Tíminn - 20.03.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.03.1951, Blaðsíða 6
TÍMINN, þriðjudaginn 20. marz 1951. 66. blaS. Holdið er veikt (Djævelen í kroppen) Sýnd kl. 7 og 9. Thunder Iloof Spennandi reyfari Sýnd kl. 5. ---------------- TRIPOLI-BIO Paradís eyðiiuerk- urinnar Marlene Dietrich Charles Boyer Sýnd kl. 9._ Tumi litli Hin bráðskemmtilega am- eríska mynd eftir skáldsögu Mark Twain. Sýnd kl. 5 og 7. NÝJA BÍÓ Stigamaðuriim Svart Bart (Black Bart, Highvayman) Ný amerísk æfintýramynd í eðlilegum litum. Aðaihlutverk: Dan Duryea Yvonne De Carlo Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI Óeirðir í Texas (The Westerner) Amatísk cowboymynd með Gary Cooper. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184. Bergnr Jóosson Málaflutninffukrifstcfm Lmugaveg 65. Blml 5833. Helma: Vitastlg 14. JnwAmtigJo€LuAAaA. atu SejtaJU C'Uu/eUi$w% Rafmagnsofnar, nýkomnir 1000 wött. Sendum í póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistæki Raftækjaverzlunin LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sími 5184. Austurbæjarbíó Viðureign á Norður Atlantshafi Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 9. Frumskógastiilkan Sýnd kl. 5. TJARNARBÍÓ Konungur konunganna Hin heimsfræga ameríska stórmynd um lif, kraftaverk, dauða og upprisu Jesú Krists. — Myndin er hljómmynd með íslenzkum texta til skýr ingar. — Leikstjóri: Cecil B. Mille. Sýnd kl. 5 og 9. Myndin verður aðeins sýnd í 2 daga. GAMLA BfÓ Mærin frá ®rleans (Joan of Arc) •Amerísk stórmynd í eðlileg- um litum, gerð af Victor Fleming, sem stjórnaði töku myndarinnar „Á hverfanda hveli“. Aðaltilutverkið leikur: Ingrid Bergman. Sýndkl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. HAFNARBfÓ Ástarbréf (Love Letters) Amerísk stórmynd. Jennifer Jones Joseph Cotten Sýnd kl. 7 og 9. ELDURINN gerlr ekki boð á undan aér. Þeir, »em eru hyggnir, tryggja strax hjá Samvinnutrygglngum Askriftarsfmf: TIHlNRí Gerlzt áakrifeatlar. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu.> urinn í smíði þessa tröllaukna sjónauka, þar sem var að slípa og fægja spegilinn, og er það dæmalaust verk í sögu allrar sjónglerjasmíði. Menn skyldu ætla, að slíkt verkefni hefði ver ið fengið hinum æfðustu sjón- glerjasmiðum. Svo var þó ekki. Til þess var fenginn uppgjafa- bílstjóri, Markús Brown að nafni. Hann hafði ekið vöru- bíl fyrir athugunarstöðina á Wilsonsfjalli, en hann hafði alltaf langað til að verða sjón- glerjasmiður. Um síðir auðn- aðist honum að fá atvinnu í sjónaukasmiðju stöðvarinnar. Þar var honum falið að fága minniháttar spegil einn í Palom arkíkinn. Þegar svo spegilhell- an mikla kom í aprílmánuði 1936 þótti það sjálfsagt að ein- mitt hann væri tl þess kvadd- ur að fægja stærsta sjóngler veraldarinnar. í fjögur ár lokaði hann slg inni hjá plötunni miklu í sjón- aukasmiðjunni i Pasadena. Hann varð að hafa aðstoðar- menn og hann valdi þá eftir svipaðri reglu og hann hatði sjáifur verið valinn: Áhuga, þol inmæði, dugnaði og vandvirkni án tillits til fyrri starfa. Tutt- ugu og einn maður vann með honum að þessu og 'í þeim hópi voru menn, sem áður söfnuðu tryggingum fyrir tryggingafé- lög, óku sorpbílum og daglauna menn úr lausavinnu. Álitleg- asta taldi Brown þá, sem ekki hefðu haft fasta vinnu. Þessi 14 smálesta hella var lögð á eins konar hverfistein, sem var eins stór og tveggja hæða hús. Fyrst var platan eydd svo, að hún yrði kúft að framan. Til þess varð að skafa af henni fullar fimm smálest- ir af gleri. Við það eyddust 10 smálestir af brýnum. Þá var eftir að leggja síðustu hönd á fágun kúpunnar. Tíunda hluta af millimetra þurfti að strýika af glerinu. Það var þriggja ára starf. Það þarf ýtrustu ná- kvæmni til að laga og fága speg il í stjörnukíki. Minnstu mis- tök eða ógætni geta eyðilagt spegilinn. Skipulag . . . (Framhald af 5. síðu.) verður horfið frá uppbóta- og hlutfallskosningafyrirkomu- laginu. Það myndi strax verða mikil bót, ef uppbótaskipu- lagið væri afnumið. íslenzka þjóðin má ekki vera tómlát um þetta mál. Það er grundvallaratriði fyr- ir allar raunhæfar viðreisn- araðgerðir, að stjórnar- skránni og kosningatilhögun inni verið breytt í það horf, að þjóðin losni við öngþveiti uppbóta- og hlutfallskosn- ingafyrirkomulagsins. Stjórn arskrármálið er nú framar öðrum málum að verða mál málanna. X+Y. Cjina J(c auá: Vinir Tímans! Kynnið Tímann kunningj- um ykkar og nágrönnum, ef þeir eru ekki lesendur hans. Útvegið nýja áskrifendur að TÍMANUM. ÞJÓDLEIKHÚSID Þriðjudag kl. 15. Snædrottnlngin Þriðjudag kl. 20.00. Heilög Jóhanna Miðvikudag kl. 20. Heilög Jóhanna Aðgöngumiðar seldir frá kl. 13.15—20.00 daginn fyrir sýnlng ardag og sýningardag. Tekið á móti pöntunum Síml 80000. SKIPS- LÆKNIRINN 60 salinn, kvalinn af grunsemdunum um nærveru Sybilar, hann komst sífellt að raun um, að honum hafði skjátlazt, en gat hvergi fundið hvíld. Hann sat um stund við borð yfirmanna skipsins, þar sem ung stúlka reyndi að tæla fyrsta stýrimann. En hann átti brátt að hverfa til skyldustarfa, og skyldan bannaði hon- um að láta tælast. Það var sorglegt. Næst staldraði Tómas við hjá Stefansson. Friðrika var eina konan, sem ekki virtist ölvuð þetta kvöld. Hún var kuldaleg á sviþ og róleg, eins og hún hafði verið, er hún kom í salinn. — Ég hefi ákveðið að fara að ráðum yðar, læknir, sagði Stefansson. Munið þér eftir fyrsta samtali okkar? Þér ráð- lögðuð mér að fella seglin, en ég sagðist vera þræll auðæfa minna. Það var þvaður. Ég hefi aðeins alla ævi látið stjórn- ast af heimskulegri drottnunargirni. En nú vík ég slíku til hliðar. Ég hefi endurfæðzt á þessu skipi. Ég hefi fundið sjálfan mig. Og það er gott. Hann seildist eftir glasi sínu. Tómas lagði höndina á handlegg honum. — Þér hafið rétt fyrir yður, sagði Stefansson. Enn hafið þér rétt fyrir yður. Hvað skal ég með kampavín? Ég er nægjanlega ölvaður án áfengra drykkja, og vin er mér ó- hollt. Framvegis mun ég lifa heilsusamlegu lífj. Vitið þér, hvað við tvö höfum orðið ásátt um? Og nú studdi hann hendinni á arm Friðriku. — Við byggjum okkur hús í jaðri frumskógarins, hélt hann áfram. Þar skal vera dásamlega fagurt og eilíft vor. Við byggjum húsið sjálf, skiljið þér! Við þurfum engan húsa- meistara. Við kaupum byggingarefnið og fáum fáeina verka- menn í lið með okkur, og við sofum í tjaldi, þar til húsið er risið af grunni. Við ætlum að rækta grænmeti og veiða fisk og elda sjálf við bálið, sem við kveikjum.... Auðkýfingurinn, sem gat beygt alla siðmenninguna að fótum sér, talaði af vaxandi ákefð um óskadraum sinn — frumstætt líf í frjálsri baráttu við náttúruna. — Það verður konunglegt líf, sagði hann, og þegar andlit Friðriku endurspeglaði ekki hrifningu hans, bætti hann við: Auðvitað fylgir Bóris okkur. Haldið þér ekki, læknir, að jafn- vel eiturlyfjasjúklingur yrði heill heilsu á slikum stað? Þar verða hvorki lyfjabúðir né smyglarar, en sól og vinna leggj* ast á eitt að lækna hann. Tómas hélt enn áfram eirðarlausu rjátli sínu um sal- inn, ginntur af hlátrum ókunnra kvenna, sem hann hélt sig snöggvast þekkja. Hann tyllti sér stundarkorn hjá Millu, sem hér var í félagsskap með Wolzogen og Exl gimsteina- sala. Milla var í sjöunda himni. í fyrsta skipti á ævi sinni tók hún þátt í gleðskap ríka fólksins, og í fyrsta skipti hafði hún drukkið kampavín. En hamingjan mátti vita, hvað hún hafði gert, því að Wolzogen var allt annað en mildur á svipinn. — Það er þokkabragð við viðskiptavjn að tæla frá honum dömuna, sagði Exí fokvondur við hann, og hirti alls ekki um það, þótt læknirinn væri kominn að borðinu til þeirra. Það var þó ég, sem lagði í kostnað hennar vegna.... — Ég tek á leigu handa henni gott herbergi hjá heiðar- legu fólki í New York, sagði Wolzogen, og lít eftir henni, meðan hún er að venjast lífinu í Bandaríkjunum. Ég verð þar í sex mánuði, og ég hefi hugsað mér að sjá um hana þann tíma. — Og svo má hún væntanlega fara út á götuna, sagði Exl. Nei — ég vil mennta þessa telpu og ala hana upp. Ég er viss um, að hún er ýmsum góðum hæfileikum búin. Hver veit nema hún geti orðið dansmær eða leikkona. Það gera augun og fæturnir og skapferlið.... — Vertu nú ekki að telja henni trú um svona nokkuð, sagði Wolzogen. Þetta er ekki til annars en kenna henni heimtufrekju. Milla sat á milli þeirra og lét eins og þetta væri sér al- gerlega óviðkomandi. Það var ekki fyrr en Wolzogen spratt fokvondur á fætur og heimtaði, að þau færu að hátta, að hún sá, að nú varð hún að taka í taumana. Hún var ekki ölvaðri en það, að hún sá gerla, að gimsteinasalinn var með hrúgu af lausum seðlum í vasa sínum. Það var hann, sem pantað hafði kampavínið, og hann átti nóg af eðalstein- um í fórum sínum. — Þú skildir mig eftir eina í gær, sagði hún við Wolzogen. Og ég er ekki búin að fá kjólinn, sem þú lofaðir mér. Og þar á ofan lízt mér betur á hinn, og það skiptir mestu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.