Tíminn - 19.06.1951, Síða 4

Tíminn - 19.06.1951, Síða 4
4. TÍMINN, þriðjudaginn 19. júní 1951. 134. blaff. Sam.vin.ncL og sóslalismL /V: Verkefnin framundan Lokagroin í grelnaflokki Cole prófcssors nin samvinnu og sósíalisma Brezka samvinnuhreyfingin er hreykin af félagsmanna- fjölda sínum, sem er hart nær 11 milljónir, og smásöluvöru- veltu sinni, sem er um 600 milljón sterlingspund á ári. Hún er líka hreykin af fjár- magni sínu, sem er samansafn að sparifé vinnustéttanna, svo og af hinni löngu þjónustu sinni við neytendur, sem hefir afstýrt margvíslegu okri og einokun. Það er mikið þrek- virki, að hafa byggt þessa miklu hreyfingu upp í sam- keppni við kapitalismann og í andstöðu við ríkisstjórnir, sem hafa verið vinveittar kapítal- ismanum. Ekkert af því, sem ég hefi sagt í þessum greinaflokki né heldur i bók minni, sem gefin verður út i júlímánuði af Allen & Unwin, er sagt til þess að gera lítið úr árangrinum af þessu þrekvirki, sem ég virði mjög mikils. En því meiri virðingu, sem maður hefir fyrir árangri þeim, sem samvinnuhreyfing in hefir náð, þvi meira langar mann að sjá hana vaxa og dafna. Þetta á alveg sérstak- lega við á yfirstandandi tím- um breytinga frá kapítalisma yfir í mildan sósíalisma, og þegar hætta er á, að sósíal- istiskar hugmyndir verðj mis notaðar þannig, að þær leiði til skrifstofumennsku og sam- dráttar valdsins fremur en til lýðræðis. ÞAÐ ER HÆTT við því, að sá mikli skipulagslegj ofvöxt- ur, sem er í öllum hlutum núna, verði til þess að draga úr frelsi einstaklingsins. Eina áhrifaríka vörnin gegn slíkri frelsisskerðingu er að dreifa valdinu og ábyrgðinni á eins margar herðar og mögulegt er. Jafnframt þarf að hlúa að þeim félagsstofnunum, sem stuðla að því að vinnustéttirn ar og húsmæðurnar notfæri sér slíka dreifingu valdsins. Samvinnuhreyfingin, sem byggist á því, að hver einstak- lingur í hverju kaupfélagi geti átt þátt í að stjórna félaginu, er mikilvægur hluti af brezka lýðræðinu; og samvinnufélög- in ættu að gegna engu minna hlutverki við mótun pólitískra stefnumiða heldur en verka- lýðsfélögin gera. Þau gera þetta hins vegar ekkj núna, aðallega vegna þess, að þau reyna ekkert til þess og hafa eins og sakir standa ekki nógu ákveðnar hugmyndir um það, hvað þau vilja í þessum efn- um. Verkalýðsfélögin sameinuðu krafta sína kröftum Jafnaðar mannaflokksins og Verka- mannaflokksins á þeim tím- um, þegar samvinnuhreyfing- in hélt enn, að hún gæti stað- ið sér og utan við stjórnmál. Afleiðingin af þessu hefir orð- ið sú, að Verkamannaflokkur- inn hefir markað stefnu sína undir áhrifum frá jafnaðar- mönnum og verkalýðsfélögun um án þess að taka mikið til- lit til samvinnuhugsjónarinn- ar. Þegar samvinnumenn neyddust svo til að stofna sinn pólitíska flokk, hafði flokkur vinnustéttanna þegar mótað sína stefnu um félags- og efna hagslegt öryggi og þjóðnýting una sem einn meginþátt í því að ná efnahagslegum yfirráð- um af kapítalistum. Verkamannaflokkurinn var strax fylgjandi meginmark- miðum samvinnuhreyfingar- innar, og hann hefir gert mik- ið til þess að hjálpa henni. En flokkurinn hefir ekki í fram- tíðarstefnumiðum sinum hugs að mikið um það, hvern sess samvinnuhreyfingin skyldi skipa í hinu nýja mannfélagi, sem hann vill skapa. Það er ekki fyrr en á síðustu tímum, að forystumenn samvinnufé- laganna hafa farið að hugsa um þetta, og það einungis vegna þess, að þeir hafa séð möguleika á, að frekari þjóð- nýting muni þrengja að starf semi samvinnufélaganna í ýmsum greinum. Þetta hefir getað átt sér stað vegna þess að innan samvinnuhreyfing- arinnar hefir verið of langt bil á milli verzlunarstarfseminn- ar og fræðslustarfseminnar. ÚTBREIÐSLA samvinnu- hugsjónarinnar hefir að mestu verið sett í hendur 1 „aukafélaga" svo sem kvenna gilda og fræðslufélaga. En | verzlunarhreyfingin, sem á stöðugt í samkeppni við einkaframtakið, hefir ekki haft tíma aflögu til þess að hugsa um framtíðarvandamál eða framtíðarstefnu. Og starfs menn fræðslufélaganna hafa ekki haft nægjanlega mikið .samband við verzlunardeild- irnar og þess vegna gert sig ánægða með að tala fyrir fjar lægum hugsjónamálum, en ræða siður aðsteðjandi vanda- mál, sem fylgja frekari út- breiðslu samvinnustarfsem- innar. Afleiðingin af þessu heíir orðið sú, að samvinnuhreyf- ingin hefir, í stað þess að vinna með Verkamanna- flokknum að sköpun raun- hæfrar stefnu til þess að yfir- taka einkareksturinn, tekið ■ neikvæða afstöðu, en slíkt er j óviðeigandi á þessu tímabili félagslegra breytinga, sem ganga nú langtum hraðar yfir heldur en nokkur bjóst við fyrir fáum árum. Afstaða Verkamannaflokks ins hefir heldur ekki orðið eins jákyæð að undanförnu og áður. Flokkurinn hefir komizt að raun um, að þjóðnýtingin er ekkert undratæki til þess að koma á atvinnulýðræði, og sannleikurinn er sá, að það eru aðeins fáar iðngreinar og fá þjónustufyrirtæki, sem hægt er að þjóðnýta með góð- um árangri til viðbótar þeim greinum, sem þegar hafa ver- ið þjóðnýttar. Jafnaðarmenn leita nú bet- ur og betur að ráðum til þess að yfirtaka einkareksturinn, án þess að það leiðj til frekari skrifstofumennsku og sam- dráttar valdsins. Slíkur sam- dráttur valdsins í höndum fárra útvaldra embættis- manna er ekki vel til þess fall in að skapa þá tilfinningu hjá vinnustéttunum, að þær ráði meiru eftir en áður. Þess- vegna eru fylgjendur Verka- mannaflokksins nú reiðubún- ir til þess að hlusta á tillögur samvinnumanna, þ. e. strax og samvinnuhreyfingin hefir einhverjar tillögur fram að færa. ÞEGAR ÉG REYNI að horfa fram í tímann og gera mér grein fyrir því, hvers konar skipulag eigj sér þá stað, þá sé ég „blandað skipulag“. Ekki þó blandað skipulag kapital- isma og sósíalisma heldur sam bland af rikis-, bæjar-, hér- aðs- og samvinnurekstri. Ég vil að flestar verksmiðj- ur, smáar og stórar, verði end urskipulagðar sem samvinnu- félög í eigu framleiðenda og neytenda, sem njóti aðstoðar og leiðbeininga ríkisins varð- andi heildar rekstursáætlan- ir, án þess þó að ríkið taki nokkurn þátt í hinni daglegu stjórn félaganna. Ég vil, að öll heildsala verði skipulögð annað hvort á sam- vinnugrundvelli eða sem sam- eign ríkisins og samvinnu- hreyfingarinnar. Ég vil að flestum smásöluverzlunum, nema þá smáverzlununum, verðj breytt í samvinnufélög án þess þó, að slíkt leiði til einokunar eða til þess að frelsi neytendans verði skert. En ég sé enga möguleika á þvi, að slíkt geti átt sér stað nema því aðeins, að mikil breyting verðj á forystuhæfi- leikum forystumanna sam- vinnufélaganna, og ekki held- ur án ákveðins samstarfs milli ríkisins og samvinnuhreyfing- arinnar. Ég veit vel, að mar^ir sam vinnumenn leggja mikla á- herzlu á frjálsa inngöngu í samvinnufélögin, og ég játa fúslega, að slíkt hefir verið þýðingarmikið atriði við upp- byggingu þeirra. En frjálsa fyrirkomulagið getur ekki náð til allra, án þess að það missi tilgang sinn, nema því aðeins að gerðar séu ráðstafanir til þess að tvenns konar aðilar starfi við vörudreifinguna og neytendum og framleiðendum gefist kostur á að velja á milli þeirra. Þess vegna er það, að ef við viljum að samvinnu- verzlun yfirtaki einkarekstur- inn, þá verðum við að sætta okkur við að breyta þeim að- ferðum, sem hafa reynzt sam- vinnufélögunum vel í sam- keppni og aðstöðu. • AUÐVITAÐ munu sumir samvinnumenn segja, að þeir hafi ekki áhuga á að útrýma einkarekstrinum heldur vilji þeir aðeins fá frelsi til þess að keppa við hann á grund- velli frjálsrar samkeppni. Ég býst við, að slíkir samvinnu- menn séu mér ósammála, vegna þess að ég vil útrýma kapitalismanum og með einu ráði eða öðru koma öllu efna- hagskerfinu í það horf, að þar ríki fyllsta lýðræði. Ég skrifa þetta fyrir þá sam Vjnnumenn, sem eiga þessa hugsjón með mér, og horfast í augu við þá staðreynd, að mannfélagið er að breytast í þá átt, að þar fyrirfinnist eng ir auðugir menn eða einka- gróðafélög, sem rekin ;eru af óábyrgum stjórnendum með einkagróðasjónarmiðin ein í huga. Til þeirra beini ég máli mínu um að bjarga samvinnu- hreyfingunni frá kyrrstöðu og minnkandi hlutdeild í umsetn ingu eyðslueyris vinnustétt- anna. Og þetta vil ég, að þeir geri ekki aðeins fyrir sam- vinnuhreyfinguna heldur enn fremur til þess að koma í veg fyrir, að sósialisminn verði lít ið annað en eins konar „fram kvæmdastjórabyltingu“ sem (Framhald á 7. síðu.) Það er Kristjón H. Breiðdal, sem nú kveöur sér hljóös í bað stofunni: Baðstofan opin, bóndi hress að vanda. býður til sætis, gestur skal ei standa. Brúnléttur, spurull breytir skörp um anda búinn til svars, og leysir allra vanda. Eitt finnst mér vanta: Heimasætan engin er við arin baðstofunnar. Starkaður virðist stjórna hér störfum húsfreyjunnar. Eftir áður gerðu umtali læt ég ykkur í té eftirfarandi visur um næturævintýri á glugga hjá stúlku. En það var nú í þá gömlu og góðu daga, þegar menn voru ekki „aresteraðir“ né settir út af embættislegum sakramentum fyrir það eitt, að láta hrífast af kvenlegum yndisþokka, þó gler- skömmin skildi á milll. Hér er svo fyrri hluti brags- ins, er nefnist Fyrir áramótin: Inn um gluggann oft ég leit, — ei þó gert af táli, yðar nafn ég ekki veit, engu skiptir máli. Er ég stóð við yðar skjá, einn um miðjar nætur og horfði í augun yndisblá, ylnuðu leynirætur. Kurteislega komuð þér, kröfðust engra svara. 1 skyndi réttuð „Moggann" mér, með það hlaut að fara. -11 í vina skyni vil ég því vísur yður senda, bréfakörfu eflaust í ættu þær aö lenda. Þó um dagsins ys og önn ýmsir misjaft ræði verður okkar saga sönn: sú, að vökum bæði. Hér kemur svo seinni hlutinn er nefnist Eftir áramót: Enn er ég við yðar skjá, árinu fylgir sporið, engu vil þó um það spá, hvort endist fram á vorið. Aldrei mun þó eftir sjá, að eiga þangað sporið, meðan augun yðar blá endurspegla vorið. Hverfur ár í alda sjá, iðrar margan sporið, hafi þeir gálaust gengið frá, gæfunni liðna vorið. Dagar yfir alda sjá, árið nýtt er borið. Gangið þér ei gálaust frá gæfunni æsku vorið. Huldumannsins huldubréf, huldu vin konunnar. Huldu óskir huldu stef. Huldu prentsmiðjunnar. ji fffl Góðar stundir". Hér látum við svo staðar num ið í dag. Starkaður. ORÐSENDING TIL BÆNDA Nautgripakjöt af nýslátruðu er nú f háu verði. Æskilegt .er aff bændur slátri sem mestu af alikálfum og nautum í júní og fyrri hluta júlí-mánaðar, og afhendi kaupfélagi sínu til sölumeðferðar. Um eða uppúr miðj- um júlí fer venjulegast að berast meira af nautgripakjöti á markaðinn, en hægt er aff selja jafnóðum. Verður því aff frysta megniff af kjötinu og geyma til vetrarins. Leggst þá óhjákvæmilcga aukakostnaður á kjötið, sem orsakar lægra verð til bænda. Bændur sendið kjötið á markað í júní og fyrri hluta júlímánaðar, á meðan að sölu- möguleikar eru beztir, verðið hæst (sumar- verð) og kostnaðurinn minnstur við dreif- ingu þess. Til þess að geta fengið hátt verff fyrir naugripakjöt, verður umfram allt að vanda vel slátrun gripanna og meðferff kjötsins og gæta ýtrasta hreinlætis viff flutning á þvi til sölustaðar. Munið að blóðugt og óhreint kjöt verffur alltaf miklu verðminna en hreint og vel meff fariff kjöt, og bezt borgar sig aff láta slátra öllum gripum í sláturhúsum. Samband ísl.samvinnufélaga Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.