Tíminn - 08.04.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.04.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, sunnudaginn 8. apríl 1951. . 79. blaS. til heiía Útvarpið Útvarpið í dag: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 11 Messa í Dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson vígslubisk- up). 18,30 Barnatími (Þorsteinn Ö Stephensen). 20,20 Sinfóníu- hljómsveitin; dr. Victor Ur- bancic stjórnar: Forleikur og danssýningarlög eftir Árna Björnsson, úr sjónleiknum „Ný- ársnóttin". 20,40 Erindi: Kevin helgi og klausturbærinn fomi (Þóroddur Guðmundsson rith.). 21,05 Kórsöngur: Kór Hallgríms kirkju í Reykjavík syngur; Páll Halldórsson stjórnar og leikur á orgelið. 21,30 Upplestur: „Veð- málið“, smásaga eftir Anton Tsjekov (frú Margrét Jónsdótt- ir). 21,50 Tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,05 Danslög (plötur). 1.00 Dag- skrárlok. Útvarpið á morgun: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,20 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar a) Norsk alþýðulög. b) Laga- flokkur eftir Verdi. 20,45 Um daginn og veginn (Thorolf Smith blaðamaður). 21,05 Ein- söngur: Elisabeth Schumann syngur (plötur). 21,20 Erindi: íslandsvinurinn Lúðvík Kristján Múller; fyrra erindi (Hannibal Valdimarsson alþm.). 21,45 Tón- leikar (plötur). 22,00 Fréttir og ‘véðurfregnir. 22,10 Raddir hlust enda (Baldur Pálmason). 22,45 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: Ms. Hvassafell fór frá Rvík 5. þ. m. áleiðis til London. Ms. Arnarfell losar sement á Norð- austurlandi. Ms. Jökulfell fer á hádegi í dag frá Oskarshamn áleiðis til íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík og fer þaðan á þriðjudaginn vestur um land til Kópaskers. Esja er í Reykjavík. Herðubreið er á Aust fjörðum á norðurleið. Skjald- breið er í Reykjavík. Þyrill er í Reykjavík. Straumey er vænt- anleg til Reykjavíkur í dag frá Austfjörðum. Ármann var í Vest mannaeyjum í gær. Eimskip: Brúarfoss fer frá Tálknafirði i kvöld 7. 4. til Ólafsvíkur. Detti- foss fór frá Reykjavík 6. 4. til ttalíu og Palestínu. Fjallfoss fer frá Kaupmannahöfn 7. 4. til Leith og Reykjavíkur. Goðafoss er í Reykjavík. Lagarfoss fer frá New York 10. 4. til Reykjavíkur. Selfoss fór frá Leith 4. 4. til Hamborgar, Antverpen og Gauta borgar. Tröllafoss er í Reykja- vík. Dux fór frá Kaupmanna- höfn 3. 4. til Reykjavíkur. Hes- nes fór frá Hamborg 5. 4. til Reykjavíkur. Tovelil fermir í Rotterdam um 10. 4. til Reykja- víkur. Flugferðir Loftleiðir h.f. í dag er áætlað að fljúga til: Vestmannaeyja. Á morgun er á- ætlað að fljúga til: Vestmanna eyja, ísafjarðar, Akureyrar, Pat reksfjarðar, Sauðárkróks, Hólma víkur, Flateyrar, Þingeyrar og Bíldudals. Flugfélag íslands. í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja Á morgun eru ráðgerðar flugferð ir til sömu staða. Fisksala er ekki bókaútgáfa. — Maður nokkur í Reykjavík fór í fiskbúð í gærmorgun, og er ekki í frásögur færandi. Hann keypti hálfa, nætursalt aða ýsu, tók við henni innpakk aðri, fór með hana heim og ]^gði hana í skál í cldhúsinu. Þegar konan hans fletti utan af henni umbúðunum, sem var dagblað, mátti lesa á ýsuna eins og bók, því að prentsvert- j an hafði setzt í fiskinn. Kon- an fór með ýsuna beina leið . út í öskutunnu, en hlutaðeig- , endum til athugunar skal það ! enn tekið fram, að á misskiln ingi er byggt, að fisksala eigi. skylt við prentlistina. B/öð og tímarit Iþróttablaðið marzhefti 1951 er nýkomið út. Flytur það m. a. greinarnar Mesta íþróttakeppni, sem sögur fara af, Fertugasta skjaldar- glíma Ármanns, Mesta afrek á Olympíuvelli Finnlands, Frá í Melavelli, Sundmót KR og Ægis, j Yngri kynslóðin, Sleggjukastið, i Skautamót Islands, Á grasa- fjalli, Staðfest íslandsmet 1. jan. 1951, Bændaglíman mikla að Grund o. fl. í , I Ur ýmsum áttum Helgidagslæknir í dag er Óskar Þ. Þórðarson, Flókagötu 5, sími 3622. Loftflutningarnir. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa flugvélar Flug- félags Islands flutt samtals 2765 farþega. Á sama tímabili í fyrra voru farþegar hins veg- ar 1772, og hefir farþegafjöld- inn því aukizt um 56%. Vöruflutningar fyrsta ársfjórð unginn hafa orðið meiri en nokkru sinni fyrr í sögu Flug- félags Islands. Hafa þeir rúml. sjöfaldazt miðað við sama tíma í fyrra. Flugvélar félagsins fluttu nú 97.979 kg. á móti 13. 675 kg. s. 1. ár. Mestur hluti hér innanlands eða rösklega 80 flutninganna hefir farið fram smálestir. í s. 1. mánuði voru flutt 26.305 kg. af vörum í inn- 1 ! anlandsflugi og 8894 kg. á milli j landa. | Fimmtíu útlendingar af 15 l þjóðernum komu með „Gull- faxa“ erlendis frá í marzmánuði. Flestir þeirra voru Bretar eða 18 talsins. Þá komu 8 Danir, 7 Rússar, 3 Austurríkismenn og færri af öðrum þjóðum. Alls flutti „Gullfaxi“ 178 farþega á milli landa í mánuðinum, 8894 kg. af vörum og 1442 kg. af pósti. Póstflutningar með flugvélum Flugfélags Islands fyrstu þrjá mánuði þessa árs námu 23 180 kg. en voru á sama tíma í fyrra 6.736 kg. Flugveður hér innanlands var fremur óhagstætt í s. 1. mánuði, og var flogið samtals 22 daga mánaðarins. Nýjar bækur í bókasafni bandarísku upp- lýsingaþjónustunnar að Lauga- vegi 24 eru m. a. þessar: Primi- tive-Painters in America 1750— 1950 eftir Jean Lipman og Alice Winchestpr, með fjölda mynda 27 listamanna. Through History with J. Westley Smith eftir Burr Shafer. 29th Annual of Advertis ing and Editorial Art sem sýna á hið bezta á þessu sviði síðustu árin. State Recreation — Or- ganization and Administration eftir Meyer og Brightbill. The Yankee Exodus eftir Stewart H. Holbrook. The new you and Heredity eftir Amram Schein- feld, skreytt myndum og teikn- ingum. Skógræktarkvikmyndin frá Troms verður að tilhlutan Skógræktarfélags Hafnarfjarð- ar sýnd í Bæjarbíó í Hafnarfirði í dag, og hefst sýningin klukkan hálf-tvö. Hákon Bjarnason skóg ræktarstjóri mun skýra mynd- ina. Sólskin var í Seyðisfirði í gær, en kalt í lpfti, svo að sólin vann lítið sem ekki á breðanum, sem þar þekur allt. 4 ftrnum tieqii Dagur dýranna í vetur komst í framkvæmd víða í löndum hugmynd, sem Danir nafa gert að veruleika. Það er hinn svo- nefndi dagur dýranna. Undanfarin fimm ár hafa Danir helgað dýrunum sérstakan dag og safnað þá fé, sem notað hefir verið' til þess að hlynna að dýrum á einn og annan hátt — til dæmis húsdýrum, er týnt hafa húsbændum sínum eða villzt frá heimili sínu. ★ ★ ★ Á alþjóðaþingi dýraverndunarfélaga í Haag í haust, sögðu dönsku fulltrúarnir frá þessu fyrirkomulagi, er komið væri á i Danmörku, og árangurinn varð sá, að fulltrúar ýmsra þjóða tóku málið upp heima hjá sér og hrundu þvi í framkvæmd. ★ ★ ★ Þetta hefir ekki komizt í framkvæmd hér á landi, þó að ég efi ekki, að Dýraverndunarfélag íslands hafi íhugað málið og kannske undirbúið það fyrir næsta vetur. Hér á landi er mikið verk að vinna fyrir Dýra- verndunarfélagið, og það getur vafalaust miklu áorkað, ef starfað er af dugnaði og lagni. En án þess er ekki hægt að komast langt. ★ ★ ★ En það er eins með þetta og annað, að nauðsynlegt er, að nokkurt fé fáist til starfseminnar. Dagur dýr- anna er hvort tveggja í senn tilvalið tækifæri til þess að vekja athygli á því, sem sérstaklega er þörf á og fá fólk til þess að hugsa um málið, og jafnframt afla nokkurs starfsfjár. Það má kannske segja, að fólk sé orðið langþreytt á merkjasölu og slíku, en ekki mun fólk þó almennt amast við slíku, ef í þágu góðs málefnis er unnið. Þess vegna vil ég beina því til hlutaðeigandi aðila, að þeir komi því í kring, að hér verði árlega hald- inn dagur dýranna, eins og. nú. er farið að tíðkast í V.V/.VV.^’.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V.V.Y.V.V.Y.V.V.YA Þeir, sem kröfur eiga á :j jbyggingu Þjóöminjasafnsins | eru beðnir að framvísa þeim hjá ÓSKARI BJARNASEN í; í Háskólanum fyrir 20. þ. m. «' Reykjavík 5. apríl 1951 ~ ; £ Byggingarnefndin. I* .V.V.V.V.V.'.V.’.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.Í TILKYNNING frá Menntamálaráði íslands Umsóknir um styrk til náttúrufræðirannsókna á árinu 1951, sem Menntamálaráð íslands veitir verða að vera komnar til skrifstofu ráðsins fyrir 1. maí næstkomandi. ::aiiimiiiiiiii:iiiiiiiiiwfflu«wim«wunimu Eftir kröfu ríkisútvarpsins * og að undangengnum úrskurði uppkv. 6. þ. m. verða lögtök látin fara fram á kostnað gjaldenda til trygg- ingar ógreiddum afnotagjöldum af útvarpsviðtækjum fyrir árið 1950 að liðnum átta dögum frá birtingu þess arar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík 7. apríl 1951. Kristján Kristjánsson Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjöf verður haldinn í Grænuborg miðvikudaginn 11. apríl n. k. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst kl. 8,30 siðdegis. Stjórnin öðrum löndum. I óojí; iój.Xrilii .• ' • •Q .: J*. H., : ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦4♦♦♦♦♦♦♦♦! .v.v. s í Hlunnindajörð í Árnessýslu * ij Jörðin Arnarbæli I i Grímsnesi er til sölu og laus £ til ábúðar í næstu fardögum. Allar upplýsnigar gefur ábúandi og eigandi jarðar- innar Þórður Benediktsson Arnarbæli. I* .■.■.■.■.■.'.■.■.■.■.■.■.■.■.■.'.•.■.■.■.■.■.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.’.’.V Til íþróttafélaganna Þau íþróttafélög, sem óska eftir að fá úthlutuðum æfingartíma í sumar á Melavellinum, eru vinsamlega beðin að senda umsóknir sínar sem fyrst til okkar. Stjórn íþróttasvæðanna (Pósthólf 7) Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.