Tíminn - 24.05.1951, Blaðsíða 8
„A Fönnmi vegi“ t dagi
Stimpilinn á loít
35. árgangur.
Reykjavík,
24. maí 1951.
112. blað.
Lúðunni raðað í frystiklefann
f .■iiliHI'Éf I
Að undanförnu hefir verið ágætur afli hjá þeim bátum, sem stundað hafa lúðuveiðar hér
sunnanlands. Er lúðan fryst í heilu lagi eins og glögglega má sjá á myndinni og flutt þannig
frosin til Randaríkjanna. Þessi mynd er tekin ínn i frystiklefanum, þar sem fiskurinn er
geymdur í margra gráða frosti. (Guðni Þórðarson tók myndina).'
ÆVII\TÝRI A GÖAGUFÖR:
Ætiuðu að ræna stúlk-
um á Haf narf jarðarvegi
Óvenjjuleg áreitni við vegfarendur
I fyrrinótt kom til skringilegra átaka á Hafnarfjarðar-
vegi í Fossvogi, og munaði minnstu, að þetta ævintýri á
gönguför endaði með blóðugum bardaga. Gerðu þrír piltar
sem voru á ferð í Ieigubíl, tilraun til að ræna stúlkum frá
þremur ungum mönnum, sem voru á leiðinni til bæjarins
gangandi úr Kópavogi.
Indverski þjóðflokkur-
inn er klofnaður
\vr flokkur f anda Gandhis á döfinni
Indverski þjóðflokkurinn hefir klofnað og í uppsiglingu
er stofnun nýs flokks af hálfu þeirra manna, sem óánægðir
eru með flokkinn eins ög hann er nú.
Fyrir nokkru sagði aðaifor-
ingi hinna róttækari manna
sig úr flokknum sökum á-
greinings um stefnumál. Nú
hefir verið lýst yfir því, að
stofnaður verði í Indlandi nýr
stjórnmálaflokkur, sem skip
aður verður mönnum, er ekki
telja sig lengur eiga heima
í þjóðflokknum.
Hugsjónir Gandhis Ieiðar-
Ijósið.
Höfuðstefna hins nýja
flokks á að verða grundvöll-
uð á hugsjónum Gandhis,
segja þeir, sem fyrir flokks-
mynduninni beita sér. Þeir
telja, að þær hafi verið born-
ár fyir borð af áhrifamönn-
um innan þjóðflokksins, en
þær séu skærasta leiðarljós
indversku þjóðarinnar og með
þær i stafni muni þjóðinni
vel farnast á sjálfstæðisbraut
inni, sem hún er nýbyrjuð að
feta.
Rekinn fyrir ofmik
ið kommúnistahrós
Aðalritstjóra Nova Svoboda,
dagblaðs kommúnista I Tékkó
slóvakíu, hefir verið vikið frá
störíum, og er honum gefið
að sök a5 hafa stórýkt frá-
sagnir aí árangri þjóðnýtlng
arinnar í Tékkóslóvakíu og
skort alia bolsévíska gagn-
rýni. Meðal annars hafði blað
ið dásamað starf flokks-
bræðra sinna við rekstur nám
anna í Ostrava, þar sem allt
gekk þó á tréfótum.
Fimm fiskar á
handfæraútgerð
Ferðaskrifstofunnar
Fyrsta , skemmtiförin, sem
farin er í ár á handfæraveið
ar að forgöngu Ferðaskrifstof
unnar, var farin á vélbátnura
Dagsbrún í fyrradag síðdegis.
Voru þátttakendur um fimm
tán, og mun þeir hafa skemmt
sér mjög vel.
Farið var á djúpmið, og voru
þar togarar að veiðum í
grenndinni. En þótt langt
væri sótt urðu aflabrögð ekki
eftir því. Voru ekki nema
fimm fiskar dregnir úr djúp
inu, og veiddi sami maður,
sem raunar mun hafa verið
landkrabbi, þrjá þeirra. En
aflatregðan gerði mönnum
ekkert gramt í geði.
Fyrsti fiskurinn, sem dreg-
i inn var, var steinbítur, og var
jhann þegar í stað soðinn í
Isjó, og bragðaðist frábærlega
vel, svo að margir þóttust
ekki fyrr hafa snætt slíkt
lostæti úr sjó.
Ferðaskrifstofan hyggst að
efna til annarrar skemmti-
ferðar á handfæraveiðar inn
an skamms, ef til vill þegar
í kvöld, ef verður veður gott
. og kyrrt. Verður þá ekki sótt
jjafn djúpt og áður, heldur
reynd aflabrögðin hér á sund
I unum.
Á Sandi er aflinn
svipaður og í fyrra
Frá fréttaritara Tímans
á Hellissandi _
Bátar á Sandi eru nú að
hætta línuveiðum, enda orð-
inn tregur afli á linuna. Þeir
tveir bátar, sem hafa getað
stundað veiðarnar af kappi
og eru nógu stórir til að róa
þótt eitthvað sé að veðri, eru
búnir að fá dágóðan afla.
Afli opnu vélbátanna er hins
vegar miklu lakari, þar sem
stirðar gæftir töfðu veiðar
þeirra framan af vertíð.
Heildaraflinn á Sandi mun
þrátt fyrir slæmar gæftir vera
orðinn svipaður og í fyrra.
Voru á Ieið til
bæjarins.
Nánari tildrög þessa atviks
eru þau, að þrír piltar, ásamt
tveimur vinstúlkum sínum
voru að koma til bæjarins úr
kunningjaboði í Kópavogi.
Klukkan var langt gengin
fjögur um nóttina og engar
ferðir áætlunarbíla á þeim
tíma nætur. Ætlaði unga fólk
ið því að ganga til Reykjavík
ur í góðviðrinum. •
Er hópurinn var kominn,
þar sem brúin er í Fossvogin
um, stanzaði hjá þeim leigu-
bíll og komu þrír aðsópsmikl
ir farþegar út úr honum.
Skipti það engum togum, að
þeir vildu þegar í stað fara
að eiga vingott við stúlkurnar
og buðu þeim far með sér,
sem þær vildu ekki þekkjast.
Ofstopafullir
vegfarendur
En þessir aðkomumenn
voru ekki þannig skapi farn-
ir, að minnsta kosti ekki þessa
umgetnu nótt, að þeir létu
hugfallast við fyrsta hrygg-
brot og vildu því grípa til
þess ráðs að færa stúlkurnar
með valdi inn í leigubíl sinn.
Leið nú brátt að því, að í
óefni var komið, og útlit fyr-
ir ryskingar, ef þannig héldi
áfram. Reyndu piltarnir þrír
og stúlkurnar tvær þó
að halda ferð sinni á-
fram, þrátt fyrir stöð-
(Framhald á 7. síðu.)
Banatilræði við til-
vonandi konung Libíu
Fimm áltorfondnr særðust, en emírinn
sjálfur slapp ómeiddnr
Síðastliðinn laugardag var emírnum af Sýranæka í Norð-
ur Afríku, Múhameð Idris el Senussi, sýnt banatilræði.
Emírinn var að koma til
Trípólís í opinbera heimsókn.
Sprakk þá sprengja í námunda
við bifreið hans og særðust
fimm arabiskir áhorfendur,
en emirinn slapp sjálfur ó-
meiddur, og þrjú hundruð
arabiskir sheikar, sem riðu á
undan bifreið emírsins, héldu
för sinni áfram, eins og ekk
ert hefði 1 skorizt.
Tilvonandj konungur
Líbýu.
Múhameð Idris el Senussi
hefir verið valinn til kon-
ungs í Libýu, og á. hann að
drottna yfir sambandsríki,
sem i verða Sýranæka, Trípóli
tanía og Fezzan. Þetta nýja
ríki verður stofnsett í janúar
mánuði næsta ár.
Japanir krefjast
Kúrileyja
Japanski forsætisráðherr-
ann, Jóshída, tilkynnti nú um
helgina utanríkismálanefnd
japanska þingsins, að hann
hefði sent vesturveldunum
kröfu um, að ýms svæði, þar
á meðal Kúrileyjar, verði af-
hent Japönum aftur. Kúril-
eyjar komu í hlut Rússa á
Jaltaráðstefnunni. Auk þess
heldur japanska stjórnin því
fram, að Rússar hafi lagt und
ir sig fleiri eyjar en þeim
voru ætlaðar á ráðstefnunni,
þar á meðal eina ey, sem ekki
er nema fimm kílómetra und-
an hinni japönsku strönd.
155 nensendur í
Myndlistarskóla
F.Í.F. í vetur
MyndlistarskíMa F. í. F. var
nýlega slitið. í vetur stund-
uðu 155 nemendur nám í
kvölddeildum skólans á lengri
og styttri námskeiðum.
Viðurkenningu fyrir ástund
un og framför fengu Helgi
Jónsson í höggmyndadeild og
Margrét Stefánsdóttir í teikni
og málaradeild.
í barnadeild voru 80 böm.
Lærðu þau þar að hnoða leir,
mála og teikna og ýmislegt
fleira. Kennari í barnadeild-
inni er Unnur Briem. Er börn
in byrjuðu nám sitt í skólan
um borguðu þau 75 króna
gjald, sem þau svo fengu end
urgreitt, er skólanum lauk.
Þetta gjald er eins konar
tryggingargjald fyrir því, að
börnin mættu í skólanum.
Þau börn, sem hættu að mæta
án þess að gera grein fyrir
því, misstu rétt sinn til þessa •
gjalds. Hefir þetta fyrirkomu
lag gefizt mjög vel. Öll börn
mættu alltaf, er þau voru
frísk. Aðeins þrjú börn urðu
að hætta vegna veikinda. Eink
anir voru gefnar fyrir ástund
un, hegðun og framför.
Verðlaun fengu þessi börn
fyrir vel gerða hluti: Rúnar
Einarsson, Lokastíg 38, Egg-
ert Sigurðsson, Frakkastíg
21, Vilborg Sveinbjamardótt-
ir, Urðarstíg 11A, og Birna
Eggertsdóttir, Höfðaborg 41.
Kennsla í barnadeildinni
var ókeypis.
Lambablóðsótt og
fjöruskjögur í
Trékyllisvík
Frá fréttaritara Timans
í Trékyllisvík.
Sauðburður er byrjaður hér
um slóðir, en fénaður allur
enn við hús, og verður senni-
lega fram yfir sauðburð.
Talsvert hefir sums staðar
i borið á lambablóðsótt og
í fjöruskjögri.
ís á Halamiðum
Veðurstofunni barst í gær-
kvöldi skeyti frá þýzku skipi,
þess efnis, að það hefði orðið
vart við talsverðan ís á Hala-
miðum. ísrek á vorin á þeim
slóðum er þó ekki nein ný-
lunda.