Tíminn - 08.08.1951, Page 5

Tíminn - 08.08.1951, Page 5
176. blað. TÍMIXN, nuftvikudaginn 8. ágúst 1951. *mt%M Miðvikud. 8. áffúst ERLENT YFIRLIT: Hinn nýkrýndi Beigíukonungur — cr talinn líkur föðurafa sínum. Hækkun útsvaranna Mikla og almenna athygli hefir ákvörðun Sjálfstæðis- manna um að hækka aukaát- svörin um 10%, vakið í bæn- um. Hefir kent áhyggna og ó- hugs hjá fjölda manna. Menn spyrja hvern annan: Er Reykjavík svo á vegi stödd, að þessa sé þörf? Hvað hefir gerst síðan í vetur þeg- ar útsvörin voru ákveðin, sem geri þetta að knýjandi nauð- syn? Mönnum er í fersku minni síendurtekin skrif bæjar- st j órnarmeirihlutans um framúrskarandi fjármála- stjórn í höfuðstaðnum. Marg ir hafa sett traust sitt á þessi fræði. En nú efast menn. * Sjálfstæðismenn létu sér lengi duga eina milljón króna til að stjórna hverjum 1000 íbúum í Reykjavík. En nú þurfa þeir eina og hálfa millj. til þess. Þetta fer hraðvax- andi á hvern mann eftir því sem ibúunum fjölgar. Er þar merkileg öfugþróun. En menn undrast mest hversvegna þeir sáu þetta ekki strax í vetur. Ekkert hef ir gerst enn, sem þá var ekki fyrirsjáanlegt. Ríkið samdi sín fjárlög fyr ir áramót. Ekkert bendir til að illa fari hjá því. Þvert á móti. Hversvegna getur Reykja- vík ekki eins staðið við sín fjárlög? Borgarstjórinn segir að dýr tiðin hafi aukist síðan í des- ember. En menn vissu það í desember, að hún myndi auk ast. Enda játar Mbl. það fyrir munn borgarstjóra, að vísi- töluuppbót á föst laun hækki aðeins um nokkur hundruð þúsund krónur. En borgarstj órinn segir, að 3—3,5 millj. af aukaniðurjöfn uninni fari til gatnagerðar. Þetta eru að vísu þarfar fram kvæmdir, en engin bráð nauð syn. Mesta nauðsyn þjóðar- heildarinnar, er að beina allri vinnuorkunni að framleiðslu verðmæta úr skauti náttúrunn ar um hábjargræðistímann. Hitt er alrangt sem Mbl. seg ir í ritstjórnargrein á laugar- daginn að fulltrúi Framsókn- armanna í bæjarstjórninni vilji eingöngu mæta hækkun inni með því að draga úr verk legum framkvæmdum. Hann benti fyrst og fremst á, að spara ætti í rekstri bæjarins. Um þetta er bókuð tillaga í gerðabók bæjarstjórnar. Er þessi málsmeðferð Mbl. hlá- leg og lýsir ekki miklu trausti á málstað meirihlutans. Að sjálfsögðu benti fulltrúi Framsóknarmanna einnig á sparnaðartillögur nefndarinn ar frá I vetur, um rekstur sjúkrahúsa og vistheimila, þar sem vissum Sjálfstæðismönn um fannst að mætti spara um nokkur hundruð þúsund. Og t. d. á Farsóttarhúsinu einu um 100 þús. árlega. En um þetta larigar meiri- hlutann ekki til að ræða. Og það er af mörgu fleiru að taka um ráðdeildarleysi og eyðslu hjá bæjarstjórnar- meirihlutanum. Hér í blaðinu hefir þetta verið rakið og bent á fyrirhyggjulitla út- þenslu bæjarins, vafstur í byggingum, :. bílakostnað. Það var þröng á þingi í salar kynnum belgíska þinghússins. Þar voru samankomnir ráðherr ar, þingmenn, sendiherrar er- lendra ríkja og fleira stórmenni. Klukkan 11 gekk hávaxinn ung ur maður í salinn. Hann var einn og gekk hægt og virðulega. Stór augun á bak við dökk horn spangagleraugun voru hátið- leg. Þegar hann kom að hásæt- inu, er sótt hafði verið upp á geymsluloft þinghússins og skreytt að nýju og síðan komið fyrir andspænis dyrunum, nam ungi maðurinn staðar. Hann rétti upp hægri höndina og mælti: „Ég heiti þvi að virða stjórnarskrá og lög belgísku þjóðarinnar og varðveita sjálf- stæði hennar“. Andartaki síð- ar, nákvæmlega 120 árum eftir að Belgía varð sjálfstætt ríki, sat Baudouin Albert Karl Leo- pold Axel Marie Gustaf, her- togi af Brabant, greifi af Hain- ! aut; fimmti konungur Belgíu, í ' hásæti sínu í fyrsta sinn. Er athöfninni í þinghúsinu ' var lokið, settist hinn ný- krýndi konungur upp í gljáandi svartan bíl og ók til konungs- hallarinnar, en kirkjuklukkur hringdu og fallbysssudrunur kváðu við. — Síðar um daginn kom hann út á hallarsvalirnar og leyfði um 60 þúsund af þegn um sínum að hylla sig í ná- kvæmlega 50 sekúndur. Hvarf hann þá á braut, og sást ekki meir þrátt fyrir fagnaðarlæti fólksins. „Aumingja drengur- inn, hann hlýtur að vera þreytt ur“, sagði kona ein í hópnum. „Hvernig getum við vitað það ef við fáum ekki einu sinni að sjá hann“ anzaði önnur. „Þegar öllu er á botninn hvolft, krefjumst við ekki mikils af drengnum“. Lítils er krafist. Fáar þjóðir, þar sem konungs stjórn er enn við líði gera minni kröfur til þjóðhöfðingja sinna en belgíska þjóðin. Hún ætl- ast til þess af konungi sínum, að hann kunni vel að hegða sér hverju sinni, sé umburða- lyndur og virði vel góðar borg- aralegar hugsjónir. Nær helm- ingur belgísku þjóðarinnar er Vallónar. Þeir tala frönsku og eru flestir á öndverðum meiði við kirkjuvaldið. Hinn helming urinn er Flæmingjar, sem búa í norðurhluta landsins, eru j skyldir Hollendingum, tala hol- lenzku (flæmsku) og eru ka- þólskir. Belgíska þjóðin þarf þvi á konungi að halda sem ein ingartákni. Og belgísku konung arnir hafa löngum vitað, hvað þeim bar að gera. Afi Baudou- ins, Albert konungur, var einn vinsælasti þjóðhöfðingi Evrópu. En hann gleymdi aldrei þeirri lexíu, er afi hans og fyrirrenn- ari hafði lært í reynzlunnar skóla: 1 Belgíu er ætlast til þess að konungurinn stjórni án þess að hann ráði nokkru. Gleðisnauð æska. Baudouin konungur er fædd- ur árið 1930 og er tæplega 21 árs að aldri. Æska hans hefir verið fremur gleðisnauð. — Eitt af því fyrsta, er hann man eftir, er þegar afi hans, Albert kon- ungur. fórst af slysförum, en þá var Baudouin 4 ára. Ári síð- ar fórst móðir hans, Astrid drottning, sem annáluð var fyr- ir fegurð og yndisþokka, i bif- reiðaslysi í Sviss, en Leopold konungur ók bifreiðinni. — Eft ir hinn hörmulega dauða drottn ingarinnar fluttist konungs- fjölskyldan til Laeken-hallar- innar ,skammt frá Brússel. Þar hófu Leopold konungur og móð ir hans, Elisabeth drottning, á- samt heilum hópi af barnfóstr- um, kennslukonum og kennur- um fyrir alvöru að ala upp til- vonandi konung landsins, eftir öllum þeim kúnstarinnar regl- um, er nauðsynlegar teljast þeg ar tilvonandi þjóðhöfðingjar eiga í hlut. — Baudouin ólzt upp eftir nákvæmri stundaskrá. Á morgni hverjum fór hann á fætur kl. 7 ásamt bróður sín- um og systur. Áður en þau snæddu morgunverð, buðu þau ömmu sinni góðan dag og síð- an urðu þau að gera leikfimis- æfingar, en það leiddist Bau- douin óskaplega, einkum gramd ist honum að systir. hans skyldi vera fimari en hann. — Þegar hann var orðinn sjö ára, var far ið með hann til borgarinnar á hverjum morgni, þar sem hann sat yfir lexium sínum í skóla- stofum, sem höfðu verið sér- staklega gerðar handa honum í konungshöllinni. Þegar hann var átta ára var honum leyft að gerast skáti, en drengirnir, sem fengu að vera í hans flokki, voru vandlega valdir af embætt ismönnum. Annars fékk iitli prinsinn ekki að leika sér með jafnöldrum sínum. Hann var oftast með einkakennara sín- um. Gatien du Parc greifa, sem var strangur og sást aldrei brosa. — Skemmtilegustu stund strætisvagna o. s. frv. Hér skal I til viðbótar, að gefnu tilefni] Mbl., en bæjarbúum til athug unar, dregið fram dæmi, sem lýsir vel sparnaðarandanum hjá stjórnendum höfuðborgar innar. í skattskrá Reykjavikur 1 má lesa um hvað mönnum er I gert að greiða í skatta til ' ríkis og bæjar. Þar má sjá ihvað forráðamönnum bæjar- 'ins og aðalstofnana hans, er !gert að greiða árið 1951. En samkv. skattskránni eiga eftir taldir menn að greiða þetta, 1 og eru skattar og útsvar talin ' saman: Borgarstjórinn kr. 43019.00 Borgarritari kr. 25269.00 Hafnarstjóri kr. 36553.00 ÍRafmagnsstjóri kr. 28020.00 ' Hitaveitustjóri kr. 24679.00 Forstjóri strætisv. kr. 44184.00 j Ekki skal dregið í efa að þetta séu allt mikilhæfir 1 menn og vel vinnandi og þvi ( beri að greiða þeim gott kaup. En þegar skattar þeirra fara | upp í 43 til 44 þúsund á ári, fá menn með venjulegum gáf ^skilið, að spaílega sé haldið á fé bæjarins í launagreiðslum til þeirra. Til þess þarf sérstaka Mbl. hæfi- leika. Öllum öðrum mun skiljast að hægt er að spara víðar en á verkamönnum. Og menn spyrja: hvort mun þá ekki víðar pottar illa hirtir, og að ýmsir fái aukaskófir, fyrst svo er með hið græna tréð? Við rólega yfirvegun munu flestir mæla, að hækkun út- svaranna nú. séð neyðarráð- stöfun. Við skoðanakönnun myndi mikill meirihluti bæj- arbúa vera móti henni. En sé bærinn í fjárþroti og kenn ingin um góða fjármálastjórn skrum eitt og skjall, beri að mæta örðugleikunum með sparnaði í rekstri bæjarins. Meiri skattar og álögur verða ekki inntar af hendi nema með ýtrustu sjálfsafneitun og sparnaði skattþegnanna. Og hversvegna að heimta sparnað af öðrum. en ekki af sjálfum sér? Öll rök virðast mæla með því, að tillöguna um hækkun Útsvara eigi að kveða niður. 5. Baudouin (til hægri) ir Baudouins voru, þegar hann fór i sumarfrí með systkinum sínum. Þau dvöldust þá í litlu húsi í norðvesturhluta lands- ins. Fylkisstjórinn þar, Henri Baels, átti unga og fallega dótt ur, Liliane, sem kom oft og lék sér við litlu prinsana og prins- essuna. Liliane var kát og fjör- ug og varð brátt eftirlæti barn- anna. Þau buðu henni að heim- sækja sig til Laeken-hallarinn- ar. Þar kynntist hún föður barn anna, Leopold konungi, og þar með hófst eitt þeirra konung- legu ástarævintýra, er einna mest hefir verið rætt og ritað um á seinni árum. Því lyktaði íjórum árum síðar með því að konungurinn gerði alþýðustúlk una að prinsessu og kvæntist henni. — Ekki jók það á vin- sældir hans í Belgíu. Þjóðin mundi enn og unni Astrid drottningu. Baudouin var níu ára gamall þegar heimstyrjöldin siðari braust út. Árið 1940, 18 dögum eftir að Þjóðverjar gerðu inn- rásina í Belgiu, gafst faðir hans upp, og kaus að dveljast i Beigiu sem fangi Þjóðverja. — í júní 1944, er hersveitir bandamanna færðust nær, voru liinir kon- unglegu fangar fluttir til gam- allar hallar við Elbu og þar dvöldust þeir í níu mánuði. í marz 1945 fór Leopold siðan með fjölskyldu sína til Austurríkis, en tveimur mánuðum síðar kom sjöundi bandaríski herinn þang að, og þar með var fangavist konungs á enda. Belgiska þjóðin gat ekki fyrir gefið konungi sínum að hann skyldi gefast svo skjótt upp fyr ir innrásarherjum nazista. Bróð ir hans, Karl, var gerður að landsstjóra. Leopold fór til Sviss með fjölskyldu sína og neitaði að afsala sér konungdómi. Leopold afsalar sér völdum. Baudouin gekk í gagnfræða- skóla í Genf. Kennurum hans bar saman um að hann væri samvizkusamur og iðinn, en ekki að sama skapi góður náms maður, nema í stærðfræði. — Félögum hans í skólanum geðj- aðist vel að honum. en fannst hann vera ákaflega feiminn. Hann gerði aldrei að gamni sinu, sást aldrei í fylgd með stúlku. Hann dáði engann mann eins og föður sinn. — Ár- ið 1948 fór Baudouin til Banda- rikjanna í fylgd með föður sin- um. — Heima í Belgíu var þoft inmæði stjórnmálaleiðtoganna á þrotum, því að Leopold neit aði stöðugt að afsala sér kon- ungdómi. — Loks náðist þó sam komulag milli Leopolds og Max Buset, leiðtoga jafnaðarmanna, um að Leopold afsalaði sér völd um í hendur Baudouin, þegar er hinn ungi sveinn væri nógu gamall til þess að taka við kon- ungdómi. Síðasta árið. Fáir Belgar sáu krónprinsinn síðasta árið sem hann vann að því að búa sig undir að taka við konungdómi. Á hverjum morgni, í því nær heilt ár kom hann til borgarinnar í stórum svörtum bil, er staðnæmdist við hallarhliðið, án þess að nokkur veitti því athygli. Á morgnana las hann, undirritaði ýmis skjöl eða tók á móti stórmennum. Um hádegisbilið hélt hann aftur til Laeken-hallarinnar. Hann lifði mjög reglusömu lifi, og skemmti sér lítið sem ekkert. í samkvæm um sást hann stundum drekka glas af víni, en oftast drakk hann einhverja svaladrykki. Hann var venjulega kominn i bólið klukkan 10. — Hann dáð- ist enn ákafiega að föður sín- um og var reiður þjóð sinni fyrir framkomu hennar við Leopold. Stöku sinnum kom í ljós, að Baudouin var ekki skap- laus. Eitt sinn lét hann ráð- herra, er var and-konungssinni, standa allan tímann, sem þeir ræddust við. En þótt hann væri nú í þann veginn að verða kcn- ungur, þá virtist faðir hans enn. líta á hann sem dreng, er'vart væri vaxinn úr grasi. Einn af þeim fáu gestum, er til Laeken hallarinnar komu. segir eítir- farandi sögu: „1 desember síð- astl. kom Baudouin eitt sinn of seint til hádegisverðar. Faðii* hans hafði látið bíða með maJ,- inn í 15 mínútur og var orðinn þungur á brúnina yfir óstund- vísi sonar síns. Þegar Baudcuin loks kom móður og másandi inn i borðsalinn heilsaði hann. ' að hermannasið og sagði: „Þi3 verðið að fyrirgefa mér. Mér finnst þetta voðalega leiðinlegí. En ég gat ekki gert að því. Ég ' tafðist, af því að ég þuríti að taka á móti Acheson, Bevin og Schuman“. Konugurinn kink- aði kolli hátiðlegur í bragði og benti syni sinum að setjast. Samvizkusamur, einlægur, gáfaður. Baudouin hefir nú komið olt opinberlega fram. Belgískum ráðherrum og stjórnmáialeið- togum kemur saman um, a3 hann sé samvizkusamur, ein- lægur og gáfaður. Jafnvel eixt óvinur föður hans, jafnaðar- mannaleiðtoginn Paul Henri Spaak, er hrifinn af Baudouin. og telur hann óvenju góðurn gáfum gæddan. Ýmsir segja aík hann líkist í ýmsu Albert kon- ungi, afa sinum, er var ástsæl- asti konugur, sem belgíska þjóð in hefir átt. Sem Ronungur mun Baudou- in halda áfram að gera skyldu sína, gera ætíð og ævinlega það, sem ætlast er til að hann geri, en ekkert meira. Þegar þar að kemur, verður ætlast til þess að hann kvænist, og munu aönr sjá um að velja fyrir hann kvon fangið. á sa.ma hátt og aörir munu skrifa fyrir hann ræöurn. ar, sem hann ílytur. Ekki mun ennþá búið að velja handa hon- um eiginkonu, en 18 ára gömul belgísk prinsessa, Elisabeth de Mérode, mun i\afa komio til greina. Leopold, faðir Baudouins, fær eftiriaun, er nema 120 þusund bandarískum dollurum á ári, og mun hann sennilega dveijast áíre n í Beigiu, sem gestur son ar síns. Og hinn ungi konangur mun hafa me. -frá fleiri ráögjafa sér við hlið. — En það vanda- mál, sem hann verður að sigr-. ast á af eigin rammleik, er að vinna hug og hjarta belgísku þjóðarinnar. Þeir sem málun- um eru kunnugastir segja, að: svo virðist sem mörgum sé þeg- ar orðið hlýtt til hans. 1 mann- þrönginni á strætum Brússel-. borgar á krýningardaginn var. gömul kona, serri heyrðist taufa um leið og hinn nýkrýndi kon- ungur ók framhjá í bifreið sinni: „Auminginn iitli. aleinn í stóra bílnum sínum“. Frímerkjaskipti Sendið mér 104 isienzk frf- merkl. Ég scndl yður um h»I 200 erlend frimexki. JON 4GNARB. Frlmerkjaverzlun, P. O. Box 350. Reykjavfk

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.