Tíminn - 01.03.1951, Qupperneq 4

Tíminn - 01.03.1951, Qupperneq 4
4. TÍMINN, fimmludag'nn 1. marz 1951. 50- blað. Framleiöslan og milliliöastéttirnar Hin síðari ár hafa oft neyrst raddir um það, að íramleiðsla íslendinga stæði íkki á eigin fótum, heldur yæri haldið uppi með styrkj- rm frá ríkinu. Sú skoðun hef æ mótast í hugum margra, að framleiðendur til lands og ijávar væru einhver sníkju- lýr á þjóðarlíkamanum. Forsendurnar fyrir þessum ikoðunum hafa átt að vera pær, að á fjárlögum væru itórar fúlgur ætlaðar fram- leiðendum, og auk þess töp- aðu bankarnir miklum fjár- næðum á framleiðslunni. — Vissum greinum framleiðsl- annar væru veittar vaxta- vilnanir o. s. frv. Hverjum manni og konu, >em nennir að hugsa, hlýtur að verða það ijóst, við nánari ihugun, að þjóðarbúskapur tslendinga er þann veg rek- inn, að einu tekjurnar, sem islenzka þjóðin hcfir til að lifa á, eru þær tckjur. sem iramleiðslan til lands og sjáv ar getur gefið. Vaxtatekjur hefir þjóðin jngar. Tekjur af siglingum jða annarri þjónustu fyrir erlend ríki eru engar. Tekjur xf eriendum ferðamönnum eru minni en við greiðum /egna íslenzkra þegna, er eita út fyrir landsteinana. Tekjur af iðnaðarframleiðslu .eldri úr landi engar, nema ef telja skal hálfunnin ís- enzk hráefni, sem telja má >átt iramleiðslunnar. í>ú staðreynd, að ríkissjóð- ir styrki framleiðsluna, er því aðeins sönnun þess, að of nargir þegnar þjóðfélagsins iífa á öðru en framleiðslu, eða að þeir, sem ekki lifa á fram- ieiðsiu taki til sín of mikinn iluta þess arðs, sem fram- ieiðslan getur gefið, og verði íví að endurgreiða framleiðsl inm aftur, með tilstuðlan >Katta er ríkisvaldið sækir í vasá almennings. í>ar sem framleiðslan er '.ma raunverulega undirstaða jjóóíélagsins, getur ekki ver- iö um aórar lausnir að ræða a þessari gátu, nema ef vera >Kyldi aö atvinnuhættir okk- a væru ureltir og framleiðsl- tn rekin af ónytjungum, en ullvíst má telja, að hvor- *gn peirri ástæðu sé til að areifa, nema að mjög litlu : eyti. Jýr ísienzka þjóðin skyn- .amiega að framleið- .■ndum smum? Ósjálfrátt hlýtur að vakna .u spurning, hvort heppilegt ,e ao haga rekstri þjóðar- iúsins þannig, að framleiðsl- anni, hinum eina orkugjafa jjóóarauðsins, sé svo þröng- ar stakkur skorinn, að halda /erói henni á horriminni með framlögum frá þeim, er <if mikið hafa til sín tekið.að því fjármagni, er uppskeran il lands og sjávar hefir gefið. Augljóst er, að vegna þess, ■íö þeir, er lifa á framleiðsl- inni, en vinna ekki beinlín- :s aö henni, hafa hlutfalls- ,ega of mikið af arði þeim, er .ramleiðslan raunverulega gef ar, hefir í för með sér dýr- ari lifnaðarhætti hjá þeim ,>téttum, sem óbeint lifa á .ramleiðslunni. Sá hluti skatt oorgaranna, sem raunveru- ega eru sníkjudýrin á þjóð- urlíkamanum, hefir því oft eytt tekjum sínum, þegar ::íkið og bæjarfélög kalla eft- o skauinum. Afleiðingin Efiir Hannes Psílsson frá Uudirfelli verður því hærri launakröf- ur og hærri milliliðaálagning, sem endar með auknu öng- þveiti í þjóðarbúskapnum. — Skylda forráðamanna þjóðfé- lagsins hlýtur því að verða sú, ef þeir eiga að vera stöðu sinni vaxnir, að búa þannig að framleiðslunni, að hún verði eftirsótt, svo að hún geti verið sem traustust und- irstaða undir heilbrigt þjóð- líf, með batnandi afkomu- möguleikum fyrir hvern ein- asta þjóðfélagsþegn. Nú er þannig búið að fram leiðslunni, að lífið er treint í henni, sem holdlausri skepnu hjá heylitlum bónda, er hugsar um það eitt, að við halda líftórunni i skepnunni til að geta étið hana á haust- dögum. Vegna ómaganna á heimili bóndans fær orku- gjafi heimilisins aldrei nægj anlegt fóður til að ríkt geti velmegun á slíku heimili. Persónuleg eyðsla hinna ýmsu þjóðfélagsstétta. Ekki getur það leikið á tveim tungum, að flestir þeir, sem að framleiðslu vinna með þjóð vorri, eru sparneytnari og vinna fleiri vinnustundir dag hvern, heldur en þeir,sem ekki vinna að framleiðslu- störfum beinlínis. Eða hver myndi dirfast að halda því fram, að bóndinn eða landbúnaðarverkamað- urinn beri meira i föt og fæði, húsnæði, innanstokksmuni, skemmtanir o. þ. u. 1., heldur en kaupmaðurinn, skrifstofu- maðurinn, embættismaður- inn, forstjórinn og aðrir því- umlíkir. Hverjum dettur í hug, að halda því fram, að smábáta- eigandínn, sem sjálfur er for maður á bátnum sínum, og sjómennirnir á bátunum hans eða landverkamennirnir, sem að framleiðslunni vinna, lifi dýrara lífi,. en kaupsýslu- mennirnir eða opinberu starfs mennirnir. Allir hljóta einn- ig að þekkja vínnutfmann hjá hinum ýmsu stéttum. Allt ber því að sama brunni. Af framleiðslunni er ekki hægt að krefjast meira en gert’ er miðað við atvinnuhættina. Ef framleiðslan þarf styrk frá þeim, sem ekki vinna beint að framleiðslunni. staf ar það af því einii, að hér eru ofstórar og ofdýrar stéttir, sem vinna að öðru en fram- ieiðslu, en hafa þó raunveru- lega framfæri sitt af henni. Hinn stóri milliliðahópur. Hér er um að ræða þá menn og konur, sem lífsfram færi hafa með þjóð vorri af öðru en framleiðslu og hægt væri fyrir framleiðsluna að vera án. Hverju þjóðlífi er nauðsyn legt að framfæra allstóran hóp manna við ýmiskonar miililiðastörf, en velmegun hvers þjóðfélags hlýtur að byggjast á því, að sá hópur verði ekki of stór. Milliliðirn- ir eru orðnir of margir á ís- landi. Þessir óþörfu milliliðir eru fyrst og fremst í höfuð- stað landsins, Reykjavík, en hvert hérað hefir þó eitthvað af þessum hóp. Við höfum fyrst og fremst of fjölmenna verzlunarmanna stétt. Við höfum, ef miðað er við þjóðarstærð, of fjöl- menna stétt opinberra starís- manna. Við drögnumst með mikinn fjölda manna, sem þykjast vera listamenn, og þó allir okkar hljóðfæraleikar- ar, málarar og skáldmæring- ar væru listamenn, þá hefir okkar fábreytta framleiðsla ekki efni á að standa undir öilum þessum lýð. Svona mætti lengi telja. En skörin fer þó fyrst að færast upp í bekkinn, þegar þessir fram- færendur þjóðarbúsins dæsa af vanþóknun yfir styrkjun- um til framleiðslunnar. Styrkj unum, sem myndast hafa vegna þess að framleiðslan verður að dragnast með alltof stóran hóp af oft og tíð- um þýðingarlitlum milliliða- stéttum. Dæmið úr Vestur- Skaftafellssýslu. Oddur Sigurbergsson hefir ritað mjög athyglisverða grein i Timann 44. og 45. tbl. þ. á., þar sem hann sýnir með glöggum rökum að framleið- endur í Vestur-Skaftafells- sýslu haldi uppi óþarfa kostn aði fyrir héraðsbúa, sem svar ar nær 1000 kr. á hvert 5 manna heimili. Þarna hefir fólkið sjálft skattlagt sig, sem svarar kr. 200 á hvert mannsbarn í hér- aðinu og þannig aukið byrði framleiðslunnar. Vegna þess, hversu vörudreifingu þessahér aðs er óheppilega hagað, tap ar hver bóndi með 5 manna j fjölskyldu 1000 kr. á hverju ári. Þetta dæmi er aðeins lítið sýnishorn af þjóðarbúskapn- um. Þetta er dæmi úr einu! minnsta héraði landsins með tiltölulega heilbrigða atvinnu1 hætti. En hvernig skyldi þegn um þjóðfélagsins verða við, ef allt landið væri tekið tii athugunar á sama hátt og V.-Skaftafellssýsla. Milliliðabærinn. Reykjavík er háborg hinna óþörfu milliliða. Ef einhver, glöggur maður tæki sig til að reikna út hversu margar mill jónir framleiðslan væri skatt lögð, með lífsuppeldi alls þess fjölda í höfuðborg vorri, sem framleiðsian gæti lifað án, ’ þá er fullvist, að margur mað urinn myndi skilja hvers vegna öli okkar framleiðsla er á heljarþröm. | Bændur og útgerðarmenn verða að gera þær kröfur til sjálfra sín og leiðtoga sinna, að þeir hagi rekstri þjóðar- búsins þannig, að orkugjaf-1 inn, framleiðslan, verði ekki svo mergsogin, af of fjölmennri miililiðastétt, að framleiðslan tær-1 ist upp, sem vanfóðr- aður horgemlingur, og enginn hafi svo neitt til að lifa á,1 nema neiðarframfæri frá þjóðum, sem kunna að stjórna málum sínum. En til þess að hægt sé að ætiast til þess af leiðtogum þjóðarinnar, að þeir vinni markvíst að bætt- um þjóðarbúskap, þá þurfa augu hins almenna kjósanda að opnast fyrir því, á hvaða vegi við nú erum staddir. — því atkvæðaseðillinn er éina málið, sem „póíitikusarnir" virðast geta skilið, eða taka til greina. Gamall kúasmali sendir mér hér bréf, sem ég birti öðrum til fróðleiks og athugunar, enda þótt það sé í persónulegasta lagi. En bæði er það, að ég skrifast lítt á við menn í einkabréfum, og kúasmalinn getur fengið svör frá þeim, sem betur þykjast vita en ég, ef þeim þykir ástæða til. Snúum við þá að skriftamál- um kúasmalans: „Starkaður minn! Af þvi að þú er gamall og lífs- reyndur, langar mig til að leita til þin með vandamál, sem sæk- ir fast að mér um þessar mund ir og veldur mér — satt að segja — töluverðu samvizkubiti. Ég er bindindismaður á áfengi og félagi í mikilsmetinni stúku. Var þar æðstitemplar í fyrra og gegni því starfi fyrverandi æðstatemplars nú. Ég hef að undanförnu verið mjög ástfang inn af stúlku, en hún hefir látið sér fátt um finnast alia ástleitni af minni hendi og ég hefi ekkert komizt áleiðis í eftirgangsmun- um mínum. Svo var það hérna um kvöld- ið, að stúlkan virtist gerbreytt í viðmóti sinu við mig, miklu aiúðlegri og viðmótsþýðari en hún hafði verið nokkru sinni áður. Ég varð harla glaður og þóttist nú sannfærður um, að loks væri þolinmæði mín og þrautseigja að bera ávöxt. Fór nú hið bezta á með okkur, hún var hin skrafhreifnasta, lét blítt að mér og að lokum fékk ég að kyssa hana — í fyrsta skipti. >á fannst mér ég hafa himin höndum tekið. En um leið og ég kyssti hana fann ég einkenni- lega og sterka lykt, sem ég þekkti ekki gerla, leggja fyrir vit mín. Kvöldið leið í sæluvímu, en daginn eftir, er ég áleit okk- ur hálftrúlofuð eftir atburði kvöldsins að öllum góðum og gildum venjum heima í minni sveit, brá svo við, að hún var alveg jafn snúðug í viðmóti við mig og áður hafði verið. Rann þá allt í einu upp ljós fyrir mér. Stúlkan hafði auðvitað verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld, og þaðan kenndi þef þenna. Tók nú að sækja að mér biturt samvizkubit, því að ég gat ekki betur séð, en ég hefði hér notið áfengis þótt með sérstökum hætti væri, og fannst mér, að hér gæti verið um brot’ á stúkuheiti mínu að ræða. Nú langár mig til að biðja þig að segja mér í fullri hrein- skilni, hvort ég eigi að biðja um endurreisn í stúkunni minni, fyrir brot þetta“. Ekki mun kúasmalinn teljast brotlegur við stúkuheit sitt af þessum sökum, og er því þar fyrst til að svara, að ef menn neyta áfengis af vangá eða mis gripum, mun það ekki teljast til bindindisbrota, en nautn hans í þessu tilfelli skilst mér að hafi verið í fullu grunleysi þess, að áfengi væri um að ræða. 1 öðru lagi finnst mér að ekki sé hægt að ætlast til þess, að bind indismenn geti alltaf séð við því, þó að þeir, sem hreifir eru af öli verði örir við þá, en auð- vitað ber mönnum vendilega að forðast allt, sem getur fram- kallað slik áhrif. Með þessu tel ég kúasmala fullsvarað, en í framhaldi af bréíi hans vil ég þó benda á þá bindindisboðun, sem í því liggur. Þetta er nefnilega ekkert eins- dæmi, að stúlkur verði örari á blíðu sína ölvaðar. Bæði verða þær örari og ástriðumeiri og auk þess sljógvast dómgreind þeirra og viljaþrek dofnar. Nú væri kannske ekkert við þessu að segja, ef það gæti haldizt, en þegar dagur ris í grámóðu morg unsins er öðruvísi litið á málin. Þá vaknar ef til vill eftirsjá og iðrun og getur þetta leitt til vonbrigða hjá þeim, sem kunna að hafa verið algáðir og reikn- að atlot lággengistímans með eðlilegu gengi. Af þessu stafa því ýmisleg leiðindi og stund- um vandræði og harmar, enda er það mikilsvert, jafnt við skemmtun sem störf, að meiur hafi dómgreind sína ósljóvgaða og stjórn á skapi sínu og til- hneigingum, svo að þeir leiðist ekki til annars, en þeir vilja raunverulega standa við með fullum drengskap. Þess vegna held ég, að bréf kúasmalans geti verið þörf hugleiðing. 1 síðasta baðstofuhjali varð eitt orð misritað í bréfi Björns í Grafarholti. Þar átti að standa helfningur en það er ritháttur hans á orðinu helmingur. Þetta leiðréttist hér með. Starkaður gamli. .imininnmiiiiniiiiiiiiammaagnat tu TILKYNNING Smásöluverð á nýjum ávöxtum í Reykjavík og Hafnar- firði er sem hér segir: Epli ...... Kr. 9,45 pr. kg. Appelsínur . — 5,85 pr. kg. Sítrónur .. — 5,45 pr. kg. Smásöluskattur er innifalinn í ofangreindu verði. Annars staðar á landinu má leggja sanpanlegan flutn- ingskostnað ofan á verðið. Reykjavik, 27. febrúar, 1951, Verðgæzlustjórinn Útbreiðið Tímann. Auglýsið í Tímannm. in»nn»mwni:mum»»nn»n»tm««u Forðizt eldinn og eignatjón Framleiðum og seljum flestar tegundir handslökkvi tækja. Önnumst endurhleðslu á slökkvitækjum. Leitið upp- lýsinga. Kolsýruhleðslan s.f. Slmi 3381 Tryggvagötu 10 Miniiinparspjöld Krabbameinsfélagsins í Reykjavík. Fást 1 verzluninni Remedia, Austurstræti 7 og á skrifstofu GÚMMÍLÍMIÐ GRETTIR i smásölu og heildsölu Gúmmlímgerðin Grettir Laugaveg 76 — Simi 3176 >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Útbreiðið Tímaim.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.