Tíminn - 23.02.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.02.1951, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, íöstudaginn 23. febrúar 1951. 45. blað. ■nOOmAmWí hafi til heiía Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 2,30 Útvarpssagan: „Áslaug á Hrauni“ eftir Þórunni Elfu í Magnúsdóttur; sögulok höfund- ur les). 21,00 „Sitt af hverju | tagi“ (Pétur Pétursson). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. — 22,10 Passíusálmúr nr. 29. 22,20 Skóia- þáttur (Helgi Þorlákssqg kenn- ari). 22,45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Arnarfell er væntanlegt til Reykjavikur n. k. laugardag frá Malaga. Ms. Hvassafell fór frá Cadiz 21. þ. m. áleiðis til Keflavíkur. Ríkisskip: Hekla er á Austfjörðum á suðurleið. Esja var væntanleg til Isafjarðar seint í gærkvöld á norðurleið. Herðubreið er í Rvík. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr- ill var á leið frá Vestfjörðum til Akureyrar í gær. Ármann var í Vestmannaeyjum í gær. Oddur var í Flatey á Breiðafirði í gær- kvöld á vesturleið. Eimskip: Brúarfoss fór frá Reykjavík 19. 2. til Hull og Kaupmanna- hafnar. Dettifoss kemur til Keflavíkur í dag 22. 2., fer þaðan til Reykjavíkur 23. 2. Fjallfoss fór frá Kristiansand 19. 2. til Rotterdam, Antverpen, Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Lagarfoss fór frá Rotterdam 20. Reykjavík 21. 2. til Rotterdam. 2. til Leith og Reykjavíkur. Sel- foss kom til Leith 17. 2., fer það an til Djúpavogs. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 22. 2. frá Néw York. Auðumla fór frá Reykja- vík 21. 2. til Vestmannaeyja og Hamborgar. Foldin er í Reykja- vík. Flugferðir Loftleiðir h.f. í dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja og Akureyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja, Akureyrar, Isafjarðar, Patreksfjarðar og Hólmavíkur. Úr ýmsum áttum Helgidagslæknir. Ragnar Sigurðsson, Sigtúni 51, sími 4394. Leiðrétting. Undir myndinni af fulltrúum á fyrsta fiskiþinginu, sem birt- ist á 3. síðu Tímans í gær, féll niður nafn Hannesar Hafliða- sonar, sem situr í miðri fremri röðinni. Esperantistafélagið Auroro heldur skemmtifund í Aðal- stræti 12 kl. 8,30. Skorað á fé- lagsmenn að mæta vel og stund víslega. I. R. — Skíðaferðir að Kolviðarhóli á laugardag kl. 10 f. h. 2 og 6 e. h. og á sunnudag kl. 9 og 10 f. h. og kl. 1 e. h. Farið verður frá Varð- arhúsinu. Stanzað við Vatnsþró. Undraland og Langholtsveg til að taka farþega. Farmiðar og gisting fyrir laugardagsferðirn- ar selt í kvöld kl. 8—9 í 1. R.- húsinu. Þeir, sem fara á sunnu- dag geta keypt farmiða við bíl- ana. — Skíðadeild 1. R. Framsóknarvistin í Listamannaskálanum í kvöld byrjar kl. 8,30, en það borgar sig vel fyrir samkomu- ?festi að koma dálítið fyrr, því oft er troðningur í anddyrinu, þegar vistin á að fara að byrja. Betra er líka að hafa blýanta með sér. Aðgöngumiðarnir kosta 15 kr. | Þar sem sýningar fara nú að i hefjast í skálanum, er óvíst.J hvort oftar fæst viðunandi hús rúm fyrir Framsóknarvistir og getur þetta því orðið sú seinasta í vetur. Úrslit í kvöld. Handknattleiksmeistaramót íslands heldur áfram i kvöld kl. 8 e. h. í íþróttahúsi í. B. R. við Hálogaland. Fyrst keppa Vík- ingur-Fram og strax á eftir Ár- mann-Valur. Víkingur og Fram keppa um 3ja sætið. Þau hafa bæði 4 stig, en Fram hefir betri markatölu og nægir því jafntefli. Ármar.n og Valur keppa um íslandsmeist aratitilinn. Félögin hafa bæði unnið alla sína leiki og hafa 8 stig. Valur heíir betri marka- tölu og nægir því jafntefli til þess að vinna. Dómari í leiknum verður Sig- urður Magnússon. Kapplið Vals og Ármanns í kvöld eru sem hér segir: Knattspyrnufélagið Valur: Stefán Hallgrímsson, Halldór Lárusson, Valur Benediktsson, Halldór Halldórsson, Valgeir Ár sælsson, Þórður Þorkelsson, Bragi Jónsson, Sveinn Helgason, Sigurhans Hjartarson, Glímufélagið Ármann: Gunn- ar Haraldsson, Rafn Stefánsson, Magnús Þórarinsson, Gunnar Torfason, Sigfús B. Einarsson, Haukur Bjarnason, Sig. G. Norð dahl, Kjartan Magnússon, Snorri Ólafsson. A jfwnutn úeyi: Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofu ríkisins. 8/öð og tlmarit Tímaritið Úrval. Út er komið 1. hefti af Úrvali 10. árg. fjölbreytt og fróðlegt að vanda. Helztu greinar eru: Endalok hinnar rómantísku ást ar, Hið horfna meginland At- lantis, Leitin að réttu mataræði, Á jagúarveiðum, Rússnesk tón- list fyrir fólkið, Guðafæða, Hin mikla blekking, Frá Hiroshima, Sérrver lækningastofa sé leitar- stöð fyrir krabbamein, Tilraun- ir á dýrum, Upplestur í heima- húsum, Neonljós náttúrunnar, Bálför norræns víkings, Samá- byrgð glæpamanna, Launakjör í Ástralíu, Mátaði Napóleon, Hús, sem er hitað upp með speglum, Um síamstvíbura, í styrjöld við maura, Lóðrétti stiginn, smá- saga eftir William Sanson, og bókin Unglingsár eftir Alberto Moravia. SKAGFIRÐINGAFEI, AGIÐ AÐALSKEMMTUN heldur Skagfirðingafélagið í Tjarnarkaffi sunnudag- inn 25. febrúar kl. 8,30 s. d. Til skemmtunar: 1. Ávarp. Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi. 2. Einsöngur og duett, Ólafur Magnússon, Maríus Sölvason. 3. Getraunaþáttur og fleira. 4. DANS. Aðgöngumiðar í Söluturninum og Flóru, einnig við innganginn. — Fjölmennið. Stjórnin. íslenzk frímerki Kaupum öll almenn notuð íslenzk frímerki. Sendum innkaupalista eftir beiðni. — Sendið merkin í bréfi og greiðsla verður send um hæl. Frímerkjasalan, Lækjargötu Frímerkjasalan, 6 A, Reykjavík. Lækjargötu Vagnstjóraverkfallið Það er ekkert sældarbrauð að eiga heima í úthverfum Reykjavíkur þessa daga og þurfa að sækja til vinnu niður í bæ eða í annað úthverfi. Svipað gildir auðvit- að um þá, sem heima eiga i bænum og þurfa að fara til vinnu í úthverfin. Þrátt fyrir marga ágalla á stræt- isvögnunum og rekstri þeirra, bregður fólki við, er þeir stöðvast allt í einu. ★ ★ ★ Síðan stöðvunin varð hefir líka á ýmsu gengið um tíðarfarið. Það hafa verið norðanveður með miklum stormi og kulda, það hefir hlaðið niður snjó í útsynn- ingi, og svo er kominn bylur, ef vindi hreyfir að ráði. Það hefir verið frostleysa og hálka. En í þessu verða margir að ganga daglega klukkutíma gang eða meira til vinnu sinnar snemma að morgni og síðan heim aft- ur. — Það er viðlíka og fara á beitarhús í gamla daga, þar sem langt var að fara. En munurinn er sá, að beit- arhúsamehnirnir munu hafa verið betur búnir til þess að kafa mjöll og baksa á móti stormi en flest af því fólki, sem gengur til vinnu sinnar í Reykjavík þessa dagana. ★ ★ ★ Annars mætti benda ýmsum, sem bílum aka, á það, að þeir gætu sýnt gangandi fólki meiri nærgætni en þeir gera núna meðan strætisvagnarnir eru lokaðir inni. Það kostaði til dæmis ekki mikið fyrir þá, sem aka framhjá gangandi fólki inni við Blesagróf eða Kleppsholti á leið til vinnu snemma morgunsk lofa ein- hverjum að sitja í niður í bæinn. — Sérstaklega ætti þetta að vera sjálfsögð nærgætni, þegar hlut á að máli roskið fólk, illa búið kvenfólk, eða litil börn, sem sýni- lega eiga langa leið í skóla. — Öllum þykir gott að leita til annarra, þegar þeir sjálfir eru í vandræðum, og þá ættu menn að vera fúsir til þess að gera öðrum greiða. ★ ★ ★ Það má jafnvel búast við, að strætisvagnadeilan dragist enn nokkuð á langinn, að því er helzt verður hlerað. Fólkið í úthverfunum og aðrir, sem fara þurfa langar leiðir milli bæjarhverfa, verða því sennilega enn um stund að sætta sig við samgönguleysið og óþæg- indin, sem því eru samfara. En með ofurlítilli samhjálp má þó oft draga úr óþægindunum í einstökum tilfell- um. Þeir, sem sjálfir sitja í bíl, og sjá kannske las- burða fólk kafa fönnina á vegunum í úthverfum bæj- arins núna í strætisvagnaverkfallinu, skyldu vinsam- legast hugleiða þetta. j. H; .7>í [ *T".' ' ■ Langholtsbúar Útibú Landsbankans, Landholtsvegi 43, tekur við greiðslu á þessum gjöldum: ÚTSVÖRUM 1951 Fyrirframgreiðslu með gjalddögum 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní sem næst Ys hluta hverju sinni af útsvari gjaldena, eins og það var 1950. Æskilegt, að gjaldseðill sé sýndur um leið og greitt er. FASTEIGNAGJÖLDUM 1951, er féllu í gjalddaga 2. janúar síðastliðinn. Dráttar- vextir falla á þessi gjöld ef ekki er greitt fyrir 4. marz. Útibúið tr opið kl. 10—12 og 4—7 alla virka daga, nema laugardaga kl. 10—12 og 1—3. Borgarstjórinn í Reykjavík vorar og afgreiðslur verða lokaðar laugardaginn 24. febrúar R og þann dag verða engar flugferðir. Flugfélag íslands, h.f. Minningarathöfn um áhöfn og farþega, sem fórust með flugvélinni „Glit- faxa“ þann 31. janúar síðastliðinn, fer fram í Dóm- kirkjunni laugardaginn 24. febrúar kl. 2 e. h. Athöfninni verður útvarpað. Flugfélag íslands h.f. Vegna minningar- athafnar veður skrifstofum vorum lokað og ekki flogið eftir kl. 12 á hádegi laugardaginn 24. þ. m. ejCojtfei&ir h.j. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.