Tíminn - 23.02.1951, Blaðsíða 3
45. blað.
TÍMINN, föstudaginn 23. febrúar 1951.
3
Afkoma ríkissjóðs á árinu 1950
Greiðsltijöfnuður náðist á árinu, þótt verðtoll-
urinn brygðist og umframtekjur yrðu nær engar
Rekstrarreikningur 1950
Tekjur
Yfirlitsræða Eysteins Jónssonar fjármálaráðherra
í sameinuðu þingi í gær
Ég gat þess í framsögu fyr-
ir fjárlagafrumvarpinu 1951,
að ég mundi gefa háttv. Al-
þingi, svo fljótt sem kostur
væri á, upplýsingar um af-
komu ríkissjóðs á ár-
inu 1950. Undanfarið
hafa verið dregnar saman
upplýsingar, að uppgjöri til
bráðabirgða fyrir árið 1950,
og er þvi nú lokið. Þótti þá rétt
að ég gæfi háttv. Alþingi yfir
lit um afkomu ársins 1950,
samkvæmt þessu bráðabirgða
yfirliti. Þess ber að geta nú
eins og venja er um yfirlit
slík, að tölur geta breytzt við
endanlegt uppgjör, en það er
von f j ármálaráðuneytisins
að þær breytist ekki svo mik
ið, að heildarniðurstaðan
raskist svo máli skipti.
Mun ég þá gera grein fyrir
rekstrarreikningnum og
eignahreyfingum.
(Sjá töflu).
Fjárlagaáætlunin hefir
staðist.
Tekjur ársins voru áætlað-
ar 298 millj. kr. en samkv.
þessu bráðabirgðauppgjöri
eru þær um 297 millj. kr. eða
nær jafnháar eíns og áætlað
var. Rekstraarútgjöld voru,á-
;ætluð 262 millj. kr. $n eru
samkv. þessu bráðábirgðayfir
liti 263 millj. kr. eða aðeins
hærri en áætlað var. Rekstr-
arhagnaður var áætlaður 36
millj. kr. en er samkv. bráða-
birgðauppgjörinu 34 millj. kr.
Plestir liðir rekstrarreikn-
ingsins gefa ekki tilefni til at-
hugasemda, en ég mun minn-
ast á nokkra.
Rýrnun verðtollsins
Það sem fyrst vekur at-
hygli við lestur reikningsins
er það, hversu verðtollurinn
hefir brugðist. Hann var á-
ætlaður 78 millj. kr. en hefir
reynzt 58 millj. Verðtollurinn
hefir með öðrum orðum
reynzt jafnhár nú og árið
1949, þrátt fyrir gengislækk-
unina. Þessu hefði enginn trú
að fyrirfram. Innflutningur-
inn hefir minnkað stórlega á
árinu 1950 frá því, sem hann
var árið 1949. Ég taldi að verð
tollurinn mundi ekki vera of
hátt áætlaður fyrir árið 1950
og margir aðrir töldu hann
vera alltof lágt áætlaðan. Það
er fróðlegt að lita á innflutn
ingstölurnar þessi tvö ár.
Hagstofan segir, að reiknað
með núverandi gengi bæði ár
in til samræmis, hafi inn-
flutningurinn 1949 numið
785 millj. kr. en innflutning-
urinn árið 1950 590 millj. kr.
Lækkunin nemur hvorki
jmeiru né minna en 195 millj.
kr., eða um 25%. Þegar þess
er gætt til viðbótar, að nauð
synjavörur ýmsar hafa hækk
að í verði og að innflutningur
á þeim hefir hlotið að vera
svipaður bæði árin að magni
kemur í ljós, að innflutning-
ur hátollaðra vara hlýtur að
hafa minnkað meira jafnvel,
en fram kemur af innflutn-
ingstölunum.
Hin. raunverulega ástæða
þess, hve illa hefir farið að
þessu leyti, eru erfiðleikar
margvíslegir, sem mæddu á
þjóðinni á árinu 1950, síld-
veiðibrestur, framleiðslustöðv
anir vegna verkfalla og verð-
fall á útflutningsafurðum,
samanborið við innfluttar vör
ur.
Tekjur ríkisstofnanna.
Aðrir tekjuliðir hafa farið
aðeins fram úr áætlun, ýms
ir, og vegið hér nokkuð á móti
en þó einkum tekjur af einka
sölunum, sem hafa orðið þó
nokkuð hærri en áætlað var.
Vörur einkasalanna voru
hækkaðar i verði á árinu, og
hefir sú hækkun gefið eitt-
hvað auknar tekjur, en vöru
sala beggja hefir þó raunar
dregizt nokkuð saman.
Ástæða er til þess að benda
á, að rekstrarhagnaður land-
símans hefir orðið mun meiri
en áætlað var. Hann var á-
ætlaður 1.700 þús. kr., en hef
ir orðið 4,300 þús. kr. Er þetta
af því, að tekjur hafa reynzt
drýgri en gert var ráð fyrir
og gjöldum á hinn bóginn sízt
hærri. En þar um veldur
nokkru, að viðhald og endur-
bætur gat ekki farið fram
sem fyrirhugað var, vegna
efnisskorts.
Tekjuvonir, sem brugðust.
Eins og áður var sagt sýn-
ast tekjurnar 1950 ætla að
verða sem næst jafnháar á
rekstrarreikningi og áætlað
var í fjárlögum og eru það
veruleg vonbrigði. Til þess að
fjárlög geti staðizt við venj u-
legar aðstæður, þurfa tekjurn
ar að fara nokkuð fram úr á-
ætlun, þar sem ekki er hægt
að gera ráð fyrir því, að út-
gjöldin verði nákvæmlega
eins og fjárlögin gera ráð fyr
ir. Það hlýtur að verða að
gera ráð fyrir einhverjum um
framgreiðslum, hversu sem
reynt er að koma í veg fyrir
slíkt.
Öruggari innheimta.
í yfirlitinu eru eins og vant
er aðeins taldar innborgðar
tekjur. Eru dregnar frá 11,5
millj. vegna aukningar eftir
stöðva tekju og eignaskatts
og söluskatts. Þessi fjárhæð
er ískyggilega há, en ég vona
að mikið af þessu náist inn
og sumt fyrir reikningslok.
Eins og ég hefi áður oft-
lega greint Alþingi frá þá
horfði söluskattsinnheimtan
til vandræða. Hefir því með
samþ. Alþingis verið gripið til
nýrra ráðstafana, sem von-
andi bæta úr. Vona ég að
menn skilji nauðsyn þess, að
koma innheimtunni í betra
horf en verið hefir. Fer þar
saman almanna nauðsýn og
hagur þeirra, sem í skilum
hafa staðið.
Þetta hefir þó komið minna
að sök en ella á s. 1. ári vegna
þess, að umframgreiðslur
hafa yfirleitt orðið litlar og
útgjöldin á tveimur Uðum
fjárlaganna orðið nokkru
lægri en fjárlögin gera ráð
fyrir.
Lækkun á vaxta-
greiðslum.
Vaxtagreiðslur verða lægri
en áætlað var, vegna þess að
samkomulag hefir fengizt við
Lanlsbankann um að taka til
lit til mótvirðissj óðsinneignar
innar við ákvörðun vaxta af
yfirdráttarskuld ríkissjóðs í
bankanum.
Dýrtíðargreiðslur hafa orð
ið um 7 millj. kr. minni en
áætlað var í fjárlögum og
munar þar mest um, að ekki
bar að greiða á árinu nema
hálfan svokallaðan „kjöt-
styrk“, sem nú er raunar al-
veg úr sögunni. Að öðru leyti
reyndist áætlun á þessum
fjárlagalið einnig rífleg, mið
að við að halda niðurborgun
um vöruverðs á árinu eins
og þegar gengislækkunin var
gerð, en það var ætlunin og
þannig hefir málið verið fram
kvæmt.
Engar stórfelldar um-
framgreiðslur.
Erfitt er að bera hvern ein
stakan fjárlagalið í reikningn
um saman við fjárlögin vegna
þess, að launauppbætur all-
ar voru áætlaðar sérstaklega
á 19. gr., en ekki bætt við
hvern einstakan lið, eins og
hefði þó þurft að vera, ef
samanburður hefði átt að geta
fengizt á fjárveitingu og
reikningi. ,
Slíkt var á hinn bóginn
ekki mögulegt eins og af-
greiðslu fjárlaga bar að, svo
sem hv. alþingismönnum er
kunnugt.
Fæstir fjárlagaliðanna sýn
ast hafa farið verulega fram
úr fjárveitingu, nema sem
svarar launauppbótum, sem
fjárveiting var fyrir á 19. gr.
2.
Samgöngumálin.
Ástæða er til þess að geta
um 13. gr. B., samgöngur. Þar
er fjárveiting. 3.658 þús., en
bráðabirgðauppgjör sýnir
5.430.000 kr. útgjöld. Hér er
áætlað fyrir halla, seni fram
kom á rekstri áætlunarbif-
reiða ríkjisins, Norðurlands-
leið og Hafnarfjarðarleið, þeg
ar rekstur þeirra var gerður
upp og bifreiðarnar seldar. Er
þarna gert ráð fyrir 1,2 millj.
kr. upp í hallaáþessumrekstri
en hallinn mun hafa reynst
hátt á aðra milljón og er
ekki búið að gera þau við-
skipti upp við ríkissjóð enn-
þá. Verður greint frá því síð-
ar Þá hefir orðið meiri halli
á rekstri strandferðanna en
fjárlög gerða ráð fyrir,
og mun þar mestu valda,
að ekki hefir verið tek-
ið nægilegt tillit til áhrifa
gengisfellingarinnar á þá út-
gerð við endurskoðun fjárlag
anna s. 1. vetur. Þyrill hefir
verið afhentur Skipaútgeíð-
inni til rekstrar og ér frádreg
inn hér áætlaður hagnaður af
rekstri hans.
Landbúnaðarmál
16. gr. A, landbúnaðarmál,.
hefir farið nokkuð fram úr
(Framhald á 5. siðu)
Fjárlög. Reikningur.
1. Tekju- og eignask. og tekjuskattsauki
40.000.000 44.792.000
2. Stríðsgróðaskattur, hluti ríkissjóðs
2.000.000 1.405.000
3. Vörumagnstollur 21.000.000 22.244.000
4. Verðtollur 78.000.000 58.387.000
5. Innfl.gjald af benzíni 9.500.000 9.574.000
6. Gjald af innl. tollvör 6.500.000 6.878.000
7. Fasteignaskattur 700.000 763.000
8. Lestagjald af skipum 250.000 266.000
9. Bifreiðaskattur 3.500.000 2.373.000
10. Aukatekjur 1.800.000 2.036.000
11. Stimpilgjald 4.500.000 5.303.000
12. Vitagjald 900.000 933.000
13. Leyfisbréfagjald 150.000 133.000
14. Erfðafjárskattur 300.000 509.000 i
15. Veitingaskattur 3.500.000 2.185.000
16. Útflutningsgjald 300.000 324.000 i
17. Söluskattur 47.500.000 53.810.000
18. Leyfisgj.-[-sölusk. bifr. 3.500.000 2.599.000
1.649.000
223.900.000 216.163.000
— Hækkun eftirstöðva 9.925.000
Endurgr. tekjur 1.455.000
Innheimt laun 120.000 11.500.000
223.900.000 204.663.000
3. grein A Landsíminn 1.701.000 4.301.000
Áfengisverzl. 48.408.000 53.800.000
Tóbakseinkas. 19.520.162 27.000.000
Ríkisútvarpið 612.020 300.000
Ríkisprentsm. 200.000 210.000
Landsmiðjan 60.000 25.000
Innk. stofnunin 4.000 76.000
71.110.000 85.612.000
— Pósturinn 200.000 85.412.000
3. grein B Tekj. af fasteign. 10.000
4. grein Vextir 1.814.000 1.782.000
5. grein Óvissar tekjur 1.500.000 5.380.000
Kr. 298.334.000 297.337.000
Gjöld
* Fjárlög. Reikningur.
7. gr. Vextir 10.169.000 6.495.000
8. gr. Forsetaembættið 414.000 691.000
9. gr. Alþingi 2.316.000 2.316.000
10. gr. I Stjórnarráð 3.363.000 4.376.000
10. gr. II Hagstofan 433.000 526.000
Í0- gr. III Utanríkismál 4.707.000 4.736.000
11. gr. A Dómsmál 13.189.000 15.018.000
11- gr. B Opinb. eftirlit 943.000 1.900.000
11. gr. C Innh. skatta og tolla 5.687.000 6.960.000
11. gr. D Sameiginl. emb.kostn. 1.350.000 1.300.000
12. gr Heilbrigðismál 15.841.000 17.843.000
13. gr. A Vegamál 26.528.000 27.580.000
13. gr. B Samgöngur 3.658.000 5.434.000
13. gr C Vitamál 8.835 000 9.550.000
13. gr. D Flugmál 2.239.000 2.000.000
14. gr. A Kirkjumál 3375.000 3.969.000
14. gr. B Kennsiumál 32.745.000 38.203.000
15. gr. A Til bókmennta, lista o.fl. 2.709.000 2.785.000
15. gr. B Rannsóknir í opinb. þágu 3.838.000 4.781 000
16. gr. A Landbúnaðarmál 23.806.000 26.168.000
16. gr. B Sjávarútvegsmál 8.088.000 8.160.000
16. gr. C Iðnaðarmál 811.000 830.000
16. gr. D Raforkumál 4.600.000 4.400.000
17. gr. Félagsmál 27.688.000 28.020.000
18. gr. Eftirlauna og lífeyrissj. 6.509.000 8.100.000
19- gr. 1 Dýrtíðarráðstafanir 33.500.000 26.130.000
19. gr. 2 Launauppbætur 14.000.000
19. gr. 3 Verðuppbætur á gærur 225.000 225.000
19. gr. 4 Óviss útgjöld 500.000 2.500.000
Heimildarlög 79.000
Sérstök lög 1.844.000
Væntanleg fjáraukalög 257.000
Þingsályktanir 45.000
262.066.000 263.221.000
Rekstrarhagnaður 36.268.000 34.116.000
Kr. 298.334.000 297.337.000