo sem um Hólabrú er fallið hefir úr Akrafjalli, og fleiri náttúru- undur. sæta fyllstu ábyrgð fyrir dóm stólum út af þeim tilhæfu- lausa rcgburði og svívirðilegu aðdróttunum í minn garð, sem felast í gre'ninni „Sin- fóníuhljómsveitin er ekki til“, í Mánudagsblaðinu 12. þ- m. Reykjavík, 13. febrúar 1951. Jón Þórarinsson Yfirlýsing frá útvarpsráði. í triefni af árásargrein. sem birtist í Mánudagsblaðinu 12. þ. m. undir fyrirsögninni „Nýtt útvarpshneyksli — Sin- fóníuhljómsveit'n er ekki til!!!“ og beint er gegn Ríkis- útvarpinu og sérstaklega ein- um starfsmanni þess, Jóni Þórarinssyni fulltrúa í tónlist ardeild, vill útvarpsráð láta eftirfarandi athugasemdir koma fram: 1) Tónlistardeild útvarps- ins hefir ekki sérstakar fjár-1 reiður, og eru allar tillögur forráðamanna hennar um ráð stöfun á fé útvarpsins til tón- 1'starmáVa há\ðax samþykki útvarpsráðs og útvarpsstjóra. Ásakanir og dylgjur blaðsins á hendur „æðstu manna tón- listardeildarinnar“ um „furðu legt fjárbruðl“ og óheiðar- lega meðferð fjár í sam- bandi við starf þeirra hjá út- fundi útvarpsráðs 14. febrúar 1951. Einn útvarpsráðsmanna Magnús Jónsson prófessor, var fjarstaddur vegna veik- inda. Yfirlýsing frá stjórn Sinfóníuhljómsveltarinnar. Samkvæmt ósk hr. Jóns Þórarinssonar, formanns stjórnar Sinfónuhljómsveit- , arinnar, og í tilefni greinar- innar „S'nfóníuhljómsveitin er ekki til“, sem birtist í Mánu dagsblaðinu í gær, vilja undir ritað'r stjórnarmenn og fram kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitarinnar taka fram eftir- farandi: 1. Jón Þórarinsson nýtur ekki og hefir aldrei notið neinna launa eða neins konar hlunninda hjá Sinfóniu- varpinu eru því rakalaus og' hljómsveitinni og hefir aldrei. tilhæfulaus ósannindi, sem | þegið neina þóknun fyrir útvarpsráð vísar algerlega á | stjórnarstörf eða önnur störf bug. V'rðist tilgangur þessara skrifa sá einn að vekja til- efnislausa tortryggni í garð útvarpsins og einstakra starfs manna þess, og að spilla fyrir starfsemi stofnunarinnar og framgangi hljómsveitarmáls- í þágu hennar. 2. Reykjavíkurbær á full- trúa í stjórn hljómsveitar- innar, sem að sjálfsögðu fylg ist með því, hversu því fé bæj arins er varið, sem veitt er til hljómsveitarinnar. Þá hafa ins, sem forráðamenn útvarps | 0g borgarstjóra og skrifstofu ins hafa jafnan stutt af, hans ætíð verið heimilar all fremsta megni og telja út- ar upplýsingar, sem óskað varpinu mikið nauðsynjamál. j hefir verið eftir, um rekstur 2) Það hefir aldrei farið og starf hljómsveitarinnar, leynt í útvarpsráði, að Sin- fóníuhljcmsveitin er ekki fé- lagsskapur hljóðfæraleikara, heldur stofnun. sem hefir ráð ið hljóðfærale'kara til ákveð inna starfa. Þeir tveir aðilar, sem lagt hafa fé til hljómsveit arinnar, Ríkisútvarpið og Reykjavíkurbær, hafa hvor um sig tilnefnt einn mann í stjórn hennar, en þriðji mað urinn hefir verið tilnefndur af Félagi íslenzkra hljóðfæra leikara. Fulltrúi útvarpsins í hljómsveitarstjórninni er Jón Þórarinsson, og hefir hann enga þóknun tekið hjá út- varpinu fyrir það starf eða önnur störf vegna hljóm- sveitarinnar. 3) Samningar við Sinfón- Að síðustu vil ég geta þess, að fjórir fossar eru í Laxá, auk Eyrarfoss. Hundsfoss heit ir foss, sem er neðarlega í ánni, skammt fyrir ofan Lax- foss, auk þeirra, sem getið er í árbókinni. Svo sem línur þessar bera með sér, er með þeim ekki leitast við að varpa rýrð á neitt af því er stendur í ár- bókinni. Suður-Borgfirðingur. v og hefir engin gagnrýni á rekstri hennar eða starfsemi komið fram af hálfu bæjar- ins. Reykjavík, 13. febr. 1951. í stjórn Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, B. Böðvarsson Baldur Andrésson Framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitarinnar, Björn Jónsson « - ’ * Stutt athugasemd. Með yfirlýsingum þessum, virðast flest atriði í umræddri grein Mánudagsblaðsins hrak in. Þó lætur útvarpsráð nokkr um veigamiklum atriðum ó- svarað. eins og þeim, að út- varpið hafi keypt.lítt not- hæf hljóðfæri af Tónlistar- félaginu fyrir ærið fé. Það er svo annað atriði, sem ekki snertir beint þessa deilu og ástæða getur verið til að ræða um síðar, hvort útvarpsráð ver ekki ofmiklu fé (500 þús. kr.) til Sinfóníuhljómsveitar innar á kostnað annars út- varpsefnis og dagskrá út- varpsins verði af þeim ástæð- um mun lakari en hún þyrfti að vera. Ritstj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.