Tíminn - 04.03.1951, Qupperneq 4

Tíminn - 04.03.1951, Qupperneq 4
TÍMINN, sunnudaginn 4. marz 1951. 53. blað. «& frjálsa val dómgreindarinnar jak. 1, 12—16. Pródikun eftir séra Jóliannes Pá!mas«n x þeim ritningarköflum, em valdir hafa verið til jessa dags, er rætt um freist- .ngar. Það er orð, sem við rek- jm okkur víða á á blaðsíð- ím heilagrar ritningar. Og ,jað er í rauninni orð, sem nlýtur jafnan að hafa mjög notaði merkingu meðal jeirra, sem eiga sér lifandi iðferðilegar hugsjónir. Það hefir löngum verið tal 6 aðalsmerki mannsins, að íann er fram yfir aðrar líf- /erur jarðarinnar gæddur íugsun og viti og hefir þann- g móguleika til þess að greina i milli þess, sem hann kall- .r gott og illt í siðferðileg- m efnum.____________ Hin ævaforna saga Gyðing- .nna um forfeður mannkyns- ns, sem átu af skilnings- renu, en glötuðu fyrir það •inni Paradís, er að líkindum jáning þeirrar meðvitundar, ið maðurinn hafi einhvern- íma fyrir örófi alda vaxið pp yfir dýrið, sem ekki þekk- r neinn greinarmun góðs og ils. Honum hafi í öndverðu eriö gefinn möguleiki til að iroskast til að velja og hafna, n ao öðru leyti hafi hann Kort siðgæðisvitundina eða ætta, sem kallað er í sköpun- arsögunni „að vita skyn góðs <g iils.“ En jafnskjótt og iann hafði etið af ávexti kilningstrésins, eða með ðrum orðum: Þegar hann jr ao vita, að sum breytni r guö, en ónnur ill, hvíldi á mnum ábyrgð gerða hans. — •in hann brast oft þrek til að tanda undir þeirri ábyrgð, ann sig oft og iðulega sekan .ndspænis siðferðilegum hug jónum sínum. En þar með iaí'ði hann glatað þeirri Para us vitundarleysisins, sem ann var eigandi að fyrrum, .samt dýrum merkurinnar. fú var hann kominn út 1 þá rfiðleika og baráttu, sem ylgir þvi að vera skyni gædd .r, en ekki skynlaus. Og þar neð var líka hafin þroska- >aga hans, þessi saga um sí- elldar freistingar og sigra á íxl, — sigrana, sem urðu .onum til þroska, og ósigrana, em komu óheilbrigðum kyrk .ígi í líf hans. En í gegnum ,lla þá sögu eigum við að asa þann lærdóm, að ábyrgð- : n nvílir á manninum sem únstaklingi. Hún hvílir á því, xvernig hann velur og hafn- .r. Sú vitund kemur skýrt ram í þeim orðum Jakobs- •réfsins, sem eru texti minn dag: „Sérhver verður fyrir reistingu, dreginn og tæld- ir af sinni eigin girnd.“ Og -’áll postuli sagði, að hver rði að bera sína eigin byrði. Aö visu heyrum við stund- iffl sökinni á mannlegum illuskrefum varpað yfir á :.nnarra herðar: Það er þjóð- élagið, sem á sök á þessu eða unu — það er þessi eða hinn íópurinn ákveðinna manna, eða þá einhverjar ópersónu- egar staðreyndir, sem eru aldar rót siðferðiíegra mis- .aka. Og i fljótu bragði kann að vera hægt að villa sér og jðrum sýn á þann hát.t. En þegar betur er að gáð, hlýt- ir maður að finna, að þetta verður sjaldnast til að draga íokkurn nauðugan út í sið- ferðilegan ófarnað. Síðasta skrefið til ófarnaðarins hefir ivallt verið sú stefna, sem : aaour sjálfur valdi. Tíminn birtir hér í dag stólræðu eftir séra Jóhannes Pálmason á Stað í Súgandafirði. Það er prédikun hans á fyrsta sunnudag í föstu í vetur. Ræðan er mjög tíma- bær og fjallar um meginatriði í lífsskoðunum, en það er lífsskoðunin, sem jafnan hlýtur að móta hugsun, stefnu og breytni. Ræða þessi er þáttur kirkjunnar í blaðinu í dag. — L Að vísu er oft erfitt að gera sér grein fyrir orsökum. Við notum orðið orsök í svo áó- kveðinni merkingu. Stundum nær það yfir heila röð at- burða, sem eru hver í sam- bandi við annan og hver öðr- um háðir, stundum aðeins yf- ir eitt atvik úr óendanlegri röö. Við kunnum að spyrja: Hver er orsök þess, að drykkju böl leggur í rústir íslenzkt heimili, börnin líða skort fæð is og klæða vegna þess, að faðirinn metur meira áfengi handa sjálfum sér en heil- brigt viðurværi handa fjöl- skyldu sinni, móðirin eldist um ár fram, lömuð af áhyggj um og þjáningum hins eyði- lagða heimilislífs? Hér væri hægt að benda á margt: Við sjáum fyrst fyrir okkur hóp erlendra fjárplógsmanna.sem hafa fundið leið að auðtekn- um gróða með starfrækslu á- fengisgerða sinna. Svo sjáum við íslenzka ríkið, sem rekur þessa sölu með góðum hagn- aði eftir því, sem opinberar tölur láta á sér skilja. Þá sjá- um við tízkuna méðal vina og kunningja þessa manns. í þeirra hópi hefir hann stigið sín fyrstu ófarnaðarspor. — Þetta allt er oft talið til or- saka. En síðasta skrefið va.r þó ákvörðun mannsins sjálfs. Honum var ekki þröngvað nauðugum til þess að láta þessa röð staðreynda ná til sín. Það var hans eigið val, sem reyndist veigamesta or- sökin að öllu athuguðu. Ef ekki — hvers vegna er ekki hver einasti þegn þessa rík- is undir sömu sökina seldur? Blátt áfram af því, að aðrir hafa valið með öðrum hætti. Aðrir hafa, sér til verðugs hróss, staðið af sér hinn þunga straum þessa orsaka- sambands. Það er óneitanlega mikill sannleikur í hinu gamla ís- lenzka máltæki: „Hver er sinnar gæfu smiður.“ Með okkar eigin atferli erum við alltaf að skapa framtíð okk- ar sjálfra, hvort sem hún reynist láni eða böli blandin. Með því, hvernig við snúumst við freistingunum, þessum löngunum, er bera okkur af- vega, erum við að skapa sjálf um okkur og okkar nánustu ávinning eða tjón. Og svo að aftur sé gripið til dæmisins, sem ég var með áðan, er það afstaða einstaklingsins til sinnar freistingar, sem ræð- ur úrslitum um, að maðurinn sjálfur og þjóðin hans verða að horfa upp á það, að börn- in alast upp í sorpi götunnar og hafa miklar líkur til að verða honum lík um auðnu- leysi, taugaveikluð, afbrota- menn eða fávitar. Syndir feðr anna koma oft niður á börn- unum í þriðja og fjórða lið, þó að hart kunni að þykja. „Sérhver verður fyrir freist ingu, dreginn og tældur af siimi cigin girnd“ segir hið postullega orð, og vill vekja til íhugunar á hinni siðferði- legu ábyrgð, sem hvílir á herð um hvers einstaklings, og hann getur á engan hátt und an skorazt, þótt oft kunni að vera sterk löngunin til að skella skuldinni á einhvern annan til að halda fram eig- in sakleysi — leyna eigin manndómsskorti í einhverju skálkaskjóli. Og þetta gild- ir, hver sem freistingin er og hver sem einstaklingurinn er, sem hana sigrar eða fyrir henni fellur. En ef til vill eru hugmynd- ir margs nútímamannsins um þá siðferðilegu ábyrgð, sem á honum hvílir, orðnar sljóar og óákveðnar að innihaldi. Ef til vill fer þeim fækkandi, sem meta það sína beztu eign að bera í brjósti manndóm til að keppa eftir andlegum og siðferðilegum þroska, en þeim að'sama skapi fjölgandi, sem telja það ekki nema sjálf- sagðan hlut að láta undan þeim ílöngunum augnabliks- ins, sem knýja á hjá manni. Um það er erfitt að fullyrða, en hitt er staðreynd, sem sér- fróðum mönnum kemur sarn- an um, að röskun á andlegu jafnvægi færist i aukana, taugaveiklun og geðtruflanir eru ískyggilega fyrirferðar- mikill fylgifiskur nútíma menningarlifs. En ef maðurinn hættir að finna sig ábyrgan baráttuað- ila, þá liggur leið hans óhjá- kvæmilega til baka — ofan þroskastigann, ofan á stig þeirra lífvera, sem aldrei hafa með hugsun sinni eða skyni hafið sig upp af frum- stigi sínu. Ef við hættum að brjóta heilann um, hvað mað urinn er, og hverjar siðferði- legar skyldflr hans séu, er- um við óneitanlega á ófarn- aðarleið. Já, hver er maðurinn? Á svari okkar við þeirri spurn- ingu veltur ekki svo lítið. Dr. Helgi Pjeturss sagði eitt sinn frá því, að í erlendu safni hefði hann séð dálítinn glerkassa, og í honum hefðu verið nokkrir lítrar af vatni og þar hjá kalkmoli, kola- moli, járnbútur, fosfórstykki og örlítið af fluor. Þegar þess um efnum er raðað saman á vissan hátt, er þar kominn mannslíkami. En þessi ís- lenzki hugsuður bætti því við, að það væri hreinasta fjarstæða að ætla, að þar væri maðurinn allur. En samt virðist svo margt í lífi okk- ar benda til þess, að við tök- um varla annað með í reikn- ingana en þessi fáu og verð- litlu efni. Fyrir nokkrum árum, á veldisskeiði þýzku þjóðernis- jafnaðarmannanna kom grein í þýzku stórblaði og bar yfir- skriftina: Verðmæti manns- ins. Höfundur tók sér þar fyr ir hendur að reikna út í ná- (Framhald á 7. síðu.) Mér þykir gaman að geta birt bréf um það, sem lesendum mín um liggur á hjarta. Ég birti yfir- leitt bréfin ykkar, þó að þau séu nokkuð öðruvisi en ég hefði skrifað þau, bæði að efni og öðru. Ef til vill gæti ég sjálfur skrifað í þetta hom, en hlut- verk baðstofunnar er að fá fólk- ið til að tala um daginn og veg- inn og þá vil ég ekki varna því máls. Þessi þáttur nær tilgangi sínum svo bezt, að hann verði margra manna verk, og skiptar séu skoðanir um sumt, sem þar er sagt. Gangið beint að efninu. Verið stuttorð og gagnorð. Sparið ykk ur alla óþarfa formála. Forðizt langar vangaveltur. Hér er það nauðsynlegt, að taka strax á um ræðuefninu. Þá komast líka fleiri að og umræðurnar geta orðið fjörugri og skemmtilegri — Mér þótti hlýða af vissu til- éfni, að rifja þessar frumreglur baðstofuhjalsins upp að þessu sinni. Bóndi nokkur hitti mig að máli nýlega og fór að tala um þann skort á girðingarefni, sem verið hefir undanfarin- ár og er ennþá. Hann sagði, sem vita mátti, að þetta komi mjög illa við bændur. Erfitt væri að halda girðingum við og um nýjar girð- ingar auðvitað ekki að ræða. Án nýrra girðinga er yfirleitt ekkí hægt að auka neinni ný- rækt við túnin og það er meira að segja miklum vandkvæðum bundið, að auka við sig garð- yrkju eða hafa grænfóðurrækt- un. Menn mega gera sér það ljóst, að girðingarefni eru hreinar rekstursvörur, nauðsynjar at- vinnulífsins. Án þess er ekki hægt að reka landbúnað. Þetta er svo augljóst mál, að jafnvel ókunnugir ættu að geta séð það. Alþýðublaðið segir í gær frá þremur ungum Reykvíkingum, 16—19 ára, sem voru atvinnu- lausir og fóru þá að róa fram á sundin á tveggja tonna báti, vélarlausum. Þar hafa þeir dorg- að með handfæri og aflað 4 smálestir af fiski, aðallega í þremur róðrum og munu vera búnir að fá 1000—1200 krónur til hlutar. Þetta er frásögn Alþbl. og skal engu við hana bætt, en trúað get ég að útgerð þessa vélar- lausa báts beri sig þessa dagana ekki síður en útgerð sumra tog- aranna, og þessi fiskur ungu mannanna kemur óskemmdur á land. Það er ekki einhlýtt að hafa stórvirk tæki. Stundum er það líka gott að hafa tæki, sem eru ódýr í rekstri, þurfa ekkl mikinn útlendan gjaldeyri til að verða hreyfð og skila góðri vöru, sem heita má að verði hrein vinnulaun og er fyrsta flokks söluvara á hvaða markaði sem er. 1 öðru lagi er gott að minnast þess, að ennþá eru opnar leiðir til að gera eitt og annað sér til sjálfsbjargar og jafnvel ungling ar í Reykjavík sjá það og skilja. Hitt er svo satt, að það eru eng ar líkur til þess, að alltaf verði afli í sundunum. „Rólegu fólki vantar íbúð gegn góðri stúlku í vist eða ábyggilegri mánaðargreiðslu". Þetta mátti I lesa auglýst í einu Reykjavíkur- . blaðinu nýlega. Ég held ég leiði [ hjá mér að fara nokkrum orð- j um um þetta, en skemmtilegra væri það nú, að svona hlutir væru lagaðir lítilsháttar áður en þeir koma á prent. Það hefði þó ætíð mátt segja ,rólegt fólk“, þó að „gegn góðri stúlku“ hefði staðið en raunar kann ég ekki við það. Sumum er nóg, ef þetta verður ekki misskilið, en lítil íþrótt er þá málið og lítil göfgi og andleg tign fylgir meðferð tungunnar, þegar menn gera ekki meiri kröfur til sjálfra sín í því sambandi, en að geta gert sig skiljanlega. Menning er það, að gera betur en uppfylla ein- hverjar lágmarkskröfur. Menn- ingin ætlar fegurðinni og snilld- inni líka rúm. StarkaSur gamli. Hjartanlega þakka ég öllum fjær og nær, sem auð- sýndu mér margháttaðan vinarhug og sóma á áttræð- isafmæli mínu 18. febrúar s. 1. María Brynjólfsdóttir, Hrepphólum. Innilegar þakkir og vinarkveðjur til allra þeirra mörgu er sýndu mér samúð við andlát og jarðarför konu minnar SNJÁFRÍÐAR PÉTURSDÓTTUR. Kristleifur Þorsteinsson, Stóra-Kroppi. Innilegt þakklæti til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför manns ins mins og föður okkar JÓNS STEINS BJARNASONAR MELSTEÐ. Gestrún Markúsdóttir og börn. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.