Tíminn - 21.03.1951, Page 7

Tíminn - 21.03.1951, Page 7
67. blað. TÍMINN. miðvikudaginn 21. marz 1951. 7. Biinaðarþmg' (Framhald af 1. síðu.) tjl þakkarskyldu minnar, þar sem engum mun Ijósar en mér, hvað á hefir skort í starfi mínu á það sem átt hefði að vera og ég hefði kosið að væri. En mér var það mikil hamingja að mega fylgjast með allt þetta tíma- bil öllum hinum merkilegu og margháttuðu störfum fyr- ir íslenzkan landbúnað, sem þessi m kilsverðu félagssam- ] tök hafa innt af hendi. Og mér, hvað hefir skort í gleði er ég lít yfir þetta tíma- ] bil, að geta sannfært mig um ‘ hversu félagssamtök okkar ( hafa eflst og þroskast með, hverju árinu fyrir vaxandi samstarf og aukinn félags- þroski íslenzku bændastétt- arinnar. Um leið og ég nú endur- tek þakkir minar til Búnaðar þingsins öll þessi ár, vil ég flytja búnaðarmálastjórum þeim, sem ég hefi starfað með þetta tímabil, þakkir fyrir ágæta samvinnu, svo og hinum mörgu starfsmönnum félagsins, sem ég hefi notið með prýðilegra samskipta. — Að síðustu vil ég færa þeim meðstjórnendum mínum.sem nú hafa verið um langt skeið þeim Jóni Hannessyni og Pétri Ottesen, alúðarþakkir fyrir framúrskarandi gott og árékstrálaust samstarf frá fyrstu stund til síöasta dags. Vil ég svo enda þessi orð mín með því, að óska Bún- aðarfélagi íslands, bænda- stéttinni íslenzku og íslenzku þjóðinni allra heilla og guðs blessunar um ókomin ár. „Eins og breytt um svip við fráför hans“. Þorsteinn Sigurðsson, bóndi að Vatnsleysu, stóð því næst upp og- þakkaði Bjarna Ás- 1 geirjssyni af hálfu Búnaðar-; íélagi íslamds fyrir mikil og góð störf 1 þágú'búnaðarsam- * takanna. Hann sagði, að við brottför hans „væri eins og breyttl um “sviþ í Búnaðar-: félagi íslands. En við því væri ekkert að segja. Bjarni hefði verið valinn til ann- arra mikilvægfa trúnaðar- starfa fyrir þjóð sína, og sann arlegá sé það ánægjuefni, er góðir menn -og. glæsilegir úr bændastétt eru valdir til Slíks trúnaðar. Sigurðúr Jónsson, bóndi í Stafafelli, stóð:því næst upp og þakkaði Bjarna Ásgeirs- syni af hálfu fundarmanna fyrir réttsýna og glögga fund arstjórn. Árnaði hann Bjarna allra heilla og blessunar í framtíðinni og mælti þar fyr ir hönd allra fundarmanna. Ályktun búnaðar- þings ura útflutn- ing dilkakjöts Búnaðarþing 1951 skor- i ar á framleiðsluráð land-i búnaðarins: ; 1. Að beita sér fyrir því að komið verði á nimskeiði fyrir kjötmatsmenn og! slátrara í landinu, í því skyni.að tryggja sem bezta; verkun og samræmi í gæða' mati dilkakjöís. 2. Að hlutast til um að framvegis vcrði haldið opn um þeim erlendu mörkuð- um fyrir dilkakjöt, sem hagstæðir ern eða opnast kunna, eftir því, sem inn- anlandsástæður leyfa. 3. Að nokkur hluti þess gjaldeyris, sem fæst fyrir útfluttar landbúnaðarvör- ur, verði fenginn bændum eða verzlunarsamtökum þeirra í hendur, til frjálsr- ar ráöstöfunar á skráðu gengi. 4. Að við verðákvörðun landbúnaðarafurða verði séð fyrir þvi, að vörur.sem seldar verða á erlendum markaði hærra verði cn sem svarar gildandi verð- Iagsgrundvelli, verði ekki látnar hafa álirif til lækk- unar á verðlagi þeirra inn- anlands. f (i Frakklandsforseti á leið til Ameríku Auriol Frakklandsforseti lagði af stað með frönsku skipi í gær ále ðis til Ameríku, þar sem hann mun bæði heimsækja Truman forseta og forsætisráðherra Kanada. Er þetta fyrsta opinbera he'msókn Frakklandsforseta til Ameríku. Fór forsetinn með bifreið til hafnar, þar sem járnbrautarverkfall er í þe'm héruðum Frakklands. Htbnilii ~f,ínurnn Sæmilegur afli hjá Bíldudalsbátum Frá fréttaritara Tímans í Bíldudal. Hér er nú góður afli, upp í tíu smálestir á bát í róðri. Hafa gæftir verið sæmilegar og afli viðhlítandi síðastlið- inn hálfan mánuð. Tveir bátar stunda sjó frá Bíldudal. Þjóðnýting olínnnar staðfest í íran Efri deild persneska þings- ins samþykkt í gær einróma að þjóðnýta olíuvinnsluna og verða lögin staðfest í dag. Konungur leidd í gær herlög í gildi í Teheran og verður svo í dag. Rólegt var í borg- nni í gær, en þó hófust nokk ur ný verkföll. Tal ð er vist að þjóðnýting olíuvinnslunn Ur komi til framkvæmda eftir þrjá mánuði. Franska utan- rík sráðuneytið telur, að þjóð nýtingin muni hafa í för með sér allverulega hækkun olíu- verðs í Vestur-Evrópu. Þar eru nú notaðar árlega um 60 millj. lesta af olíu og kemur um helmingur þess frá Persíu. Símaviðgerðarmenn á ieiö fil Hornafjarðar Fórii meíS Ármanni í fyrrinótt, og' fSutti ski(»i3i ciiinig cfni til viðgcrðar Blaðið átti í gær tal við Hjalta Jónsson, bónda í Hólum i Hornafirði og spurði hann um samaskemmdirnar þar á ciögunum og hvort viögerð væri hafin. Sagði hann, að svo væri ekki, enda væri erfitt um vik vegna sífclldrar snjó- komu. Er nú kominn meiri snjór á þessum slóðum en dæmi eru íil lengi og algerlega haglaust, en það er fátítt mjög á þcssum slóöum. Lokið er nú aö gera við símaskemmdir þær, sem urðu á Almannaskarði og austar og er símasamband því kom- ið á við Austfirði. ísingin 25 sm. að ummáli. ísingin, sem hlóðst á sima- línuna milli Hóla og Hafn- ar á dögunum var víðast um 25 sm. að þvermáli, og er sá klakahólkur víðast utan um símalínuna, hvort sem hún hangir uppi eða ekki. Staur- arnir sem brotnuðu, þver- kubbuðust flestir við jörð, og er bráðabirgðaaðgerö því tal- in mjög erfið. Viðgerðamenn auslur með Ármanni. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í gær, var ráðgert, að viðgerðamenn færu með flugvél austur, en það hefir ] dregizt að flugveður gæfist, | og lögöu þeir því af stað með j vélskipinu Ármanni i fyrri- “nótt. Flytur Ármann einnig I eitthvað af efni til viðgerðar. j Vegir ófærir.,. ........ Vegir austur í Hornafirði jhafa verið ófærir eftir snjó- j komuna, en í gær byrjaði ýta að ryðja af veginum til Hafn- ar. Fyllti þó þá slóð þegar aftur, og er tilgangslitið að ryðja fyrr en snjókomunni linnir. Vtíilr Tímans! Kynnið Tímann kunningj- um ykkar og nágrönnum, ef þeir eru ekki lesendur hans. Útvegið nýja áskrifendur að TÍMANUM. Stjðja Spáu iil upp- fiiku í S. 1*. Talsmaður brezku stjórn- arinnar sagði í gær, að Bret- ar mundu beita sér fyrir því að styðja það, að Spánn yrði sem fyrst tekinn í bandalag Sameinuðu þjóðanna. Skíðaferðir frá Ferðaskrifstofu ríkisins um bænadagana og páskana. Á fimmtudag og föstudag, sunnudag og mánudag verð- ur brottfarartími alla dag- ana kl. 9,30 til 10 og kl. 13,30. — Laugardag brottfarartími kl. 14. — Ekið i Hveradali og Lækjarbotna. í morgunferðunum verða farþegar sóttir í úthverfin á eftirgreinda staði, eins og hér segir: Kl. 9,20 vegamót Kaplaskjóls og Melavegar. Kl. 9,25 vega- mót Hringbrautar og Hofs- vallagötu. Kl. 9,30 vegamót Fálkagötu og Melavegar. Kl. 9,30 Sunnutorg. Kl. 9,25 vega- mót Suðurlandsbrautar og Langholtsvegar. Kl. 9,45 vega mót Miklubrautar og Löngu- hlíðar. Kl. 9,30 Sundhöll. KI. 9,40 vegamót Laugarnes- og Sundlaugarvegar. Kl. 9,50 Hlemmtorg. í sambandi við ferðirnar eftir hádegið verða íarþeg- ar sóttir 20 minútum fyrir brottfarartíma á eftirgreinda staði: Sunnutorg, horn Laugar- nesvegar og Sundl.v., Hlemm- torg, horn Miklubrautar o^ Lönguhlíðar, horn Kapla- skjólsv. og Melavegar og Hringbrautar og Hofsvalla- götu. Fcrðaskrifstofa ríkisins, simi 1540. Bifreiðarstjóri með meiraprófi óskar eftl fastri atvinnu við fyrirtæfii úti á landi. Átta ára reynsla við margs konar akstur. Einnig vanur bílaviðgerðum. Meðmæli ef óskað er. — Æskilegt að húi næði fylgi. Tilboð sendist skrifsto Tímans merkt: „Bilstjóri.“ | Einnig upplýsingar i sima 80 414. Stái iðiaaðar f KiidEia* í París 12. anríi Franska stjórnin hefir boð áð 11 fundar utanríkisráð- : herra þeirra sex Evrópuríkja,1 sem að Schuman-áætluninni j standa. Hefst fundurinn í París 12. april og verður rætt I um framkvæmd áætlunar- ir.nar. Rafmagns- ofnar 229 volt, 925 wött Kr. 290.00. Sendum gegri póstkröfu. Véía- og raftækjaverzhmin TTýggVagötu 23. Sími 81 279. MENNINGARTENGSL ÍSLANDS OG RÁÐSTJÓRNARRÍKJANNA: : Tónleikar Sovétlistamannanna verða vegna gífurlegrar aðsóknar og fjölda áskorana endurteknir með nýrri efnisskrá í Austurbæjarbíó kl. 9 í kvöld. — Aðgöngumiðar seldir í Bókabúðum Lárusar Blöndal, Sigfúsar Eymundssonar, Máls og menningar og Kron 1 dag kl. 1 e. h. — EVBorgiinliladíð: Vísír: Tónlistargagnrýnendur blaðanna segja um fyrstu tónleikana: Nadeza Kazantzevda er stórbrotin söngkona og býr yfir geysimik- illi kunnáttu ....... hinna miklu yfirburöa frúarinnar, sem Iistakonu, sem ræður yfir nær ótakmarkaðri tækni. Var meðferð hennar á söng- lögunum fram úr skarandi og aríurnar mjög giæsilegar. Er frúin meist- ari í flúrsöng (koloratur). Hæð raddarinnar mikil og tindrandi og feg- urð og mýkt hennar mikii, einkum á miðtónunum. Walter lék ........ með miklurn glæsibrag, hniímiðuðum og hár- fínum áslætti. Síðan söng Kazantzevda. Var unun að hlýða á sönginn og fór ekki á rnilli inála, að þarna var á ferðinni þrautþjálfuð og hámenntuð söngkona. Walter hóf tónleikana .... kynntumst við honum sem nærfærn- ura og skapríkum listamanni, öryggi og yfirlætisleysi einkcnnir tækni hans og í tón hans er þægileg fylling. Ilm söng Kazantzevdu: Röddin er einstök að fegurð, mild og blæ- brigðarík og vald söngkonunnar yfir henni slíkt, að furðu vekur. ♦ ♦ ▼ t 1

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.