Tíminn - 08.04.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.04.1951, Blaðsíða 6
6. TÍMINN, sunnudaginn 8. apríl 1951. 79. blað. SkuldnsKiI (Corner Creek) Afar spennandi ný amerísk mynd í eðlilegum litum með Randolph Scott, Margaret Shappman. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Aitn «g EVA (Adam and Evelyn) Heimsfræg brezk verðlauna- kvikmynd. Hinir frægu leik- arar Jean Simmons, Stewart Granger leika aðalhlutverkin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. [NÝJA BÍÓ v Viðburðarík og spennandi ný amerísk mynd frá ævintýra- heimum Alsírborgar. Aðalhlutverk: Ivonne de Carlo, Tony Martin, Peter Lorre. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ HAFNARTIROI Ciimstoinarnir Orrnstan um Inn Jima Ákaflega spennandi og við- burðarík ný amerísk mynd með John Wayne, John Agar. Sýnd kl. 7 og 9. Sýnd kl. 3 og 5. Sími 9184. Bergur Jónssoo MAlafIutning^sskrifst*fa Laugaveg 85. Blml 5833 Belma* vitaatlgr 14- if'yuiAHMngSo€LuA>uiA. Mu. &ejtaAJ 0uufeUi$ur% Rafmagnsofnar, nýkomnlr 1000 wött, á kr. 195,00. Sendum 1 póstkröfu. Gerum við straujárn og önnur heimilistækl Raftækjaverzlunln LJÓS & HITI H.F. Laugaveg 79. — Sfml 5184. Austurbæjarbíó Bæjarráðið o g n á ð li ú sið Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 7 og 9. GÖG og GOKKE Sýnd kl. 3 og 5 Sala hefst kl. 11 f. h. TJARNARBÍO Síðasta hulan (The Seventh Veil) Afar fræg og hrífandi músík- mynd. Aðalhlutverk: James Mason, Ann Todd Sýnd kl. 5, 7 og 9._ Rognbogaeyjan Ævintýramyndin fræga. Sýnd kl. 3. GAMLA BÍÓ Næturljóð (Night Song) Dana Andrews, Merle Oberon, píanósnillingurinn heims- I frægi Arthur Rubenstein. Aukamynd: Fréttamynd, brezka bikar- keppnin — „Sugar Ray Rob- inson o. fl. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sýndkl. 5 og 7. Smámvndasa£n Sýnd kl, 3. HAFNARBÍÓ Signrmerkið (Sword in the Desert) Ný amerísk stórmynd, byggð á sönnum viðburðum úr bar- áttu Gyðinga og Breta um Palestínu. Aðalhlutverk: Dana Andrews, Marta Foren, Stephen McNaliy. Bönnuð Innan 12 árn. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f. h. ELDURINN gerlr ekki boð á undan aér. telr, sem eru hyggnJr, tryggja strax hjá Samvinnutrygglngrum Askrlftarsimfs T I M IIV I¥ Gerlzt áakrlfradar. Svíþjóðarbréf (Framhald af 5. síðu.) (Jppsalaháskóla til þess að setja á laggirnar kennarastól í ís- lenzkum fræðum við skólann. Hvatning Alexanders var ekki ástæðulaus, því að við háskól- ann nema menn forníslenzku og norræna málsögu svo mörg- um tugum skiptir, en enginn fastur kennarastóll er til í ný- íslenzku. Aftur á móti annað- ist ungur íslenzkur mennta- maður, Jón Aðalsteinn Jónsson, íslenzkukennslu við háskólann í vetur, en það var bráðabirgða starf. 20—30 nemendur sóttu námskeið hans í íslenzku. og spáir það góðu. Þegar náms* skeiðinu lauk, luku menn upp einum munni um gagn þess og vildu ákafir læra meira í tungu málinu. En bráðabirgðakennsla er ekki til framtíðar. Þess vegna voru orð prófessors Alexanders síður en svo ástæðulaus. Jón Júlíusson. Nýju og gömlu DANSARNIR í GÓÐTEMPLARAIIÚSINU í kvöld kl. 9 Við bjóðum ykkur: bezta dansgólfið beztu loftræstinguna algera reglusemi ágáta hljómsveit BRAGI IILÍÐBERG stjórnar OKKAR hljómsveit Aðgm. frá kl. 6,30, Simi 3355 S. K. T. Vlð útvegum meðlimum okk ar bréfasam- bönd við hæfi hvers eins. — Látið bréfin tengja bönd um fjarlægðirnar. Oft hafa bréfaskipti ókunn ugra orðið upphaf af varan- legri vináttu. — Skrifið eftir upplýsingum til 1 J BRÍFAKlÚBBURlNN /> IUANDIA Skrifstofustarf í skrifstofu minni er laust til umsóknar. Laun skv. 8. fl. launasamþykktar Reykjavík- urbæjar. Umsóknir sendis und irrituðum fyrir 14. þ. m. Borgarlæknir í 5ti WÓDLEIKHÚSID Laugardag kl. 20. neilög Jóhanna eftir Bernard Shaw 1 aðallilutverki: Anna Borg Uppselt. Sunnudag kl. 14.00. Snædrottningin Sunnudag kl. 20 Heilög Jóhanna Aðgöngumlðar seldir frá kl. 13,15 til 20,00 daginn fyrir sýn- ingardag og sýningardag. TekiS á móti pöntunum. Sími 80000. Cjjina JC auó: SKIPS- LÆKNIRINN 71 fyrir illskulegt augað og virti illkvittnislega fyrir sér mann- þröngin framan við víxlarabúðina. Á þessari stundu virtist ekkert einfaldara en spyrja Stefansson ráða. Exl gimsteinasali, sem hafði nokkur kynni af Stefans- son, gekk til hans. Frú Morjýs virti hann fyrír sér með fyrirlitningarsvip. Stefansson leit forviða á hann og virtist helzt ekki við hann kannast. Samtalið stóð ekki nema hálfa mínútu. Svo sneri Exl frá borðinu, fölur og reiðilegur. — Selja? spurðu einir tíu einum rómi. Gimsteinasalinn yppti öxlum. — Stefansson segist hata allt, sem nefnist kauphallar- brask — það var allt og sumt, sem hann sagði. Fólkið hefði mest langað til þess að fleygja gimsteinasal- anum útbyrðis. Hann hafði auðvitað borið spurningu sína fram á aulalegan hátt. Hvers vegna var Stefansson hingað kominn, ef hann var ekki fús til þess að veita ferðafélögum sínum holl ráð? Viðkynningin hafði skapað það álit á hon- um, að hann væri hjálpfús og elskulegur maður. Og það var alkunna, að hann þýddist hið blíða kyn. Serafína Himmelreieh stakk hendinni undir arm vin- konu sinnar, frú Gellert. Þær brostu báðar af hátignarlegu lítillæti eins og prinsessur, sem selja blóm á basardegi góð- gerðafélaganna, og staðnæmdust við hlið auðkýfingsins til að spyrja hann ráða. — Ég get gefið eitt ráð, svaraði Stefansson stuttur í spuna: Takið aldrei framar þátt í svona viðskiptum. Karolína Kroll örvænti um peninga sína — hina fallegu, brúnu þúsund-marka-seðla, sem hún hafði rétt Traugott. Hún átti líklega ekki að fá að sjá þá aftur. Og í skelfingu féll hún á kné fyrir framan Stefansson og breiddi titrandi hendurnar á móti honum. — Mynd af þessu! sagði frú Morris í skipunartón við fylgd- armenn sína. Mynd af þessu! Og ósk hennar var fullnægt á svipstundu. En tárin byrjuðu að streyma niður kinnar Karolínu Kroll, sem minnti á móð- ur, er þorpara hafa rænt barni sínu. XVIII. Milla Lensch hlaut harðan kinnhest af hendi móður sinn- ar, er hún kom aftur í þriðja farrými. Þannig afplánaði hún jafnan öll víxlspor sín. Hún kippti sér ekki upp við slíkt. Venjulega voru ósannindi Millu eins og balsam í sár móð- urinnar. Hún var góð kona og ekki sérlega skarpskyggn, og auk þess hafði hún í hjarta sínu sætt sig við þá staðreynd, að elzta dóttir hennar var léttúðug. Hún löðrungaði hana til þess, að hún gæti ekki haldið því fram, að hún hefði gleymt virðingu sinni fyrir góðum siðum. En þennan dag var móðir hennar verri viðfangs en venju- lega. Hún trúði alls ekki sögunni um tannlæknisfrúna, og hún var treg til þess að taka við hönzkunum, sem Milla vildi gefa henni. Hún trúði þvi þaðan af síður, að Milla hefði fundið tvö Mhndruð mörk í -lyftunni. Frú Lensch trúði engu af þessu. En frú Lensch var líka utan við sig. Hún hafði látið frú Fablan ginna sig til þess að hætta þrjú hundruð mörkum í kauphallarbraskið. Frú Fabian hafði farið að spyrjast fyrir um gengið, og hún hafði verið brott í tvo tíma. Það spáði ekki góðu. Og þetta bitnaði á Millu. — Ég vil ekki sjá þig framar, sagði móðir hennar. Ég vil ekki, að systkini þín umgangist þig. Burt með þig! Vertu þar, sem þú varst í nótt! Milla var ekkert hnuggin yfir þessu. Samt sem áður snökti hún dálítið, en það var bara til þess að sýna, hve vel hún var alin upp. Telpa verður að skæla dálítið, þegar hún fær slíkar ávítur. Skælandi tók hún upp gjafirnar, og skælandi rétti hún Maríu brúðuna, Frans járnbrautina og Georg bækurnar. Síðan skundaði hún brott háskælandi. Fimm mínútum síðar var hún komin í búð Exls, og þá vottaöi ekki lengur fyrir tárum á andliti hennar. — Ég er komin aftur, sagði hún. Var ég lengi? Og svo fór hún að virða fyrir sér og dást að armböndum og hringum, sem þarna voru til sýnis. En Exl var ekki lengur sami maðurinn og hann hafði verið. Hann var ygldur á brún og viðskotaillur. En þá gat hún líka brugðið sér annað og vitjað hans seinna, þegar betur lá á honum. Hún tilkynnti honum að hún kæmi aftur eftir hádegisverðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.