Tíminn - 19.06.1951, Side 7
134. blað.
TÍMINN, þriðjudaginn 19. júiií 1951.
7,
Myndarlegt blað
Kvenréttinda-
félagsins
í dag er hátíð sdagur kven-
réttindafélags íslands og
munu konurnar gera daginn
eftirminnilegan á margan
hátt. Kvenréttindafélagið
annast dagskrá í útvarp nu
1 kvöld, og einnig efnir félag-
ið til skemmtisamkomu í V.R.
Þá hefir Kvenréttindafé-
lagið gefið út blað í t lefni
dagsins og nefnist það 19.
júní. Er það fjölbreytt að
efni og hið vandaðasta að
öllum frágangi. Verður það
selt á götum í dag.
í blaðinu er m. a. þetta efni:
Ávarp formanns K.R.F.Í., frú
Sigríður Magnússon, 19. júní
eft r Svövu Þorleifsdóttur,
viðtal við sendiherra Dana
hér, frú Bodil Begtrup, Trygg
ingamál eftir frú Auði Auð-
uns, Jöfn fyrir lögum — og
framkvæmd þeirra eftir Að-
albjörgu S gurðardóttur, Hin-
ar vitru konur í Bishops Ste-
hington eftir Rannveigu Þor-
steinsdóttur, Rcdd úr sveit-
inni eftir Halldóru Hjartar-
dóttur, Hallve'garstaðir eftir
frú Kristínu Sigurðardóttur,
Skattamál og ástamál eftir
Valborgu Bentsdóttur, Sömu
laun til karla og kvenna fyrir
störf af sama verðmæti, eftir
Guðnýju Helgadóttur, Þrjár
listakonur, Hvað er nú orðið
okkar starf eftir Ragnhe'ði
Jónsdóttur, Þjóðmálaþátttaka
kvenna og hættumerkin við
veginn eftir Ragnheiði Möll-
er. Margt fleira er í blaðinu.
IlátíðnholdÍM.
Vorkofnin.
(Framhald af 8. siðu.)
þar meðal annars fimm Dala
menn l’rumort kvæði.
Önnur þjóðhátíðarsamkoma
Dalamanna var þá um kvöld
ið að Nesodda.
Vegleg hátíðahöM
í Vík.
í Vík í Mýrdal hófust há-
tíðahöld með guðþjónnstu í
Víkurkirkju og messaöi séra
Jón Þorvarðarson, sóknar-
prestur. Söng önnuðust kirkju
kóro.rnir frá öllumr kirkjum í
Mýrdal sameigmlega. Orgel-
leikari var Óskar Jónsson, bók
ari.
Síðar um daginn hófst sam
koma í samkomhúsinu. Ræð-
ur fluttu Sveinn Einarsson,
bóndj á Reyni og Gunnar Þor
steinsson bóndi á Ketilsstöð-
um. Óskar Jónsson flutti
kvæði eftir Stefán Hannesson
kennara. Á milli ræðna sungu
kirkjukórarnir og stjórnuðu
söngnum frú Ástríður Stefáns
dóttir og Óskar Jónsson. Síð-
an voru sýndar íslenzkar
kvikmyndir og loks dansað
eftir hljómsveit staðarins og
útvarpsmúsík til skiptis. Fékk
útvarpsmúsíkin hið mesta
hrós dansendanna að þessu
sinni.
HátíðahölfVn undirbjuggu
kirkjukórarnir í Mýrdal. Fjöl
menni var mikið.
Á Akureyri.
Á Akureyri voru mikil og
fjölþætt hátíðahöld, og yröi
of lan°t ah rekja srang heirra.
Fóru þau fram úti enda var
veður hið fegursta og mikið
fjölmenni tók þátt í þeim.
Dansað var úti fram eftir
ncttu.
Hárra fjjalla
ou fljóta Innd
(Framhald af 5. síðu.j
Slátturinn ekki hafinn.
Og lestin heldur áfram.
Landslagið skiptir um svip i
sífellu. Furan teygir sig á
efstu tind:«. og stendur sums
staðar græn upp úr snjónum
á efstu gróðurmörkum.
Bændabýlin tylla sér á hjalla
og sillur upp um allar hlíðar.
Tírólbændur eru ekki farnir
að slá enn, og litlu, pervisnu
bjálkakofarnir, sem dreift er
út um allar koppagrundir,
bíða þess að taka við heyinu
11 þerris. Borgir og bæir líða
hjá — Innsbruck, Brixlegg,
Kitzhúbel, Weissbach og
Bruch. Hjá Bruch verðum við
að taka langan krók á okkur
suður fyrir tunguna, sem
Þýzkaland teygir inn í Austur
riki á þessum slóðum. Þá eru
aðeins örfáir km. upp í
Bergchtesgaden, arnarhreið-
ur H tlers í fjöllunum við'
landamæri Austurríkis.
Um kvöldið erum við í Salz
burg, borg Mozarts, en þá er
myrkur skollið á. Nú styttist
óðum til Linz. Ég ræði við
Vínarbúann glaða og gunn-
reifa. Hann seg r mér sitt
hvað um borg söngvanna en
ég reyni að fræða hann lítil-
lega um sauðburðinn á ís-
landi.
Hittumst í Grinsing.
— Vertu ekki lengi í Linz,
seg r hann. — Það er leiðin-
leg borg, gráir steinveggir, sót
ug málmiðjuver og enginn
söngur. Komdu sem fyrst til
Vinar, þar er annað uppi á
teningnum. Þar bergja menn
söngvatnið ótæpt, hið tæra
glóvín jarðar. Vínið er söngur
jarðar nnar, og þess vegna er
Vín höfuðborg söngsins.
Kannske við hittumst í Grin-
sing?
Mér fljúga í hug orð, sem ég
hef heyrt úr bréfi frá íslenzk
um stúdent í Vín: Já, þetta
er Gósenland, enda bera ör-
nefni og heiti þess ljósan vott.
Það heit r Austurríki, höfuð
borgin Vín og e nn mesti
stjórnmálagarpur síðari ára
heitir Schuschnigg, (sjúss —
nikk!).
Það er komið fram yfir mið
nætti, þégar lestin rennur inn
á stöðina í Linz. Þá er Vínar-
j búinn m nn káti sofnaður í
! hnút á trébekknum og snýr
breiðum bakhlutanum fram.
Ég tek töskur mínar, klappa
Vínarbíianum létt á lendarn
ar í kveðju- og þakklætisskyni
fyrir samfyigdina og snarast
út úr lestinni. Ég býst til aö
ganga upp í upplýsingade ld
stöðvarinnar til að spyriast
þar fyrir um fulltrúa blaða-
þjónustu austurrísku stjórn-
arinnar, sem ráðgert var að
yrði þar. En ég hef ekki gengið
lengi, er á móti mér kemur
v rðulegur og prúðmannlegur
maður með vöxtulegt svart
prússaskegg á efrivör. Hann
snýr sér hikandi að mér og
spyr, hvort ég sé norrænn
blaðamaður, og þvi játa ég alls
hugar fegínn. Þarna er kom-
inn dr. Hans Kronhuber, rit-
stjóri, yfirmaður blaðaþjón-
ustu austurrísku stjórnarinn-
ar. Handtak hans er hlýtt og
viðtökurnar innilegar. Þetta
var maðurinn, sem hafði síð
ar allan veg og vanda af ferða
lagi norrænu blaðamannanna
um Austurriki næstu dagana
og reyndist hinn bezti vinur,
forsjáll fararstjóri og umburð
arlyndur og góðgjarn félagi.
Er v ð stöndum þarna og ræö
umst við, ber að háan og
myndarlegan Svía, sem komið
hefir með sömu lest og ég,
þótt ekki vissi ég um hans
ferðir, og þar með segir dr.
Kronhuber, að hjörð sín sé
öll heimt og bezt sé að halda
til gist hússins.
iele
Síldjirverðið-
(Framhald af 1. síðu.)
Útborgunarverðið í fyrra
nam kr. 65,00 og endanlegt
verð kr. 70,00 mál ð. í hitteí-
fyrra var verðið kr. 40^00 fyr-
ir málið. S. R. hafa tilkynnt
að þær hefji móttöku bræðslu
síldar hlnn 5. júlí n. k. *
Verkeísii
framnndan
(FramhaM af 4. síðu.)
skilur bæði framleiðendur og
1 neytendur eftir ófrjálsa, og ó-
! ánægða með tilhögun hins
’ stjórnarfarslega og efnalega
valds.
Þa er auðvitað margt í bók
minni, sem ég hefi ekki getað
minnst á í þessum greina-
flokki. En ég vona að ég hafi
sagt nóg til þess að vekja á-
huga lesenda minna á þvi að
byrja að ræða framtíðar
stefnuskráratriði samvinnu-
hreyfingarinnar, en slikar
umræður hefðu auðvitað átt
að hefjast fyrir löngu síðan.
þvottavélar
geta líka soðið þvottinn. Þær
eru þýzk framleiðsla, traustar
og fallegar. Komið og skoðið.
Tckum á móti pöntunum.
Véla- og Raftækjaverzlunin
Tryggvagötu 23. Sími 81279.
Raforka
(Gísli Jóh. Sigurðsson)
Vesturgötu 2.
Síml ÍÍOÍIff*.
( Raftækjaverzlun — Raflagnir
— Viðgeráir — Eaflagna-
teikningar.
Vasahnífar
og dólkar
SLIPPFÉLAGIÐ
Þrír hestar
til sölu hjá Einar, Hlemmi-
skeiði, Skeiðum. Sími um
Húsatóftum.
Ur og klukkur
sendum gegn póstkröfu um
allt land
Ifiapúi C n
Laugaveg 12 — Sími 7048
WAWW.WAW.W.W.V.W.W.VJV.W.’.V.V.W.VJ
. 4
SKIPA11TCCKO
RIKISINS
„ESJA“
fer frá Reykjavík laugardag-
inn 23. júní vestur um land
til Akureyrar. Vörumóttaka á
áætlunarhafnir á morgun og
fimmtudaginn. Farseðlar seld
ir á morgun.
Af sérstökum ástæðum er
til sölu
1
;■ heyþurrkari, afkastamikill, hey og kornmölunarvél, ■;
I; traktor meö útbúnaði til aö snúa þeim (brennir hrá^
I* olíu) einnig kartöfluniðursetningarvél, kartöfluflokkS £
unarvél, afhleðslutæki fyrir heyvagn. — Tækifæri fyr i
■ 9
% ir þá sem vildu skapa sér atvinnu við framleiðslu í /
;» stórum stíl á seljanlegum og efturspurðum afurðujn, íj
;* sem spara gjaldeyri. íj
í Upplýsingar gefur Ágúst Jónsson Skólavörðustig 22,
í" simi 7642. ‘U
V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.ý
V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.VV.V.V.V.V.V.V/.V.V.1
í í
MI. f. Eiinskipafélag fslands í
>
I
Opinbert uppboð veröur
hldið hjá áhaldahúsi bæjar-
ins við Skúlatún, fimmtudag
inn 21. júní n. k. kl. 1,30 e. h.
og verða þar seldar eftirtald-
ar bifreiðar:
R-129, R-181, R-378, R-392,
R-413, R-491, R-508, R-539,
R-653, R-740, R-756, R-786,
R-938, R-1095, R-1218, R-1232
R-1282, R-1388, R-1391, R-
1750, R-1791, R-1803, R-1922,
R-2011, R-2035, R-2109, R-
2161, R-2167, R-2247, R-2272,
R-2274, R-2403, R-2405, 2413,
R-2481, R-2615, R-2664, R-
2670, R-2707, R-2762, R-2834,
R-2923, R-3100, R-3185, R-
3225, R-3423, R-3427, R-3455,
R-3718, R-3816, R-4189, R-
[ 4315, R-4447, R-4458, R-4579,
R-4609, R-4660, R-4690. R-
14864, R-4893, R-5042, R-5055,
R-5070, R-5283, R-5308, R-
'5362, R-5386, R-5404, R-5416,
R-5420, R-5578, R-5632. R -
'5692, R-5708, R-5803, R-5805,
R-5838, R-5858, R-5981, R-
5987, R-6106, R-6145, R-6161,
og R-6583.
Greiðsla fari fram við ham
arshögg.
Borgarfógetinn i Reykjavík
Ms. Gullfoss :i
i
fer frá Reykjavík laugardaginn 1.
júlí kl. 12 á hádegi til Leith og
Kaupmannahafnar.
1
Pantaðir farseölar skulu sóttár .;
eigi síðar en þiröjudaginn 26. júní.| C
Það skal tekið fram, að farþegar ■;
verða að sýna fullgild vegabréf V
þegar farseðlar eru sóttir. % 5*
*' i
tVWW.VV.W.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.-.V.W.V.V.'.’AV
pF
W.V.V.V.V.V.W.V.W.W.V.V.V.V.V.W.V.V.V.W.V.
>. >
. . ./’.*■ <
Kaupfélög Kaupfélög
Höfum fyrirliggjandi hænsnafóður:
Blandað korn og varpmjöl.
3
j: Samband ísl.samvinnufélagá j;
(ÁV.V.'.WV|VW.V.W.V.W.V.V.V.V.V.W.W.V.VAVV
.y.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.W.V.'.V.V.V.V.WAW.V.V
! RÚSÍNUR
S 'í
höfum vér fyrirliggjandi. <
í j:
:• Samband ísl.samvinnufélaga >
;■ :*
■; ■:
W.V.V.V.V.V.W.VAV.W.V.V.V.V.V.W.V.V.W.V.W