Tíminn - 08.08.1951, Page 4

Tíminn - 08.08.1951, Page 4
4. TÍMINN, niigvtkudaginn_8. ágúst 1951. 17G, blað. Ellefa ár í fangabúðunrL V. ÞegarWallace kom í heimsókn Gestirnir frá Ameríku. Aldrei gekk annað eins á, þótt gestir kæmu á stríðsár- unum til Kolyma, eins og þeg ar Harry Wallace bar að garði Stöðugur orðrómur gekk á milli manna og iljaði hinum hálffrosnu föngum að Rúss- 3and ætlaöi að láta Kolyma af hendi við Bandaríkin, sem þóknun fyrir hjálp þeirra í stríðinu. Jafnvel hinir greind ustu á meðal fanganna töldu þetta ekki óliklegt, en þá var eftir að vita hvort fangarnir yrðu látnir fylgja með, og uröu um það langar umræð- ur. Auðvitað voru þetta að- eins draumórar fanganna, og von sem þó vildi ekki víkja úr hugum okkar. En hugmyndin fékk byr undir báða vængi er það fréttist að til stæði að varaforseti Bandaríkjanna væri væntanlegur í heim- sókn. Leynilögreglan (NKVD) leysti verk sitt af hendi með mikilli prýði. Hún gekk svo frá öllu að Mr. Wallace sá ekk ert af þessum frosna kvala- stað með öllum §inum hundr aða þúsundum fordæmdra. í heiðursskyni við Mr. Wallace voru varðturnarnir rifnir nið ur á einni nóttu. Hver einasti af mörgum þúsundum fanga i hafnarborginni Magadan, stendur i stórri bakkarskuld við Mr. Wallace. Það var ein- mitt á meðan á heimsókn hans stóð, að fangarnir fengu þrjá hvildardaga i röð, en það var líka í fyrsta og síðasta skiptið. Á meðan gestirnir voru þarna, var ekki einum einasta leyft að hreyfa sig út úr skálanum. , En það var ekki nóg. Enda þótt ferðum Mr. Wallace hefði verið ráðstafað fyrir- fram af mikilli nákvæmni, gat.það samt komið fyrir að hann fyrir einhverja vangá, kæmi auga á fangana í girð- ingunum, — sem ekki hefði orðið mjög skemmtileg sjón. Þess vegna varð því ráðstafað, samkvæmt skipunum frá hærri stöðum, að föngunum skyldu sýnar hreyfimyndir þrjá daga í röð frá morgni til kvölds. Engir fanganna tóku sér því göngutúr utan veggja þessa daga. Fangarnir endurguldu Mr. Wallace greiðann á sinn hátt, en hann vissi það líklega ekki. Hvernig gat hann vitað að leikararnir sem skemmtu hon um eitt kvöldið í Gorki leik- húsinu í Magadan, væru flest ir fangar? Hann kynntist aldr ei þessum leikurum, því um leið og tjaldið féll, voru þeir allir reknir inn í vörubil og keyrðir til baka í fangabúð- irnar. Það hefði getað komið sér illa, ef einhverjir fang- anna skyldu kunna ensku, og fara að segja Mr. Wallace frá því, að þeir væru á meðal hundruð þúsunda saklausra fanga sem væru að taka út tíu ára fangelsisvist í Kolyma. Fráleitt hefir Mr. Wallace vitað að hann lagði óþægilega spurningu fyrir hóp ungra vel klæddra stúlkna, sem voru látnar koma fram sem svína- hirðar á fyrirmyndarbúgarði, 23 kílómetra frá Magadan. Hann spurði þær meinlausra spurninga um svínaræktina. En þær vissu ekkert um þetta starf, enda því alveg óknnugar. Þær voru laglegar skrifstofustúlkur úr bænum, sem voru látnar leika þetta hlutverk fyrir Mr. Wallace. Þær komu fram í staðinn fyr ir hóp af föngum sem í raun og veru voru svínahirðarnir. En túlkurinn bjargaði málinu með snarræði sinu, og allt virtist vera með feldu. Mr. Wallace var einnig mjög hrifinn af að sjá hinn fjölbreytta verzlunarvarning í búðargluggunum í Magadan. Hann gerði sér það ómak að fara inn í eina búðina og skoða þessar rússnezku vörur. En íbúarnir í Magadan voru jafnvel meira hissa heldur en Mr. Wallace að sjá allt í einu þessar rússnesku vörur í glugg unum, því tvö undanfarin ár, höfðu allar fáanlegar vörur, sem þó voru mjög knappt skammtaðar, verið af amerísk um uppruna. En lögreglan hafði lagt á sig mikið verk við vörusöfnun úr ýmsum verzlunum langt í burtu, og jafnvel fengið birgð ir einstakra manna að láni, til að geta skapað ákveðna mynd í huga Mr. Wallace. Einn af íbúum bæjarins, snjall náungi, brá sér inn 1 búðina um leið og Mr. Wallace fór þangað inn og keypti þar sæl gæti sem ekki hafði sézt langa lengi á frjálsum markaði. Annar kom inn og vildi fylgja dæmi hans, en þá var hinn tigni gestur að fara út, og manninum var tilkynnt mjög stuttaralega, að þessi vara væri ekki tii sölu. Svo fór Mr. Wallace heim til sín, og samdi og lét prenta hina glæsilegu lýsingu sina um Asiulöndin rússnesku. Þá voru varðturnarnir endurreist ir, fangarnir hófu aftur vinnu sína, og í búðargluggunum sást nú ekkert annað en ryk- fallnir eldspítustokkar. í bók sinni Soviet Asia Mis- sion, talar Mr. Wallace með mikilli aðdáun um hinn hraða vöxt Magadan, en hann segir ekki frá því, veit það líklega ekki, að þessi borg var bygð eingöngu með þrældómsvinnu ófrjálsra manna, og það und- ir hinum ömurlegustu vinnu- skilyrðum. Hann dáist einnig að þjóðveginum sem liggur um 350 mílur norður um fjöll in frá hafnarbænum, en hann segir ekki frá því, eða veit það ekki, að þúsundir fanga gáfu líf sitt í byggingu þessa vegar. Mr. Wallace segir einnig frá því að leynilögreglu for- inginn Ivan Nikishov hafi „brugðið á leik, af ánægju yfir hinu tæra lofti“. Það er slæmt að Mr. Wallace sá hann aldrei „bregða á leik“ í drykkjuæði sínu í fangabúð- unum, þar sem hann úthelti blóti og svívirðingum yfir ör- þreytta og sárhungraða fanga, sem hann lét svo loka inni í myrkraklefum án allra saka. Ivan Nikishvo var ískaldur um að gera meira en að upp- fylla áætlunina í gullnámun- um, og með sömu aðferð á- vann hann sér heiðursmerki og fé. Árið 1942, þá 50 ára, sagði hann skilið við konu sína, sem var talin menntuð, og tók sér fyrir konu 29 ára gamla kommúnistastúlku, Girdissova að nafni, óheflaða og ágjarna drós. Um hana get ég vel borið vitni, því henni hafði áður verið fengin ,um- sjón í kvennadeild fangels- isins. » * Mr. Wallace hefir hina hugð næmustu sögu að segja um Gridissovu. Hann talar um hæfileika hennar, móðurlegu umhyggju, og nostursemi í smámunum. Alla þessa eigin- leika fann hann í persónu frú Nikishov, en hann kynnt ist henni fyrst í Madadan, k\ „frábærri sýningu á málverk um í útsaumi, eftir líkingum af frægum rússneskum land- lagsmyndum. Þessar landlags myndir höfðu nokkrar konurj þar búið til, er þær komu sam an á köldum vetrarkvöldum til að kynna sér og iðka út- saum, en það er list sem rúss nezkt bændafólk hefir lengi lagt fyrir sig með frábærum árangri....“ Nikishvo gaf Mr. Wallace tvær af. þessum myndum. „Hver saumaði þær?“ spurði Mr. Wallace. Nikishov svaraði á þá leið, að sér væri ómögu- legt að þekkja allar saumakon ur í fjörutíu þúsund manna borg. Seinna fékk Mr. Wallace upplýsingar frá sýningarstjór anum um „hver þessi sauma- kona væri. Hún er ein af lista kennurunum, konan hans Ivans....“ Sannleikurinn er sá að Gridissova var engin lista- kennari, og kunni ekki með nál að fara. „Þessi hópur heima- kvenna“, voru kvenfangar, flestar fyrrverandi nunnur, sem voru látnar sauma fyrir konur háttsettra embættis- manna, eins og Nikishov. Öll þessi heimskulega frásaga fell ur reyndar mæta vel inn í ramma af þeirri mynd, sem Mr. Wallace dregur af Nikis- hvo og konu hans, þessum sálarlausu fúlmennum sem létu sig líðan mörg þúsund manna og kvenna, og líf, sem þau höfðu í hendi sinni, álíka miklu skipta og fiskinn ljúf- fenga sem þau báru á borð fyrir Mr. Wallace. Dr. Lattimore. Einn af samfylgdarmönn- um Mr. Wallace var Dr. Owen Lattimore fulltrúi upplýsinga skrifstofu hermálaráðuneytis ins. Hann hafði alveg ein- stakt tækifæri. Enginn útlend ur fræðimaður hafði áður stigið fæti inn í þessa paradís rússnesku leynilögreglunnar, né heldur síðar, en eftir heim komuna hafði Dr. Lattimore tækifæri til að láta prenta hvað sem hann vildí um Sovétríkin, án ritskoðunar. Þvert á móti því sem tíðkast um rússneska vísindamenn, þurfti hann ekki að óttast að hann mundi týna frelsi sínu, þó hann segði hreinskilnis- lega frá. hirðar á fyrirmyndarbúgarði, og miskunnarlaus. Með grimd sinni og ofsa tókst hon Timaritsgrein, „Nýi vegur- inn til Asíu“ (New Road to Asia) birtist undir nafni Dr. Lattimore, í National Geo- graphic Magazine (í des 1944) nokkrum mánuðum eftir að hann kom heim. Þar segir hann: „Undir keisarastjórn- inni (í Rússlandi) voru póli- tískar ofsóknir oft svo magn- aðar, að jafnvel hinir hæ- verkustu meðal frjálslyndra manna voru sendir langar leið ir í útlegð. Fyrir þessar sakir voru háskólakennarar, lækn- ar, vísindamenn, og fræði- menn allskonar á meðal hinna fyrstu útlaga í Síberiu". (Framhald á 7. síðu). Þórarinn á Skúfi hefir kvatt sér hljóðs í baðstofunni í dag og ræðir nokkuð um sléttubönd. Pétur Jakobsson er maður nefndur, sem talaði um „sléttu- bönd“ í baðstofunni 15. júlí s.l. Hann segir þar, að háttur þessi sé ekki fær nema mestu brag- snillingum, sem hafi hlotið í vöggugjöf óskeikult brageyra: „Þeir einir leika hátt þennan, sem hafa heyrt vordísir syngja hann yfir vöggu sinni, og þær lagt hann þeim á tungu, sem útvöldum", segir hann. Og síð- ar segir hann ennfremur: ,,Sá er þetta ritar hefir nokkrum sinnum ort sléttubandavísur, enda þótt ég haíi ekki ort sam- fellda rímu undir þeim ágæta hætti. Hefði þó slíkt ekki átt að vera mér ofvaxið“. — Ég bið afsökunar á því að ég tek þetta upp, en það var nú þetta, sem kom mér til að skrifa ofur- lítið um sléttubönd.þó ég sé illa til þess fær. Hefði það þó senni lega fremur átt að verða mér til varnaðar, að ég gerði mér ekki hneisu. — P. J. fer síðan að kenna hvem ig háttur þessi sé, og göslar sjálfur eina ferð yfir veisuna. Finnst honum Hjálmar gamli frá Bóiu vera lítillátur, er hann telur það góða sléttubandavísu, sem megi velta fjórum sinnum. Samanber, líklega, vísan: „Sjóli hæða leggi lið, laufa Þórum svinnum. Hjóli kvæða virðar við. velti fjórum sinnum." Og P.J. segist ekki geta skilið svo við hugleiðingar sínar, um sléttubandaháttinn, að ekki sé tilfært sýnishorn af þeim á- gæta hætti. Þessu ágæta sýnis- horni veltir hann svo innan um baðstofuna, ekki fjórum sinnum, heldur átta sinnum. Og það er svona! Þið fyrirgefið! „Sundið kennir meyjan mær, mannsins eflir snilli, Stundið, nennið. Frama fær fólksins tefla Nú ættu þeir, sem gaman hafa af þessu og þvíliku að bera saman vísu gamla Bólu Hjálm- ars, með „lítillætið", og ágæti útvalningsins: Hjálmar kveður svo: „Sjóli hæða — Hjóli kvæða“, en P.J. kveður: „Sund- ið kennir — Stundið, nennið“. Hann rímar kennir móti nenn- ið. Hjálmar kveður: „Laufa Þór un — veltir fjórum", en P.J. kveður, á sama stað í sinni vísu: „Mannsins eflir — fólksins tefla um“. Útkoman verður líka eftir þessu á veltunum, eins og eðlilegt er. Fjórðu veltuna hefir hann svona: frumhend eða hringhend, til þess að vera sléttuband, þó P.J. segi svo vera. Báðar vísurnar, Hjálmars og P.J. eru frumhend sléttubönd, en Hjálmars vísa er betur felld og þolir fleiri velt ur, án þess að fá höfuðsótt. Önn ur, fjórða, fimmta og sjöunda veltan hjá P.J. steyta allar á sama agnúanum, að þær verða ekki kveðnar úr þeim myndum afturábak, og eru því ekki rétt- ar eða frambærilegar sem sléttu bönd. Hjálmars vísu er hægt að hafa á fleiri en 8 vegu án þess að hún tapi sínum frum- hætti. En Hjálmar virðist hafa ver- ið ekki svo mjög lítillátur, því hann kallar það ekki veltur,, þótt t. d. svo sé breytt, að setja eitt orð fram fyrir annað að- eins. Það vill nú svo skrítilega til, að ég hefi tínt upp úr leirn-. um í baðstofunni nokkuð marg ar sléttubandavísur. Það er víst ljótt að vekja upp drauga, en ég held þó, að ég verði að sýna ykkur nokkrar afturgöngur. Nefni ég fyrst vísur, sem ég kallaði: Morgunvísur. Þær eru með sléttubandahætti og áttu að sýna nokkur afbrigði. Fyrsta vísan er svona: Ótta líður, roði rís, rósir opna hvarma, flótta rekur skugga skýs, skinið morguns bjarma. Þetta er einfaldasta gerð sléttubanda, og er þó hægt að velta henni þrisvar úr þessum skorðum, án þess hún glati því að verða kveðin aftur á bak, eða jafn oft og hin frumhenda vísa P.J. Kemur það til af því, að frumhendir stuðlar eru ekki rímaðir á síðari atkvæði. Þar að auki er aukaatkvæði í síð- ustu hendingu, sem ekki verð- ur slitið frá stuðli.. í morgunvísunum mátti finna hálffumhend, frumhend og hringhend sléttubönd, auk þessarar einföldustu gerðar. Og þótt vísurnar séu leirburður, hefði mátt skynja þetta af þeim. Síðasta visan er svöna: Gripin veiku hróðrar hér — hðrpu, skeikul vísa, svipinn bleika orðin er, árdags kveikju lýsa. Þessi vísa er hringhend sléttu bönd og þolir þó ekki eins marg ar veltur og vísa Hjálmars. Hennar sérkenni er einkum það, að saman falla, nokkurn veg- inn, hringhendu stuðlar fyrstu og fjórðu hendingar, í báðum atkvæðum. Má hafa vísuna t. d. svona: Kveikju lýsa árdags er — orðin, bleika svipinn, veiku vísa hróðrar hér, hörpu skeikul grlpin. Tefla um hylli fólksins fær frama nennið, stundið eflir snilli mannsins mær meyjan kennir sundið.“ Því set ég þessa ó-mynd hér, að hún er um margt athyglis- verð, þó ekki sé út í það far- ið hér frekar. Þessi frumhenda vísa þolir fleiri veltur en vísa P.J., en færri heldur en Hjálm- ars: Reyni menn nú að kveða þessa vísu svona aftur á bak. Nei, hún er nú komin úr reip- unum og er ekki lengur sléttu- bönd, en það á hún að vera í öllum veltunum. I lýsingu sinni á hættinum tók P.J. það líka réttilega fram, að fyrsta og þriðja ljóðlína verði að vera * vísum. sem ég kallaði Bað- forstuðlaðar. Hins vegar er þaðsf°fuvísur, var þessi: ekki nauðsynlegt að vísa sé (Framhald á 8. sfðu.) „Rennis Njólu, himins hlær — hallar blánar skjöldur. Brennir sólin geisla glær, gulli Ránar öldur. Af hjarta þakka ég þeim nágrönnum og vinum, er heimsóttu mig á sextugsafmæli mínu, með gjöfum og vlnáttu Kristján, Einholti.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.