Tíminn - 28.03.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1951, Blaðsíða 5
t 5 69. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 28. marz 1951. 5. ERLENT YFIRLIT: jySiSvihud. 28. ntitrz Hlutskipti bænda og sjóraanna Þess' vetur hefir verið harð ur og strangur um allt land og er ekki enn séð fyrir end- ann á því, eða hverjum vand- ræðum það kann að valda Jafnframt því hefir sjávar- afli verið tregur og jafnvel fullkomið aflaleysi að kalla á bátam ðum allt í kringum land. Árferði sem þetta minnir því vel á það, að þær stéttir, sem mest og beinust samskipti hafa v ð íslenzka náttúru, verða löngum að þola misæri. Náttúran er misgjöful, bæði á blíðu sína í fögrum veðrum og mildum og annað. Við það verða börn hennar alltaf að búa og sá er vandinn mestur v ð að búa í landi misæranna, að kunna að mæta hörðu ár- unum. Það hafa margir fiskimenn á íslenzkum bátum orðið að sæta því á þessari vertíð, að flytja rýran hlut að landi úr erfiðr' sjóferð. Sjórinn er jafn viðsjáll, hvort sem afli gefst eða ekki, en það veit enginn að óreyndu, hvernig aflast. Líf þjóðar nnar liggur við að leitað sé eftir aflanum. Sjó- mennskunni fylgir vos og erf- iði með köflum, stundum mannraunir og mannhætta þrátt fyr r allt, sem gert er til að draga úr slíku. Þetta er náttúrulögmál, sem ekki verð ur undan komizt. Erfiðleikar bændanna eru nokkuð með öðrum hætti. Vegna harðindanna er bú- stofn þe rra þyngri á fóðrun- um en venjulega, auk þess sem margháttaðir flutninga- erfiðleikar segja til sín. Það eru mörg dagsvérk og erfið, sem íslenzkir bændur hafa lagt fram á þessum vetri vegna ófærðar, umfram það, sem venjulegt hefir verið und anfarin ár. Sú vinna er lögð frain til að koma aíurðum bú anna á markað og draga nauð synjar að heimilunum. Það er enginn barnaleikur að brjót- ast leið sína með þungaflutn ing í óveðrum og illri færð. En náttúra landsins veldur þvi, að þeir, sem i sveitum búa, verða alltaf að vera und ir það búnir. Það er jjú augljóst, að eftir- tekja manna í sveitum og við sjó verður með rýrara móti að þessu sinni. Harðindi og samgönguerfiðleikar hafa bak að bændum mikinn auka- kostnað og er ekki lát á enn þá. Aflaleysi á bátamiðum veldur því, að sjómenn bera rýran hlut frá borði. Og þó er þetta ekki annað en það, sem alltaf má búast við öffru hvoru. Þetta eru rannar allt sam an einfaldir og auðskiidir hlut ir, sem hverju íslenzku barni ættu að vera ljósir. Jafnhliða því ættu menn að skilja, hve áhætta fylgir því, að eiga af- komu sina undir þeim atvinnu rekstri, sem svo mjög er ár- ferði háður. Það er ekki að- gengilegt fyrir menn að taka á sig aukaerfiði, mannraunir og vos, ef þeir jafnframt mega búast við að tapa að mestu tekjum af atvinnu sinni. Þetta hefir líka sagt til sín á þann hátti að jarð'r eru komnar í Olíudeilan í Iran Missa Bretai* liin mikilvægu scrréttindi, scm þeir liafa notið þar? Seinustu vikurnar hefir at- hygli manna um víða veröid beinzt mjög að Persíu eða fran, eins og landið nú er nefnt. Á- stæðan til þess er deila sú, sem risin er milli íranska þingsins og brezku stjórnarinnar um framtíðarrekstur olíunámanna í suðurhluta landsins. Við því var alltaf búízt, að fran yrði aukið þrætuepli stór- veldanna, ef „kalda stríðið" harðnaði og þó einkum ef til styrjaldar kæmi. íran er nú fjórða mesta olíuframieiðslu- land heimsins og nemur olíu- framleiðsian þar um 6% allrar olíuframíeiðslu í heiminum. Það er brezkt oliufélag, Anglo-Iran- ian, sem hefir nú einkarétt æ olíuvinnslunni á helzta olíulinda svæðinu og hafa Rússar að vonum litið það óhýru auga. Þeir hafa iðulega krafizt svip- aðra réttinda í norðurhluta landsins, en jafnan fenglð af- svar. í seinustu heimsstyrjöld var íran hernumið af Bandamönn- um að sunnan og af Rússum að norðan. Eftir styrjöldina voru alllengi horfur á, að Rússar ætl uðu sér ekki að flytja her sinn frá íranr en þó gerðu þeir það að lokuhueftir að S. Þ. höfðu skorizt í paálið. Voru eftir þetta taldar sterkar horfur á því, að íran myndi fylgja Bandamönn um að máíum, en seinustu miss erin hafá”Rússar þótt bæta að- stöðu síná aftur í þessum átök- um. Þeir hafa sýnt Iransstjórn ýmsa tilslökun í viðskiptum, en hins vegar látið blöð sín og út- varpsstöðvar beita óspart hót- unum. Olíudeilan, sem nú er ris in upp, er talin vatn á myllu Rússa, en þó er hún ekki nema að litlu léyti runnin undan rifj- um þeir'ra. Sérréttinði Anglo-Iraninan. Olíuviðskipu Breta og íiu.ns- búa hófust um seinustu alda- mót. Árið 1901 keypti Englend- ingurinn William Knox D’Arcy sér einkaréttindi til að leita að oliu á 500 þús. fermilna svæði í Suður-íran. Fyrir þessi réttindi borgaði hann 4000 sterlings- pund. Átta árum seinna var oiíu félagið Anglo-Iranian stofnað og samdi-það um sérréttindi til olíuvinnslu á þessu svæði gegn vissum hundraðshluta af nettó- gróða. Árið 1932 sagði írans- konungur þessum samningi upp og hlauzt af því langt samn- ingaþóf milli hans og Breta. M. a. kærðu Bretar konung fyrir Þjóðaban'dalaginu fyrir samn- ingsrof. Áð lokum náðist sam- komulag á þeim grundvelli, að Bretar uku eftirgjald sitt um helming og einkaréttur þeirra náði aðeins til 100 þús. fermílna svæðis í stað 500 þús. fermílna svæðis áður. Sérréttindi þeirra til olíuvinnslunnar skyldu gilda til 1993. Það var félagið Anglo-Iran- ian, er gerði þennan samning fyrir Bretá, en raunverulega stóð þó brezka ríkið á bak við, þar sem það á 53% af hlutabréf urn félagsins. Fljótlega eftir seinustu heims styrjöld sagði Iranstjóm upp þessum samningum á nýjan leik. Snemma á árinu 1949 náðist samkomulag um uppkast að rýj um samningi, er myndi hafa tvöfaldað tekjur íranska ríkis- ins af olíuvinnslunni. íranmönn um þótti samt ekki nógu langt gengið og hefir samningurinn aldrei fengizt staðfestur af þing inu. Þjóðnýting oliunámanna samþykkt. Á s. 1. ári varð Ali Razmara forsætisráðherra í Iran. Hann þótti frjálslyndur og umbóta- sinnaður stjórnmálamaður. Eitt af þeim málum, sem hann tók j sér fyrir hendur að leysa, var olíudeilan við Breta. Hann lét m. a. athuga möguleikana á því að þjóðnýta olíunámurnar, I en þær kröfur höfðu fengið auk 1 inn byr vegna deilunnar við Breta. Razmara komst að þeirri1 niðurstöðu, að þjóðnýting væri j ekki hyggileg að sinni, þar sem ’ Iran hefði ekki nógum sérfræð j ingum á að skipa til að ann- ast reksturinn og vantaði jafn- framt fjármagn til að greiða Bretum skaðabætur, er myndu nema frá 800—1400 millj. doil- ara. Samkvæmt þessu lagði hann til, að reynt yrði að semja við Breta á þeim grundvelli, að þeir héldu sérréttindum sínum áfram, en greiddu mun meira eftirgjald en þeir höfðu áður boðið. Þingið féllst á þessa stefnu hans. Þannig stóð málið, er Ali Raz- mara var myrtur við bænagerð 7. þ. m. Morðinginn var úr öfga flokki þjóðernissinna. Eftir morð j Razmara tók olíumálið nýja 1 stefnu og mun óttinn við þjóð- | ernissinna hafa ráðið þar miklu. j Fulltrúadeild þingsins sam- þykkti nær tafarlaust lög um þjóðnýtingu oliunámanna og 1 voru þau síðan staðfest af öld- 1 ungadeildinni. Eftir þessar að- gerðir tók þingið sér hlé til 14 apríl, en samkvæmt þjóðnýting ! arlögunum á þá að ræða nán- ' ar um framkvæmd þeirra og skal því verki lokið á tveimur ’ mánuðum. ! Bretar hafa þegar mótmælt þjóðnýtingarlögunum og lýst yfir því, að þeir muni halda fast á rétti sínum. 1 amerískum blöð um er sú von látin í ljós, að tak- MORRISON, utanríkisráðberra Breta ast megi að na samkomulagi áður en útrunninn er tveggja mánaða fresturinn, sem þingið hefir sett. Rússnesk blöð hafa hins vegar enn ekki tekið end anlega afstöðu. Þau lýsa að vísu ánægju sinni yfir þjóðnýting- unni, en láta hins vegar þann ugg uppi, að svo geti farið, að hún verði ekki til annars en þess, að amerísk olíufélög nái raunverulega þeirri aðstöðu, er Bretar hafi áður haft. Vaxandi sjálfstæðisvakning. í erlendum blöðum, sem um mál þetta hafa rætt, eru að- gerðir iranska þingsins ekki raktar til áróðurs Rússa, nema að takmörkuðu leyti. Að vísu hafa fylgismenn Rússa í fran beitt sér fyrir þjóðnýtingunni, en fylgi hennar hjá þjóðinni á þó miklu fremur aðrar ástæður. Það er sprottið af þeirri vakn- ingu, sem nú gerir alls staðar vart við sig meðal Asíuþjóða, að láta ekki erlendar þjóðir nytja lengur náttúruauðæfi landa sinna. Af mörgum fran- búum er því líka haldið fram, að þjóðnýtingin beinist ekki síð ur gegn Rússum en Bretum, því að Rússar geti ekki krafizt sér- réttinda eftir að Bretar hafi misst sín. Bandamenn virðast hins vegar óttast, að íranstjórn verði ekki annað fært eftir þjóð nýtinguha en að selja olíuna jöfnum höndum til þeirra og Rússa og yrði það mikill hagur fyrir þá síðarnefndu. Það sjón- armið virðist líka eiga vaxandi (Framhald á 6. siðu.) Raddir nábúanna eyði og bátar verða ekki mann aðir og gerðir út. Þó á þjóðin alla sína af- komu undir því, að þessi at- v'nna sé stunduð og gjafir náttúrunnar nýttar, og er þetta sagt af fullri virðingu fyrir störfum annarra manna. Líðandi dagar tala til þjóð- arinnar skýru máií og minna hana á, að vegna sjálfrar sín má hún alls ekki vera and- varalaus um kjör og aðbúð þeirra, sem vinna framleiðslu störfin. Þeir mættu gjarnan vera nokkrum hundruðum fle'ri eins og sakir standa. Þá væri líka hagur þjóðarinnar í heild betri en hann er og hægt að halda uppi hærra neyzlustigi og betri lífskjör- um almennt í landinu. Það takmark næst aldrei fyrr en þeir, sem sækja þjóðarauðinn í skaut náttúrunnar, eru bet- ur settir en almennt gerist sfÍÍlSSS annars þegar góðæri gefst. Þetta er sú átthagafræði, sem íslenzk þjóð ætti að kunna og skilja. Hér er það lögmál, sem er lífslögmál þjóð arinnar allrar í heild. Þegar þjóð.'n skilur þetta, þá munu þeir fljótlega draga niður í sér rógsmálin, sem nú láta sig dreyma um hylli og fylgi almennings fyrlr það að telja eftir og ófrægja sjálf- sagðar leiðréttingar í málum þeirra, sem hörðustu heyja lífsbaráttuna fyrir þessa þjóð og jafnvel hætta öllu sínu t!l. Þá mun þjóðin meta gott starf að verðleikum og vinnandi stéttir hennar taka höndum saman, svo að málum lýðs og lands verði ráðið með al- menna hagsmuni og hags- muni framleiðslustéttanna fyrir augum. Og þá verður bjartara yfir á mörgum svið- um. I forustugrein Mbl. á f'mmtudaginn var er rætt um framtiðarhorfurnar og bent á að afkoma almennings bygg- ist á því, hvernig framleiðsl- unni vegnar. Blaðið segir m. a.: „Mikið brestur á að við ger- um okkur þetta nægilega ljóst. Allmargt fólk lætur sem það standi utan við allan raunveru leika. Það varðar lítið um af- komu framleiðslunnar og vill helzt ekki sjá sambandið milli hennar og sinnar eigin afkomu og atvinnuöryggis. En engum hugsandi manni dylst, að það sem mestu máli skiptir fyrir þessa þjóð nú er aukning og efling framleiðslu hennar, vinnufriður og sam- huga starf. Það er ekki nema eðlilegt að vaxandi dýrtíð veki ugg og kvíða. En sá vandi verð ur ekki leystur með því að við gefum út ávísanir, sem engin innstæða er fyrir. Við verðum fyrst að skapa verðmætin, eignast innstæður. Þá fyrst get um við gefið út ávísanir á þær“. Þetta þyrftu forsprakkar verkalýðssamtakanna vlssu- lega að gera sér ljóst. Það er til lítils að hækka krónutölu launanna, ef ekki standa auk in verðmæti á bak við. Slíkar hækkanir verða aðe'ns til þess að auka verðbólguna og draga úr framleiðslunni. Sú leið er ekki leið tíl kjarabóta, heldur leið til kjararýrnunar. Verðlækkanir í Sovétríkjunum Eins og önnur kommún- istablöð gumar Þjóðviljinn mjög af verðlækkunum al- mennra nauðsynja, er nýlega voru auglýstar í Rússlandi. Tíminn birtir í tilefni af því smágrein, sem „Arbeiderblad- et“ í Osló birti 5. þ. m., þar sem nokkru ljósi er varpað yfir þessi verðlagsmál Rúss- anna: „Meðan verðlag fer stöð- ugt hækkandi hér í landi ber- ast þær tilkynningar frá Moskvu, að í fjórða sinn á þremur árum hafi mikil verð- lækkun orðið í Sovétríkjun- um. „Friheten“ (málgagn kommúnista) fagnar því og við hinir spyrjum: Hvernig má slíkt vera? Skýringin liggur í verðlags kerfi Sovétríkjanna. Ríkið kaupir vörur bænda og annarra framleiðenda. — Ríkisvaldið ákveður sjálft verðið bæði við kaup og sölu. Hveitið borgaði ríkið haustið 1949 með 10—15 kópekum fyrir kílógramm. Þetta hveiti var almenningi afhent yfir búðarborðið vorið 1950 eftir þriðju, miklu verðlækkunina á 570 kópeka kg. Þetta verð byggist meðfram á háum veltuskatti á öllum neyzlu- vörum, — yfirleitt 50% — en þrátt fyrir það er þarna um eklci lítinn milliliðagróða að ræða. Ekki er allt jafndýrt. Þær vörur, sem ríkið notar sjálft, „fjárfestingaivörurnar,“ eins og vélar, byggingarefni og ekki sízt hcrnaðarvörur, eru undanþegnar veituskatti. — Verðlag þeirra er líka látið vera mjög lágt. Þess vegna er fullbúinn skriðdreki ódýrari en hversdagslegur bfll talið í rúblum og kópekum. Það gæti aftur verið tilefni til hugleiðinga um framlög t'l hermála þar í landi, en það kemur ekki þessu máli við. Árangur þessara ríkisaf- skipta er sá, að matvörukaup takmarkast af kaupgetu, en ríkið getur varið stórfé til iðnaðar og vígbúnaðar. Þeg- ar rússneskur maður kaupir vörur fyrir 100 rúblur fær rík- ið 60 rúblur í veltuskatt og fyrir þessar 60 rúblur fær það 100 rúblna virði í vélum og fallbyssum. Þetta virðist okkur vera öfugmæli, en það byggist á því, að rúblan er ekki gjaldmiðill með föstu verðgildi eins og krónan, sem við eigum að venjast. Verð- gildi rúblunnar er breytilegt. Enda þótt skriðdreki sé ódýr- ari en bíll, getur Rússinn ekki keypt sér skriðdreka og farið á honum í sumarfrí suður að Svartahafi. Á tímabilinu frá 1927 og 1928 til 1948 þrítugfaldaðist verð á neyzluvörum í Sovét- ríkjunum en kaupgjald varð ellefu sinnum hærra, en verð lag á fjárfestingarvörunum þrefaldaðist aðeins á sama tíma. Þessi mikli munur á fjárfestingarvörum og neyzlu vörum var meiri en stætt var á, jafnvel í Sovétríkjun- um og árið 1949 var farið að stefna að jafnvægi með því, að hækka verð á fjárfesting- arvörunum en lækka neyzlu- vörur. Framleiðsla neyzlu- vara var látin aukast á kostn að fjárfestingarvara, senni- lega vegna þess, að ófært hef ir verið af stjórnarfarslegum ástæðum, að halda neyzlu- stiginu niðri. í dag kostar eitt kg. af (Framhald á 6. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.