Tíminn - 11.08.1951, Síða 3
179. blað.
TÍMINN. laugardaginn 11. ágúst 1951.
3.
Um Reykjaskóla
Eflir sóra Vnjjva Þ. Árnason. Prestbakka
í nokkur ár hefi ég fylgzt
með starfi héraðsskólans að
Reykjum í Hrútafirði, hefir
mér líkað margt vel við þann
skóla og vildi ég þessvegna
ræða lítilsháttar um hann í
þessari grein. Ég álít, að al-
menningi og aðstandendum
skólans sé taetur þjónað með
því, að betri hliðar skólastarfs
ins fái að koma í dagsins Ijós
en hinar lakari. En eins og
kunnugt er urðu nokkrar um
ræður um skólann í blöðum í
vor, þar sem misbrestur í
starfi skólans var mjög dreg
inn fram og skólastjóra og
kennurum ámælt fyrir lak-
lega stjórn. Voru þau um-
mælj lítill vináttu vottur í
garð skólans og lítils skilnings
virtist gæta þar á skólastarf-
inu, enda hefir sú gagnrýni
vafalaust verið byggð á ó-
kunnugleika um iiagi skólans
og starf hans.
Það gefur að skilja, að
vandasamt er að stjórna fjöl-
mennum skóla eins og
Reykjaskóla. Þar eru saman-
komnir á annað hundrað
nemenda, bæði drengir og
stúlkur, sem eru á því aldurs
skeiði, er unglingarnir eru ó-
stýrlátir, svo að erfitt er að
ráða við þá. Er það mjög
nauðsynlegt, að agi sé góður
í slíkri stofnun og reglur
skólans séu í heiðri hafðar, ef
sæmilegur árangur á að nást
með skólastarfinu. Það er
mín skoðun, að . nemendum
sér holt að temja sér hlýðni
og reglusemi og aðhald sé
betra til uppeldis, en afskipta
leysi og óregla. Mér finnst
það meðmæli með sérhverj-
um skóla, sem heldur merki
sínu hátt á lofti, á sér metn-
að og þekkir skyldur sínar,
þótt það kunni stundum að
kosta brottvísun óhlýðinna
og óreglusamra nemenda frá
skóla.
Merkt menrjingarstarf er
unnið í Reykjaskóla. Þar fær
fjölmennur hópur æskulýðs
undirbúning undir framtíð-
ina, hefi ég ekki getað betur
séð þau þrjú ár, sem ég hefi
dvalið í Hrútafiröi, en að
þetta hlutverk skólans sé vel
rækt af skólastjóra og kenn-
urum, þeir bera hag skólans
mjög fyrir brjósti, er nemend
um hollir og ráðgóðir leið-
beinendur. Þessir menn hafa
unnið gott starf og þeir hafa
ómaklega orðið fyrir árás,
sem vert er að mótmæla, kast
að hefir verið að þeim hnjóðs
yrðum fyrir að gæta skyldu
sinnar.
Á undanförnum árum hef-
ir Reykjaskóli fyrir ötult starf
skólastjórans eflzt að húsa-
kosti, kennslutækjum, kenn«
aralið skólans hefir einnig
vaxið. Er óhætt að segja, að
skólinn sé nú ágætlega til
þess búinn að veita nemend
um góðan aðbúnað og góða
fræðslu. Ágæt útisundlaug er
við skólann, rúmgott smíða-
hús hefir nýlega verið reist,
nú geta nemendur við beztu
skilyrði lært til munns og
handar í skólanum. Auk bók-
námsins læra drengir þar
ýmislegar smíðar og stúlkum
eru kenndar hannyrðir. Þá er
mikil áherzla lögð á sund-
kennslu við skólann.
Á vorin tekur þessi skóli við
fjölmennum hópi barna til
sundkennslu og fá börnin
auk sundsins tækifæri til
smíðanáms og hannyrða-
náms. Er athyglisvert hversu
skóla^tjóri og kennarar
leggja sig fram til þess að
gera börnunum dvölina í senn
sem gagnlegasta og ánægjuleg
asta. Að afloknum starfsdegi
er börnum stundum haldnar
skemmtan;r og þeim sýndar
góðar kvikmyndir. Er það
börnunum sönn ánægja að
koma til þess náms og sum
þeirra horfa til þessarar dval
ar í tilhlökkun í langan tíma.
Frjálst og glaðlegt er yfir-
bragð barnanna, svo að á-
nægjulegt er að sjá. Og líka
má segja um unglingana, sem
stunda nám í skólanum allan
vetuíinn, ekki virðast þe/x
vera beygðir eða fjötraðir af
járnaga og ófrelsi, þvert á
móti eru það frjálsmannlegir
unglingar, sem þarna starfa,
þótt þeir megi ekki óhlýðnast
reglum skólajas. Ég álít, að vel
sé að unglingunum búið og
nám þeirra geti borið ákjós-
anlegan árangur, ef þe:r
sjálfir hafa áhuga fyrir starfi
sínu og vilja Iæra á annað
borð. Talsverður hópur nem- 1
' enda hefir þreytt landspróf :
' úr skólanum að undanförnu
' og árangur þeirra Verið góð-
ur.
Ég hefi iðulega rætt við
skólastjóra og konu hans um
skóla og uppeldismál og fund
ið hjá þeim báðum áhuga fyr
•ir starfi skólans og framtíð.
Guðmundur Gislason, skóla
stjóri lætur sér annt um skól
ann og það er sleggjudómur
að úthúða honum sem léleg-
um stjórnanda, ég álít, að
stjórn hans sé til fyrirmynd-
ar og honum til sóma. Hann
miðar starf skólans við það
að samræma eins og verða má
tvær hliðar skólastarfsins,
þekkingu og uppeldi, þannig
að frá skólanum geti komið
vel siðaðir nemendur, er hafi
kunnáttu til að leysa af hendi
ýmis þau störf, sem lífið legg
ur þeim síðar í hendur.
Það er ekki nokkur vafi á,
að góður héraðsskóli í sveit,
er betur hæfur til þess að
veita nemendum gott upp-
eldi, en skólar bæjanna, þar
sem svo margt verður til þess
að glepja unglingana og
draga athygli þeirra frá verk
efni skólans. Héraðsskóli held
ur nemendum burtu frá ó-
hollu umhverfi lélegum fé-
lagsskap, sem oft hefir orð-
ið efnilegu ungu fólki til mik
ils tjóns. Um þessar mundir
er það mikið vandamál og á-
hyggjuefni bæjanna, hversu
stór hópur drengja og stúlkna
leiðist út í óreglu og lausung.
Komið hefir verið á fót sér-
stökum nefndum (jafnvel
dómstólum), til þess að reyna
að greiða veg þessa fólks og
bjarga því. Auk þess, að hér-
aðsskóli er að mestu laus við
þessar hættur þéttbýlisins, er
nám þar mun ódýrara en í
skólum bæjanna, að minnsta
kosti fyrir unglinga úr fjar-
lægð.
Daglegt eftirlit og aðhald
góðra og skilningsríkra kenn
ara er öllum unglingum hollt.
Mikils virði er fyrir foreldra
að vita hvar unglingar halda
sig að degi sem nóttu. For-
eldrar, sem eiga börn sín í
héraðsskóla þurfa ekki svo
mjög að óttast óhollan félags
skap, þar sem í heiðri eru
hafðir góðir siðir og reglur,
þeir þurfa ekki heldur að
veya í óvissu um hvar barnið
Myndasafn frá tug-
þrantareinvíginu
Nokkrir iþróttavinir hafa
gefið út mjög smekklegt
myndasafh 'frá tÁigþÁutárein
vígi þeirra Arnar GJausen og
Ignace Heinrich, en það er
tvímælalaust merkasti í
þróttaviðburður, sem fram
hefir farið hér á landi, éhda
vakti hann heimsathygli.
Frá myndasafni þessu er
þannig gengið, að birtar eru
samsíða myndir af báðum í-
þrót^tagörpunum í hverri
grein tugþrautarinnar, en fyr
ir neðan myndirnar eru skráð
afrekin og stigin talin. Á for-
síðu umbúðarkápunnar eru
myndir af Erni og Heinrich,
hvorum um sig, svo og einnig
mynd af þvi, er Heinrich
þakkar Erni fyrir keppnina
með kossi. Auk þess eru á
forsíðunni linustrik fyrir
nöfn og heimilisfang, þvi að
ætlast er til að menn geti
sent kunningj um sínum
myndasafn þetta í pósti, eins
og það kemur fyrir, án sér-
staks umslags.
Á baksíðunni eru fjölda
myndir af þeim félögum svo
og rithandarnöfn þeirra, en
á innsíður kápunnar er skýrt
frá helztu tugþrautarafrek-
um beggja keppendanna í
stuttu máli, bæði á íslenzku
og ensku, aldur þeirra og þau
met rakin, sem þeir hafa
sett í tugþrautarkeppnum.
Báðir keppendurinir unnu
sér aðdáun alls hins mikla
fjölda áhorfenda, er sóttu í-
þróttavöllinn, þegar keppnin
fór fram, ekki hvað sízt fyrir
hinn glæsilega íþróttaanda,
er einkenndi keppni þeirra
og framkomu alla, og fullyrða
má, að tæplega getur betri
landkynning en slíkar íþrótta
keppnir, sem þessa. Það munu
því án efa margir geyma ljúf
ar minningar um þessa
merku tugþrautarkeppni
þessi tvö júlikvöld í Reykja-
vík, og sjálfsagt munu marg-
ir vilja senda góðvinum sín-
um, sem fjarri voru þessari
góðu og hollu skemmtun,
myndir frá keppninni.
Keppendur báðir léðu fylgi
sitt við birtingu slíks mynda-
safns, en okkrir áhugasamir
Ijósmyndarar tóku myndirn-
ar, eins og getið er á innsíðu
kápunnar, eða þeir Ragnar
Vignir, Kristinn Sigurjónsson,
Rafn Hafnfjörð og Árni Kjart
ansson.
íslendingaþættir
i 'SSJ
Dánarminning: Jörundur Bjarnason,
skipstjóri
Þegar ég heyrði andláts-
fregn Jörundar Bjarnasonar,
skipstjóra, frá Bíldudal, komu
mér í huga ýmsar endurminn
ingar frá unglingsárum mín-
um, en á þeim tima var ég
mjög handgenginn honum.
Ég var skipverji hjá Jörundi
samfleytt í 8 eða 9 sumur á
fiskiskipunum Katrínu og
Njáli frá Bíldudal, og mér
er Jörundur mjög minnisstæð
ur frá þessum árum.
Jörundur var gtæsimenni
að vallarsýn, friður, virðyleg-
ur og að öllu hinn vörpuleg-
asti. Svipmót hans og fas bar
vott um skapfestu og prúð-
mennsku, og svo reyndist mað
urinn við nánari kynningu.
Ég minnist hans sem hins ör
ugga og æðrulausa skipstjóra,
sem# með vökulum augum
vakti yfir öryggi skips og á-
hafnar, enda var öllum ljúft
að hlíta forsjá hans. Honum
hlekktist aldrei á, og skilaði
því ávallt áhöfn og skipi
heilu í höfn.
Ég minnist trúmannsins
Jörundar Bjarnasonar, sem
lét lesa húslestra í skipi sínu
á hverjum helgum degi. í
byrjun hverrar vertíðar valdi
skipstjórinn einhvern lestrar
hæfasta manninn á skipinu
til að lesa húslestrana. Af af
líðandi hádegi á helgum dög
um söfnuðust allir skipverj-
ar saman í hásetaklefanum
til að hlýða lestrinum og voru
þessar trúræknisstundir á-
vallt hinar hátíðlegustu. Skip
stjórinn trúði þvi að þessum
tima væri ekki betur varið á
annan hátt, og að þessi töf
frá vinnunni fengist ríkulega
endurgoldin.
Jörundur Bjarnason var
fæddur 5. september 1875 að
Vaðli á Barðaströnd. Hann
fluttist ungur að Dufansdal
í Arnarfirði, en þar átti hann
heimili til 20 ára aldurs. Hann
batt snemma tryggð við sjó-
inn og á þessum árum reri
hann á árabátum eða stund-
aði sjóinn á fiskiskútum sem
haldið var úti á handfæra-
veiðum. Arið 1900 fór hann
í stýrimannaskólann í Reykja
vík og útskrifaðist þaðan ár-
ið 1902 með ágætum vitnis-
burði. Þá varð hann stýrimað
ur á fiskiskipinu Gyðu í eitt
sumar, en eftir það var hann
skipstjóri samfleytt yfir 30 ár
á ýmsum þilskipum, sem
gengu til handfæraveiða. Jör
undur var alla tíð eftirsóttur
skipstjóri sökum þess hve afla
sæll hann var og farsæll. Til
hans völdust alla jafna dug-
miklir og áhugasamir menn,
sökum þess hve vel þeir
treystu forsjá hans og heppni
við veiðarnar. Árum saman
var hann ýmist aflahæsti eða
næst aflahæsti skipstjórinn á
þilskipaflotanum frá Bildu-
dal. Hann var mjög áhuga-
samur um að skipshöfn hans
og útgerð skipsins bæru mik-
ið úr býtum. Hann var snyrti
menni með allan útbúnað
skipsins og sá um að honum
væri vel við haldið. Jörund-
ur lét sig miklu skipta allar
nýjungar á sviði fiskveið-
anna og fylgdist vel með í
þeim efnum. Þó held ég að
hann hafi í eðli sínu verið
fastheldinn á fornar venj-
ur, en hann lét þær þó vikja
um set fyrir nýjungum,
sem sönnuðu yfirburði sína.
Eftir að Jörundur lét af skip-
stjórn vann hann að ýmsum
störfum á Bíldudal, og þó
aðallega að verkun og nýt-
ingu fiskafurða.
Árið 1905 kvæntist Jörund-
ur eftirlifandi konu sinni,
Steinunni Guðmundsdóttur.
Þeim varð 6 barna auðið Eru
5 þeirra á lífi og öll hin mann
vænlegustu.
Með Jörundi Bjarnasyni er
í valinn fallinn, eftir langan
og merkilegan starfsdag, góð
ur sonur íslenzku þjóðarinn
ar og einn af traustustu stofn
um þess tímabils i þróunar-
sögu sjávarútvegsins, sem
kallað hefir verið skútuöld-
in.
ísafirði, 5. ágúst 1951.
Jón Á. Jóhannsson.
Merkilegt ryðvarnarefni
Jafn lengi og járnið hefir
verið til hafa menn staðið
ráðþrota gagnvart ryðinu.
Járnið, sem segja má, að sé
nytsamast allra málma, hef-
ir — ef svo lná segja — gufað
eða brunnið upp, án þess nokk
uð verulegt yrði að gert. Það
verður ekki tölum talið, sem
á þennan hátt hefir farið for
görðum, en aðeins í nálægum
löndum hefir þetta tjón num
ið hundruðúm milljóna króna
á ári hverju.
þeirra er þá og þá stundina,
það er innan veggja skólans,
í nágrenni hans og er í um-
sjá góðra manna.
Það væri viðeigandi, að
niðrandi ummælum um
Reykjaskóla væri hnekkt af
heilbrigðu æskufólki, á þann
hátt, að það fjölmennti til
skólastarfsins á komandi
vetri.
Það er ekki mjög langt síð-
an íslendingar fóru að nota
járn verulega til bygginga.
Það er þó nógu langt til þess,
að við höfum séð hvernig ryð
ið hefir eyðilagt stórkostlega
og gert byggingar óásjálegri.
Sama máli gegnir með skip,
verkfæri og aðra hluti, sem
nota þarf til hinna margvís-
legustu þarfa í nútíma þjóð-
félagi. Ekkert er óhult fyrir
þessum mikla vágesti.
Það lætur því að líkum, að
vísindamennirnir hafi spreytt
sig á að finna ráð til að
stöðva ryðið. Þetta tókst ekki
fyrri en á stríðsárunum síð-
ustu. Urðu Svíar — með sitt
málmauðuga land — fyrstir
til að reyna hið nýja lyf eða
undraefni í stórum stíl. Hér
er um að ræða lög, sem hlot-
ið hefir*nafnið Ferro-Bet, og
fer nú sigurför um heiminn.
Það er nú talið hafið yfir
allan vafa, að þetta nýja efni
vinnur kraftaverk í þessu
efni. Stór-fyrirtæki á Norður
löndum, á Englandi og í Am-
eriku nota nú Ferro-Bet til
þess að verja hin ýmsu mann
'Virki sín skemmdum. Pá þar
til nefna sænsku ríkisjárn-
brautirnar .
Ferro-Bet lögurinn er ým-
ist notaður þannig, að hann
er borinn á undir málningu,
eða smærri stykkjunum er
dyfið ofan i hann. Hann ryð-
hreinsar málminn og ver
hann gegn frekari hættu af
ryði. Ferro-Bet veldur ekki
brunahættu. — Hann skemm
ir ekki húðina. Hann ef lykt-
arlaus' og tærir ekki málm-
inn.
Eftir hina undursAmlegu
reynslu í Svíþjóð, hefir Ferro
Bet nú útbreiðzt mjög um all
an heim. Hér á landi er nú
þetta merkilega efni einnig
til sölu, og mun fást í flestum
eða öllum kaupstöðum lands-
ins.