Tíminn - 20.03.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, þriðjudaffinn 20. marz 1951. 66. blað, f. * i i mw i.lljw- ■ u up'.'i nj, .11 Lög eöa hefðp Eftir Oíslu SigurbjöritNson Undanfarnar vikur hefir verið mikið ritað og rætt um dfengismálin, enda er þar af miklu að taka. — Árum sam- an hefir áfengið flætt yfir þjóðina og nú er árangurinn að koma betur og betur í ljós með hverri viku, sem líður. — Það er ekki hægt fyrir neina þjóð art drekka frá sér vit og rænu, en af því hefir verið of mikið gert á íslandi síð- ustu árin. — Afleiðingar of- nautnar áfengis eru margar og ægilegar. Fleiri heimili í landinu en tölu verður á kom ið í einni svipan, eiga um sárt að binda. Þjóðin hefir veriö særö miklu og alvarlegu sári, sem seint verður grætt. — Og enn er þessu áfengis- flóði veitt yfir þjóðina og það af ríkisstjórninni sjálfri, — í gróðaskini fyrir ríkissjóð! Af veikum mætti hefir ver ið reynt að draga úr þessu á- fengisflóði og var þá helst að reyna að bjarga æskulýðnum undan áfengisöldunni. — Samkvæmt skýlausum reglu- gerðarfyrirmælum er lög- reglustjórum landsins ó- heimilt að veita vínveitinga- leyfi til skemmtifélaga eða til félaga eða einstaklinga, sem halda skemmtun eða dansKemmtun í gróðaskyni. — Þessi skýlausu fyrirmæli voru orotm m. a. af lögreglu stjóranum í Rykjavík, sem veitir vinveitingaleyfi, þrátt fyrir öll reglugerðarfyrir- mæii -j- og þegar dómsmála- ráðherra var bent á þetta >æðí a,f Áfengisvarnanefnd Reykjavíkur og síðar af al- þingismönnum, sagði dóms- málaráðherra, sem var pró- fessor í lögum við Háskóla ís lands, í þingræðu, að þetta með vínveitingaleyfin væri hefð, en „sjálf væri reglu- gerðin mjög óljós og eftir bók stafsins hljóðan nánast ó- framkvæmanleg," sbr. Mbl. 8. febrúar. Hér hefir alvarlegur atburð ur gerzt, sem skylt er að veita nánar gaum. - Getur það ver ið, að lögbrot — reglugerðar- brot — verði að lögum eða lögleg, ef þau eru nógu oft framin? Getur það verið, að sá maður, sem settur er yfir dómsvaldið í landinu, láti slíkt og annað eins eftir sér hafa? Að sjálfsögðu má deila um áfengislöggjöfina og reglu- gerðir — en á meðan lög eru í landinu og reglugerðir sett- ar samkvæmt þeim, verða þau að vera virt — og eftir þeim farið — og ef ekki af dómsmálaráðherra og lög- lögreglustjóra — af hverjum þá? — Lög og regla eru und- irstöður ríkisins — á þeim er lýðveldið reist. Hvers má ekki vænta, þegar þessar stoðir bresta? Á þessum alvörutímum er ekki rétt að vera að deila um smámuni. íþróttafélögin, K. R., í. R. og Ármann eða hvað þau nú heita, geta að sjálf- sögðu framið þá ósvinnu, að hafa vínveitingar á danssam komum sínum — bæjarbúar munu meta það að verðleik- um — og árangur af þéssum vínveitingum kemur í ljós á sínum tíma. — En hitt verð- ur ekki hægt fyrir dómsmála ráðherra íslendinga til lengd ar, að virða að vettugi reglu- gerð setta lögum samkvæmt — enda þótt aðeins sé um reglugerð um vínveitina- leyfi að ræða. — Það er ekki hægt fyrir neinn ráðherra á jíslandi að misbjóða þannig ' réttarvitund þjóðarinnar. Reglugerðarákvæði það, sem hér er um að ræða er samkvæmt 16. grein reglu- gerðar um sölu og veitingu áfengis útg. 7. ágúst 1945 og hljóöar þannig: „Lögreglustjórar geta ekki neytt heimildar þeirrar til að leyfa, að áfengi sé um hönd haft í félagsskap, sem ræðir um í 17. gr. 2. mgr. áfengis- laganna, nema í veizlum, samkvæmum, þar sem sýnt er, að félagsskapurinn í heild eða einstakir þátttakendur í honum hafa ekki fjárhagsleg an hagnað af. Slik leyfi má ekki veita skemmtifélögum. Ekki má heldur veita slík leyfi til vínnautnar í sam- kvæmum sem haldin eru í veitingastöðum, ef ætla má að til þeirra sé stofnað í tekju skyni fyrir veitingahúsið. Leyfi samkvæmt 17. gr.., 2. mgr. áfengislaganna skulu vera skrifleg, og skal þess getið í þeim, hvert tilefni leyfisins sé og hvar sam- kvæmið verði haldið. Samrit af leyfinu skal hlutaðeigandi lögreglustjóri tafarlaust senda til fjármálaráðuneytis ins“. Verður vonandi önnur skip an gerð á þessum málum — reglur og lög virt og eftir þeim farið um vínveitinga- leyfin — annað væri ósam- boðið réttarríki. Vér viljum benda bændum á að fljótlega mun Úthlutunarnefnd Jeppabifreiða úthluta leyfum fyrir þeim 150 hjóladráttarvélum, sem Fjárhagsráö nýlega heimilaði kaup á frá Evrópu Þeim bændum, sem úthlutað verður til, viljum vér benda á eftirfarandi: 1. Að vegna hins síhækkandi verðs á benzíni, er það ó- frávíkjanleg nauðsyn fyrir bændur að festa kaup á dráttarvél, sem er sparneytin. 2. Allir, sem til þekkja, vita að Allis-Chalmers Model „B“ dráttarvélin eyðir minna benzíni, en nókkur önnur sam- bærileg dráttarvél, sem hingað til hefir verið flutt til landsins. Eldsneytiseyðslan er allt að kr. 2.700,00 minni, en eldsneytiseyðsla annarra sambærilegra dráttarvéla, þegar miðað er við 1200 klukkustunda akstur. — Hins vegar er verið hinnar brezku Allis-Chalmers Model „B“ dráttarvélar ekki nema um kr. 650,00 hærra, en verð _ sambærilegrar fáanlegrar dráttavélar frá Evrópu.. 3. Eigum fyrirliggjandi mikið af varahlutum í Allis-Chal- mers Model „B“ vélina. 4. Með því að kaupa hina þekktu FAHR-dieseldráttarvélar, þá spara bændur rúmlega kr. 5.000,00 í eldsneytiseyðslu, þegar einnig er miðað við 1200 klukkustunda akstur. Þegar vitað er, að báðar framangreindar dráttarvélategundir eru meðal þeirra allra fullkomnustu, sem nú eru framleiddar, þá hlýtur hverjum bónda að vera það fullkomlega ljóst, að langbeztu kaupin gerir hann með því að kaupa aðra hvora hinna framangreindu dráttarvélategunda. Allnr nánari uppltjsinqar eru að fá hjá: H.f. Ræsir Skúlatfötu 59, Reykjavík. Refur bóndi talar hér við okk ur í dag: „Stökur þær, er ég sendi ykk- ur að þessu sinni, ætla ég að helga minningu föður míns, er lézt af slysförum s. 1. sumar, þá háaldraður og verða því flest ar stökurnar eftir hann. Koma þær svo hér á eftir. Þessi vísa hans þarf ekki skýr ingar við: Mörgum verður minnisstætt að missa sína. Sárra kennir sérhver meina, sem það hlýtur oft að reyna. Um sjálfan sig kvað hann eftirfarandi stöku: Það er tál, og svíkur sál sig að mála í framan. Ekki stoðar ytra glyt að þá voðinn sverfur, falski roðinn lætur lit líkt sem froða hverfur. Ennfremur hljóða eftirfarandi stökur vm svipað efni: Nýung margir ungir enn allvel tekið geta, glepjast einatt gamlir menn gagnsemd þá að meta. £ * * f > Máls það teljast má þó vörn menn að háttum breyti. Allir sinnar aldar börn eru að flestu leyti. Fortíð mín það fyrst ég velt fáar geymir merkissögur frá því upp ég augum leit 1864. Við áramótin 1930—31 kvað faðir minn eftirfarandi stöku: Ártalið er orðið breytt einum staf er við það skeytt. Finnst hér ekkert nýrra neitt 1931. Um sjálfan sig kvað hann eft irfarandi stöku: í upphafi var ég Eyfirðingur, með aldrinum varð ég Skagfirð- ingur, svo Rangvellingur og Reykvik- ingur og rek svo lestina — Snæfell- ingur.— Svo kemur hér vísa kveðin að morgni dags: Við stúlku eina, sem Ásta hét, kvað hann svo í gamni: Ástu heit er ástarþrá ást þó veiti fáum. Ástarteiti Ástu hjá aldrei breytast sjáum. Einhverju sinni var faðir minn staddur á skemmtisam- komu einni. Ekki mun honum hafa geðjazt þar vel að öllu, sem hann sá og heyrði, því þá varð þessi vísa til: Grenja í hofi glymskrattar, girndir sofa ei alls staðar, hnípir dofin hér og þar hungurvofa Bakkusar. Ennfremur eftirfarandi staka: Orgi varga argur fans ærist margra sinni, eins vill gargiö glymskrattans gleði farga minni. Hýrna tekur hugurinn hverfur myrkrið svarta, guða nú á gluggann minn geislar ljóssins bjarta. Enga skýringu þarf þessi staka: Næsta vísa er úr niðurlagi sendibréfs: Stirð er höndin, stúrin lundin strit og annir valda því. Þreytist öndin áþján bundin örlaganna stormum í. Sérhvað hefir sína tíð sæld og öfugstreymi, alltaf breytist ár og síð allt í þessum heimi. Eftir hann er líka þessi staka: Skynsemin, sem guð oss gaf, gildir meira auði, því vér lifum eigi af einu saman brauði. Svo kemur hér heilræði hans: Leik þú gætinn lífsins skák lát ei verða „skammarmát“. Hreykinn, þrætinn, heimskan 1 strák hlátur skerðir allri gát. I I Haustið 1917 dreymdi föður minn að hann kvæði eftirfar- andi vísu: Kári ljóstar kulnuð strá, klaka þjósti skorðar, napur gjóstur norðri frá næðir um brjóstin storðar. Faðir minn var ekki hrifinn af ýmsu hinu nýja tízkutildri eins og sést á eftirfarandi stök- um: Andlitsprjál og ástin hál oft er hlálegt gaman. Eftirfarandi vísa þarf ekkl skýringar við: Dæmaláus er dýrtíðin, daufleg oft var fortíðin. Ef ei batnar ótíðin óhæg verður framtíðin. Eftirfarandi vísa mun vera síðasta vísa föður míns: Allt mín rennur ævin senn elli kenni ég svifa. Fjölgar enn um ýmsa menn ei sem nenna að lifa. Að lokum kem ég hér með tvær stökur, sem mér komu í hug nýlega, og ekki þurfa skýr- ingar við: Tilverunnar allrar í ekki skil ég snilli. Lífsins gátur læt ég því liggja hluta milli. Trúarskoðunum mínum lýsl ég í eftirfarandi stöku: Þó oss verði margt til meins meðan lífsþráð spinnum, gegnum sorg og gleði eins guðs vér nálægð finnum. 1 guðs friði". Lengri er þessi pistill ekki og snúum við að öðru efni á morg- un. Starkaður gamli. AVV.V.V.VASV.’.V.V.WAV.V.VASVVrtrtiV.V.V.WAX í MÁLVERKASÝNING i il Péturssonar I Listamannaskálannm Opið daglega kl. 10 til 23 £ Á-.V/AWAW.V.W.W.W.W.W.W.WW.W.W.WÁ AUCI.ÝSEVCASÍMI TÍMANS EH 813C0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.