Tíminn - 11.07.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.07.1951, Blaðsíða 4
TÍMINN, miðvikudaginn 11. júlí 1951. 153. blað. Nauðsyn verksmiðjuiðnaðar Heiðruðu gestir, kæru sam- I starfsmenn! Ég vil þakka öllum, sem heiðra fyrirtækið með nær- veru sinni hér í kvöld. Ég býð ykkur velkomin. Klæðagerðin Últíma er 10 ára. Þetta er enginn stórvið- burður, enda ekki ætlunin að gera mikið veður úr, en eink- um, tvær ástæður liggja til þess að ég hefi beðið ykkur að koma hingað í kvöld. Önnur ástæðan er sú, að ég vildi gjarnan að við, sem er- um samstarfsfólk þessa fyrir tækis, gætum átt glaða stund saman til minningar um 10 ára starfsemi þess. — Þótt oft hafi misjafnlega gengið og ýms ljón orðið á veginum, getum við að vissu leyt} hrós að sigri, því fram til þessa hefir okkur tekizt að sigla skipinu óbrotnu, þótt það hafi stundum orðið .fyrir áföllum, og við getum einnig hrósað sigri að því leyti, að nú er starfsemi fyrirtækisins alger- lega með þeim hættj sem til var ætlazt í byrjun. Upphaflega hugmyndin með stofnun fyrirtækisins var sú, að koma hér á sem ódýrastri og beztri framleiðslu á til- búnum fatnaði með verk- smiðjusniði, eins og tíðkast hefir um áratugi hjá öðrum menningarþjóðum. Flytja með því inn í landið þá starf semi, sem áður hafði verið unnin að mestu af erlendum höndum, því eins og kunnugt er, var mikið flutt til lands- ins af tilbúnum fatnaði síð- ustu áratugi. Ég tel, að okk- ur hafi tekizt þetta vel, því nú eru að þagna raddir um það, að íslenzk framleiðsla á þessu sviði sé ekki jafngóð sams konar erlendri. — Þökk sé góðu starfsfólki fyrir að þess um áfanga er náð. Allmargt af starfsfólki þessa fyrirtækis hefir unnið hjá því óslitið frá fyrstu starfsemi þess. Þetta tækifæri skal notað til þess að þakka öllum, sem hjá fyrir tækinu hafa unnið — fyrr og síðar — fyrir þau störf, sem unnin hafa verið af dugnaði og trúmennsku. Ég þakka ykkur öllu núver andi starfsfólki fyrirtækis- ins, einkum þó ykkur, sem lengst hafið starfað. — Til þess að fá tækifæri til að flytja ykkur þessar þakkir, og sem sagt til að eiga glaða stund með ykkur, er þetta litla hóf haldið hér í kvöld. Hin ástæðan — og sú á- stæðan, sem veldur því, að ég hef beðið blaðamenn og nokkra forystumenn í sams konar iðnaði og okkar, að koma hingað í kvöld, er sú, að ég vil helzt ekkj sleppa nokkru tækifæri til þess að reyna að koma á framfíferi þeim skoðunum mínum og ýmissa annarra, að þjóð vor sé á villigötum I atvinnumál- um. Sannfæring mín er sú, að þessarj þjóð getj ekki farnast vel, ef augu hennar opnast ekki fyrir því, að hér verður að komast á miklu stórfelld- ari og fjölþættari verksmiðju iðnaður en hér hefir þekkzt fram til þessa. Nú má ekki taka þessj orð mín svo, að mér finnist þetta fyrirtæki, né önn ur samskonar, hafa unnið nein grundvallandi stórvirki í þessum efnum. Við höfum aðeins reynt að gera okkar bezta á takmörkuðu sviði. En ég held, að ekki verði annað Efíir Krlstján Friðriksson Erindi það, sem hér fylgir, flutti Kristján Friðriksson framkvæmdastjóri í hófi, sem haldið var í tilefni af 10 ára starfsafmæli Últíma h.f. í erindi þessu ræðir hann m. a. um nauðsyn þess, að íslendingar auki verksmiðju iðnað og aðstöðu þeirra til slíks atvinnurekstrar. Kem ur þar ýmislegt athyglisvert fram og hefir því þótt rétt að láta erindið koma fyrir almenningssjónir. með sanni sagt, en að okkur hafi tekizt að þoka i rétta átt. Hugsunarháttur þjóðarinn- ar þarf að breytast að því er snertir atvinnumálin, þjóðin getur ekki haldið áfram að byggja sína lífsafkomu á stop ulum sjávarafla. Hér þarf að komast á stói'riðnaður, sem jöfnum höndum byggir á er- lendum og innlendum hráefn um, og sem hagnýtir þá að- stöðu, sem þessi þjóð hefir fram yfir flestar aðrar þjóðir, sem er heita vatnið og fossa- aflið. Mín skoðun er sú, að þær greinar stóriðnaðar. sem við ættum fyrst að velja okk- ur og sem ég tel okkur hafa mesta sérstöðu til, er stóriðn aður, sem notar ull og bómull og önnur spunaefni sem hrá- efni. Ekki skal ég þreyta ykkur lengur á því að prédika um þessa trúarjátningu mína í at vinnumálum. Um sögu fyrirtækisins skal aðeins fátt sagt. En eins og ég gat um áðan, var tilgangur inn með stofnun fyrirtækisins að framleiða góðar og ódýrar vörur með verksmiðjusniði eftir erlendri fyrirmynd. Fyrstu árin, sem fyrirtækið starfaði, heppnaðist ekki að koma þessari skipan á nema að takmörkuðu leyti, því að það tímabil var innflutningur efnivara háður ströngum tak mörkunum. Siðar sömdu svo innflutningsyfirvöldin um rýmkun á innflutningi við þetta fyrirtæki og nokkur önn ur, gegn lækkuðu vöruverði. Fullyrða má, að almenningur í landinu fagnaði þessari breytingu, og ósjaldan hefi ég heyrt viðskiptamenh okkar láta i ljósi undrun yfir hinu lága vöruverði, og oft hafa þeir látið orð falla í þá átt að þessir samningar væru eitt hið bezta, sem innflutnings- yfirvöldin hefðu gert til hags bóta fyrir neytendur í land- inu, „bezta verk fjárhagsráðs“ eins og þeir hafa orðað það. Samskonar samningar voru síðar gerðir við fyrirtæki i ýmsum öðrum atvinnugrein- um, og óhætt er að fullyrða, að slíkir samningar hafa spar að neytendum margar mill- jónir króna, og jafnframt skapað aukna atvinnu innan lands. Það er heldur ekki þýð ingarlaust mál, eins og mál- um er nú komið. Til ykkar „kolleganna“ þ.e. forystumanna frá öðrum fyrir tækjum, sem hér eruð mætt- ir, vildi ég segja þetta: „Mér er sérstakt ánægjuefni að sjá ykkur hér, því koma ykkar hingað er vottur þess félags- anda, sem nú fer ört vaxandi meðal okkar iðnrekenda. Ég fagna mjög þessum vaxandi félagsanda okkar í milli, því hann mun bæta aðstöðuna til þess að starf okkar geti kom- ið að því gagni fyrir þjóðina, sem það þarf að verða. Ef til vill hljómar það und arlega í eyrum einhverra að við iðnrekendur teljum okk- ur vera að vinna fyrir þjóðar hag. Ég býst við að margir líti svo á, að okkar hugsun sé sú ein, að græða fyrir okkur sjálfa á atvinnurekstri okkar, og vel get ég fallizt á að eitt- hvað slíkt sé upphaflega mark miðið, sem vakir fyrir hverj- um atvinnurekanda, er hann íer af stað með atvinnurekst ur sinn, en það get ég stað- hæft, að þegar góður og gegn atvinnurekandi er kominn út í hita baráttunnar við að koma áfram og efla starfsemi sína, þá munu hin beinu þröngu eiginhagsmunasjónar mið víkja fyrir öðrum og al- mennari sjónarmiðum. — Allur góður atvinnurekstur er í eðli sínu að margtfalt meira leytj þjóðhagsleg þjón usta heldur en þjónusta vegna einhvers ákveðins manns eða fárra eigenda hvers fyrirtæk is. Og þetta finna fljótt stjórn endur hans, og starf þeirra mótast ætíð að verulegu leyti af því. Hið upphaflega sjónar mið gleymjist, en við taka skyldurnar um að halda 1 horf inu, reyna að sjá starfsfólk- inu fyrir vinnu áfram, reyna að bæta starfsskilyrðin, — vélakostinn — bæta vöruna, — í fáum orðum sagt, gera gagn, — þoka fram á leið. — Þetta er sama sagan um at vinnurekandann eins og hvern annan starfsmann. Góður starfsmaður er ekki allt af að reikna út hvað hann fær fyrir þetta eða hitt hand takið. Hann gleymir því í á- kafanum fyrir því, að vinna verkið vel og fljótt. Ef til vill gerir starfsfólk og atvinnurekendur of lítið að því að tala saman. Við iðnrek endur erum nú smátt og smátt að finna að við erum allir í sama bátnum, en starfs fólk okkar þarf að finna að það er einnig í sama bátnum og við. Og styrkt aðstaða iðn- aðarins þýðir aukið öryggi þess. — Verksmiðjuiðnaður á íslandi er ungur, en efling hans mun hafa meiri þýðingu fyrir almenning þessa lands, en flest annað. — Og sundr- ung og deilur milli einstak- linga og stétta eru ekki veg- urinn, sem liggur til fyrir- heitna landáins. — Menn verða að losna við þann misskilning að atvinnu rekendur séu andstæðingar fólksins, þeir eru verkamenn þess og þjónar, þótt í óeigin- legri merkingu sé. Þetta sést ef til vill bezt, ef við athug- um, að það eru aðeins þrjú frumskilyrði, sem þarf til þess að skapa fólki efnahagslega velsæld — og það er: 1. Vinnufúsar hendur. 2. Hráefni 3 Tækni og þekking. Nóg er tll af öllu þessu. Því (Framhald á-6. slðu.) Enn er Pétur Jakobsson hér á ferð og hefir kvatt sér hljóðs: Nú er liðinn frestur sá, sem skattborgurum Reykjavíkur var veittur til að kæra útsvör sín að þessu sinni. Enginn veit, ' nema niðurjöfnunarnefndin, i hve margar kærur bárust. Má j ske að þær hafi verið fáar. Ef ! til vill er Reykvíkingum lokið í j þessum efnum. Vera má, að flest ir þeirra þrælist áfram möglun- arlaust og þolinmóðir undir út- 1 svarsbyrðinni eins og áburðar- hestar undir böggum þeim, er á þá eru lagðir. Sjálfsagt mun það vænlegast til friðar, að við hreyfum ekki andmælum þótt af okkur séu reyttar krónurn- ! ar í útsvörin eins og þegar reytt ‘ er ull af kindum. Ef til vill hafa kærurnar orð- ið margar. Býst ég við að margir hafi um sárt að binda vegna þessara 64,7 milljóna, sem á oss eru lagðar að þessu sinni. Hátt virtur formaður niðurjöfnunar nefndar gefur í skyn, í blaða- viðtalinu, að við, sem höfum opna leiðbeiningaskrifstofu fyr ir almenning, hvetjum fólkið til að kæra. Þeir trúa því, sem trúa vilja, að við gerum slíkt að á- stæðulausu. Hitt er mála sann- ast, að mörgum svíður svo und- an útsvarsbyrðinni, að þeir telja sig ekki geta þagað. Þetta er skiljanlegt. Það eru ekki smá munir fyrir Reykvíkinga, að verða að hella í sjóð bæjarins litlum 64,7 milljónum af at- vinnutekjum sínum á þessu ári, sem margir vita ekki hve mikl- ar verða. Það er ekki til að spauga með, að þurfa skuli 64,7 miljónir í útsvörum til þess að halda hag- kerfi bæjarins gangandi þetta árið. Þó er fátækraframfærinu að mestu létt af bæjarsjóði. Hátt virtur formaður niðurjöfnunar nefndar segir í blaðaviðtalinu, að útsvörin séu lögð á fólk eft- ir efnum og ástæðum hvers eins. Virðist hann drjúgur yfir þessu drottinvaldi hreppsnefnd ar og niðurjöfnunarnefndar. Ekki efast ég um að formaður niðurjöfnunarnefndar Reykja- vikur, og hún öll, fari svo vel með þetta mikla drottinvald, sem hún frekast getur. Hitt er, almennt séð, helzt til skrælingja legt, að enn skuli vera þetta eldgamla ákvæði í útsvarslög- I unum okkar, að leggja skuli út- svör á skattborgarana „eftir ' efnum og ástæðum“. Með þessu 1 ótæmanlega ákvæði er hrepps- nefndum og niðurjöfnunar- nefndum fengið svo víðtækt ægivald yfir skattþegnunum, að ekki er rétt að þetta sé látið óátalið. Hér í Reykjavík getur niður- jöfnunarnefnd tæplega vitað svo um efni manna og ástæður, á þeim grængolandi spretti, sem hún er við niðurjöfnun útsvar- anna, og ýmsra örðugleika, sem trauðla verða yfirstignir, að efni og ástæður skattborgar- anna séu í botn kannaðir. Al- mennt talað, í þessum efnum, finnst mér, að með þessum á- kvæðum séu skattborgararnir ofurseldir oft misheppnuðu mati hreppsnefnda og niöurjöfnunar nefnda, að öryggis vegna þurfi að breyta þessu. Finnst mér nauðsynlegt að setja lög um á- lagningu útsvara í sama stíl og skattalögin okkar eru, þann ig, að útsvörin væru lögð á eft- ir lögákveðnum skattstiga. Vseri þá auðveldara að leggja útsvör in réttilega á, og auðveldara að kæra, ef álagningin væri mis- heppnuð. Vona ég að fleiri láti álit sitt í ljós um þetta efni. Háttvirtur formaður niður- jöfnunarnefndar lætur skína í það í blaðaviðtali sínu, að kær- ur okkar séu lítið rökstuddar. Þeir trúa því, sem trúa vilja, að við, se’m höfum opnar leið- beiningaskrifstofur hér í bæn- um fyrir almenning, séum ekki sendibréfs færir. Sannast að segja hefði ég ekki búist við, að formaður niðurjöfnunar- nefndarinnar, sem er maður greindur, menntaður og úr góðu bergi brotinn til beggja handa, leggðist svona lágt til að gera okkur hlægilega. Eftir blaðavið talinu virðist honum ganga að hjartastað samúð með útsvars greiðendum vegna kærukostn- aðarins. Mun hjarta hans vera gott eins og Sveins dúfu, en höfuðið mun betra. Mála sannast er, að flestir, sem við skrifum fyrir, fá upp- reisn hjá einhverri nefndinni, að meira eða minna leyti, enda erum við ekki svo skyni skroppn ir, að við finnum ekki rök fyrir máli skjólstæðinga okkar. Ég vorkenni engum kostnaðinn af kærunum, en ég vorkenni mörg um Reykvíkingi útsvarsbyrði þeirra. Útsvörin eru orðin of há, samanborið við gjaldþol þegn- anna. Margir komast í vanskil við bæjarsjóð. Það er ekki gert að gamni sínu. Prúðbúnir og spikfeitir lögtaksfulltrúar bæj- arvaldanna aka um bæinn í svo fínum bílum, að sérhver þjóð iFramhald á 7. síðu.) AV.V.V.V.'.V.VV.V.VWJV. Innheimtumaður óskast vegna forfalla um óákveðinn tíma. — Uppl. ál; skrifstofunni.' !• LANDSSMIÐJAN •! '.V.W.V, LÆKNASTÖÐUR Staða I. aðstoðarlæknis á handlæknisdeild Landspítal ans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Lækninum er ekki heimilt að stunda jafnframt almenn læknisstörf. Staðan veitist frá 1. september n. k. Ennfremur er laus staða aðstoðarlæknis á Kleppi frá 1. september. Upplýsingar um stöðuna á skrifstofu rikis spítalanna. Umsóknir sendist Stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 15. ágúst. 7. júlí 1951. Stjórnarnefnd ríkisspítalanna. flntBttnmnumuttnmtninHmmuniniinnnmuuitmnimiiiumtnirmnn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.