Tíminn - 28.06.1951, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.06.1951, Blaðsíða 2
2. TÍMINN, fimmtudaginn 28. júní 1951. 142. blaO. W.WW/AV.VAV.V.V/AV.VV.V.V.W.V.V.V.’.WAI hafi til heiía Útvcrpib ijtvarpid í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Einsöngur: Fedor Sjaljapin syngur (plötur). 20,45 Dagskrá Kvenréttindafélags is- lands. — Erindi: Um Guðrúnu H. Finnsdóttur skáldkonu (frú María Laxdal Björnsson frá Winnipeg). 21,05 Tónleikar (plöt ur). 21,15 Frá útlöndum (Jón Magnússon fréttastjóri). 21,30 Sinfónískir tónleikar (plötur). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22,10 Framhald sinfónísku tón- leikanna. 22,35 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Ríkisskip: Hekla fór frá Glasgow síðdegis í gær áleiðis til Reykjavíkur. Esja er væntanleg til Reykjavík ur árdegis í dag að vestan og norðan. Herðubreið fór frá Ak ureyri í gær austur um land. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavikur í dag. Þyril'l er á leið frá Reykjavik til Norðfjarð ar. Ármann fer frá Reykjavík á föstudaginn til Vestmanna- eyja. Skrúðganga templara á afmæli áfengisverzlunarinnar. Áfengisverziun ríkisins átti þrítugsafmælí í gær. Þann dag fyrir 30 árum voru iögin um Áfengisverzlun ríkisins undir- rituff. Ekki hafa borizt fréttir af því, að áfengisverzlunin hafi haldið upp á afmælið, en hins vegar hlupu tempiarar undir bagga og héldu daginn hátíðlegan. Hófu þeir stórstúku þing sitt á Akureyri og fóru í skrúðgöngu um Akureyrarbæ. fossi. — Önnur ferðin verður að Gullfossi og Geysi. Þá verður ekið upp Hreppa. — Þriðja ferð in verður hringferð um Krísu- vík, Selvog, Strandarkirkju, Hveragerði og Hellisheiði. — Þeir, sem ætla að taka þátt í þessum ferðum, þurfa að kaupa farseðla á laugardag fyrir kl. fimm. Vestmannaeyjasýning. Flugfélagið I.oftleiðir hefir þessa dagana athyglisverða sýn ingu á ljósmyndum frá Vest- manneyjum, sem komið er fyru- Á fírnum ðegi: í hinum stóru gluggum á skrif- stofu félagsins við Lækjargötu. Er þar sýnt sitthvað úr atvinnu lífi og staðháttum Eyjanna, hið nýja hótel HB og aðrar myndar legar byggingar. I.S.I. S.S.Í. S.R.R. Ólympíudagssundmótið fer fram í Nauthólsvík sunnudaginn 15. júlí n. k. með eftirtöldum sundgreinum: 500 m. íslendingasund, 100 m. baksund karla, 100 m. skriðsund karla, 100 m. bringusund karla, 100 m. bringusund kvenna, 50 m. bringusund drengja, 50 m. skriðsund drengja, 50 m. stakkasund karla. Sundráð Reykjavíkur. Gerizt áskrifendur að Vélskófla \ Aisstin-Western % sem emmg ma nota % sem krana og skurð- gröfu, til sölu. StærÖ •* Yz cu. yard. Dieselvél (111 - :: i- ■: *.*.*.*, .V.V.V.V.V.Vl ‘.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V í : Dömur Dömur CLIP 3 imanum Áskriftarsimi 2323 •v. ~0\ % er nýútkomið íslenxkt tízkuhlað ineíS í meðfylj»jandi sniðuin af kjólnm :| barnafatnaðl. 9 í í blaðinu eru greinar um tizku og snyrtingu, einnig Á lestur til fróðleiks og skemmtunar. Kaup:ð eða gerist áskrifendur að þessu hagnýta og :; vandaða tízkublaði. Fæst í flestum bókaverzlunum ■: og á afgreiðslu blaðsins Laugaveg 10. ! •■ Eim.skip; Brúari'oss er í Hamborg. Detti' 'i foss fór frá Reykjavík 26. 6. til v New York. Goðafoss er í Ant- verpen, fer þaðan væntanlega 28. 6. til Rotterdam og Hull. Gull foss fór frá Leith 26. 6. til Kaup mannahafnar. Lagarfoss fer frá Reykjavík annað kvö^i 28. 6. vestur ög norður og til Gauta- borgar. Selfoss er í Rvík. Trölia íoss er i Rvik. Katla er í Rvík. Vollen fer frá Hull 27. ö. til Reykjavíkur. Hann brosti við Flugferðir Flugféla? íslands. Innaniandsflug: I dag eru ráð gerðar flugferðir til Akureyrar (kl. 9,15 og 16,30i, Vestmanna- eyja, Seyðisíjarðar. Neskaupstað ar. Reyðarfjarðar. Fáskrúðsfjarð ar, Sauðárkróks. Blönduóss, Kópaskers og Siglufjarðar. Frá Akureyri verður flogið til Ólafs I fjarðar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja, Hornafjarðar, Fagurhólsmýrar, Kirkjubæjar- j klausturs og Siglufjarðar. Frá1 Akureyri verður flogið til Aust- fjarða. — Miliilandaflug: „Gull faxi“ kom frá Stokkhólmi i gær I kveldi. Flutti hann sænska lands liði^ í knattspyrnu til Reykja- víkur. Flugvélin fer til Osió ki. 8,00 í fyrramálið og er væntan- leg aftur til Reykjavíkur kl. 22 , annað kvöld. Úr ýmsum áttum Flugvélarhappdrætti L.B.K. Umboðsmenn og sambands- kórar eru beðnir að hraða sölu og gera skii. — Sölubörn, mætið í Lækjargötu 10 B. MeiMitaskóliivn í Reykjavík. Þeir, sem ætla að sækja um inngöngu í þriðja bekk skólans, verða að gera þuð eigi síðar on 31. júií, og skulu fylgja skrifieg um umsóknum skirnarvottorð og skírteini um miðskólapróf. Þeir, sem fara ætla í fjórða bekk skólans, eru beðnir að gefa sem fyrst til kynna, hvort þeir ætli i máladeild eða stærðfræði deild. Þeim. sem ekki hafa gert þetta fyrir lok júlímánaðar, verð ur ráðstafað í deildir af skóla- stjóra. Ferðaskrifstofan. Um næstu helgi eru áætlaðar þrjár sunnutíagsferðir. Sú fyrsta í Þjórsártíal. Verður ekið að Stöng, Hjálparfossúhi og Háa- ! Þegar Hafnfirðingar þeir og Reykvíkingar, sem fóru austur að Gunnarsholti í fyrradag, voru á heimleiö, lét einn hinna hafnfirzku vina Gunnlaugs svo um- mælt, að athöfnin eystra hefði verið hin fegursta guðsþjónusta, sem hann myndi muna til æviloka. Máttj það gerla finna á vinum Gunnlaugs, þeim sem hann þekktu gerzt, að þeir höfðu sem skynjað anda hans og nálægð hinn fagra sólskinsdag þarna undir hraunbrúninni í Gunnarsholti, þar sem hann tók upp hina tvísýnu baráttu við sandinn og gekk með sigur af hólmi. Þegar Rikarður Jónsson, sem gerði myndastyttuna, hóf að flytja kvæðj sitt, kallaði einn af þeim, sem víð- staddur var: ,,Gunnlaugur brosir“. Og það voru fleiri, sem fullyrtu, að hann hefði bæði brosað og viknað meðan athöfnin fór fram, og hefði verið sem þeir hefðu horft á manninn sjálfan og séð geðbrigðin speglast í svip hans í sólskininu, þótt þarna sé aðeins mynd hans af eiri ger. í ræðum þeim, sem fluttar voru, var Gunnlaugs minnzt af mörgum, starfs hans, einiægni og elju. Steingrímur Steinþórsson sagði, að hann hefði trúað því, að guðleg forsjón þefði stýrt því, hvaða starfssvið hann hefði helgað sér, og trúarjátning hans hefði verið sú, að guð væri í öllu, sem lifði og hrærðist, jafnt minnsta strái sem manninum sjálfum. Þegar hann hóf sandgræðslustarfið, trúði því ná- lega enginn, aö’ unnt væri að stööva framrás sandsins, hvað þá vinna aftur það land, sem hann hafði eytt. Ævistarf Gunnlaugs væri þvi ekki einungis hinn sýni- legj ávöxtur, gróðurbreiður, þar sem áður voru sand- ar, heldur þaö kraftaverk að vekja trú þúsundanna á sandgræðslu, þar sem áöur var andúð og vantrú. Komandi kynslóðir, sem kæmu að Gunnarsholti, myndu spyrja, hver hann hefðl verið, þessj Gunn- laugur Kristmundsson, sagði Ste ngrímur, og sjálfsagt myndi þær aldrei skilja til fulls, hvað gert hefir verið í Gunnarsholti. þegar sandarnir eru aftur gróðri vafð- ir. En ungum mönnum, sem trúnaður hefir verið fal- inn, mætti Gunnlaugur vera fyrirmynd um dyggð og tryggð og trúmennsku í starfi, því aö hans líka hefði hann ekki fyrirhitt um ráðvendni og árvekni. Páll Zóphóniasson, sem mæltl örfá orð, dró upp skýra mynd af Gunnlaugi með þessarl stuttu setn- ingu: )rHann elskaðj ræktun, hataðj hjarðmennsku“. Rányrkjan var honum viðurstyggð og tortím ng — — ræktun heilög köllun. Bað búnaðarmálastjóri Run- ólf Sveinsson sandgræðslustjóra að brýna þetta íyrir ungum mönnum, er kæmu að Gunnarsholti og skoðuðu þar styttu Gunnlaugs Kristmundssonar. i » Tízkublaðið CLIP HUSGAGNABOLSTRUN SIGURBJORNS E. EINARSSONAR TILKYNNIR: Höfum opnað nýja sölubúð í sambandi við vinnustofuna í Höfðatúni 2 (hornið Borgartún—Höfðatún). Seljum bólstruð húsgögn af lager eða smíðum eftir pöntunum. Öll vinna er iðngrein okkar tilheyrir, er unnin af fyrsta flokks fagmönnum. N.B.: Yöar vegna: Munið HÖFÐATÚN 2 þegar yður vantar bólstruð húsgögn. ll Lóðir imdir smáíbúðir: Bæjarstjörn Reykjavíkur hefir látið skipuleggja sér jj stakt smáíbúðahveríi. — Eyðublöö undri umsóknir f| um slíkar lóðir verða afhetntar í skrifstofu bæjarins, •{ Hafnarstrætf 20, föstudaginn 29,júní kl. 5—7 síðd. og næstu viku í venjulegum skrifstofutíma, kl. 9—12 og $5 -® 1 Fyrirvari er gerður um leyfi fjárhagsráðs til bygg- jj ingaframkvæmdanna. ;; :: 1 Borgarstjórinn. Hjartkærar þakkir til allra fjær og nær sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns og fósturföðnr okkar GUNNARS BJARNASONAR skósmiðs frá Seyðisfrði. — Guð blessi ykkur ML Vaigerður Ingimundardóttir, Inga Jóhannesdóttir, Ingimundur Bjarnaspn. Þakka hjartanlega auðsýndan vinarhug á 60 ára afmælí mínu 25, júní 1951. Guðmimdur Hannesson, Egilsstaðakoti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.