Tíminn - 23.05.1951, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.05.1951, Blaðsíða 8
ERLEYT YFfRLIT: Ycrð friðarins 35. árgangur. Reykjavík, „A FÚRMJM VEGi“ í DAGi Hvernifi á að ná í lœkni? 23. maf 1951. 111. blað. Mögnuð garnaveiki á Á sumnm bæjum liafa 20—30 kindur drepizt Frá fréttaritara Tímans á Egilsstöðum Mikil brögð hafa verið að garnaveiki í sauðfé á Fljóts- dalshéraði, og virðist hún mjög hafa magnazt við hina löngu innistöðu i vetur, svo að fleira fé hefir orðið henni að bráð en áður. Fiskverkun í Seyðisfirði Frá fréttaritara Tímans á Seyðisfirði. Vorið er seint á ferðinni að þessu sinni. Snjór er að vísu horfinn úr Seyðisfjarðarkaup stað, en talsverður snjór er ennþá í nærliggjandi byggð- arlögum. Á Seyðisfirði er nú unnið að saltfiskverkun, aðaliega er það afli bæjartogarans ísólfs, sem unnið er að. Fiskþurrkun virðist ætla áð ganga vel, en ekki er það mikill fiskur, sem kemúr ‘til verkunar í Seyðis- firði að þessu sinni. Senn lokið lengingu B íldudalsbry ggj- unnar Frá fréttaritara Tímans á Bíldudal. Verið er að ljúka endur- byggingu bryggjunnar á Bíldu dal. Var hún lengd allmikið í fyrrasumar, með því að söktk var við hana steinkerj- um, sem steypt voru á ísa- firði. Batnar við þetta mjög mikið öll aðstaða við skipaaf- greiðslu og fisklandanir. Á vetrarvertíðinni voru gerð ir út tveir bátar frá Bildudal, afli var frekar rýr, og varð hásetahlutur á þeim um 7500 krónur. Sex dragnótabátar munu hefja veiðar þaðan upp úr næstu mánaðamótum. Fleiri kvillar. Fleiri kvillar eru í fénaði inanna, eins og við má búast við svo nauma gjöf og lélegt íóður, en garnaveikin er þó langskæðust. Samt eru höld ekki verri en vænta mátti. Veiki þeirri, sem var sums staðar í hestum i Vetur, ber nú ekki á. ^ Garnaveikin. I Garnaveikin hefir sums staðar drepið 20—30 kindur | á búi, og hefir hún nú borizt á flesta bæi í Hróarstungu, og 'einnig er hún orðin mögnuð i Fellum. í Skriðdal, þar sem hún hefir verið um skeið, ber og talsvert á henni, og yfif- leitt má segja, að hún sé kom in um allt héraðið. Einna skæðust mun hún hafa verið í vetur og vor hjá Ólafi Bessasyni, bónda á Birnufellí. i Sauðburður að byrja. Sauðburður er að byrja á Héraði, og vona menn, að lambahöld geti yfirleitt orðið sæmileg. Lítið er farið að gróa, og ekki kominn sauð- gróður, enda þótt jörð kæmi að mestiu leyti þíð úndan snjónum. Hafa oftast verið næturfrost fram að þessu og þurrviðrsamt. Enn liggur snjór víða á láglendi, og í fjöllum er gífurlega mikill snjór. Torfærí á Fagradal. Vegir innan héraðs eru að opnast, en yfir Fagradal er enn vond færð, þótt farið sé. Á laugardaginn komu bílar að Egilsstöðum og höfðu þeir verið seytján klukkutima frá Reyðatíirði. í gær var farið yfir dalinn á átta klukkutím um. Nauðungaruppboð aug- lýst á atvinnutækjum í síðasta Lögbirtingarblaði eru auglýst uppboð á tveimur togurum, tveimur skipasmiðastöðvum og einu hraðfrystihúsi vegna ógreiddar skulda, sem nema frá 240 þús. krónum upp í röskar tvær miljónir króna. Skipasmíðastöðvamar. sem auglýstar eru, eru stöð Báta- nausts á Gelgjutanga við Ell iðaárvog og skipasmíðastöðin í Ytri-Njarðvík. Togararnir eru Neptúnus og Marz, báðir úr Reykjavík, og hraðfrystihúsið er í Fífu- hvammslándi í Kópavogi, eign hlutafélagsins fss. Uppboð þessi eru auglýst seint í junímánuði og snemma í júlímánuöi, svo að eigend- ur hafa enn til stefnu nokk- um tíma til þess að forða þessum atvninufyrirtækjum frá nauðungaruppboði. Hins vegar eru þessar auglýsingar talandi vitnisburður um það, hve ýms atvinnufyrirtæki standa orðið höllum fæti og hve að kreppir að lánamark- aðinum. Taka npp stjórn- málasamband við Peking Stjórn Pakistan hefir á- kveðiö að taka upp stjórn- málasamband við kínversku stjórnina í Peking og skipt- ast löndin á sendiherrum. Morrison tekur upp Margvíslegir mjólkur- þráðinn frá 1851 aðdrættir í verkfallinu Morrisson utanríkismála- ráðherra Breta, kom til Vín- arborgar í gær. Var tekið á móti honum á flugvellinum með mikilli viðhöfn og virð- ingu af helztu valdamönnum þar í landi og hélt Morrison ræðu við það tækifæri. Sagðist hann með för sinni til Vínar taka upp þráðinn frá 1851, þar sem hann væri nú fyrsti brezki utanríkisráð- herrann, sem heimsækti land ið síðan þá. Morrison kom til Vínar frá Bonn og segja brezk blöð að viðræður hans við stjórnar- völdin í Vestur-Þýzkalandi hafi verið ánægjuleg og ár- angursrik. Þó að verkfallið yrði ekki langvinnt, var komið vel á veg að myndast nýtt mjólkurdreifingarkerfi, sem sá þeim, er í sambönd komust, fyrir nægjanlegri mjólk og gerði þeim jafnvel kleift að hjálpa kunningjunum. Rússneskur hers- höfðingi boðar stríð 1952 Berlinarfréttaritari hins hollenzka blaðs, Rotter- damsche Courant, skýrir frá þvi, að rússneski yfirhershöfð inginn 1 Austur-Þýzkalandi, Sjúkoff, hafi flutt ræðu í við- urvist liðsforingja og embætt- ismanna, er voræfingum setu liðsins lauk síðastliðinn mið- vikudag. í ræðunni lýsti Sjú- koff yfir því, að rússneska her foringjaráðið teldi sig hafa sannanir fyrir þvi, að Eisen- hower ætlaði að hefja stríð gegn Rússlandi og Austur- Evrópuríkjunum árið 1952. Engar frekari skýringar voru gefnar á þessum ummæl um. I Sumir slógu sér saman um | bíl og fóru upp um allar sveit ir í mjólkursókn, og var sums ' staðar hin mesta gestakoma í fjósunum. Bændur, sem heima áttu fjær bænum, sendu einnig mjólk til Réykja víkur á eigin farartækjum, og þá gjarna allmikið í einu, og annaðist svo einhver kunn- inginn í bænum útdeiling- una á mjólkinni. Á þennan hátt var flutt mjólk ofán úr Borgarfirði og austan úr Ölf- usi, svo að dæmi séu nefnd. En svo hruttdi hið nýmynd- aða kerfi og Mjólkursamsal- an settist aftur af völdum. Framvegis geta húsmæður vonandi farið í mjólkurbúð- ina eftir mjólkinni, svo að ekki þurfi að gera út sérstaka mjólkurleiðangra einstakra manna. Of lítið drukkið af vini í Þýzkalandi Bandaríkin varkár í Irandeilunni Svo virðist af fréttum að Bandarikin vilji sem allra minnst afskipti hafa af deilu Iransbúa og Breta út af olíu lindunum og rekstri þeirra. Er því lýst yfir í Washington að Bandaríkin eigi þarna vini á báða bóga og þeirra af- skipti af deilunni miöuðu að því að fá friðsamlega lausn sem báðir aðilar geta eftir at- vikum unað vel við. Bradley herráðsforingi Bandaríkjanna lýsti því yfir í Washington i gær að Banda- ríkin myndu ekki senda her til írans þótt Bretar myndu gera það. Bretastjórn trúir á heimsfrið Meðan verkamannastjórn er við völd í Brétlandi mun dag og nótt verða unnið að því af kappi að koma á friði í Kóreu og forða því að ófrið- urinn breiðist út, sagði John Strachey, hermálaráðherra Breta, í ræðu á fjölmennum fundi á laugardaginn. Hann gaf og til kynna, að brezka stjórnin myndi ekki fallast á það, að árásir yrðu gerðar á Kina. Jafnvel þótt takast mætti að sigra Kinaveidi, sem flestir hernaðarfræðingar Breta væru sammála um, að ekki væéi gerlegt, eins og til hagar, myndi það aðeins geta orðið á kostnað vigbúnaðar eg varnarmáttar á vesturhveli jarðar. Strachey hafnaðí og þeirri t'llögu að nöta hersveitir Chiang Kai-sheks til árása á meginlandi Asíu, enda ekkert líklegra en þau vopn, er þeim væru fengin í hendur, yrðu herfang Maós og kommúnista hans, líkt og áður átti sér stað. Það væri sama og að senda Maó vopn og herlið að hleypa hinum svikulu og spilltu liðsmönnum Chiang Kai-sheks á meginlandið. — Ég efa ekki, að kínverska stjórnin er í nánu sambandi við Rússa, sagði hann. Þó er hugsanlegt, að sá dagur komi, að Kínverjar verði fúsir til að ganga til samninga, og enn getur líka verið, að þeir þreytist á þátttöku sinni í Kóreustríðinu og það fjari út þegjandi og hljóðalaust. Það er drukkið of lítið af víni í Þýzkalandi, segja sam- tök vinyrkjubænda þar í landi. Fyrir stríð drukku Þjóð verjar að meðaltali sjö Jítra af víni á hvern ibúa, en þró- unin er svo dapurleg, að nú er drukkið mikið minna, segja vínyrkjumennirnir. Takmark- ið er, að drukknir verði að minnsta kosti nlu lítrar á mann. Er nú hafinn mikill áróður fyrir þessu, og var sér- stök víndrottning kjörin á há tíðarviku í Berlín. Meira en ein milljón manna hefir atvinnu og framfæri af vínyrkju i Þýzkalandi. Flugæfingar yfir Niðurlöndum í dag hefjast allumfangs- miklar flugæfingar yfir Niður löndum og Norðursjó. Taka þátt í þeim sex þjóðir sem standa að varnarbandalagi Atlanzhafsþjóðanna og talið er að um 500 flugvélar verði meira og minna á lofti í þrjá daga við þessar æfingar. Aflatregða á Aostfjörðum Aflatregða er mikil hjá bát um, sem veiðar stunda úti fyrir Austfjörðum. Nokkrir bátar eru nú ýmist byrjaðir eða í þann veginn að hefja lúðuveiðar. Þeir bátar, sem búnir eru að fást við þessar veiðar eystra um sinn, hafa enn sem komið er fengið lít- inn afla. Jarðlítið enn á þrem bæjum í Selárdal Veðrátta hefir verið hag- stæð hér undanfarið og snjó leyst. Þó er jarðlítið ennþá á þremur innstu bæjunum í Sei árdal. Lítið er um atvinnu hér, því tveir dekkbátar, sem til voru hér eyðilögðust báðir í ofviðri í vetur.' Fimm trillu- bátar hafa byrjað róðra, og þrír eða fjórir til viðbótar hefja róðra bráðlega. Kynning íslenzkra bókmennta í Bandaríkjnnum Fertugasti og fyrsti ársfund ur Amerísk-Norræna Fræða- félagsins (The Society for the Advancement of Scandina- vian Study) var haldinn í Chicago föstudaginn og laugar daginn 4. og 5. maí, og var fundarstaðurinn North Park College þar i borg, einn af helztu skólum Svía vestan hafs. Dr. Richard Beck prófess- or, forseti félagsins 1950—’51, hafði fundarstjórn með hönd um, einnig fiutti hann á fund inum erindi um Tómas Guð- mundsson og skáldskap hans, og ræðu um sameiginlega hug sjónaarfleifð norrænna manna í kvöldveizlu þeirri, sem skólinn efndi til í sam- bandi við ársfundinn. Áður en fundarstörf hóf- ust, fyrir háidegið á föstudag- inn, hélt dr. Beck einnig tvo (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.