Tíminn - 28.04.1951, Side 1

Tíminn - 28.04.1951, Side 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttarítstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsi Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 35. árgangur. Reykjavík, laugardaginn 28. apríl 1951. m 94. blaö, Útburður á Keflavíkurflugvelli Hvar «ru bæirnir Fjög’iirra til finmi íminaða i'óslur i’iintltð þar á vellinum bak vió auðan bragga Þau tíðindi gerðust á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, að Jtar fannst féstur, sem lagt hafði verið .út á snjóskafl á i;fviknum stað, og er ekki enn vitað, hvernig þessu víkur við. Vartn Björn Ingvarsson, fulltrúi sýslumannsins í Gullbringu «»g Kjósarsýslu að rannsókn málsins í fyrradag og gœr, en ckkert hefir verið látið uppi um árangur af henni. Kvikmynd um líf danskra sjómanna í stríðinu Félagið Danmark hér í bæ efnir til sýningar fyrir félags menn sína og gesti þeirra nú í kvöld í Stjörnubíó klukkan 23 á dönsku kvikmyndinni: „Stöt stár den danske sömand‘“, er fjall ar um örlög sjómanna í Dan- mörku á stríðsárunum. Sýn- ingin verður endurtekin fyrir almenning á sunnudaginn kl. 3 síðd. Mynd þessi hefir ver- ið sýnd í Danmörku og víð- ar og hlotið hina beztu dóma. Bæjarstjórakjöri á ísafirði frestað Frá fréttaritara Tímans a ísafirði. Bæjarstjörn ísafjarðar hef ir ákveðið að fresta kjöri nýs bæjárstjóra, en í þess stað var sámþykkt að, ráða Pál Guð mundsson til innheimtu til bráðabirgða. Fyrrv. bæjarstjóri, Steinn Leós, sagði starfinu upp með sex mánaða fyrirvara. Loks hefir verið ákveðiö að leita tilboða um leigu á báð- um kúabúum bæjarins, að Seljalandi og Kirkjubóli. Var í umbúðapappír. Fóstrið fannst á afvikn- um stað bak við bragga, sem er auður, en nú í við- • gerð, og var umbúðapappír utan um það. Mun pappír þessi verða rannsakaður vandlega, ef hann gæti gefið einhverjar bending- ar, sem stuðluðu að því, að þetta mál upplýsist. 4—5 mánaða gamalt. Læknar voru tilkvaddir til þess að skoða fóstrið, fyrst þeir Baldur Johnsen og Árni Björnsson, og síðar Karl G. Magnússon héraðslæknir í Keflavík. En síðan var fóstrið sent rannsóknarstofu háskólan^ til frekari rann sóknar. Samkvæmt mælingum og athugunum munu læknarnir telja, að fóstrið sé fjögurra til ! fimm mánaða gamalt, og ekki nema hálfur til einn sól arhringur frá því það kom úr móðurkviði, er það fannst. Málið í rannsókn. Þetta óvenjulega mál er nú í rannsókn. Var Björn Ingvars son, fulltrúi sýslumanns í Gullbringu- og Kjósarsýslu við rannsókn málsins syðra í fyrradag og gær, en ekkert hefir verið látið uppi um það, hvernig árangur sú rannsókn hefir borið. Fennti aftur að skíðaflugvélinni Á miðvikudagskvöld'ö brast á stórhríð á Vatna- jökli, og stóð hún í allan fyrradag. Fyllti þá aftur allt, sem Vatnajökulsleið- angur Loftleiða hafði graf ið umhverfis skíðaflugvél- ina. í gaer var gott veður á jöklinum, og hófu leiðang- ursmenn þá uppmokstur á nýjan leik, og voru þeir langt komnir við það starí í gærkvöldi. í gaer flaug flugvél, sem Grenivíkurbátar hæstir í Hafnarfirði Afli Faxaflóabáta hefir ver ið ákaflega rýr að undanförnu Hafnarfjarðarbátar hafa ver ið með 3—9 skippund i róðri undanfarna daga. Vertíðin þar er heldur léleg, það sem af er, eins og víðast. Hæstu bátar eru Von frá Grenivík með 312 smálestir í 51 róðri. Næstur Vörður frá Grenivík með 302 lestir i 50 róðrum. — Hafbjörg 277 lestir í 53 róðr- um, Sævar, Neskaupstaö, með 275 lestir í 48 róörum og ís- leifur, Hafnarfirði, 235 lestir í 53 róðrum. Skagfirðingar vilja ráða bygginga- fulltrúa Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Á aöalfundi Búnaðarsam- bands Skagfirðinga, sem hald ínn var nýlega, var samþykkt að fela stjórn sambandsins og oddvita sýslunefndar að ráða byggingafulltrúa tii starfa í sýslunni, að fengnu samþykki teiknistofu land- búnaðarins. Hjá búnaðarsambandinu starfa- nú tveir ráðunautar, Egill Biarnason jarðræktar- ráöunautur á Uppsölum og Haraldur Árnason frá Sjávar borg, sem er nýráðinn bú- f j árræktarráðunautur. Allmikið af stórvirkum vél- (Framhald á 2. síðu.) Myndin er af Norðfjarðarsveit, tekin úr 600 metra hæð á annan sumardag. Á myndinni eiga að sjást 11—12 bæir. Hvar eru þeir? Þeir sýnast eins og steinvölur á órofa-fönn- inni. (Ljósm.: Björn Björnsson, Neskaupstað). LEIÐAI\GFR JÓfVS KYÞÓRSSOVÁR: Fjörutíu daga hörð útivist á Vatnajökii „Við vorum fjörutíu daga frá því að við lögðum á jökul- inn og þar til við komum til Hafnar í IIornafirði“, sagði Jón Eyþórsson veöurfræðingur .við tíðindamann Tímans i' gær. „Á þessum tíma voruin við oft hríðartepptir og stund- um dögum saman, lengst átta daga í grenjandi norðanhrífi á Köldukvíslarjökli“. Óhagstætt veður — ferðast í blindþoku. — Þótt veðrið væri óhag- stætt og oft hart, komumst við, með því að nota hverja færa stund,. yfir mikið af því, sem við ætluðum aö gera, en þó ekki allt, enda hafði ég varla búist viö því, nema við yrðum sérstaklega heppnir, sagði Jón Eyþórsson ennfrem ur. Við ferðuðumst mikið í þoku eftir áttavita og vegmæli. Gáturn við mælt, þótt þoka (Framhald á 7. síðu.) Önnur ráðgáta á Keflavíkurvelli: Ströng reglugerð,sem takmarkaði frjálsræði, en reyndist fölsun í gærmorgun barst út meðal starfsfólk á Keflavíkurflug- velli fjölrituð reglugerð, þar sem mjög strangar skorður voru reistar við frjálsræði ýmsra starfsmanna, íslenzkra og amerískra. Yfirmenn á flugvellinum könnuðust hins vegar ckki við þessa reglugerð, og enda mun hún hafa verið fölsuð, þrátt fyrir stimplun, er á henni voru. varðmaður fylgja hópnum. Ströng fyrirmæli. Þessi dularfulla reglugerð var á ensku, og var þar meö- al annars kveðið svo á, að starfsmenn, sem ætluðu til Reykjavíkur, yrðu að sækja fór með flutning austur að | um það með þriggja daga fyr Kirkjubæjarklaustri yfir irvara og fylla út í því skyni jökulinn eg varpaði niður til þcirra ýmsu, sem þá vanhagaði um. sérstakt eyðublað. Yrðu síðan allir, er fararleyfi fengju að fara í einum hópi og myndi Þar var einnig sagt, að ný ir lásar yrðu látnir fyrir bragga, og myndi varðmenn gæta þeirra og annað eftir því. Einnig átti samkvæmt þessu plaggi að banna komur gesta á völlinn. Olli óró. Plögg þessi uppgötvuðust á borði í gistihúsinu í gærmorg un, og komust þannig í hend- ur allmargra af starfsfólkinu er varð mjög undrandi á þess um fyrirmælum. Varð nokk- ur • óró meðal starfsfólksins af þessum sökum, og munu ýmsir hafa látið í ljós, að þeir óskuðu fremur að hætta störf um en búa við þetta. Fölsun. Brátt kom þó á daginn, að reglugerð þessi var ekki gefin út af þeim aðilum, sem stimpl ar bentu til því aö yfirmenn flugvallarins könnuðust alls ekki við hana. (Framhald á 2. síðu.) Verðlaunakeppni um skreytingu há- skólalóðarinnar Fimm uppdráttum var skil að í samkeppni þeirri, serr.i efnt var til um skreytingu ht. skólalóðarinnar, og hlutu þríi' verðlaun. Voru þeir geröir ah myndhöggvurunum Ásmundi Svelnssyni, sem hlaut fimm þúsund króna verð- laun, Guðmundi Einarssyni, sem hlaut þrjú þúsund krór.i ur, og Aage Nielsen Edwin, sem hlaut tvö þúsund krón- ur. Uppdráttur Ásmundar Sveinssonar þótti bezta lausn in um staðsetningu högg- mynda á lóöinni og skiptingi grasreita og gangstíga á efn hluta hennar. Uppdráttur Guðmundar Einarssonar sýndi gott heildarskipulag; og betri lögun gosbrunns. í uppdrætti x4age Nielsens Edwins var mjög skemmtileg; tillaga um gosbrunn. í dómnefndinni voru Mati, hías Þórðarson prófessoi, Alexander Jóhannesson próf- essor, Flnnur Jónsson listmá.t ari, Hörður Bjarnason skipu- lagsstjóri og Gunnlaugur Hal.t dórsson arkitekt. Uppdrættirnir verða al- menningi tíl sýnis í þjóðminja safninu frá næsta mánudegt til föstudags klukkan 5—7.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.