Tíminn - 01.03.1951, Qupperneq 5

Tíminn - 01.03.1951, Qupperneq 5
50. blað, TÍMINN, fimmtudaginn 1. marz 1951. 5, Fimmtud. I. marz Ræktun í stað rányrkju Sjórinn hefir löngum verið íslendingum gjöfull, en þó jafnan misgjöfull. Aflabrest- ur sá, sem nú hefir verið ver- tíð eftir vertíð, hefir gert margan svartsýnan og það ekki að ástæðulausu. Þó er jafnan full ástæða til að muna það, að við misærum verður að búast, þar sem sjáv arafli er annars vegar og þau misæri verður að þola. Þó má búast við, að okkur stafi meira hætta af slíkum misær- um nú en áður fyrr vegna hinnar sívaxandi rányrkju á fiskimiðunum. Þegar útlendar þjóðir urðu að hætta veiðum á íslands- miðum af hernaðarvöldum um nokkurt skeið í siðustu styrjöld, svo að íslendingar sátu einir að aflabrögðum þar, en markaður fyrir aflann var takmarkalaus meðal hungraðra hernaðarþjóða, greip um sig mikill og skamm sýnn barnaskapur hér á landi. Þá gleymdu menn því, að sjávarútvegurinn um allan heim hafði legið við gjald- þrot á næsta áratug á undan. Þá létu menn sig dreyma um það, að einhliða útgerð í sam keppni við aðrar þjóðir, gæti útrýmt fátækt og alls konar vandræðum á íslandi um ald ir alda. „Nýsköpuparstjórnin“ 0g tími hennar einkenndist af þessum barnaskap. Nú eru breyttar ástæður.og það er jafnvel ástæða til að reyna að tala kjark í suma þá, sem djarfastir áttu vonirn ar fyrir örfáum árum. Svo skjótlega hefir hér skipast. íslendingar verða enn um ærna framtíð að styðjast við útgerð og fiskiveiðar. En til þess að það geti orðið, þarf fyrst og fremst að verja fiski stofnana fyrir gegndarlausri veiði, og þá sérstaklega með friðun uppeldisstöðvanna fyr ir stórvirkustu drápstækjun- um. Það þýðir ekki neitt að byggja stórvirk fiskiðjuver og verksmiðjur, ef ekki aflast neitt hráefni handa þeim. Og það þýðir ekki neitt að gera neinskonar ráðstafanir útveg inum til hjálpar, þar sem afli bregst algjörlega. Þess vegna er það fyrsta atriðið, að vernda fiskistofnana og skapa vinnufrið fyrir íslendinga á sjónum. Þess vegna er bein og óbein rýmkun landhelginnar eitt af stærstu efnahagsmálum ís- lendinga. Það verður að herða sóknina fyrir því að fá land- helgina rýmkaða og láta ekk- ert, sem að gagni getur kom- ið, ógert í þeim málum. Þetta mál verður að taka upp fram ar öðrum málum í samning- um við vinveitt ríki. Jafnframt þessu verður svo að gera allt sem hægt er til að efla aðra bjargræðisvegi í landinu og þá fyrst og fremst landbúnaðinn. Erfiðleikar sjávarútvegsins eru kröftug áminning um það, að efla landbúnaðinn. Fólksfjölgun þjóðarinnar á að verulegu leyti að beinast að landbún- aðinum. Það er ekki aðeins ó- gætilegt, heldur óskynsam- legt, að ætla sjávarútvegin- ;ERLENT YFIRLIT: Merkileg sjálfsævisaga Eiiin af leiðtogum enskra kommúnÍNta seg> ir frá reynslu sinni Fyrir nokkru síðan kom út í Bretlandi bók, sem vakið hefir óskipta athygli vegna þess, að hún þykir gefa gleggri og full- komnari lýsingu á starfsháttum ; kommúnista í lýðræðisríkjun- 1 um en nokkur önnur bók, sem ! rituð hefir verið fram til þessa. Höfundurinn er þessum vinnu- I brögðum vel kunnugur, því að i hann hefir starfað í enska kom j múnistaflokknum um tuttugu | ára skeið og gegnt þar marg- háttuðum trúnaðarstörfum, sem hafa gefið honum beztu yfirsýn um starfshætti flokksins. Umrædd bók nefnist „I Be- lieved" og er höfundur hennar Douglas Hyde. Hann er ættað- ur frá Wáles, en ólst upp í Bristol. Upphaflega ætlaði hann sér að gerast metodistaprestur og starfa að trúboði í Indlandi. Mikið atyinnuleysi vár í Bristol og Wales.á uppvaxtarárum Hyde og kom það honum til að veikj- ast í þeim trú, að handleiðsla 1 Guðs væri svo góð sem skyldi. i Hyde fannst, að hann myndi | betur geta unnið fyrir hina bág ( stöddu alþýðu á annan hátt en I þann að vera í þjónustu kirkju- I legra samtaka. Hann tók að ! kynna sér„ kenningar sosíalista 1 og varð niðurstaða þess sú, að hann gefðist kommúnisti. Hon- um fanrist, að kommúnisminn myndi verða bezta leiðin út úr ógöngunúm. Hyde heldur því fram í bók sinni, að;-mjög margir þeirra, sem ger^st kommúnistar, gerist það af sömu ástæðu og hann. Þeir hafa^.cinlæga samúð með fátæklingiuium, vilja bæta kjör þeirra og flnnist kommúnisminn vænlegastúr til að leysa þann vanda. - Moldvörpustarfscmi kommúnista. Hyde iét* sér ekki nægja að gerast kommúnisti, heldur vildi hann verayvirkur flokksmaður. Fyrirliðum |lokksins þótti hann álitlegur . jiðsmaður og því var honum fljótlega falið trúnaðar- starf í þagu flokksins. Hann skyldi ekki gerast yfirlýstur kommúnisti, heldur ganga í Verkamanhaflokkinn og reka dulbúinn--kommúnistiskan áróð ur innan hans. Þetta gerði Hyde lika með.-gþðum árangri. Hann var kosiryr formaður þeirrar deildar Verkamannaflokksins, er hann starfaði í, og kom því síðan þannig fyrir, að öll stjórn hennar váf skipuð mönnum af | sama sauðahúsi. Þegar tími þótti í til kominn og örðugt þótti að j dyljast lengur, var Hyde látinn beita sér fyrir því, að flokksdeild þessi segöi jgig úr Verkamanna- flokknumjjg; gengi í kommún- istaflokkinn'. Það heppnaðizt. Hyde lý^sir vel þeirri mold- vörpustarfsemi, sem kommúnist ar reka innan annara stjórn- málaflokka og félagssamtaka, einkum þó innan Verkamanna- flokksins og verkalýðsfélaganna. Hann heldur því fram, að ekki færri en 8 þingmenn, sem Verka mannaflokkurinn fékk kjörna 1945, hafi verið launkommún- istar, er starfað hafi á líkan hátt og hann sjálfur gerði um skeið. ,,The Observer" telur, að skki sé ósennilegt, að stjórn Verkamannaflokksins hafi haft hugboð um þetta og hafi m. a. af þeirri ástæðu oft hafnað kröf um Churchills um lokaða þing- fundi til þess að ræða um viss trúnaðarmál. Við seinustu þing kosningar var líka unnið skipu- lega að því af flokksstjórninni að koma í veg fyrir, að allmarg- ir þingmenn, sem voru taldir launkommúnistar, yrðu aftur í framboði fyrir flokkinn. Hyde telur, að þessi mold- vörpustarfsemi kommúnista hafi borið mestan árangur inn- an verkalýðssamtakanna. Þar gegni margir kommúnista trún- aðarstörfum, en aðeins flokks- stjórn kommúnista sé kunnugt um hið rétta hjartalag þeirra. Þetta skýrir hin mörgu ólöglegu verkföll, sem farið hafa vax- andi í seinni tíð. Forustumenn verkalýðssamtakanna gera sér þetta vel ljóst, en eiga miklu erfiðara um vik vegna þessara starfsháttu kommúnista. Blind þjónusta við Moskvu. Þegar síðari heimsstyrjöldin brauzt út, var Hyde trúnaðar- maður og aðalerindreki komm- únista í því úthverfi Lundúna, þar sem hergagnaframleiðslan var mest. Þegar blað kommún- ista „Ðaily Worker“ var bannað, var hann settur yfir hina leyni legu blaðaútgáfu kommúnista í Bretlandi. Þegar „Daily Work- er“ hóf göngu sína aftur eftir innrás Þjóðverja i Sovétríkin, varð Hyde fréttaritstjóri blaðs- ins og gegndi því starfi þangað til í marz 1948, er hann sagði sig úr kommúnistaflokknum. Framangreind störf Hyde veittu honum hina beztu að- stöðu til að hafa yfirsýn um starfshætti flokksins. Það, sem einkenndi þau meira en nokk- uð annað, var hin algera yfir- stjórn valdamanna í Moskvu. Flokkurinn tók sjálfur enga sjálfstæða ákvörðun, heldur fylgdi fyrirmælum frá Moskvu um stefnu og starfshætti og var reiðubúinn til að breyta um hvort tveggja á einni nóttu, ef Moskvumenn fyrirskipuðu það. Öll uppbygging flokksins var við það miðuð, að hann væri hand- hægt verkfæri Moskvuvaldsins. Hyde skýrir þetta m. a. með því, að kommúnistar í lýðræðislönd- um að taka á framfæri sitt alla fjölgun þjóðarinnar og jafnvel méira en það. Hér héflr verið rakið þýð- ingarmesta grundvallaratrið- ið i sambandi við atvinnu- rekstur '£/íslandi. Við verð- um að hverfa frá rányrkju að ræktun. Sjávarútvegurinn er i mikilli hættu staddur, og honum verður ekki bjargað, svo að öruggt sé, nema horfið sé frá ráríyrkjunni og tekin upp nægiíeg vernd fiskimið- anna. Jafnhliða þarf svo að snúa sér af auknu kappi að ræktun landsins, og treysta aðrar þær stoðir, sem væn- legastar eru til að bera uppi velmegun landsmanna. Má i því sambandi ekki sízt benda á aukna nýtingu vatnsorkunn ar og ýmsan iðnað, sem á henni gæti byggst. Það er vel, iað núv. ríkisstjórn hefir á þeim málum betri skilning en fyrirrennarar hennar, eins og stórvirkjanirnar, sem nú er verið að hefja, bera merki um. Óvænt og hverful stundar- fyrirbrigði mega ekki fram- ar slá ryki í augu almenn- ings eins og var á stríðsárun- um og um styrjaldarlokin. — Það er vel, að mönnum not- ast betur að dómgreind sinni og athugun. Nú verður þjóðin að sameinast um að taka á vandamálunum með festu og alvöru, og í því sambandi verður hún að gera sér fulla grein hvar hún sér færa leið framundan. Efnáhagslegt sjálfstæði íslendinga næsta áfangann byggist öðru frem- ur á verndun fiskimiðanna og auknum landbúnaði. Það verður að láta ræktunina leysa rányrkjuna af hólmi. Jl ) DOUGLAS HYDE með dóttur sinni unum geri sér ekki vonir um að komast til valda af eigin ram- leik, heldur verði þeir að byggja valdavonir sínar á sigri Sovét- ríkjanna. Þetta gerir þá miklu þægari verkfæri Rússa. Hyde lýsir því nákvæmlega, hvernig enskir kommúnistar hafi þjónað Moskvumönnum og farið eftir fyrirskipunum þeirra á þessum árum. Fyrstu 20 mán- uði styrjaldarinnar var þeim fyrirskipað að torvelda hernað- arframleiðslu Breta með því að vinna þar að töfum, smáverk- föllum, svikinni framleiðslu o. s. frv. Jafnframt var þeim fyr- irskipað að njósna fyrir Rússa af fyllsta kappi. Starfsaðferðunum var skyndilega breytt eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa. Þá varð kommúnistum ekkert meira kappsmál en að auka hernaðarframleiðsluna. Njósn- unum var hins vegar haldið á- fram, eins og Fuch-málið sann- ar bezt. Hyde segir, að kommún- istar hafi njósnara á ótrúleg- ustu stöðum og t. d. geri Bretar ekki svo viðskiptasamninga við kommúnistarikin, að þau hafi ekki áður fengið nákvæma vit- neskju um aðstöðu og fyrirætl- anir brezku stjórnarinnar. CFramhald á 6. síðu.) ‘ Raddir nábúarma í forustugrein Mbl. í gær segir m.a. á þessa leið: „í ræðu þeirri er Ólafur Thors atvinnumálaráðherra flutti við eldhúsumræðurnar í fyrrakvöld vakti hann athygli á því að „fyrsta stjórn Alþýðu flokksins“ hefði neyðzt til þess að leggja 100 millj. króna nýrra árlegra skatta á þjóðina. Samt sem áður hefði greiðslu- halli ríkissjóðs orðið um 60 millj. kr. á ári þau þrjú ár, sem hún sat að völdum. Hvert sótti stjórn Stefáns Jóhanns þessar tekjur? Ekkert er eðlilegra en að þeirri spurn ingu sé varpað fram. Þessara auknu tekna rikis- sjóðs, sem að verulegu leyti var kastað í hít uppbóta á útflutningsafurðirnar og nið- urgreiðslur á verðlaginu inn- anlands, var aflað með nýjum sköttum og tollum, sem lagðir voru á þjóðina. Það kemur þess vegna úr hörðustu átt þegar Alþýðuflokkurinn telur það til þjóðsvika að tilraun skuli gerð til þess að rétta hag sjávarút- vegsins með ráðstöfunum, sem að vísu kunna að leggja nokkr ar byrðar á almenning, en hljóta þó öðrum þræði aff stefna að úrbótum á því á- standi, sem öll þjóðin telur nú gjörsamlega óviðunandi". Mbl. segir ennrremur, að ef haldið hefði verið áfram stefnu „fyrstu stjórnar Al- þýðuflokksins“, myndi hafa þurft á s.l. ári að leggja á nýjar álögur, sem numið hefðu allt að 200 millj. kr. Það „úrræði“ hefði orðið miklu tilfinnanlegra en geng islækkunin. Það er von, að Gylfi og Hannibal lýsi hrifn- ingu sinni yfir „fyrstu stjórn Alþýðuf lokksins"! Hver er fyrirhyggja Alþýðuflokksins? Gylfi Þ. Gislason ræddi um þaff v ð eldhúsumræðurnar, aff þegar Marshallsamhjálpin tæki enda þyrfti islenzka þjóff in að standa á eigin fótum og lifa ekki Iengur á gjafafé. Þetta var lofsverð framsýni af Aiþýðuflokksmanni og sízt verffur þetta brýnt um of fyr- r mönnum. En hvaða ráð skyldu þá helzt vera til þess, aff íslenzka þjóðin komizt af og geti hald- ið uppi sæmilegum lífskjörum þegar þar að kemur? Ætli það verði ekki að eitt af und rstöðuatriðum í því sambandi, að atvinna lands- manna sé rekin með eðlileg- um þrótti? Og hver eru úrræði Alþýðuflokksins til þess að svo megi verða? Eru kaupkröfur, án tillits til afkomu atvinnu- veganna leiðin til þess? Það er lítill vandi að benda á það, að ým slegt hafi út af borið og miður farið í við- skiptamálum íslendinga, og er það engum ljósara en Fram- sóknarmönnum. f þe rra hópi vekur það löngum nokkurn sársauka, þegar áhugasamir umbótamenn, sem hafa útilok azt frá öllu jákvæðu sam- starfi, úthella hjarta sínu í frómum óskum um betri s'öi. Hér þarf þó nokkurs raun- hæfara við. Og þegar reynt er að bæta úr vöruskorti í trausti þess, að framleiðsla þjóðarinnar haldist gangandi til að borga innflutning kom- andi ára, þá er þaff viðurhluta mikið að bregða fæti fyrir þá viðleitni. En v tanlega verð- ur þar ekkert framhald á, ef atvinnulifið er lagt í rústir. Síðustu dagana hafa verið auglýst kjólaefni í fyrsta sinn í nokkur ár. Það má þvi vænta þess, aff nú sé sá tími 1 ðinn í bili, þegar heimilin neyðast til aff kaupa rándýran saum á allra einfaldasta fatnað, — jafnvel vasaklútum. Nú reyn- ir hins vegar á, hvort þroski og hamingja endist til að vernda þessar kjarabætur. Það má vel vera, að háls- bindi, nylonsokkar og aðrar svartamarkaðsvörur lækki ekki verulega í verði, þegar þær koma á markað, keyptar fyrir bátagjaldeyri. Þá ætti þó að vera hægt að kaupa þær sem frjálsir menn og gróðinn af sölu þeirra ætti að renna til undirstöðuatvinnureksturs í þjóðfélaginu. Hér ætti því að geta orðið á breyting til bóta. Það þarf enginn að halda, að í jafnaðarmannarík'nu danska væri ekki meira kevpt í búðunum, ef kaupgetan væri meiri, og er þetta aðeins nefnt til dæmis. Danir hafa varazt að auka kaupgetuna >nnan lands í bili með stórfelld- um, almennum launahækk- unum, svo að ekki væri hægt að fullnægja eftirspurn eftir innfluttum vörum. Það er einn þáttur í hagkerf þeirTa og undirbúningur þess, að þeir verði sjálfbjarga, þegar Marshallhjálpinni er lokið. Af þeirri viðleitni mættum við læra, ekki sízt, þar sem að- ferð Dana er að þessu leyti hin sama og allra annarra þjóða, sem bezt farnast. Framsýnir menn og fyrir- hyggjusamir ættu því að leggja sig fram um, að efla atvinnuveg na og gera fjár- málalífið heilbrigt, svo að ís- land geti sem fyrst staðið á eig'n fótum. Ö + Z

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.