Tíminn - 26.07.1951, Síða 8

Tíminn - 26.07.1951, Síða 8
 35. árgangur. Reykjavik, 26. júlí 1915. 165. blað. Pétain marskálkur jarðsunginn í gær Pétain marskálkur var jarð sunginn í gær í kirkjugarði á eyjunni Yeu, þar sem hann lézt í fangelsi. Bæn konu hans um það, að hann yrði jarðsettur í Fort Douaumont hjá hermönnum þeim, sem hann barð st með í fyrri heims styrjöld, var synjað. Um þrjú þúsund manns komu frá meg inlandinu til að vera við- staddir jarðarförina. Daginn sem Pétain lézt voru nákvæm lega 1 ðin sex ár síðan hann var dæmdur til dauða, og fluttur í fangelsi. En mál Pétains er ekki enn útkljáð og eru stöðugt gerðar kröfur um að það verði tekið unp að nýju. Nokkur árangur af vopnahlésviðræðum í gær Vopnahlésviðræðurnar i Kaesong héldu áfram í gær. Á fundinum lagði sendinefnd kommúnista fram nýjar til- lögur til lausnar deilunni um það, hvort brottflutningur er lends herliðs skuli tekinn á dagskrá aðalvopnahlésfund- arins. Sendinefnd S.Þ. lagði einnig fram sínar tillögur. — Talið er, að nefndirnar hafi nálgast hvor aðra með þess- um tlllögum og nokkur ár- angur náðst til þess að ganga frá dagskránni. Nefndirnar athuga nú til- lögur hvor annarrar og næsti fundur verður í dag. Joy flota foringi lét svo um mælt, að tillögur norðurnefndarinnar væru athugandi. Ákafir bardagar geisuðu á austurvígstöðvunum í Kóreu f gær. Miklar framkvæmdir við vega geröir Austanlands í sumar Mesíjjr framkvæsnslir við Reyðarfjörð, ISoruíjörð r.»i* Jökulsá í Lóni í sumar er unnið verulega að vegagerðum og nýlagningu vega Austanlands. Aðaláherzlan verður lögð á vegagerðina út með Rev.ðarfirði til að tengja Fáskriiðsfjarðarveg við sam göngukerfið, Berufjarðarveg, sem tengir byggðir sunnan j Berufjarðar við vegakerfi landsisn og svo unnið að bygg- t | ingu voldugrar brúar yfir Jökulsá í Lóni. Bretar hafa ekki enn svarað Persa- stjórn Brezka stjórnin hefir ekki enn sent persnesku stjórninni svar 'sitt við orðsendingu hennar um nýjar samnings- viðræðu í olíudeilunni. Er svarsins ekki talið að vænta fyrr en i kvöld. Harriman mun dveljast í Teheran þar til útséð er um það, hvernig þessi tilraun hans til að koma á samningsviðræðum tekst. Búizt er við því í London, að annar hvor þeirra Hugh Dal- tons, fyrrverandi fjármála- ráðherra, eða Noel Baker elds neytismálaráðherra, muni verða sendir t’l Teheran sem formenn sendinefndar, ef við ræður verða nú teknar upp af nýju. Mynd þessi er af brú, sem byggð var í fyrrasumar yfir Breið- dalsá, skammt fyrir innan Hafranes við Reyðarfjörð. En í sumar er unnið að því að koma á vegasambandinu milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Vatnsfall þetta var einn versti farartálminn á þessari leið, þar sem víða er ?rfitt um vegagerð. (Ljósm.: Guðni Þórðarson). JBreíar telja hernaöarsam- vinnu við Spán óheppiiega hin» ves'iir moð |i%í að Grikklanri og Tyrkl. vorði tokið í Atlanzhafsbandalagift l'mræðm um utanríkismál hófust í neðri deild brezka þings/ns ? gær og flutti Morrison utanríkisráðherra langa skýrslu brezku stjórnarinnar um viðhorfin í heimsmálunum. Morrison vék fyrst að vígbúnaðaráætlun Breta og væntan- iegri hernaðarsamv'.nnu Spánverja og Bandaríkjamanna. Ilann sagðú að varnaráætlun Breta væri miðuð við það, að treysta öryggi landsins og vernda frið í heiminum með þeim j hætti að T eia viðbúinn árásum. Biclault rc‘tvnir stjórn armyndun Mayer leiðtogi radikaía- flokksins í Frakklandi hlaut ekki traust franska þingsins til að mynda stjórn. í gær bað Auriol forsetj Bidault að reyna stjórnarmyndun. Mun hann reyna fyrir sér án sér- staks samráðs við flokk sinn. Andvíg samvinnu við Spán. Hann sagði, að Bretar vildu um fram allt vernda friðinn, en þó ekki kaupa hann hvaöa verði sem væri. Þess vegna væru Bretar andvígir hernað- arsamvinnu við þau ríki, sem ekki hlíttu grundvallarregl- um lýðræðisþjóðfélags, og væri Spánn í tölu þeirra ríkja. Auk þess kvað hann brezku stjórnina álíta hernaðarlegan ávinning af slikri samvinnu ekki vega upp á móti því, sem tapaðist við hana á stjórn- málasviðinu, því að augljóst væri, að slík samvinna væri vopn i hendi áróðursmanna g<*gn lýðræðisþjóðunum. Mæ'.a með Grikkjum og Tyrkjum. Hins vegar kvað hann brezku stjórnina mæla með því, að Grikkir og Tyrkir yrðu teknir í Atiantshafsbandalag ið , þar sem þjóðskipulag þe'rra væri ekki svo andstætt lýðræðisþjóðunum, að saka mundi og þau lönd yrðu mik- iisverðir útverðir í vörnum Vestur-Evrópu. Morrison kvað brezku stjórnina hafa gert Banda- ríkjastjórn Ijósar skoðanir sín ar fyrir löngu um afstöðuna til Spánar, og það væri auð- vitað þeim í sjálfsvaid sett, hvort þau semdu við Spán eða ekki. , J Talsmaður íhaldsflokksins j kvað afstöðu stjórnarinnar til Spánar byggða á misskiln- ingi, þar sem um það eitt væri að ræða að afla sér banda- manna gegn kommúnisman- (Framhald á 2. síðu.) Ný héruð tengjast akvega- kerfinu. Ef haldið verður áfram þeim framkvæmdum að ári, sem nú er unnið að í vega- lagningu á Austfjcrðum, ættu ný héruð að tengjast akvega- kerfinu um landið áður en mjög langt um líður. Næst þá merkur áfangi í samgöngu- verið illa sett hvað samgóng- málum héraða(sem lengi hafa ur á landi snertir og þar sem jafnframt er einna erfiðast um vegalagningar á öllu land- inu hvað aðstæður frá nátt- úrunnar hendi snertir. Hæsti akvegur á íslandi. Með vegarlagningunni yfir Oddsskarð var náð merkum áfanga i vegagerð á Austfjörð um og hefir sá vegur sýnt að með miklum tilkostnaði er hægt að leggja vegi yfir háa fjallvegi. Er sá vegur nú á7 gætur yfirferðar og betri en vegir almennt sunnanlands, þótt ekið sé þar enn gegnum 6—7 metra há snjógöng, þar sem skaflarnir eru hæstir. Hefir mjög vel tekizt til með vegarlagningu á þessum hæsta ukvegi á íslandi, sem er um 700 metrar yfir sjávar mál. Framkvæmdir á Fáskrúðs- fjarðarvegi. í sumar er unnið að vegar í svokölluðum Fáskrúðsfjarð arvegi. Er kafli sem lagður verður á þessum slóðum í sum ar mjög erfiður og liggur um klappir, þar sem sums staðar verður að sprengja fyrir veg- inum. En stórvirk tæki eru nú komin til sögunnar, sem gera þessa vegarlagningu mögu lega, eins og raunar er hægt að segja með veginn yfir Odds skarð líka. (Framhald á 7. síðu). Þurrkur norðan lands í gær Frá fréttaritara Tímans á Blönduósi. Hér var góður þurrkur í gær og notuðu bændur hann eftir mætti eftir óþurrka siðustu fjóra eða fimm dagana. Hey- skapur er mjög misjafnt á veg kominn hér um slóðir, sumir búnir að hirða allmikið en aðrir minna. Spretta er og mis jöfn, en þó yfirleitt upp undir meðallag, þó liklega í rýrara lagi. Kalkskemmdir eru nokkr ar sums staðar. Þurrkur mun hafa verið víð ast hvar norðan lands í gær að minnsta kosti vestan til. Sjórekið lík Skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um að lík hefði fundizt við svokallað Álsnes í Leirvogstungu. Lögreglan fór á staðinn, en í gærkvöldi, þegar blaðið fór í prentun, var ekki vitað af hverjum likið var. Sendinefnd Alþýðusambandsins ánægð með förina til Ameríku Fréttatilkynning frá sendinefnd Alþýðusambands íslands. Send nefnd Alþýðusambands íslands, er fór í boði ECA til Bandaríkjanna hinn 11. júní, er nú komin heim. Nefndar- menn dvöldu 6 vikur í Bandaríkjunum og ferðuðust mjög víða um. Fyrstf viðkomustaður þeirra var New York. Síöan fóru þeir 11 Chicago og voru þar í tvær vikur. Gafst þeim þar kostur á að hlýða á fyrirlestra ýmsra menntamanna og verkalýðsleiðtoga, um starf og stefnu verkalýðsfélaganna og félagsmálefni, " aðbúnað verkamanna og vinnuskilyrði og launakjör í Bandaríkjunum. Ennfremur voru heimsótt ýms iðnaðarfyrirtæki og vinnustöðvar, skoðuð söfn og fariö í Iheimsóknir á heimili verkamanna og skrifstofur verkalýðs- ' félaga og samtaka þeirra. Þá kom sendinefnd n í heimsókn jí hina miklu útvarpsstöð er verkalýðssambandið American (Federation of Labor hefir í Ch cago og hélt Finnur Jónsson . þar útvarpsfyrirlestur. Á útisamkomu íslendinga. Hinn 17. júní voru nefndar- menn á útisamkomu íslend- inga í Chicago og var þar góður mannfagnaöur. Helgi Hannesson og Finnur Jóns- son fluttu þar stutt ávörp en margir landar söfnuðust að nefrxdarmönnum, spurðu frétta að heiman og báðu fyr ir kveðjur heim. Margir komu síðar á fyrirlestur og l.tmynda sýningu Finns Jónssonar í samkomusal Roosevelt Coll- ege. Frá Chicago var haldið til Knoxville í Tennesse og skoð- uð þar bóndabýli og h n risa- vöxnu mannvirki T V.A. eun- fremur hið merka kjarnorku- safn í Oak Ridge Formenn verkaiýðssamtakanna í Kmcx ville tóku einkar vel á móti nefndarmönnum og stóðu fvr ir að þeim var sýnt hið merk- asta á staðnum. Þá sátu nefnd armenn fund í verkalýðsfé- lagi í Marywille. e*- fór fram með ágætum og nefndarmenn hö'ðu mikla ánægju af. Á sumarnámskeiði verkalýðsleiðtoga. Eftir dvöiuaa í Knoxville (Framhald á 7. síðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.