Tíminn - 16.06.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.06.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN, laugardaginn 16. júni 1951. 132. blaff. Samvinna og sósialismi II: Skipulag framleiðslunnar Síðan 1945 hefir Verka(j,pejliaf|0jt|tiu. cftir G. D. II. Cole próf- mannaflokkurinn, með að- , , , , , ,, . .. . essor, þydslnr ur „Scottish lo-operator44, stoð Samvinnuflokksins, þjóð nýtt nokkrar þýðingarmiklar greínar atvinnu- og viðskipta lífsins, og hann hefir komizt allvel á veg með að tryggja félagslegt öryggi fyrir al- menning. En þrátt fyrir þetta hefir honum ekki tekizt að koma í veg fyrir óeðlilega gróðasöfnun i þeim greinum atvinnu- og viðskiptálífsins, þar sem einstaklingsrekstur- inn ræður. Og honum hefir ekki tekizt að breyta neitt verulega til batnaðar kjörum þess fólks, sem vinnur hjá hinum þjóðnýttu fyrirtækj- um. Þeir eru fáir fylgjendur Verkamannaflokksins, sem enn eru sérstaklega áhuga- samir um að ráðast í frekari þjóðnýtingu í núverandi mynd. Og þeir eru einnig fáir fylgjendur flokksins, sem líta svo á, að efnalegt og atvinnu- legt lýðræði hafi verið tryggt á viðunandi hátt fyrir fram- leiðendur og neytendur í þeim greinum, sem þegar hafa verið þjóðnýttar. Það málg'agnl SambandN skoskra kanpfélaga menn, sem hallast eingöngu að neytendasamvinnu, munu segja að þróun í þessa átt ætti eingöngu að eiga sér stað sem þáttur í starfsemi sam- vinnuheildsölunnar. Aðrir munu halda því fram, að með því að taka við opinberu fé, hætti félögin að starfa sem óháð samvinnufélög. Að mínum dómi er erfitt að gera sér grein fyrir þvi, hvern ig takmarkalaust fylgi við regluna um óháð samvinnu- félög getur farið saman með óskinni um frekari vöxt sam vinnuhreyfingarinnar og mikilvægt hlutverk hennar í hinu nýja þjóðskipulagi, ef sá skilningur er lagður í þessa reglu, að hún þýði, að ríkið megi ekki leggja hreyfingunni nokkurt lið. Ekki get ég held ur séð, að samvinnuheildsal- an geti ein og óstudd komið þessari nauðsynlegu breytingu á, vegna þess að þessar breyt ingar mundu þá fela i sér ó- hefir heldur ekki tekist að eðlilegan samdrátt valdsins i finna leiðir til tryggingar þvi, j fára manna hendur, engu að þau atvinnufyrirtæki, sem 1 hættuminni en þá, sem skap eru í höndum fjáraflamanna, eéu rekin með almannahag fyrir augum. Það hefir held- ur ekki tekist að tryggja við- skiptamönnum eða starfs- mönnum þessarar fyrir- tækja þátttöku og hlutdeild í stjórn þeirra og velgengni. Stefnuyfirlýsing Verka- mannaflokksins fyrir kosn- ingarnar 1950 sýnir, að þeir, sem sömdu hana, vissu varla hvað þeir ættu að gera næst. Og í gagnrýni samvinnu- hreyfingarinnar á stefnuyfir lýsingunni vantaði tilfinnan lega uppbyggilegar hugmynd ir. Hvað viljum við, iafnaöar- menn og samvinnumenn, gera sameiginlega við þann fjölda af fyrirtækjum einstaklings- hyggjumanna, sem við kær- um okkur ekkert um að þjóð nýta á þann hátt, sem slíkt hefir verið gert að undan- förnu? Ég lít svo á, að heppilegt væri, að samvinnuhreyfingin yfirtæki þessi fyrirtæki. Sam vinnuheildsalan gæti yfirtek ið sum þeirra, en öðrum væri hægt að breyta í það horf, sem sum samvinnufélög framleiðenda starfa eftir i dag, þ. e. að þeim verði stjórnað af fulltrúumr starfs- manna, sem við þau vinna, og neytenda. Mér sýnist, að bæði þessi form atvinnurekstr ar geti eflzt mjög mikið í framtíðinni. En það er aug- ljóst, að ör breyting getur ekki átt sér stað, nema því aðeins að samvinnufélögin fái almannafé til ráðstöfunar í þessu skyni. Ríkið hefir þegar byrjað á að hjálpa einkafyrirtækjum til að byggja upp verksmiðj- ur eða bæta við eldri fram- leiðslutæki. Hvers vegna geta samvinnufélögin ekki notið sömu kjara og fengið stórar fjárhæðir til þess að yfirtaka ýmis einkafyrirtæki og til þess að byggja upp ný fyrir- tæki, sérstaklega þó í þeim greinum, sem framleiða full- unnar neyzluvörur? Ég veit, að sumir samvinnu azt hefir í hinum þjóðnýttu atvinnu- og viðskiptagrein- um. Það er áugljóst, að eigi hin nýju samvinnuframleiðslu- félög að ná verulegri út- breiðslu þurfa bæði framleið endur og neytendur að eiga sæti i stjórn þeirra og mætti vel hugsa séfr verkalýðsfélög- in sem áhrifamikmn-aðila. Mín hugmynd um hið nýja hagkerfi, sem við stefnum að, er ekki sú, að í því verði öll stjórn hnekkt í fjötra hinna alvöldu ráða ríkisins eða sam vinnufélaganna. Ég lít þvert á móti svo á, að í hinu nýja mannfélagi, sem við stefnum að, eigi að dreifa valdinu og ábyrgðinni sem mest á sem flestra manna hendur. Eins og sakir standa virð- ast forystumenn samvinnu- heildsalanna líta á framleið- endasamvinnufélögin sem keppinauta sína, og þeir leita stöðugt að tækifærum til þess að gleypa þau. Ég lít svo á, að þetta sé vanhugsuð stefna. Ef við hugsum okkar að koma á atvinnulýðræði, án óeðlilegra skrifstofu- mennsku og samdráttar valdsins, þá verðum við að finna Ieiðir til þess að koma nýrri rekstrarskipan á þann mikla fjölda verk- smiðja, sem við höfum ekki efni á að skilja eftir í hönd um scrgróðamanna. Sam- starf milli neytenda og framleiðenda hefir þegar gefizt vel í smáum stíl í mörgum framleiðslusam- vinnufélögum, og þess vegna er það vel þess virði að hugleiða hvort slík sam vinna geti ekki geflzt vel á stærri og breiðari vett- vangi. Þetta væri auðvitað ekki hægt að gera nema því að- eins, að samvinnufélögin fengju opinbert fé til ráðstöf unar til viðbótar því fjár- magni, sem þau gætu sjálf lagt fram. En ég kem ekki auga á nein rök, sem mæla gegn því, að opinbert fé sé notað á þennan hátt. í hinu nýja þjóðskipulagi, sem við stefnum að, mun opinbert fé verða lyftistöngin undir flest ar efnahagslegar framkvæmd ir, vegna þess að þá verða ekki til stórríkir menn, sem geta lagt slíkt fé fram, og ég geri ráð fyrir því, að stór fyr irtæki geti þá ekki safnað gildum stjóðum til ráðstöf- unar að eigin geðþótta. í öllu falli myndi hvorugur aðilinn kæra sig um að leggja fram fé til frekari útbreiðslu og eflingar samvinnuhreyfingar- innar. Eigi samvinnan að efl- ast svo mikið, að þjóðnýting í stórum stíl verði ónauðsyn leg, þá verður rikið að leggja fram opinbert fé til þess að efllng hennar og útbreiðsla geti átt sér stað. Samvinnu- félögin eiga stóra sjóði, sem þau geta notað til frekari út- færslu á starfssviði síhu. En þau munu þurfa mikið meirá fé en þau hafa yfir að ráða, ef þau eiga að gegna stóru hlutverki i atvinnu- og við- skiptalífi framtíðarinnar. Ég hef fært fram enn gild- ari röksemdir fyrir slíkri út- breiðslu og eflingu samvinnu hreyfingarinnar í hinni nýju bók minni. Ég beini orðum mínum ekki til samvinnu- hreyfingarinnar í þeim til- gangi að stuðla að því, að hún dragi úr neytendaþjónustu sinni, heldur til þess að stuðla að því, að hún einskorði sj!g ekki eingöngu við neytenda- sjónarmiðin heldur hverfi aft ur til hinna upphaflegu hug sjóna brautryðjendanna, sem hugsuðu ekki um framleið- endur og neytendur sem tvo aðskilda hópa, heldur sem tvær hliðar á sömu „vinnu- stéttinni“, (svo ég noti þeirra eigin orð), sem hreyfingin var stofnuð til að þjóna. í ýmsum öðrum löndum er samvinnuhreyfingin fremur framleiðenda en neytenda- hreyfing. Þetta á t. d. sérstak lega við um bændaþjóðirnar víðsvegar um heim. Fram- leiðendasamvinnuhreyfingin á hér um bil hvergi eins lítið undir sér og í Bretlandi. Ég vildi gjarnan sjá hana eflast mikið hér og gegna þýðingar meira hlutverki bæði í land- búnaði og iðnaði en hún gerir nú, en ekki sem sérstaka, ein angraða framleiðendahreyf- ingu, heldur í nánu samstarfi við neytendafélögin bæði heildsölur og smásölur. í stað þess að líta á Samband fram leiðslusamvinnufélaga og Samband landbúnaðarsam- samvinnufélaga sem eins kon ar „aukasamvinnufélög“ og skoða þau jafnvel með nokk- urri'tortryggni, þá-álít ég að forystumenn nefndra sam- vinnufélaga eigi að gera á- ætlun um það, hvernig hægt sé að efla bæði þessi sam- bönd sem nána bandamenn neytendasamvinnufélaganna. Án þess að slíkt komi til, er ekki hægt að gera sér von um eflingu samvinnunnar á sviði framleiðslunnar í svo stórum stíl, að ríkið þurfi ekki að ráðast 1 mikinn og margvís- legan rekstur, sem það er illa hæft til að annast. Hér var á ferð s.l. sumar Vest- ur-lslendingurinn Ólafur Halls- son og er hann aftur kominn vestur um haf. Þar hefir hann flutt erindi um ísland og íslend- inga í þjóðræknisfélaginu Frón i Winnipeg og ber landi og þjóð vel söguna. Niðurlag erindisins lýsir vel þeim hugsanagang, þeg ar aldraður maður sér aftur æskustöðvarnar eftir langa fjar- veru og þykir því ekki illa til- fallið að birta þann þátt hér: „Ég var fæddur og uppalinn á 1 Seyðisfirði. Fann ég glöggt þeg- j ar heim kom, að þótt helgi hvíldi yfir landinu öllu, þá myndi ekki þrá minni fullnægt fyrr en ég kæmi þangað, þvi þar átti ég mitt allra helgasta. Það var lítill foss í Ytri-Grýtánni sem féll fram .af lágum stand- klettum, fyrir utan og ofan bæ- inn okkar Grýtáreyri. Hóll faldi hann sýn frá bænum. Þangað varð mér tíðförult á æskuárun- um, og þangað hvarf hugur minn oftast þessi 47 ár, síðan ég hafði skillð við hann. Það sem dró mig að fossinum voru hin einkennilegu áhrif, sem hann hafði á mig,:þar heyrði ég tóna, sem mér þóttu fagrir, og þeir voru sétíð í samræmi við líðan mína. Það voru ýmist gleði- söngvar eða sorgar, eftir því hvernig á mér lá. Veðrið hafði líka áhrif á þetta og útsýnið. Stundum söng hann hetju- sön'gva, ~„um afreksverk, fé og frama. Hann vakti mér líka þrár um eitthváð, sem ég ekki skildi, og hann vakti mér stundum út- þrá, því að utanlands fannst mér helzt frama að leita, hafði lesið um það í Islendingasögun- um, seinna, eftir að til útlanda kom, varð hann mín „innsta þrá“. . ■______________________\ Ég kom á Seyðisf jörð þann 2. ágúst í sumar, eftir klst. ferð frá Egilsstöðum. Veðrið var indælt, ágæt fjallasýn. Þótti mér ó- gleýmánlega fögur sjón, þegar litið var til baka af Fjarðarheiði, að s.já allt Héraðið blasa við, hið fagra Fljótsdalshéra,ð með Snæ- feiíið í baksýn. -Fannst mér það hið fegursta útsýni, sem ég hafði enn séð á íslandi; en svo kom- um við niður í Fjarðardalinn, sáum Seyðisfjörð opnast, sáum spegilsléttan fjörðinn baðaðan í sólskini, hið áhrifamesta er ég hafði séð á ævinni, og augu mín fylltust gleðitárum. Þarna blöstu við hlíðarnar í dalnum, og í framsýn fjörðurinn, að sjá eins og stöðuvatn, umkringdur þess- um einkennilegu fjöllum, sem voru þá að mestu í grænum skrúða, jafnvel klettabeltin í lög um eða röðum hvert upp af öðru, voru víða grænlituð af mosa. Ég, fór fyrst út á Búðareyri, þá blasti við mér Bjólfurinn, þetta dásamlega fagra fjall í sumarskrúða sínum; hafði ég ekki áður gert mér ljóst, hve dýrðlegur hann getur verið, séð- ur á fögrum sumardegi. Ég leit til vinstri, inn til Öldunnar, sá hvítmálaöa húsaþyrpinguna með rauðu þökunum, sá kirkjuna og kirkjuturninn, bar hann hátt yf ir önnur hús, benti eins og hönd til hæða, tákn og ímynd þeirrar þrár, sem maðurinn á sínum feg urstu stundum finnur að með honum býr, þráin til að leita Guðs, og feta, þótt með óstyrk- um fótum sé, áfram og upp, hinn erfiða veg, sem liggur til and- legs þroska; þrain eftir að læra að lifa í samræmi við þessa dá- samelgu tilveru, sem mér fannst samlegu tilveru, sem mér fannst þá vera þrungin af náðarkrafti Guðs; aldrei hafði ég fundið svo greinilega návist hans, eins og á þessum fagra degi, hátíðleg tign, fegurð, kyrrð og friður, hvíldi yfir öllu umhverfinu. •- i •t Pilagrímsgöngu minni var enn ekki lokið, ég flýtti mér að kom- ast út að Grýtáreyri, til æsku- heimilisins, þar sem vonglaðir foreldrar mínir byggðu sér ný- býli, en þegar þangað kom, fann ég aðeins tóftirnar einar, tím- ans tönn vinnur á öllu, og smá- hýsum einkanlega, en grjótvegg irnir,'sem faðir minn hlóð fyrir 60 árum síðan, stóðu enn óhagg- aðir. Ég gleymdi ekki fossinum mínum, hjartað í mér hló af fögnuði, þegar ég gekk upp hæð ina, sem faldi hann sýn, ég hlakkaði svo til að heyra hann, því ég fann áð nú myndi hann syngja mér sitt fegursta tón- verk. En fossinn minn litli var þagnaður — horfinn; eins og svo margir aðrir, sem ég hafði elskað, þegar ég var barn á Seyð isfirði. Áin hafði breytt farveg sinum og féll nú ekki lengur fram af klettunum, sem nú stóðu þungbúnir og svartir í nekt sinni. — Þetta voru mér vonbrigði, þau einu í allri ferð- inni; en ég huggaði mig við það, að ég á í endurminningunni fögru tónana fossins míns horfna og að. þeir lifa á meðan mér eridist aídur. Og helgin, — sem mín barnsskynjun fann að hvildi yfir þessum stað, — firð- inum öllum, var hér enn, mitt gamla hjarta fann hana jafn- greinilega nú, sem það gerði, þegar það var ungt og hraust, skynjaði enn návist Guðs, og þakkáði honum, sem hafði leyft mér að sjá hér fyrst dagsljósið, sem hafði leitt mig víða vegu og hingáð aftur, hjarta mitt var fullt af óumræðilegum fögnuði. Ég fann að lífið verður ekki frá- skilið Guði, það á sér hvorkl æsku né elli, — það er eilíft, — óendanlegt." Hér verður svo staðar numið í dag. Starkaður. Hafið stefnumót — við Rafskinnu-1 gluggann GERIST ASKHIFEMH R AÐ TIMANUM. - ASKRIFTASIMI 2323. ■ v, ■•'v-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.