Tíminn - 19.06.1951, Qupperneq 1
Ritfltjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurlnn
—-----------------------
Skrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 og 81303
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Frentsmiðj an Edda
35. árgangur.
Reykjavík, þriðjudaginn 19. júní 1951.
134. blað.
Mynd þessi er frá 17. júní hátíðahöldunum í Reykjavík. Er hún tekin yfir Austurvöll er
Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra flutti ræðu sína af svölum Alþingishússins.
Göturnar kringum völlinn eru þéttskipaðaráheyrendum en fánaborg og heiðursvörður við
styttu Jóns Sigurðssonar og ágangbrautunum um völlinn.
FRÖNSKU KOSNINGARNAR:
Stjórnarsamsteypan fær
ekki hreinan þingmeirihluta
Flokkur do Gaulle þin^ætaflestur. Koinrn-
únistar tapa |»5iij*sælum en halda atkv.TÚuui
Úrslit í frönsku þingkosningunum voru ekki fullkunn í
gærkveldi en þó var séð, hvernig flokkaskipun muni verða
í þinginu í höfuðdráttum. Stjórnarsamsteypan mun ekki fá
hreinan meirihluta og flokkur de Gaulle hefir flesta þing-
menn allra flokka. Kommúnistar hafa misst fullan þriðjung
þingsæta en halda að likindum atkvæðatölu sinni.
Úrslit voru kunn í kosningu
565 þingmanna í gærkveldi
af 627. Stjórnarsamsteypan,
kaþólski flokkurinn, jafnaðar
menn og radikalir, höfðu þá
fengið samtals 258 þingmenn.
Þar af höfðu jafnaðarmenn
um 90 þungsæti, radikalir 83
og kaþólski flokkurinn 85.
Til þess að fá hreinan þing
meirihluta, þar stjórnarsam-
steypan að fá 314 þingmenn
og það er útilokað úr því sem'
komið er. Til þess að halda
völdum verður hún því að
leita samstarfs við hægri smá
flokka.
Flokkur de Gauile.
Fránska þjóðfylkingin —
flokkur de Gaulle — hafði i
gærkveldi fen^ð 2,4 millj.
atkvæða og 106 þingmenn. Er
hann því stærsti flokkur þings ‘
ins, en mun þó ekki fá eins <
marga þingmenn og margir
bjuggust við.
Kommúnistar missa
þriðjung þingsæta.
Kommúnistar, sem höfðu
áður 167 þingsæti, höfðu feng
j ið um 100 þingsæti í gær-
kveldi, en voru enn atkvæða
hæsti flokkurinn með rúmlega
3 millj. atkvæða. Virðast þeir
því ætla að halda fylgi sinu
að mestu, þótt breytt kosninga
lög geri það að verkum að
þeir tapa svo mörgum þing-
sætum vegna sameiginlegs
framboðs stjórnarflokkanna.
Skröksaga, að ís-
lenzka kjötið hafi
verið selt sem
hundafæða
Frásögn Mánudagsblaðs-
ins af .því, .að íslenzkt
dilkakjöt hafi ver ð aug-
lýst og selt sem hundafæða
í Bandaríkjunum, er ger-
samlega tilhæfulaus, og er
illskiljanlegt, hvaðan blað-
ið hefir þessa fjarstæðu,
nema fréttin sé upplogin
með öllu.
Eftirgrennslan í New
York hef’r leitt í ljós, að
íslenzka kjötið hefir þótt
ágætt þar og hefir mest af
því verið selt til ýmis kon-
ar stofnana, svo sem
sjúkrahúsa og . gistihúsa,
svo og til skipa, en slík r
aðilar gera mjög háar kröf
ur til matvæla. Hins vegar
er hægt að fá vísindalega '
samansetta hundafæðu
fyrir verð, sem er miklu
lægra en verð dilkakjöts-
ins, svo að óhugsand. er,
að það hafi verið notað til
slíkra þarfa, enda kalla
kaupendur kjötsins þessa
sögu „fáránlega“.
—--------—-——Ji
Arsþing mcnningar-
stofnnnar S. 1».
Sjötta ársþing menningar-
stófnunnar S. Þ. í París í gær.
Tryggve Lie flutt; ræðu við
setninguna og kvað starfs-
feril stofnuna/rinnar orðinn
hinn glæsilegasta. Fimmtíu
þjóðir e!ga fulltrúa á árs-
þinginu.
Talinn sigur
stjórnarinnar.
Þegar ljóst þótti, hvernig
úrslit kosninganna mundu
verða í aðaldráttum, flutti
Quiuelle forsætisráðherra
ræðu. Sagðj hann að úrslitin
væru greinilegur sigur fyrir
stefnu stjórnarinnar, og feng
inn væri grundvöllur traust-
ara stjórnarsamstarfs en
fyrr.
Högvær aðsókn að
kosningafundi
Bergs
Bergur S gurbergsson og
þrír reykvískir hjálpar-
menn hans efndu til kosn-
ingafundar í Borgarnesi á
ðunnudaginn var. . Skyldi
(Framhald á 2. síðu.)
Blað úr skinnhandriti
Heiðarvígasögu fundið
Rlaðið var talið að fulla glatað og' vantaði
þar I sögima í öllum liigáfum til þessa
Ileiðarvigasaga er sem kunnugt er allmikið brotasilfur.
Af henni er til aðeins eitt skinnhandrit og vantaði í það
fremst og einnig hafði eitt blað verið skorið burt aftar í
handritinu. Var talið, að það væri að fullu glatað. En nú
her svo við, að blað þetta hefir fundizt í gömlum, óskrásett-
um handritablöðum í Landsbókasafninu, og er það að sjálf-
sögðu hinn mesti fengur.
Rakst á það af tilviljun.
Séra Magnús Már Lárusson
prófessor, hefir að undan-
förnu fengizt við rannsóknir
á handritum biblíuþýðinga og
fleiri rannsóknir varðandi
fræðigrein sina. í vikunni sem
leið fann hann þetta blað
úr handriti He ðarvígasögu af
tilviljun í gömlum, óskrásett-
um handritablöðum.
Komið norðan úr Hörjfárdal.
Voru í blaðabindi þessu
fjögur blöð utan af gömlum
bókum, komin úr Þjóðskjala-
safninu fyrir æðlöngu, en
þangað munu þau hafa kom-
ið um aldamót eða fyrr. Blöð
þessi eru upprunalega frá
Stefáni alþingismanni Jóns-
syni á Ste nsstöðum í Hörgár
dal.
Handritið i Stokkhólmi.
Hið eina skinnhandrit, sem
til er af Heiðarvígasögu fór
með öðrum handritum til
Stokkhólms ár;ð 1683. Þá mun
blað þetta hafa verið á burt,
skorið úr handritinu hér
heima og notað í kápu á bók.
Nú hefir Björn Sigfússon, há
skólabókavörður, beðið um
handrit’ð hingað heim til að
gera samanburð og ganga úr
skugga um það, hversu hið
fundna blað fellur í það.
Blaðið illa farið.
Skinnblað þetta er skráð
báðum megin, og er mjög illa
farið, sem vonlegt er, eink-
um öðrum megin. Mun það þó
verða læs’legt með hjálp
imfrarauða geisla.
Úr 34. og 35. kafla.
Á blaðinu er skráð niðurlag
34. kafla Heiðarvígasögu og
upphaf 35. kafla. — Fundur
þessi er að sjálfsögðu hinn
mikilvægasti, en kemur undra
se'*nt fram í dagsljósið. Meg-
um við kannske vænta þess,
að enn felist fjársjóðir í ó-
könnuðum syrpum bréfa og
blaðariflinga frá fyrri tím-
um? Það vantar blöð í fleiri
handrit en Heiðarvígasögu. ..
Bræðslusíldarverðið á-
ikveðið kr, 102 pr. mál
Útborgunarverð bræöslusíldar er ákveðið kr. 102,00 fyrif
málið og endanlegt verð kr. 110,00 málið, ef meðalafli á skip
verður undir 6000 málum. Atvinnumálaráðherra ákvað í gær-
kvöldi bræðslusíldarverðið í sumar samkvæmt tillögu stjórn
ar S. R. sem er svohljóðandi:
„Stjórn S. R. samþykkir á-
ætlun viðskiptaframkvæmda
stjóra um rekstur verksmiðj-
anna í sumar dags. 16. þ. m.
og fer fram á heimild atvinnu
málaráðherra til þess að
mega kaupa sildna föstu
verði samkv. áætluninni fyrir
kr. 102,00 málið og er þá gert
ráð fyrir að S. R. greiði síðar
til síldarseljenda kr. 8,16 á
hvert mál síldar 11 viðbótar,
ef meðalafli í sumar verður
undir 6000 málum á skip, en
sömu upphæð í síldveiðideild
hlutatryggingarsjóðs bátaút-
vegsins, ef meðal síldarafli
verður yf'r 6000 mál á skip.
Þeim, sem þess kynnu að
óska, sé gefinn kostur á að
leggja síldina inn til vinnslu
og fái þeir þá greidd 85% af
áætlunarverðinu þ. e. kr. 86,70
endanlegt verð síðar, þegar
fyrir málið við afhendingu og
reikningar verksmiðjanna
hafa verið gerðir upp. Þe r,
sem óska að leggja síldina
inn til vinnslu rafi tilkynnt
það fyrir 7. júlí n. k. að þeim
degi meðtöldum, að öðrum
kosti telst sildin seld með
fasta verðnu."
Tillagan var samþykkt með
4 samhljóða atkvæðum. Er-
lendur Þorsteinsson er stadd-
ur erlendis, svo og varamaður
hans, og tóku þeir því ekki
þátt í atkvæðagreiðslunni.
Þóroddur Guðmundsson
greiddi atkvæð; með aðaltil-
lögunni, en flutti viðbótartil-
lögu, sem felld var með 3
atkvæðum gegn 1.
Áætlun framkvæmdastjóra
er byggð á því, að S. R. ber-
ist 400 þúsund mál síldar, sem
er sem næst meðaltalsmagn
hjá S. R. s. 1. 10 ár, en I fyrra
bárust S. R. aðeins 114 þús.
mál síldar
(Fræaahald á 7. síðu.)