Tíminn - 23.05.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, miðvikudaginn 23. maí 1951. 111. blað. Útvarpið hafi til Horkóngur við Reykjavík. 1 Dýraverndaranum, sem ný lega er kominn út, er skýrt frá ýmsum málum, er félagið fékk til meðferðar síðastliðið Salka Valka Útvarpið í dag: 8.30—9.00 Morgunútvarp. — 10.10 Veðurfregnir. 12.10—13.15 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegis- útvarp. — 16.25 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón- leikar: Óperulög (plötur). 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.20 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar innar (teknir á segulband í Þjóð leikhúsinu 15. þ. m.). Stjórnandi Róbert A. Ottósson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Sambandsskip: * Hvassafell átti að fara í gær- kvöldi frá Akureyri til Grikk- lands. Arnarfell fór frá Rvik 17. þ. m. til ítalíu. Jökulfell fór frá Reykjavík 15. þ. m. áleiðis til New Vork. Ríkisskip: Hekla er í Reykjavík. Esja fer fré Reykjavík annað kvöld aust ur um land til Siglufjarðar. Herðub'reið fór frá Akureyri síð degis í gær austur um land. Skjaldbreið fer frá Reykjavík annað kvöld til Húnaflóahafna. Þyrill var á Norðfirði í gær á suð urleið. Ármann átti að fara frá Reykjavík í gærkvöld eða í morg un til Vestmannaeyja. Eimskip: Brúarfoss kom til Grimsby 20. 5., fer þaðan til Hamborgar. j Dettifoss kom til 'Hull 19.5., fer Hull, Leith og Reykj avíkur. Fjallfoss kom til Kaupmanna- hafnar 22.5. Goðafoss kom til Rotterdam 21.5., fer þaðan 25.5. til Antwerpen og Reykjavíkur. Gullfoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá New York 18.5. til Reykjavíkur. Selfoss er í Reykjavík. Tröllafoss fór frá Reykjavík 17.5. til New York. Katla er í Reykjavík. Flugferðir Flugfélag íslands: Innanlandsflug: í dag eru á- ætlaðar flugferðir til Akureyrar, Vestmannaeyja, Sauðárkróks, Hellissands og Siglufjarðar. Á morgun er ráðgert að fljúga til Akureyrar, Vestmannaeyja, Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Sauðárkróks, Blönduóss og Siglu tjarðar. Millilandaflug: Gullfaxi kom frá London í gærkvöldi. Trúlofun. Hinn 11. þessa mánaðar opin- beruðu trúlofun sína í Osló ung frú Susy Backman Stefánsdótt- ir og Páll Friðriksson trésmið- ur frá Reykjavík. Úr ýmsum áttum t gær voru tveir kunnir, góðir borg- arar jarðsettir í Reykjavík. Ingólfur Gíslason, læknir, bóndasonur frá Þveá í Fnjóska- dal, fæddur 17. júlí 1874. Hann var mjög vinsæll maður, glað- lyndur og gestrisinn og þjóð- kunnur fyrir löngu síðan. Eiga margir góðar endurminningar frá hinu glaðlynda heimili þeirra Ingólfs lænkis og hans ágætu eftirlifandi konu, Odd- nýjar Vigfúsdóttur, gestgjafa frá Akureyri. Pétur Ó. Theodórs var fædd- ur á Borðeyri 21. nóv. 1884, dóttursonur séra Guðmundar Vigfússonar á Melstað. Hann vár einnig jarðsettur í gær. Pét ur var m. a. lengi kaupfélags- skilur eftir sig hlýjar minning- ár. Þar er meðal annars skýrt frá því, að vorið 1950 hafi Páll dýralæknir Pálsson verið kvaddur að býlinu Ásheimi við Reykjavík. Hafði kýr hlekkzt á við burð. Þegar dýralæknir- inn kom að Ásheimi fyrirskip- aði hann, að kýrin skyldi þeg- ar skotin að sér ásjáandi. Kjöt ið af henni var svo glithorað, að það stirnaði ekki. Eigandi búsins í Ásheimi er Sigurjón Jónsson, og varð hann fyrir nokkrum árum uppvís að því, að nautgripir hjá honum urðu reisa af hor og hænsnin lágu dauð af vanhirðu og fóður- skorti. — Hvernig stendur á því, að hann fær að hafa und- ir höndum gripi, eins og ekk- ert hafi í skorizt? maður, traustur og fórnfús, sem skilu eftir sig hlýjar minning- ar í hugum samferðamannanna. Kvennaskólanum í Reykjavík, verður sagt upp á fimmtudag- inn 24. maí kl. 2 eftir hádegi. Sundkcppnin (Framhald af 1. síðu.) ekki um aðrar laugar að ræða en hina nýju sundlaug í Kefla vik. Þangað hafa komið sendi nefndir úr Vogum og Vatns- leysuströnd og samið um æf- ingatíma fyrir fólk úr byggðar lögunum. Er það sérstaklega á nægjulegt, því sá er einmitt hinn raunverulegi tilgangur með þessari umfangsmiklu sundkeppni, að fá fólk til að iðka sund í ríkari mæli en gert er. Eyrbekkingar að æfa sig. í fyrrakvöld fóru 30 Eyr- bekkingar í Laugaskarð í Hveragerði til að æfa sig und ir sundþrautina, og von er á því, að þangað komi margir slíkir hópar úr nærliggjandi byggðarlögum til að æfa sund með það fyrir augum, að sem flestir ljúki kepninni. Framhald af 1. síðu. málum og fjárhagsörðugleikar fyrirtækisins í Frakklandi, sem er þess valdandi, að óvist er um framkvæmdir, auk óvissu þeirri, sem ríkir vegna yfírvofandj styrjaldarhættu. Talið er að búið sé að leggja í kostnað um 200 þúsund krónur vegna undirbúnings kvikmyndatökunnar. Islenzkar bókmcnntir (Framhald af 8. síðu.) fyrirlestra um íslenzkar nú- tíðarbókmenntir fyrir stúd- enta North Park College í samanburðarbókmenntum, og hlýddu meir en 100 nemend- ur á. Átti prófessor E. Gustav Johnson, forsetí enskudeild- ar skólans, hlut að flutningi þessara fyrirlestra, en hann er maður mjög vinveittur ís- landi. Kom hann til íslands 1935 og kemur aftur í heim- sókn þangað síðari hluta á- gústmánaðar i sumar. Prófessorar frá háskólum í Mið-Vesturríkjunum og víð ar úr Bandaríkjunum fluttu einnig erindi um norræn fræði á ársfundinum. í stjórn félagsins eiga sæti háskóla- kennarar í norrænum fræð- um víðs vegar um álfuna, með al þeirra dr. Nils William Olsson, menningarfulltrúi sendiráðs Bandaríkjanna í Reykjavík. Útvegsmenn Rafgeyma 6 volta og raf- magnsperur 6, 12, 32 og 110 volta fyrirliggjandi. Ýmsar stærðir. Véla- og raftækjaverzlunin, Tryggvagötu 23. Simi 81 279. ft tfwHum Fecfi: Hvernig á að ná í lækni? í Fréttabréfi um heilbrigðismál, sem nýkomið er út er rætt um hinar mjög almennu kvartanir yfir því, hve erfiðlega gangi oft í Reykjavík að ná í lækni, ef skyndilega þarf til þeirra að leita. Sjálfur þekki ég dæmi þess, að ekki náðist fyrr en eftir langa mæðu í lækni til manns, sem skyndilega fékk blóðtappa í hjarta, og slík dæmi eru mörg. ★ ★ ★ í Fréttabréfinu er frá því sagt, að víða erlendis sé nú farið að nota bílasíma, og er þá sérstök miðstöð, sem afgreiðir símtöl við bíla, sem eru á férð innan þess umdæmis, er stöðin nær til. Vestan hafs eru marg ar bílstöðvar sagðar hafa slíka miðstöð, svo að þær geti náð til allra bílstjóra sinna, jafnótt og þeir skila af sér farþegum, og í Hollandi er komin upp miðstöð, sem á að ná til allra bíla í landinu. Er lagt til, að slíkri miðstöð verði komið upp í Reykja vík, og myndi það mjög spara gúmmí, bensín og, ef læknar hefðu síma í bílum sínum, verða til þess, að miklu auðveldara væri að ná til þeirra, er nauðsyn krefði, og sækja til þeirra ráð og leiðbeiningar og kalla þá til hjálpar, er svo ber undir. ★ ★ ★ Þetta virðíst vera mjög gagnlegt tillaga, ef kostnað- ur við slíka miðstöð og þann útbúnað, sem henni þarf að fylgja, er okkur, ekki/.oífvjða..Ji.syp Jitlum iiæ, sem Reykjavík er. j. h. 'AV.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.V.V.’ :: ii Aðalfundur \ Ferðafélags íslands verður haldinn í Tjarnarcafé, uppi, mánudagskvöldið ^ í 28. maí 1951 kl. 8,30. > Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN í ■v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v, Vörujöfnun M2 Gegn afhendingu vörujöfnunarreits M2 af vörujöfn- unarseðli 1951—1952 fá félagsmenn afgreiddar appel- sínur i/2 kg. per. einingu að viðbættu y2 kg. á hvert vöru jöfnunarkort. Vörujöfnuninni lýkur föstudaginn 25. marz n. k. Ath. Góðfúslega komið með umbúðir undir appelsín- urnar. nxæma Úrvals birkiplöntur Sérstaklega valdar birkiplöntur til sölu i trjáræktar- stöð Hepmanns Jónassonar við Fossvogslæk í Fossvogi. Viö seljum: 30% og 40% ost í heildsölu. HERÐUBREIÐ Sími 2678. .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v ! TILKYNNING um lóöahreinsun Samkvæmt 10. og 11. gr. Heilbrigðissamþykktar I; fyrir Reykjavík er lóðareigendum skylt að halda lóð- um sínum hreinum og þrifalegum. Lóðareigendur eru hér með áminntir um að flytja burtu af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og ó- £ príði og hafa lokið því fyrir 4. júní n. k. Hreinsunin í verður að öðrum kosti framkvæmd á kostnað húseig- £ anda. Upplýsingar í skrifstofu borgarlæknis, sími 3210. ! 1 1 w Reykjavík, 22. maí 1951 Heilbrigðisnefnd v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vv.v.v.v.v.v Frestið ekki lengur, að gerast áskcifendur TÍMANS Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.