Tíminn - 24.05.1951, Blaðsíða 6
6.
t
TÍMINN, fimmtudaginn 24. maí 1951.
112. blaff.
La Traviata
Sýnd kl. 9.
Leyndardómur
íbúðarinnar
Sýnd kl. 5 og 7.
TRIPOLI-BÍÓ
Sjentilmaður
(Alias a Gentleman)
Spennandi og bráðskemmti-
leg amerísk sakamálamynd
með hinum óviðjafnlega
Vallace Beery
Tom Drake
Dorothy Patrick
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð innan 12 ára.
NÝJA BÍÓ
ATÖMÖNDIN
(Mr. Drake’s duck)
Það er engin prentvilla að
nefna þessa mynd „Atóm-
öndina“, því að hún segir frá
furðulegustu önd, sem uppi
hefir verið. Myndin er tekin
undir snjallri stjórn Val
Guest’s, en auk þess hefir
hermálaráðuneyti Breta að-
stoðað við töku myndarinn-
ar til þess að gera hana sem
eðlilegasta á þessari atómöld,
sem við lifum á.
Aðalhlutverk:
Douglas Fairbanks jr.,
Yolande Donlan.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
BÆJARBfÓ
HAFNARFIROI
Siíi'nr rauðu
akurllljunnar
(The Elusive Pimpemel)
Mjög spennandi og glæsileg
ný stórmynd í eðlilegum lit-
um, byggð á einni af hinum
mörgu ódauðlegu sögum Bar-
oness Orczy um Rauðu Akur-
liijuna.
David Niven
Margaret Leigthon
r*i ___Sýnd kl. 9.__
Kvenngullið
Sýnd kl. 7.
Rafmagnsofnar, nýkomnlr
1000 wött, á kr. 195,00.
Sendum 1 póstkröfu.
Gerum vlff straujárn og
önnur heimlllstaekl
Raftaekjaverzlunln
LJÓS & HITI HJP.
Laugaveg 79. — Sfml 5184.
Austurbæjarbíó
Kenjakona
(The Strange Woman)
Bönnuð innan 16 ára.
Sýnd kl. 7 og 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Glófaxi
Sýnd kl. 5.
Blár hiininn
(Blue Skies)
Bráðskemmtileg ný amerísk
söngva- og músíkmynd í eðli
legum litum. 32 lög eftir
Irving Berlin eru sungin og
leikin í myndinni.
Aðalhlutverk:
Bing Crosby
Fred Astaire
Joan Caulfield
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
GAMLABjÓ
Mlisík’ '
prófessorinn
með Danny Kaye.
Sýnd kl. 9.
Spámaðurinn
(When’s Your Birthday)
með skopleikaranum
Joe E. Brown.
Sýnd kl. 5 og 7.
Konungar
jassins
Nýjar amerískar jass- og
söngvamyndir, þar sem með-
al annara koma fram: Caunt
Basie og hljómsveit — King
Cole tríó — Woody Herman
og hljómsveit — Mills Broth
ers — Gene Krupa og hljóm-
sveit — Fats Waller — Lena
Horne — Andrews systur o.fl.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
ELDURINN
gerlr ekkl boff & unðan lér,
Þeir, irm ern hjggnir,
tryggja itrax hjá
SamvlnnutrysfSTlnKuni
Bergur Jónsson
Hálaflutningsskrifatafa
♦
Laugaveg 65. Slml 58SS.
Helma: Vítastlg 14-
Anglýsingaslmi
TIMAAS
er 81300
Lni Þjóðverja
(Framhald af 5. síðu.i
að marklaust, en tíma miín
til þurfa.
Allt er þetta mikil sorgar-
saga. Þjóðverjar vissu held-
ur ekki lengi vel, hvað gerð-
ist í fangabúðunum, og þeg-
ar það fréttist, trúðu menn
því ekki fyrri en þeir hittu t.
d. ættingja sína heimkomna
frá austurvígstöðvunum, sem
vottuðu af eigin sjón, hvað
gerðist. Kerfi nazista vann
mjög hægt með það fyrir aug
um, að minna yrði tekið eftir
því, og að almennlngsólit
manna, sem voru ef til vill
úrvinda af svefnleysi vegna
loftárása, næði að sljóvgast.
Loks, þegar mönnum var orð-
ið alveg ljóst, hvað var að ger
ast, þá var öll andstaða mörg
um sinnum erfiðari en nokkru
sinni fyrr og í öllum tilfellum
jafngild sjálfsmorði. Þetta
vissu ekki þeir þýzku flótta-
menn, sem tókst að flýja í
tæka tíð til annarra landa, en
ólu þar á hatrinu gegn sinni
eigin þjóð. — Eins munu yf-
irleitt öfgafyllstu nazistarn-
ir hafa verið sendir til áróð-
urs eða varðgæzlu í öðrum
löndum, en þrátt fyrir það,
neyðumst vér til að viður-
kenna, að þeir nazistar, sem
ekki voru þýzkir, reyndust
þar jafnvel stundum grimm-
ari en hinir þýzku flokks-
menn.
Snúum oss frá stjórnmál-
um og hernaði. Þjóðverjar
hafa sitt gildi í ríkara mæli
á öðrum sviðum. Víðfrægur
Englendingur að nafni Cham
berlain (tengdasonur Wagn-
ers), lét einu sinni svo um
mælt, að hann vildi gefa ann
an handlegg sinn fyrir að fá
að vera fæddur Þjóðverjf. —
Oss hlýtur að vera þetta ó-
skiljanlegt, en það má nefna
hér sem dæmi upp á að eitt-
hvað merkilegt hlýtur sú
þjóð að hafa til að bera, sem
slíkt er sagt um. Þýzkaland'
var Miðevrópa; þar mættust
í einum brennidepli allir
menningarstraumar álfunn-
ar og einmitt þar fór áð miklu
leyti þroski þeirra og út-
breiðsla fram. Norræn menn
ing hefði ekki náð útbreiðslu
án aðstoðar Þjóðverja. Undir
ritaður hefir nýlega gengið úr
skugga um. að menningará-
hugi þeirra er óskertur. Má
það heita furðulegt eftir allt,
sem á dundi. Menn reisa þar
veglega hljómleikasali og leik
hús og endurbæta hljómsveit-
ir, enda þótt þeir verði marg-
ir enn að búa í kjöllurum
rústanna. Þessi þjóð reynist
ódrepanleg. Án hennar mun
Evrópumertningin ekki dafna
og þroskast til fulls.
Reykjavík, 20. 5. 1951,
Jón Leifs.
Copyright 1951 by
Islandia Edition, Reykjavík.
ÞJÓDmKHÚSID
Fimmtudag kl. 20.90.
Söluinaður deyr
eftir Art.hur Miller
Leikstjóri: Indriði Waage.
Föstudag kl. 20.00.
tmyndunarvcikm
eftir Moliére.
Anna Borg leikur sem gestur.
Leikstjóri: Óskar Borg.
Uppselt.
Laugardag kl. 20.00.
tmyndunarveikin
tíunnudag kl. 20.00
tmyndunarveikin
Síðasta sinn.
Aðgöngumiðar seldlr frá kl.
13,15 til 20,00 daglnn fyrlr sýn-
lngardag og sýnlngardag.
Sími 80000.
í
’.'.V.W.V.W.W.V.V.V.VAV.VAfAViVAWAYAVASV
í
I
Bernhard Nordh:
'onci
VEIÐIMANNS
v.v/.v.v.v.v.v.v, 20 DAGUR .v.v.v.v.v.v.sv.v/
um, var frumbýlingurinn sjálfur með Erlend sér til fulltingis.
Erlendur var kominn að niðurlotum. Hann varð að bera
þungar heysátur á börum á móti Jónasi gamla Péturssyni
— bera og bera og láta í hlöðu. Hann verkjaði í hnén og
handleggirnir voru að slitna af honum, en engin grið voru
gefin. Það var engu líkara en skyrtu hans hefði verið dyfið
í vatn, en tungan þurr eins og hálmvisk í munni hans. En
gráskeggjaða frumbýlingnum fannst þetta sem hvíldardag-
ur, og það var ekki að sjá, að hann þreyttist hið minnsta.
Hann mæddist ekki vitund, og var alltaf jafn léttur í spori,
hversu margar ferðir, sem þeir fóru með börurnar.
Kona Jónasar stóð við bakstur. Borðið, sem hún notaði,
var steinhella úti i hlaðvarpanum, og þar rétt hjá voru
hlóð, sem önnur hella hafði verið lögð yfir. Mjöltrogið var
einnig á sínum stað, og gamla konan var hraðhent við
störf sín. Hún flatti út hverja kökuna af annarri, lagði þær
á heita helluna yfir hlóðunum og tók þær þaðan aftur og
hlóð í stóra hlaða.
Grár hundur fylgdist vandlega með hverri hreyfingu
húsmóðurinnar, og spölkorn frá henni vagaði hálftaminn
bjarnarhvolpur. Hundurinn og björninn gáfu þó líka hvor
öðrum gætur, og þegar því hafði farið fram um hríð, sletti
björninn allt í einu hramminum til hundsins, og andartaki
síðar hentust þeir fram og aftur í eltingaleik. Björninn
steypti sér fram af hlaðvarpanum og margveltist niður
brekkuna, og þegar hann stöðvaðist loks, lá hann á bak-
inu og barði frá sér með hrömmunum. Hundurinn hoppaði
geltandi í kringum hann, reyndi að glefsa í litla hiamm-
ana, en stökk svo allt í einu að hlóðunum, þar sem allt
angaði af nýbökuðum kökum. Björninn þeyttist á eftir
honum og var nærri því dottinn um mjöltrogið. Þá braut
gamla konan sundur köku og gaf hundinum og birninum
sinn hlutann hvorum. Þeir tóku feginlega við og fóru murr-
andi með feng sinn, sinn í hvora áttina. En að lítilli stundu
liðinni var sami leikurinn hafinn aftur. Loks skriðu þeir
þó báðir í skuggann af húsgaflinum, litu hvor á annan og
depluðu augunum, eins og nú hefðu þeir orðið ásáttir um
að fá sér blund.
Svitinn lak í æ stríðari straumum af fólkinu á enginu.
Ella og Ingibjörg kepptust við, því að báðar vildu helzt
vera duglegri en hin. Karlmennirnir drógu ekki heldur af
sér. Enginn vissi, hve lengi þetta góða veður héldist.
Sólin var gengin til vesturs. Það voru komnir þreytu-
verkir í handleggi Ingibjargar, og jafnvel Ella var ekki
lengur eins áköf og hún hafði verið.
— Við ljúkum þessu, og gerum svo ekki meira í kvöld,
sagði hún. Ég verð að fara heim og mjólka.
Áður en þær höfðu lokið við að láta á síðustu hesjuna,
kom Árni með orfið um öxl. Hann hrósaði stúlkunum fyrir
dugnaðinn. Það var undur, hvað þær voru búnar að gera
mikið. Hann staðnæmdist hjá Ingibjörgu, og allt í einu
þreif hann utan um úlnlið henni. /
— Leyfist mér að sjá?
f lófa Ingibjargar höfðu komið stórar blöðrur, sem nú
voru sprungnar, og skein í rautt holdið. Maðurinn kipraði
augun.
— Ekki raka meira í dag, sagði hann, stuttur í spuna.
Nú ferð þú heim og lætur mömmu bera smyrsl á sárin.
Ingibjörg andmælti. Þær urðu að ljúka við að láta á
hesjuna. Þetta var ekki í fyrsta skipti, að henni hafði
sárnað lítillega í lófum.
Árni tók af henni hrífuna. Þeir bræðurnir gátu lokið
við þetta, um leið og þeir komu með renglur í nýjar hesjur.
Ella gaut augunum til bróður síns. Hann var þó ekki vanur
að hugsa um það, þó að stúlka fengi blöðrur í lófana við
heyskapinn. Allt í einu fleygði hún frá sér hrífunni og
rak upp hlátur, svo að skein í hvítar tennurnar.
— Gott og vel, sagði hún. Komdu, Ingibjörg. Þá böðum
við okkur.
Stúlkurnar gengu niður að vatninu, og í hléi við runna
snaraðist Ella úr öllum fötum og steypti sér á höfuðið fram
af vatnsbakkanum. Ingibjörg var seinni í svifum, og fór
að öllu með gætni. Hún deyf fyrst fætinum niður í vatn-
ið. Það var ískalt.
Ella synti fram og aftur í köldu vatninu og kallaði til
Ingibjargar, að hún skyldi koma til sín. Þetta væri alls
ekki kalt. En Ingibjörg hætti sér ekki út í það. Heima 1
Túni var fólk að vísu ekki vatnshrætt, en það gat verið