Tíminn - 01.03.1951, Side 6

Tíminn - 01.03.1951, Side 6
6. TÍMINN, fimmtudasr'nn 1. marz 1951. 50. blað. DAGMAR Skemmtileg spennandi I norsk mynd eftir leikriti Ove| Ansteinssons. Hva-öa áhrif j haföi Oslóarstúlkan á sveitaj piltana? Alfreel Maurstad, j Vibelce Falk. Sýnd kl. 7 og 9. ______________________1 Varvara Vaslle|na! Afburðavel leikin rússneskj stórmynd. * Sýnd kl. 5. ! TRIPOLS-BÍój OFURHUGAR (Brave Men) Gullfalleg ný, rússnesk lit- i kvikmynd, sem stendur ekki rð baki „Óð Síberíu". Fékk! 1. verðlaun fyrir árið 1950.! Enskur texti. j Gurzo j Tshernova Sýnd kl. 5, 7 og 9. NÝJ A BÍÓj ROBERTO. (Prélude á la Glorie) j Músíkmyndin, sem allir erj séð hafa, dázt að. j Sýnd kl. 7 og 9. ] ______Síðasta sinn._ Sii fyrsía og beztaj Litmyndin fallega ogj skemmtilega með: Betty Grabie, Dick Haymes. Sýnd kl. 5. BÆJARBIO HAFNARFIRÐI Storkurinn Mjög spennandi amerískj mynd. Sýnd kl. 7 og 9. JrmjArLutgSoétxiAn&A Mu ÆeStcLV OCcu/ela^u/% »♦ Bergur Jónsson MáIaflutnlngsskrlf3tofs Laugaveg 65. Slml 5833. Kelma: Vltastíg 14. Askriftarsúofs X 13H I ÍV tsss Gerlzt áskrifenánr. Austurbæ jarbíó ! ! SSrigliton Sloek ( | Bönnuð innan 16 ara. j Sýnd kl. 7 og 9. Frumskóga- stólkan (Jungle Girl) — I. hluti — Sýnd kl. 5. jTJARNARBÍÓ jSíðasta Grænlands för Alfrcds \\ eg- j eners ! Ákaflega áhrifamikil og lær- | dómsrík mynd, er sýnir hinn ° örlagaríka Grænlandsleiðang ur 1930—1931 og hina hetju- legu baráttu Þjóðverja, Is- lendinga og Grænlendinga við miskunnarlaus náttúru- öfl. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. GAMLA BÍÓ Ég inan þá tíð Ný amerísk söngvamynd í eðlilegum litum. Mickey Rooney Gloria de Haven. ! Sýnd kl. 5, 7 og 9. I Fnginn sér við Ásláki Sýnd kl. 3. HAFNARBÍÓ Tufr.ii- fljótsins (Hammarforsens Brus) [Spennandi og efnisrík ný | sænsk kvikmynd, sem hlotið jhefir góða dóma á Norður- jlöndum og í Ameríku. Peter Lindgren, Inga Landgre, Arnold Sjöstrand. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. I ♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦»»♦- ELDURINN | cerir ekkl boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnlr, tryggja strax hjá Samvinnutrvægflngrum I Raflagnlr — Vlðgerðlr Raftækjaverzlunla LJÓS & HHT h. f. í Laugaveg 79. — Siml 5114 VIÐSKIPTI HÚS • ÍBÚÐIR LÓÐIR . jARÐIR SKIP o BIFREIÐAR EINNIG- Vcrðbrcf Vátryggingar Anglýsingastarfsemi FASTEIGMA SÖLLi MIÐSTÖDIN Lækjargötu , 10 B SÍMI 6530| Urieist yfirlit (Framhald af 5. síðu.) Hyde missir trúna á kommúnismann. Hin fullkomna yfirdrottnun Moskvuvaldsins og hin ósjálf- stæða tilvera kommúnistaflokks ins, sem orsakaðist af henni, varð þess valdandi, að Hyde byrjaði að efast um réttmæti kommúnismans. Jafnframt tók hugur hans að hneigjást að trú málum aftur og hann gerðist þaþólskrar trúar. Barátta kom- múnista gegn Marshallhjálp- inni, er m. a. fólst í því að tor- velda framleiðsluna með verk- föllum og vann þannig raun- verulega gegn bættum kjörum verkamanna, fjarlægði hann kommúnisma enn meira. Hann sá, að hér var ekki verið að berjast til hagsbóta fyrir brezka verkamenn. Ekki bætti úr skák sú skýring, sem einn af leiðtog- um kommúnista gaf honum, að það myndi ganga seint að bæta lífskjörin i kommúnistalöndun- um vegna þess, að iðnaður væri þar yfirleitt enn á lágu stigi, og því yrði á m#ðan að draga úr framleiðslunni og rýra lífskjör- in í Vestur-Evrópu, svo að sam anburður yrði ekki kommúnism anum í óhag. Bylting í Tékkóslóvakíu varð til þess að Hyde tók endanlega ákvörðun sína. Þann 10. marz 1948 tilkynnti hann aðalritstjóra „Daily Worker“ að hann gæti ekki lengur starfað í þjónustu blaðsins. Ritstjórinn reyndi að telja honum hughvarf, taldi hann hafa ofreynt sig og bauð honum ókeypis hvíldardvöl í Frakklandi. Hyde lét hin góðu boð ekki breyta ákvörðun sinni. Hyde gekk í þjónustu komm- únismans, því að hann vildi bæta úr fátækt þeirra sam- bræðra sinna, sem verst voru settir. Hann trúði því, að kom- múnisminn væri bezta leiðin til að ná því marki. Hann þjónaði þeirri trú af mikilli dyggð í tuttugu ár. Reynslan, sem hann fékk, sannfærði hann að lokum um, að hann væri á rangri braut. Kommúnisminn byggir á þeirri trú, að það vei-ði að rífa ríkjandi þjóðfélagshætti til grunna og auðveldasta leiðin til að ná því marki sé að koma á atvinnuleysi, kreppu og styrj- öldum. Þá hrynji þetta kerfi af sjálfu sér og sæluríkið taki við. Áðurnefndar fórnir séu því vel tilvinnandi. En sæluríkið hefir ekki komið í Sovétríkj-unum eða annarsstaðar, þar sem komm- únistar hafa náð völdum. Þvert á móti aukið ófrelsi og kúgun. í löndum kommúnista drottnar nú það versta afturhald, sem til er í heiminum í dag. Hyde finnst það vafalaust sárt, að hafa fórnað villutrúnni á kom- múnismanum tuttugu beztu starfsárum sínum, en sú fórn er þó vissulega ekki til einskis færð, ef hún mætti verða til þess að forða öðrum frá því að lenda í svipuðu óláni. Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður Laugaveg 8 — Síml 7752 LÖgfræðistörf og eignaum- sýsla. í ÞJÓDLEIKHÚSID Fimmtudag kl. 20 90. Flekkaðar hendur Bannað börnum yngri en 14 ára. Föstudag kl. 20.00. PABBI Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15—20.00 daginn fyrir sýning ardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum Sími 80000. Cjina. JC auð: SKIPS- LÆKNIRINN 45 — Nú er ég á leið til Vesturheims. Ég hefi góð meðmæli, og fengi sennilega stöðu við einhvern háskóla þar. En ég vil það ekki. Og ég mun ekki heldur setjast að spilaborði framar. Ég fer þangað, þar sem engir háskólar eru, fer á einhvern þann stað, þar sem skortur er á læknum og fá- tækt fólk deyr hjálpavvana af því, að starfhæfustu lækn- arnir flykkjast í borgirnar, þar sem þeir geta grætt meira íé. Ég þarfnast ekki mikils — aðeins skurðarstofu, áhalda og hjúkrunarkonu. Það ætti ég að geta fengið.... XII. Tómas vaknaði skömmu eftir sólarupprás. Hann gat ekki sofnað aftur. Hann lá vakandi og hugsaði um Sybil. Hún var morgunsvæf, og hann var þess fullviss, að hún myndi ekki koma snemma morguns. En þegar ætlaði að síga á hann höfgi, heyrðist honum í hvert skipti eins og drepið væri á dyr eða hurðarhúninum snúið. Þá stökk hann fram úr og opnaði. En þar var ekki neinn. Um sexleytið byrjaði hann að reykja sér til hugðárhægðar. Sybil gæti sent mér línu og sagt mér, hvenær hún vill tala við mig, hugsaði hann. Og varla hafði honum fyrr dott- ið í hug, hvað hún gæti gert, en hann var sannfærður um, að hún myndi gera það. Hann gat ekki skilið annáð en Sybil vissi, hve illa honum leið og vildi sefa æstan hug hans. Klukkan hálf-sjö fór hann að klæða sig. Klukkan sjö drakk hann morgunkaffið. En klukkan hálf-átta átti hann að vera hjá Stephanson og klukkan átta hjá frú Weber. — Heldur læknirinn, að ég komist lifandi til Vestur- heims? spurði gamla konan, er hann hafði skoðað hana. Og svo benti hún á myndina í rammanum á náttborðinu, eins og það gæti styrkt vonir hennar: Þetta er Frans sonur mlnn. Þetta var mynd af ungum manni með svart hár og svip- lítið andlit. í stórri borg má sjá þúsundir slíkra manna. En móðurástin lætur sér ekki nægja slíkar röksemdir. Það er aðeins einn af þúsundunum, sem hún viðurkennlr. — Auðvitað komizt þér lifandi vestur um hafið, sagði hann af því afdráttarleysi fullyrðinganna, sem ér síðasta líknarlyfið, er læknir getur veitt dauðvona sjúklingi. Þér skuluð ekki óttast neitt, jafnvel þótt yður verki. Verkina rekum við' á flótta eins og við gerðum í gær. Sjúka korran leit efablandin til systur Mörtu. En Marta brosti eins og hún tryði statt og stöðugt á orð læknisins, og það var eins og bláu augun hennar segðu: Þú getur treyst okkur — við skrökvum aldrei. — Hún er engill, sagði gamla konan við lækninn. — Já — húri er það, svaraði læknirinn brosandi. En hún vill ekki, að það sé sagt um hana. — Því að það er ekki sátt, sagði Marta og sótroðnaði. Hvernig ætti ég að vera engill? bætti hún við. Ég hefi, held ég ekki, beðizt fyrir síðan ég var sjö ára. — Þegar móðir klappar barni sinu á vangann, biður hún til guðs, sagði frú Weber. Hún biður í hjarta sínu — orðin skipta engu máli. Og þegar þér strjúkið hárið frá enni minu, biðjið þér til guðs, eins blítt og innilega og góð móðir. Marta svaraði ekki- Hún bar bolla með heitri mjólk að vörum sjúklingsins. Gamia konan drakk mjólkina með erf- iðismunum, og svitinn hnappaðist á enni hennar. — Af þessu fáið þér endumýjaða krafta, sagði læknirinn hughreystandi, er hún kveinkaði sér. Það lá bréf á borðinu í lækningastofunni, er Tómas kom þangað. Hann sá undir. eins, i aö það var ekki Sybil, sem hafði skrifað utan á þetta bréf. Samt sem áður var hann viss um, að það væri frá henni. En það reyndist vera frá Júlíu Kapósí: Þér hafið komið illa fram við mig, sagði hún, og ég hefi hatað yður síðan. Nú er klukkan orðin þrjú, og mér hefir 'ekki komið dúr á auga. Það er enn ljós í glugganum á klefa 35. Ef ég lít út um gluggann minn, sé ég, hvernig ljósbjarm- inn þaðan leggur á svartar bylgjurnar. Ég skil og viður- kenni, að yður líður enn ver en mér, og ásakanir mínar gleymast. Geti það orðið að liði að tala við konu, sem margt hefir hent og mikið þjáðzt, þurfið þér ekki að axla- brjóta yður á klefahurðinni minni... . Tómas hafði ekki einu sinni munað eftir Júlíu. Hann reif bréfið í tætlur. Síðan lagði hann af stað í morgungöngu sína um skipið. Hann barði hvarvetna að dyrum og bauð góðan daginn og spurði, hvernig farþegunum liði. Framhjá

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.