Tíminn - 10.05.1951, Page 4

Tíminn - 10.05.1951, Page 4
4. TÍMINN, fimmtudaginn 10. maí 1951. 192. blað. islendingaþættir Mmningarorð: Jóhann Rist, vélstjóri Fimmtudaginn 12. apríl barst til landsins sú harma- fregn, að flugvélin „Rjúpan“ myndi hafa týnzt einhvers staðar í Bretlandi. Þessa flug vél höfðu tveir íslendingar keypt af Englendingum, og átti nú að fljúga henni hing- að heim. í flugvélinni voru þrír menn, eigendurnir báð- ir og enslcur vélamaður. Flug \élar og áhafnar var lengi leit að, og loks á tíunda degi bar leitin árangur. Flugvélin hafði steypzt til jarðar í Mið-Eng- landi og gereyöilagzt.og munu ill veðurskilyrði valdíð hafa. Líkur bentu ótvírætt til þess, að öll hefði áhöfnin fengið bráðan bana. Laugardaginn þann 28. apríl komu lík ís- lendinganna heim með Brú- arfossi, og nú verða þeir enn samferða síðasta spölinn, því að í dag verður útför beirra gerð frá Fossvogskapellu. — Hverfa þá undir svörðinn þeir Páll Magnússon, flugmaður, og Jóhann Rist, vélstjóri. Jóhann Rist fæddist á Ak- ureyri 19. marz 1916 og var sonur hinnar mætu konu Mar grétar Sigurjónsdóttur og Lár nsar Rist, hins þjóðkunna í- þröttafrömuðar. Fimm ára gamall missti Jóhann móður sína, og var hann þá svo lán- samur, að Jón bóndi Júlíus- son og Margrét systir hans á Munkaþverá í Eyjafirði tóku hann í fóstur. Þarf enginn að efa það, að Jóhann hafi feng- ið traust og gott uppeldi á því myndarheimili. Skömmu eft- ir fermingu tók hann próf upp í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri og stundaði þar nám i einn vetur, en ekki mun hugur Jóhanns hafa stað iö til bóknáms á þeim árum, svo að hann hvarf úr skól- anum eftir eins vetrar nám. Lagði hann þá leið sina til Reykjavíkur og stundaði járn smíði hjá Jóni Sigurðssvni, járnsmíðameistara á Lauga- vegi 54. Lauk hann námi því tvítugur að aldri. Þegar Jóhann hafði lokið járnsmíðanáminu, sigldi hann til Kaupmannahafnar ti! framhaldsnáms. Gerðist hann starfsmaður í skipa- smíðastöðinni Burmeister & Wein. Jafnframt starfa sín- um þar stundaði hann nám í vélstjóraskóla borgarinnar og lauk þaðan fullnaðarprófi 23 ára gamall. Eftir þetta réðst Jóhann í siglingar og var vélstjóri á dönsku flutningaskipi, sem sigldi á Kyrrahafi, milli Ame ríku og Austur-Asiu. Árið 1941 var skipið kyrrsett í Filippseyjum. Eftir tæpt ár var það tekið til herflutn- inga, en skipshöfnin sett á land í San Francisco. Þaðan ók Jóhann á eigin farkoáti þvert yfir meginlandið til New York-borgar og ætlaði sér rakleitt heim til íslands. Þó skipaðist málum þann veg, að hann fór enn í siglingar, að þessu sinnj í þágu Banda- ríkjaflotans og sigldi nú um skeið í skipalestum um liættu svæði Atlanzhafsins. Er hér var komið sögu, var Jóhann orðinn hinn gagn- menntaðisti maður og svo víð förull, að slíks munu fá dæmi með íslendingum, og þykja þeir þó ferðast mikið. Vitanlega hefði manm með menntun og reynslu Jóhanns reynzt auðvelt að fá álitlega framtíöaratvinnu erlendis, t. d. í sighngum, en hér fór sem íyrr: „hin ramma taug“ vann sitt verk, og Jóhann kaus „föður tún“. Hann settist nú að hérlendis, fullnumaði sig enn í vélstjórafræðum og sigldi um skeið á Jslenzkum skipum. En Jóhanni var ævintýra- þrá í brjóst borin, svo að hon- um nægði engan veginn, er stundir liðu, að vera með viss um hætti herra elds og vatna. Enn var eftir að kanna loftin blá. Og- Jóhann nam flug- list, þá ungu íþrótt, og hugð- ist nú að leggja flugsamgöng | um íslendinga sitt lið og sigla með öðrum vöskum 1 sveinum um hættusvæði loftsins. Sú sigling varð í 1 rauninni förin, sem aldrei ^ var farin, því að nú settist dauðinn sjálfur við stýrið, á«tur en farkosturinn komst ! til sinnar bækistöðvar, áður _ en undirstaða framkvæmd- 1 anna var lögð. | Við Jóhann Rist vorum t æskuvinir, síðan við áttum heima sveinar sinn hvorumeg in Eyjafjarðarár. Hittumst við stundum daglega, er við (vitjuðum um silunganet, er lagt var í Stokkahlaðahyl, frá báðum bökkum. Báðir áttu bæirnir bátsferju, og reynd- ist okkur þá leiðin milli landa Jfljótfarin, enda ekki löng. — . Vék Jóhann þá stundum að þvi, að gaman væri að fara einhvern tíma í lengri sigl- ingu en þetta, og má með sanni segja, að þessi æsku- | draumur hans hafi rætzt með nokkuð óvenjulegum hætti. 1 Ég hitti Jóhann síðast, j nokkru áður en hann fór för- I ina til Englands. Tj áði hann mér þá, að þeir félagar myndu fljúga vél sinni í síldarleit á komandi sumri. Barst þá talið að hinum miklu og sorglegu flugslysum, er orðið hafa hér j nýlega. Kvað hann merki j hinna föllnu bezt haldið uppi 1 með því að efla og bæta flug- l samgöngurnar í landinu, eftir því sem við yrði komið. Jó- hann hefir nú goldiö þann skerf, að ekki verður meira af honum krafizt. Jóhann Rist var meðalmað ur á hæð og svaraði sér vel. Dökkur var hann á bnin og brá og vel farið í andliti. — Hann var maður hæglátur og prúður í framgöngu allci, ró- legur og íhugull. Honum bjó margt í huga, og ekki lét hann sitja við orðin tóm. í skiptum sínum við aðra r.enn var hann sanngjarn og hátt- vís. Aldrei heyrði ég hann gera iírið úr öðrum mönnum. ég held hann háfi ekki átt það til að vega sig á kostn- að annarra; hann var of vel menntur til að ala jafn leiða smáþjóðarkennd. Jóhanni skildist ungum, að þeir stefna ekki fram, sem gera litlar eða engar kröfur til sjálfra* sín, en ósanngjarnar kröfur til annarra. Ég jít svo á, að Jóhann Rist liafi verið drengur góð- ur og manndómsmaðuf, þó að saga hans yrð: svo stutt Þjoðinni er það mikill skaði að missa slika menn, einkum á svo ínigum aldri. Eíi íöður hans öldruðum, aðstand- endum öllum og vir.um fjær og nær, ma það vera nokkur huggmr, að Jóhann Rist féll með saund. ingvar Biyjóiísson. Sextugur: Þórarmn Sigurjónsson, Grund Ég vil ekki láta dragast úr hömlu fyrir mér að minnast með nokkrum orðum góðs drengs, sem í dag fyllir sjötta tug æfi sinnar, en það er Þórarinn Sigurjónsson bóndi á Grund við Blöndu- ós. Þórarinn er fæddur tí- unda dag maímánaðar 1891. Sonur hjónanna Sigurjóns 'jónssonar albróður Jóns hreppstjóra á Hafsteinsstöð- um í Skagafirði, og konu hans Bjargar Runólfsdóttur. Þór- arinn ólst upp með foreldr- um sínum til fullorðins ára. ’— Það féll í hlut Þórarins að ; vera æskumaður á umbrota- tímum í þjóðfélaginu. Þá var árferði í landinu að batna eftir þrotlausan haröinda- kafla og margs kyns óáran um tuga ára skeið. Allar fram kvæmdir í sveit og við sjó voru að hefjast eða voru haf I in með meiri vorhug og glæstari blæbrigðum heil- brigðrar þróunar í hinu verð- jandi árrisi i þjóðlífinu. Þór- i arinn lagði út í lífið við heill i andi strengjatök bjartra ,hugsjóna og góðra gáfna, er . hann hafði að veganesti í hinni hörðu lifsbaráttu. Þórarinn var harðfenginn , dugnaðarmaður og batt ekki j skóþveng sinn við kotungs- , brag í þröngbýlum hugsunar- hætti liðinna kynslóða, held- ur vildi stefna hátt til mann dóms og athafna. Það bar snemma á eljusemi og dugn- aði hjá Þórarni og varð hann brátt með fremstu mönnum héraðsins í ýmsum greinuip, eins og hann átti kyn til. — Þórarinn kvæntist ungur á- gætri konu og eignaðist með henni sex mannvænleg börn, er öll hafa komist til góðs þroska. Það var að vonum, að þessi atorkusami dugnaðarmaður yndi ekki lengi við kotbúans kjör á miðlungsjörð, því önd vegisjarðir lágu ekki á lausu á þeim árum. Hann færði sig ,því um set og fluttist til Reykjavíkur og vann þar að rörlagningu um röskan ára- tug. En römm er sú taug, er rekka dregur föðurtúna til. — Sveitin hans og héraðið löð- uðu hann til sín á ný og ár- ið 1932 reisti hann bú að Glæsibæ í Skagafirði. En stórhugur hans staðnæmdist ekki fyrr en nokkrum árum síðar, að hann keypti stórbýl- ið Garð í Hegranesi, og þar bjó hann miklu myndarbúi um ára bil, en þar hallaði undan fæti, er líkamsþrek (Framhald á 7. síðu.) V.V.VW.V.WAV.W.VV.VV.V.V.V.V.’-V.V.V.V.V.VAV ■« ««. W'jHÍa. 5 ■<* m ■ *8 r *i » til telagsmanna í Menningar- og fræðslu- _ | sambandi alþýðu Þriðja félagsbók vor, 1950, A R I E L , æfisaga enska stórskáldsins SHELLEYS, eftir Andre Maurois, í þýðingu Ármanns Halldórs- ?■ 5i sonar, er komin út. J|« MENN CG MENNTIR, tímarit félagsins (1. hefti), rit- stjóri Tómas Guðmundsson skáld, er einnig komið. Félagsmenn vitji bókarinnar og tímaritsins í af- greiðslu M. F. A„ Garðastræti 17, eða til sölumanns ins Jóns Kjerúlf, Miðholti 2. £ Þeir, sem gerast nýir félagar í M. F. A„ fá fyrir aðeins 60 krónur óinnbundin J" í FJALLASKUGGA, nýjustu skáldsögu Guðmundar «J Daníelssonar. % DUTTLUNGAR ORLAGANNA, eftir John Steinbeck. V ÆVISÖGU SHELLEYS Og .. MENN og MENNTIR. ' ~jjj Gerist félagar strax í dag. — Þetta eru beztu og ódýrustu bókakaup, sem nú er völ á. .í í MENNINGAR- OG FRÆÐSLUSAMBAND ALÞYÐU, Garðastræti 17. — Sími 5314. Ij .V.VV.V.V.VAV.V.VVV.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.V.V.Í Húðir og skinn eru nú í háu verði. Vandið því sem bezt alla verkun þeirra. Umfram allt verður að vanda vel fláninguna. Hver hnífrispa eða skurður í húðina gerir hana verðminni. Farið hreinlega rfieð húðirnar, þegar slátrað er og látið þær kólna sem fyrst, án þess að holdrosinn skurni. Saltið húðirnar strax eftir að þær eru orðnar' kaldar og áður en holdrosinn byrjar að þorna. Sé dregið að salta, gengur saltið ekkl einS vel inn í húðina, en það er skilyrði fyrir góðri geyttrslu' að húðin gegnumsaltist á sefn skemmstum tíma, Þegar saltað er, verður vandlega að breiða úr öllum skæbl- um og jöðrum og dreifa saltinu vel yfir alla húðina. —. Eftir því sem skinnið er þykkra þarf meira salt. Fyrir hver 3 kg. af hráhúðarvigt þarf sem næst 1 kg. af salti. Mikið salt gerir aldrei skaða og er því betra að salta of mikið en of litið. Notið ávallt hreint salt. • , T^ Nýsaltaðar húðir má ekki brjóta saman i búnt til að geyma þannig. Þær eiga að liggja flatar, lftið eitt hall-: andi, svo að hið blóði blandaða vatn, sem saltið dregúr úr húðinni, geti runnið burt. Má salta þannig hverja húðina ofan á aðra í stafla og snúa holdrosanum upp; á hverri húð. Húðirnar verða að liggja þannig í stafla þar til þær eru gegnsaltaðar, en það tekur venjulega 1—2 vikur. Þá má, þegar hentugt þykir, taka þær upp og búnta til flutnings eða geymslu. 3° o r -; r< *r r» rný s n'iirí Athugið leiðbeiningar þessar nákvæmlega hver og einn og leitist við að fara eftir þeim í öllum greinum. Það tryggir yður hæst verð fyrir húðirnar. , 5 ; y;. :. „ mi i! í.HMjÍtf ntmrc Samband ísl.samvinnufélaga GERIST ASKRIFENDUR AÐ TINAIVVM. - ASKRIFTASIMI 2323.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.