Tíminn - 01.03.1951, Side 2

Tíminn - 01.03.1951, Side 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 1. marz 1951. 50. blað. Útvarpið Útvarpið í dag: 8.30 Morgunútvarp. — 9.05 Húsmæðraþáttur. — 9.10 Veður fregnir. 12.10—13.15 Hádegisút- varp. 15.30—16.30 Miðdegisút- varp. — (15.55 Fréttir og veður- fregnir). 18.25 Veðurfregnir. 18. 30 Dönskukennsla; I. fl. — 19.00 Enskukennsla; II. fl. 19.25 Þing fréttir. — Tónleikar. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 19.45 Aug- lýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Út- varpshljómsveitin: Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 20.45 Lestur fornrita: Saga Haralds konungs harðráða (Einar Ól. Sveinsson próf.). 21.10 Tónleikar (plötur). 21.15 Dagskrá Kven- félagasambands íslands. — Er- indi: Samsetning og hollusta daglegrar fæðu (Halldóra Egg- ertsdóttir námsstjóri). 21.40 Tón leikar (plötur). 21.45 Frá út- löndum (Axel Thorsteinsson fréttam. 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.10 Passíusálmur nr. 32. 22.20 Sinfónískir tónleik- ar (plötur). 23.20 Dagskrárlok. Hvar em skipin? Ríkisskip: Hekla fór frá Reykjavík í gærkvöld vestur um land til Akureyrar. Esja fer frá Reykja vík í kvöld austur um land til Siglufjarðar. Herðubreið fór frá Reykjavík á miðnætti í nótt til1 Hornafjarðar og Djúpavogs. Skjaldbreið er í Reykjavík. Þyr Áll var á Vestfjörðum í gær á I norðurleið. Ármann átti að fara ! frá Reykjavik í gærkvöld til Vestmannaeyja, ef veður ieyfði. Eimskip: Brúarfoss kom til Kaup- mannahafnar 27.2., fer þaðan 2.3. til Reykjavikur. Dettifoss fór frá Reykjavík 25.2. til New York. Fjallfoss fór frá Antwerp en 25.2. til Hull og Reykjavikur. Goðafoss fór frá Rotterdam í mörgun 28.2. til Hull og Reykja víkur. Lagarfoss er í Reykja- vík. Selfoss er í Leith. Trölla- foss fer væntanlega frá Reykja vík á morgun 1.3. til Patreks- fjarðar og New Nork. Auðumla fór frá Vestmannaeyjum 24.2. til Hamborgar. Árnað heilla 75 ára afmæli á Lárus Bjarnason fyrrver- andi skólastjóri í Flensborg í Hafnarfirði í dag. Lárus er löngu þjóðkunnur skólamaður. Úr ýmsum áttnm Gestir í bænum. Jón Hahnesson bóndi, Undir- felli, Vatnsdal, Auðun Guð- jónsson, Marðarnúpi. Hæfniglíma Islands verður háð 9. marz n. k. í íþróttahúsinu við Hálogaland. Glímt verður í þremur þyngd- arflokkum. Þátttökutilkynning- ar sendist formanni Glímuráðs Reykjavíkur, Hirti Eliassyni, Brávallagötu 12 Reykjavík, fyrir 4. marz n. k. Basar. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur basar sunnudaginn 4. marz. Eftirtaldar konur veita! bazarmunum viðtöku: Frú Þóra Einarsdóttir, Engihlíð 9, frú Þór unn Kolbeins Árnason, Auðar- stræti 19, frú Sína Ingimundar dóttir, Njálsgötu 108, frú Aðal- heiður Þorkelsdóttir. Laugaveg 36, frú Anna Þorkelsdóttir, Bergstaðastræti 81, og frú Val- dís Jónsdóttir, Grettisgötu 55C. Gefendur eru vinsamlegast beðn ir að afhenda munina sem fyrst. Jrá hafi til heiía Tafl- og br dgeæflngar. í kvöld eins og venjulega. Tafl og bridgeklúbburinn. Pierre de Gaulle er borgar- stjórj I París. Hann var ný- lega á ferð í Kaupmannahöfn sem gestur borgarstjórans þar. Við komu hans var þessi mynd tekín. Kristilegt ungmennafélag í Hallgrímssókn heldur fund í kvöld klukkan 8.30 í gagnfræðaskóla Austur- bæjar (Ingimarsskólanum). Dr. Sigurgeir Sigurðsson biskup tal ar. Sýnd verður litkvikmynd. — Séra Jakob Jónsson. Aðalfundur stéttarfélagsins „Fóstru“. Aðalfundur stéttarfélagsins „Fóstru“ var haldinn í síðast- liðinni viku. 1 stjórn voru kjörn ar: Elín Torfadóttir, formaður, * fi fttmrn Veyii Elínborg Stefánsdóttir, ritari, Iðunn Gísladóttir, gjaldkeri, og til vara Hólmfríður Jónsdóttir og Gyða Sigvaldadóttir. Félag- ið var stofnað 6. febr. 1950 og hlaut þá nafnið „Athöfn“, en | nafninu var breytt á aðalfund- ' inum og tekið upp nafnið 1 „Fóstra“. Félagar þess eru sér- menntaðar stúlkur á barna- heimilum. Tilgangur þess er að , vinna að bættum kjörum og 1 vinnuskilyrðum stéttarinnar. , Hefir félagið sagt upp samn- íngum sínum frá 1. júní. í fé- laginu eru 26 meðlimir. Félagið er aðili í Alþýðusambandi ís- lands. 10. sýning á Flekkuðum höndum er í i Þjóðleikhúsinu í kvöld. Framsóknarnicnii í Eyjum (Framhald af 1. síðu.) gjaldkeri. Varastjórn skipa: Ólafur Björnsson varaformað ur, Ásmundur Guðjónsson vararitari, Filippus Árnason varagjaldkeri. Fulltrúaráð fé lagsins var einnig endurkjör ið, en Helgi Benediktsson er formaður þess. Framsóknarfélag Vest- mannaeyja gefur út Fram- sóknarblaðið, sem er stærsta blað flokksins utan Reykjavík ur og Akureyrar. Ritstjóri þess er Helgi Benediktsson. Þeir lömunarveiku Ein mesta myndarstofnun hér á landi er Reykja- lundur, vinnuheimili Sambands berklasjúklinga. Það er risið af grunni fyrir framtak samtaka sjúklinganna og með tilstyrk ríkissjóðs j3g þjóðarinnar allrar. Þar fá berklasjúklingar í afturbata, heilsuveilt fólk, sem átti oft misjafna aðbúð, tækifæri til þess að starfa og sjá sér farborða við skilyrði, sem eru við þess hæfi. ★ ★ ★ Þessi merka stofnun ætti að vera hvöt til þess að halda lengra á þeirri braut að búa vanheilu fólki skil- yrði til þess að vinna og sjá sér farborða á þann hátt, sem því hæfir og því er ekki um megn. ★ ★ ★ Hér á landi er margt af fólki, sem lamazt hefir svo í hinum skæðu lömunarveikifaröldrum sem gengið hafa yfir á seinni áratugum, að það er ekki fært til þess að stunda vinnu á almennum vinnumarkaði. Handa slíku. fóiki þyrfti að reisa svipað heimili og Reykjalundur er. Það þyrfti að kenna því þar þá vinnu, sem það væri fært um að leysa af hendi, og getur gert það sjálfbjarga, og sjá því fyrir lækniseftirliti og allri þeirri aðstöðu og hjálpartækjum, sem líkleg eru til þess að bæta mein þess og getu til þess að lifa ánægju legu lífi. ★ ★ ★ Ég er viss um, að hér er merkilegt verkefni fyrir hendi, hvort heldur á það er litið frá sjónarmiði ein- staklinganna, sem orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að fatlast, eða frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Hér þarf dugandi forgöngu, því að vart mun að efa það, að slíkt fyrirtæki myndi fá góðan stuðning úr mörgum áttum, ef hafist væri handa og unnið eftir skipulegri áætlun. Það eru mörg verkefni í okkar iandi, sem bíða úr- lausnar og eru fyrir margra hluta sakir aðkallandi. Þetta er áreiðanlega eitt þeirra. Að þessu væri sómi að starfa, og því starfi myndi fylgja farsæld. J. H. • (. *»Jt- r y t í/; *♦♦♦♦♦»♦*♦••♦♦♦•*♦•»••»*♦♦•••♦♦» ?? SHATIÐ Borgfiroirigafélagsins verður föstudáginn' 2. marz kl. 20,30 í Sjálfstæðishúsinu. Til skemmtunar verður: Söngur. Borgfirðingakórinn. Kvenréttindakona? Upplestur: Soffía Karlsdóttir leikkona. Ræða: Bjarni Ásgeirsson alþ.m. Söngur: Tvöfaldur kvartett. Gamanþáttur: Klemens Jónsson leikari. DANS. Dansað til kl. 2. Aðgungumiðar í Skóbúð Reykjavíkur og hjá Þórarni Magnússyni Grettisgötu 28. — U BÆNDUR Húðir og skinn eru nú í háu verði. Vandið því sem bezt álla verkun þeirra. Umfram allt verður að vanda vel fláninguna. Hver hnífrispa eða skurður í húðina gerir hana verðminni. Farið hreinlega með húðirnar, þegar slátrað er og látið þær kólna sem fyrst, án þess að holdrosinn skurni. Saltið húðirnar strax eftir að þær eru orðnar kaldar og áður en holdrosinn byrjar að þorna. Sé dregið að salta, gengur saltið ekki eins vel inn í húðina, en það er skilyrði fyrir góðri geymslu að húðin gegnumsaltist á sem skemmstum tíma. Þegar saltað er, verður vandlega að breiða úr öllum skækl- um og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla húðina. — Eftir því sem skinnið er þykkra þarf meira salt. Fyrir hver 3 kg. af hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið salt gerir aldrei skaða og er því betra að salta of mikið en of lítið. Notið. ávallt hreint salt. Nýsaltaðar húðir má ekki brjóta saman í búnt til að geyma þannig. Þær eiga að liggja flatar, lítið eitt hall- andi, svo að hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregur úr húðinni, geti runnið burt. Má sálta þannig hverja húðina ofan á aðra í stafla og snúa holdrosanum upp á hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig í stafla þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upp og búnta til flutnings eða geymslu. Athugið leiðbeiningar þessar nákvæmlega hver og einn og leitist við að fara eftir þeim í öllum greinum. Það tryggir yður hæst verð fyrir húðirnar. Samband ísl.samvinnufélaga •••♦♦•••♦•♦•••♦•♦♦ ,2 Föstudaginn þ. 2. marz hefst vörujöfnun á vefnaðar vöru. Byrjað verður að af- greiða nr. 1791. Afgr. verða 30 nr. á klukkustund. ATH. Þeir félagsmenn sem hafa nr. 1431—1790 og ekki fengu afgreiðslu síðast þeg- ar úthlutað var, verða af- greiddir fyrsta daginn. Rafmagns- perur 110 volta stungnar (swan) 15, 25, 40, 60 og 100 wött. 110 volta skrúfaðar. 15, 25, 40, 50 og 100 wött. 220 volta stungnar (swan) 15, 25, 40, 60, 75 og 100 wött. VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN Sími 81279. -vd bn iÓ'.'J:'' Leikfélag » Hafnarfjarðar K innarh volssy stur Sýning annað kvöld föstudag kl. 8,30. Aðgöngumiðar eftir kl. 4 í dag í Bæjarbíó. Sírrii 9184. ■■■ A % .... -

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.