Tíminn - 25.02.1951, Blaðsíða 8
99
ERLEJVT I FfKI Il * I DAG:
ttússar víijbúa leppríkin
35. árgangur.
Reykjavík,
A F«K\X>I V Efil" f DAG:
Þeynskapur
47. blað.
Rætt vlð Gísla á Stóru-Reykjum :
Storstigt framfaratímabil frá gamla timan-
um til rafljósanna
Aukin tækni og' félagssamtök búa sveit-
nnum bjartari framtíð. þar sem moldin ein
gat áður varla skapað lífsviðurværi
Á síðustu jólum lýstu rafljós í fyrsta sinn á mörgum sve’ta-
heirnilum í einu búsældarlegasta byggðarlagi á land nu í
Árnessýslu. Með komu rafmagnsins var náð merk legum á-
fanga í hinni afdrifaríku framfarabaráttu þjóöarinnar á þess
ari öld. Rafmagnið býður heim í sveitirnar hvers konar tækni
og iðnaði, auk birtu, yls og þæginda fyrir húsmæðurnar. í
tilefni af þessum merka áfanga átti blaðamaður frá Tíman-
um vfðtal við einn af brautryðjendunum í bændastéttinni
fyrir austan fjall, Gísla Jónsson bónda og hreppstjóra að
Stóru-Reykjum.
Her S.Þ. á aðeins 30
km. ófarna að 38. br.b.
Tók járnbrautarbæiiui Hong’chon á mið-
vigstöðvunum i gær. Lítil átök í gær
Framsvc't r suðurhersins fóru í gær inn í járnbrautarbæ-
inn Hcngchon um 30 km. norður af Wonju. Herir kommún-
ista höfðu þá haldið brott úr borginni og varð þar engin
fyrirstaða. Hongchon er aðeins 35 km. sunnan 38. breidd-
arbaugs.
Gísli er einn hinna atorku-
miklu íslenzku bænda á tutt-
ugustu öldinni, sem eiga æv-
intýralega sögu að baki. Hann
hefir tekið þátt í sigrum og
framförum þjóðar sinnar og
fundið, hvernig atvinnúveg-
irnir vaxa og stækka í greip-
um hinna dugmiklu og fram-
sýnu bænda, sem hafa óbil-
andi trú á gróðurmátt hinnar
íslenzku moldar. Þeim hefir
lika orðið að trú sinni.
Mikil umskipti.
Þar sem orf og ljár sat fast
í þúfum, byltast nú stórvirk-
ar vélar, og að því liður, að á-
hyggjum vegna rosans er
svipt burt. Mennirnir, sem
um aldamótin hjuggu með
orfi og ljá utan í þúfum 14—
18 tíma á sólarhring uppskáru
ótrúlega lítið með erfiði sínu.
Moldin hafði þá sömu höfuð-
kosti og hún hefir nú, en að
slætti loknum þurftu margir
bændur að leita suður til sjáv
arins til að sækja þá viðbót-
arbjörg í bú, sem hin gróður-
milda mold fyrir austan fjall
gat ekki veitt þeim.
Nú er þetta breytt. Tæknin
Sótti björg í greipar Ægis.
Gísli á Stóru-Reykjum er
einn þessara bænda með hinn
ævintýralega lifsferil að baki.
Hann varð að sæta þeim ör-
lögum í æsku, að gróðurmold
in gæfi honum ekki nægilegt
í aðra hönd. Sótti hann því
ungur til sjávar á vertíðum,
en vann að landbúnaðinum
á sumrum.
Algengast var að fara á ver
tíðina strax eftir nýárið og
þá til sjóróðra á Suðurnesj-
um. Að róðrunum loknum
kom skútuvertíðin, og svo
slátturinn að henni lokinni.
Gísli var að sínu leyti jafn
dugandi sjómaður, sem síðar
reyndist hann bóndi. Hann
var lengst af sá karlinn á
sinni skútu, sem flesta þprska
innbyrti. Og þegar togararn-
ir komu til sögunnar, hélt
hann áfram sjómennskunni
á þeim og dró ekki af sér
frekar en aðrir.
Skútur og togarar heilluðu.
Skúturnar og togararnir tel
ur Gísli, að hafi haft svipuð
áhrif á sveitirnar og hernám
ið. Margir ungir menn fóru
þá að heiman úr sinni sveit
er komin til sögunnar, og það! og komu aldrei þangað aftur
er fyrir löngu byrjað að ljóma
af nýjum degi athafna og
framfara á hinum víðlendu
gróðurlendum fyrir austan
fjall og annars staðar á land
inu. —
Munu ekki biðja uin
brezkan flota-
foringja
til langdvalar.
Á skútutímibilinu var það
oftast svo, að þeir, sem drógu
mest, höfðu miklar tekjur,
miðað við þá tíma. Þótti mörg
um þá til lítils að fara að erf
iða í sveitinni þann tíma, sem
ekki var verið á sjónum, og
settust því að í Reykjavík,
eða öðrum kaupstöðum. En
Gísli vildi ekki setjast að á
mölinni, þótt sjórinn væri
honum gjöfull. Hann þráði
sveitina og fangbrögðin við
íslenzka mold.
Sjómaður snýr sér að búskap.
Jón Hannesson, faðir Gísla,
bjó á Stóru-Reykjum, og árið
1913 hætti Gísli sjómennsk-
ir væru minnisstæðustu á-
fangarnir i framfarabaráttu
sveitarinnar, komst hann í
nokkurn vanda, en lét þó ekki
standa á svari: — Siðustu ár
in hafa verið mikil athfana-
ár hjá okkur. Auknar ræktun
arframkvæmdir, simi og nú
loks rafmagn, tala sínu máli.
En ekkert af þessu hefði
orðið, ef fólkið sjálft hefði
ekki fundið aðferð til að frain
kvæma á hagkvæman hátt
þau verkefni, sem fyrir liggja
á hverjum tíma. í félagssam-
tökunum hefir fólkið fundið
mátt sinn, og án þeirra væru
byggðirnar austan fjalls ekki
jafn blómlegar og raun ber
vitni.
Rafljós ð tákn hins nýja tíma
Rafljósið er okkur tákn
hins nýja tíma, segir Gísli. —
Við, sem trúum á framtíð
sveitarinnar, gleðjumst nú yf
ir því, að moldin getur brauð
(Framhald á 7. síðu.)
Búnaðarþing ræðir
álit kjörbréfa-
nefndar
Á fundum búnaðarþings í
fyrradag og gær var rætt um
álit kjörbréfanefndar, aðal-
lega varðandi kjörbréf fultrúa
Snæfellinga og Dalamanna.
Hafa komið fram þrjár til-
lögur í málinu. Umræðum var
lokið í gær, en atkvæða-
greiðslu um málið frestað þar
til á mánudagsmorgun.
i Ákvað forseti þetta vegna
þess, að tveir fulltrúar Skag-
firðinga eru ekki enn komnir
til þings. Hafa þeir ekki feng
j ið flugferðir til þessa. Eyfirð
' ingarnir tveir komu aftur á
móti til þings í fyrradag.
Þaðan l'ggur aðalvegurinn
norður á bóginn um þröng
fjallaskörð, og hafa Kínverj-
ar þar mikið lið. Síðdegis í
gær gerðu herr þeirra áhlaup
á bæ nn, en náðu honum ekki
aftur á sitt vald.
Átök urðu því lítil í Kóreu
í gær nema þarna á miðvíg-
stöðvunum. Vestar sóttu brezk
ar hersveitir nokkuð fram.
Lofther'nn hafði s’g mjög
í frammi og gerði miklar á-
rásir á norðurherinn.
»
Hershöfð ngi ferst.
More hershöfð:ngi 9. banda
ríska hersins í Kóreu lét lífið
í gær, er helikopterflugvél, er
hann var í féll í Han-fljótið.
Var hershöfðinginn á leið
norður yf'.r það til að kanna
stöðu herja, sem þar höfðu
sótt fram. More var 46 ára
gamall, skipaður yfirmaður 9.
hersins fyrir 10 dögum. Er
hann fjórði hershöfðingi S. Þ.,
sem fellur í Kóreu-styrjöld-
inni.
Dewey ræðst á ein-
angninarstefnu
Dewey fyrverandi forseta-
efni republikana í Bandaríkj
unum lýsti í gær yfir fullum
stuðningi við stefnu Trumans'
forseta í landvarnamálum og
senda bandariskan her til Ev- I
rópu. Hann sagði, að einangr!
unarstefnan væri dauðadæmd
og öryggi Bandaríkjanna
væri undir því komið að verja
Vestur-Evrópu. Hlutverk
Bandaríkjanna væri það að
mynda svo sterkan her, að
árásarríkjum væri ljóst, að
styrjöld væri gagnslaus, en
ekki bíða árásar með litlum
vörnum.
Ræðir landvarnir við
ameríska fnlltriia
Venezelos forsætisráðherra
Grikklands átti í gær ýtar-
legar viðræður við sendi-
herra Bandaríkjanna í Grikk
landi. Viðræður þessar fóru
fram skömmu eftir komu
sendiherans frá Ankara, þar
sem hann hafði einnig rætt
landvarnarmál við ríkisstjórn
ina. —
Efir viðræðurnar við Vene-
zelos var tilkynnt, að Grikk-
ir mundu biðja bandaríkin
um mjög aukna hernaðar-
hjálp auk Marshallaðstoðar-
innar, sem þeir hafa notið.
Papagos hershöfðingi var
einnig viðstaddur viðræðurn-
ar. —
Völd Herttu
Kuusinen aukin
Miðstjórn hinna svonefndu
alþýðudemókrata í Finnlandi'
hefir kosið Herttu Kuuisen
ritara flokkasamsteypunnar,
og skal hún vera „ábyrg fyrir
hinu pólitíska starfi.“ Þar
með er henni veitt hið mesta
vald.
Hertta Kuusinen var í
Moskvu í byrjun þessa árs, á-
samt aðalritara kommúnista-
flokksins, Wille Pessi, og
fyrir skömmu er álitið, að
henni hafi verið falið eftir-
lit með kommúnistaflokkun-
um á öllum Norðurlöndum.
Búizt er við því, að Attlee
forsæt'sráðherra Breta muni|
í dag skýra neðri deildinni frá s .
Í. < * ÍL . 4.-A • . unm alveg og tók við busfor-
þvi, að brezka stjórnm mum | nf£one hoffr A
ekki beita sér fyrir því frekar
en orðið er, að brezkur flota-
foringi verði ráðinn æðsti
maður Atlanzhafsflotans í
Stað Fechtelers h;ns banda-
ríska, sem Atlanzhafsráðið
hefir í hyggju að tilnefna-
Churchill bar fram kröfu um
þetta í neðri de ldinni fyrir
nokkrum dögum, og brezk
blöð hafa talið slíka ráðstöf-
un eðlilega með tilliti 11 for-
ystuhlutverks Breta í flota-
málum undanfarna áratugi
og aldir.
ráðum. Síðan hefir hann búið
rnvudarbúi o? jafnan verið í
fylkingarbrjósti, er stefnt var
að því, sem miðað hefir til
framfara. Trúnáðarstörfin
hlóðust á hann. Flestir titlar,
sem tilheyra samfélagi í ís-
lenzkri sveit, féllu honum í
skaut —- hreppstjóri, oddviti,
sýslunefndarmaður, stjórnar-
maður Kaupfélags Árnesinga
og nú síðast formaður þess.
Minnisstæðustu áfangarn’r.
Þegar tíðindamaður blaðs-
ins spurði Gísla að því, hverj-
Rússar munu fallast
á Parísarfund
Send herrar Rússa í höfuð-
borgum vesturveldanna af-
hentu í gærkveldi stjórnum
vesturveldanna þriggja svar
rússnesku stjórnar nnar við
síðasta svari og orðsendingu
vesturveldanna um væntan-
! legan fjórveldafund. Gert er
ráð fyrir, að Rússar fallist á
þátttöku í undirbúningsfundi
t l að ákveða dagskrá aðalráð
stefnunnar. Verði fundurinn
hafnn í Paris 5. marz.
Dyggur lærisveinn
Stalíns
Kommúnistablaðið Rude
Pravo í Prag heíir fariö á
stúfana til þess að hnekkja
þeim orðrómi, að Klement
Gottwald, forseti Tékkósló-
vakiu, kunni að vera að ein-
hverju leyti fallinn frá komm
únistatrúnni. Grein um þetta
birtist í blaðinu, undirrituð
af einum kunnasta kommún-
ista landsins, Ladislav Kop-
riva öryggismálaráðherra. —
Hann segir meðal annars, að
kommúnistaflokknum tékk-
neska, sé enn sem fyrr stjórn
að af félaga Klement Gott-
wald, „hinum mikla og dygga
lærisveini Stalins.“
Umf. Haukur í Leir-
ársveit 40 ára
Ungmennafélagið Haukur
í Leirársveit minntist 40 ára
afmælis síns með ágætum
afmælisfagnaði í húsi félags
ins að Sunnuhvoli s. 1. laug-
ardagskvöld-. - Hófst hann með
samdrykkju. Undir borðum
voru margar ræSur fluttar, en
milli ræðanna var almenn-
ur söngur. Að því loknu var
sýndur sjónleikur, þá sungn-
ar gamanvísur og að lokum
stiginn dans og dansað lengi
nætur. Húsfyllir var þrátt
fyrir inflúenzufaraldur, sem
byrjaður er að stinga sér nið-
ur til og frá sunnan, Skarðs-
heiðar.
Meðal annarra komu þarna
1 allmargir gamlir félagar úr
Hauk, nú búsettir á Akranesi,
; Virtist einkum eldra fólkið
nota þetta tækifæri til að
! minnast margs frá liðnum
dögum.
Afmælisfagnður þessi fór
prýðilega fram og virtust all-
;r mjög ánægðir með hann.