Tíminn - 18.08.1951, Side 4

Tíminn - 18.08.1951, Side 4
4. TÍMÍN. laugardaginn ÍSL ágúst 1951. 185. blaff. Ferð til Vestfjarða IV. Atvinnu- og samgönguskiiyrði Vestfjaröa Þegar ferðast er um ókunn- ar slóðir, muii flestum verða hugsað til þess hver séu at- vinnu- og afkomuskilyrði fólksins, sem landsvæði þau byggir, er um er ferðast. Vest- firðir hafa frá alda öðli stuðst jöfnum höndum við sjávarfang og landbúnað. — Sjávarfangið mun þó að jafn aði hafa orðið stærri þáttur- Inn. Samgöngur n allar, hvað þungaflutning áhrærir, svo og lengri ferðir fólks, t. d. til annarra landshluta. hafa far ið fram á sjó. Nokkuð fram yfir síðustu aldamót mun afkoma fólks á Vestfjörðum hafa verið með því betra á landi voru og eng inn fundið til einangrunar. . Með bættum samgöngum og breyttum kröfum í öðrum landshlutum og síðast en ekkj sízt eyðingu innfjarðar miða vestanlands hafa við- horfin breytzt.Fólkið, sem áð- ur bjó á dreifðum býlum út um nes og inn til fjarðar- botna hafði útræði frá hverj um bæ, og af þeim afla mik ið af sinu lífsframfæri. Þegar fram liðu stundir, fækkaði fólki á hverjum einstökum sveitabæ, og þorpin mynduð ust, þar sem skipaíægi var bezt. Einangrun jókst á af skekktari býlum og þau fóru i eyði. Botnvörpu- og dragnóta veiðar eyðilögðu fiskimiðin. Bændurnir hættu að geta ró- ið til fiskjar, og sótt gnægð matar rétt fram fyrir lands steinana. Þeir urðu að snúa sér eingöngu að' landbúnaðin um. En hlutur þorpanná varð ennþá hættulegri. Þegar drag nótin hafðj svo þrautskafið öll innfjarðamið, að vart varð fisk að fá, vandaðist mál íð. Eina úrræðið virtist vera stærri skip. Togarar í stað dragnótabáta. Þjóðfélagið virtist ekki koma nógu fljött auga á þetta. Stórvirku tæk ín voru sett til Reykjavíkur og annarra fjölmennustu stað anna, en fólkið í hinum dreifðu byggðum mátti deyja drottni sinum. Samgönguerf- iðleikar á landi, lögðu sæmi legar jarðir í eyöi, þegar mannfæðin kom og bátaút- haldiö gekk úr sér. Ýmsir framsýnir menn börðust gegn þessari þróun og víst hefir mikið miðað til bóta hin síðari ár, þó betur megi ef duga skal. Sjávaraflinn. Án efa er það stærsta at- riðið varðandi sjávarútveg allrar þjóðarinnar, að fá land helgina stækkaða. Fáist land helgin ekki stækkuð sannar reynslan það, að við erum bráðlega búnir að vera sem fisköflunarþjóð. Annað atriðið er það, að friða alla firði fyr- ir dragnótaveiðinni. Dragnót in hefir alls staðar fullkomn- að þá eyðileggingu á innmið- um er botnvörpungarnir hófu á fjærliggjandi miðum. Engin landshluti á þarna eins^ mikið í húfi og Vestfirð- ir. Á meðan fiskur er aftur ræktaður upp með aukinni friðun á innmiðum, þurfa hin ýmsu þorp að hafa aðgang að stærri ,fisköflunartækjum, s. s. togurum, sem sótt geta á fjarlægari mið, og þýðing- armikið er að hægt sé að vinna að hagnýtingu aflans, Eftir Ilanues Pálsson frá ITndirfolli sem mest í landi og skapa þannig bæði atvinnu og gjald eyrir. Landbúnaður Vestfjarða. Vestfirðir ná ekki þeim möguleikum til ræktunar og landbúnaðarframleiðslu, sem ýmsir aðrir landshlutar, en mörg er þó matarholan. Vestfirðingar þurfa ekki að skammast sín fyrir sína land- búnaðarmenningu. Ræktan- legt land þar er tiltölulega betur nýtt nú þegar, en víðast hvar annars staðar. Enda þótt víða megi sjá talsvert land óræktað, sem hægt er að taka til ræktunar, er það lítið, miðað við önnúr byggðarlög. Talsverðar ræktunarfram- kvæmdir eru þegar hafnar í Dýrafirði, Önundarfirði og Djúpinu, og sums staðar stór- miklar, enda voru ýmsir Djúp bændur með mestu ræktun- armönnum landsins nokkru eftir 1920. Nú hefir Mosvalla- Mýra- og Þingeyrarhreppur færst mest í aukana hin síð- ustu ár. Með aukinni ræktun og bættum samgöngum getur stóraukist landbúnaðarfram- leiðsla Vestfjarða, og hún mun gera það, enda þótt býl- um fjölgi ekki í stórum stíl. Samgöngur Vestfjarffa. Um samgöngur á sjó þarf eigi að ræða. Öllum er það kunnugt að á hverjum firði eru hafnarskilyrði hin beztu, en slíkar samgöngur duga ,ekki lengur hinum einstöku ■sveitabæjum. Ekki er því að .neita, að vegagerð á Vest- fjörðum mun víða torveld og sums staðar með öllu ómögu- leg, en með aukinni tækni, er margt hægt að gera, sem áður þótti ómögulegt, þegar mannshöndin ein var að verki. Nú þegar er komið gott vega- samband um mestan hluta nokkurra hreppa. Má þar nefna Þingeyrarhrepp, Mýra- hrepp, Mosvallahrepp og vest ustu hreppana við Djúpið. — Tiltölulega auðvelt er að tengja ísafjörð, þrjá vestustu hreppa Norður-ísafjarðar- sýslu, og alla hreppa Vestur- ísafjarðarsýslu við þjóðvega- kerfið, með því að ryðja veg af há Rafnseyrarheiði á veg þann, sem verið er að byrja á af Barðaströnd, um Þing- mannaheiði og Gufudalssveit. á þjóðveginn er liggur til Arngerðareyrar. Kunnugir menn telja mjög auðvelt og ódýrt að gera sumarveg af Rafnseyrarheiði til Þingmannaheiðarvegar. — Með slíkum vegi myndi ein- angrun Vestfjarða hverfa. En þó slíkur vegur sé þýðingar- mlkill, þá verða það vitan- lega byggðavegirnir ,sem mest hafa að segja gagnvart af- komu fólksins. Mun Auðkúlu- hreppurinn þar verst settur af byggðum Vestur-ísafjarð- arsýslu. í botni Dýrafjarðar er eftir að tengja saman Mýra- og Þingeyrarhrepps- vegina, en þar vantar aðeins herslumuninn. Hlýtur það að gerast von bráðar ef vel er sótt á fjárveitingarvaldið, Rafvirkjanir. Flestir hafa heyrt, getið um fossinn Dynjanda I Arnar- firði og þær tillögur sem fram hafa komið, um að nota hann til að lýsa og hita Vestfirði. Eigi ætlar sá, er þetta ritar, sér þá dul, að meta eða vega möguleikana fyrir slíkri stór- virkjun. Nauðsyn'mikil muh þó fólkinu á Vestfjörðum að fá rafmagn, ekki síður en öðr um landshlutum, og eínskis má láta ófreistað, til þess að pað megi verða. En inn í botni Dýrafjarðar eru tváer smáár. Hefir önnur þeirra það góða fallhæð, að mikið má það vera, ef það vatnsmagn dugar ekki til rafnota fyrir Þingeyri. Leiðarlok. Eftir að hafa dvalið 3 daga á Þingeyri og skoðað lands- hætti þar og í Arnarfirði, var hugmyndin að skreppa norð- ur að Djúpi, og sjá þ'ar lands- lag og atvinnuhætti. Úr því gat þó ekki orðið, því starf kallaði, sem ekkí mátti slá á frest. Verður slík för að bíða betri tíma. Frá Þingeyri vaf því haldið flugleiðis til Reykja víkur á fimmtudagskvöld. — Mistur var nokkurt yfir Breiða firði og gafst manni þvi eigi tæírifæri til að sjá eýjarnar óteljandi. Urðu það helztu vonorigði ferðarinnar. Citt og ahhai Vel svarað, Bernhard Shaw leikritahöf- undurinn frægi var vel þekkt ur fyrir kímni sína. Eitt sinn sendi hann Winston Churchill tvo miða á nýjasta leikrit sitt og skrifaði með þeim: „Hér eru tveir miðar á frumsýninguna fyrir yður og elnn vin — ef þér eigið þá nokkurn“, Churchill lét ekki sitt eftir liggja, sendi miðana aftur og lét nokkur orð fylgja með: „Því miður get ég ekki komið því við að nota mlðana á frum sýninguna á leikriti yðar, en þér sendið mér miða á næstu sýningu — ef það verður þá nokkur“. 2,8 milljónum fleirri. Manntalsskýrslur í Vestur Þýzkalandi sýna, að þar í landi eru nú 2,8 milljónir fleira kven fólk en karlar. Þá er það einn ig upplýst að tala óskilgetinna barna hefir aukizt um 25% síðan stríðinu lauk. ★ Fjöldi á Bretlandshátíðinni Bretlandshátíðinni lýkur 30. september. Hátíðahöldin hóf- ust í vor með allskonar sýn- ingum og íþróttaleikjum, og er áætlað að fimm milljónir manns hafi sótt hana. ★ Falskir seðlar í umferð. Falskir 100 króna seðlar hafa talsvert verið í umferð í Stokk hólmi að undanförnu. Lögregl an þar í borg skýrir svo frá, að sennilegt sé, að seðlarnir séu frá finnskri prentsmiðju, sem fyrir nokkrum árum síð- an dreifði fölskum seðlum um allt landið. ★ Smyglaði morfíni. Fimmtíu og fjagra ára gam all sjómaður, Vincent Bernar- dini, var handtekinn um síð- ustu helgi í New York. Var hann sakaður um að hafa smyglað morfíni „fyrir marg ar milljónir dollara" til Banda ríkjanna síðustu tvö til þrjú árin. Hér er kominn P. J. og ræðir um útsvörin: Útsvarsviðaukinn í Reykjavík. Það má nú segja, að við Reyk- víkingar höfum spurt 111 tíð- indi. Við höfum fregnað það, að borgarstjóranum okkar hafi dott ið í hug að bæta 10% við út- svörin okkar þetta ár, en þau eru þegar ákveðin tæpar 70 millj. svo alls verður summan, sem bæjarsjóður gleypir í sig af at- vinnutekjum skattþegnanna þetta ár, 77 millj. Það fer nú að fara mesti ljóminn aí henni Reykjavík í meðvitund lands- manna, þegar svona er komið. Það er miður gott, að Reykja vík, með sínum fallega fjalla- hring, með sínu heimsfræga sól arlagi, með hafið blikandi, arð vænlegt og víðsýnt við hlið sér, með sínar skrautlegu byggingar, með sín steinlögðu stræti o. fl. skuli vera orðin naðlra, sem drekkur blóð þegnanna svo geypilega sem útsvörin bera vitni um; að hún skuli vera orð in náríki, og jafnvel þó ekki sé hægt að benda á neinn aftöku stað, þá skiptir það ekki máli, þar sem að hún étur' fólkið á fæti. Hann er heilsugóður, borgar- stjórinn okkar, að hann sknli hafa heilsu til þess að koma opinberlega fram með þessa nýju fyrirætlun sína. Mér finnst að það hefði verið nóg fyrir hann að hugsa hana. Honum ætti að vera manna kunnugast um gjaldþol Reykvíkinga. Hann ætti að vita um vanskila út- svarsskuldir bæjarbúa. Hann lætur fylla Lögbirtingablaðið mánuð eftir mánuð með upp- boðsauglýsingum á eignum manna, fyrir vangoldnum út- svörum. Þessar auglýsingar hafa komizt upp í nær 50 i sumum blöðunum. Honum ætti að vera kunnugt um, ; því það er allri þjóðinni kunnugt, að undan- farna mánuði hefir ekki verið hægt að opna útvarpið fyrir stöðugum og síendurteknum rukkunum til Reykvíkinga um greiðslu útsvaranna, að viðlögð ■ um vanskilarefsingum. Heldur borgarstjórinn virki- lega að Reykvíkingar geri það að gamni sínu að standa í van skilum með útsvör sín? Heldur borgarstjórinn virkilega, að Reykvíkingum þyki upphefð í að láta daglega rukka sig í út varpið um vangoldin útsvör? Heldur borgarstjórinn virkilega, að greiðsluvanskilin lagist með því að bæta 10% viðauka á þrautpýnda skattþegnanna? Heldur borgarstjórinn virkilega, að borgarfógetinn hafi ekki öðr um störfum að sinna, en rukka inn útsvörin með lögtökum og uppboðum? Ég held að veruleg ur þáttur í starfi borgarfógeta sé nú orðið, að innheimta van skilaútsvör. Orsakast þetta af því, að gjaldþoli Reykvíkinga er ofboðið. Ég fullyrði hiklaust, að Reyk víkingar eru skilamenn um opin ber gjöld og allar sínar skuld- bindingar. Þeir hlaða ekki á sig vanskilaskuldum sér til skemmt unar, því það er ekki skemmtun. Reykvíkingat verða, eins og all ir menn, fyrst að sjá sér fyrir greiðslu húsaleigunnar, greiðslu fyrir mat og drykk, greiðslu. vegna nauðsynlegs hita og ljóss og greiðslu fyrir nauðsynleg föt, til að skýla líkamanum fyrir kulda. Þegar þessi gjöld eru af hendi leyst, en þau eru mikil, vegna hinnar hörmulegu dýrtíö ar, sem hér er á öllu, þá korria útsvörin og önnur lögboðin op mber gjöld, en þá vantar i þau. Af þessu einu myndast van- skilin hér í Reykjavík á útsvör- unum. Reykvíkingar mega ekki þegja lengur og standa sundrað ir um sín hagsmunamál. 1 til- efni af þessum 10% útsvarsvið- auka verður að kalla saman borgarafund og ræða þetta al- varlega mál. Það verður að fara fram á það /ið bæjarstjórnina að þessi kaleikur víki frá okkur að þessu sinni. Það verður að krefjast sparnaðar á bæjarins fé, því nauðsyn krefst þess. Það verður að minna bæjarstjórn- ina á það máltæki, að fleiri koma mál en dagar. Bæjar- stjórnin verður að minnast þess, að ár kemur eftir þetta ár, og þá verður að leggja útsvör á þegnana. Það verður að minna bæjarstjórnina á, að hún fer með völd í bænum af náð kjós- endanna. Það verður að mihna bæjarstjórnarmeirihlutann á, að okkur er nokkuð sama hver reytir af okkur seinustu fjaðrirn ar. Það er ekki nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokknrinn leggi til þann meirihluta. Það er hægt að breyta til um bæjarstjórnar- meirihlutann og það verður gert við næstu kosningar. Það er búið að stofna nýtt embætti í Reykjavíkurborg. Er það embætti kallað iþróttaráðu nautur béejarstjórnar Reykja- víkur. Hefir Benedikt G. Waage, forseti íþróttasambands ís- lands, verið ráðinn í þetta starf. Er þetta vel til fallið, fyrst em bættið er stofnað. Hr. Waáge var á sinni beztu tíð einn af glæsilegustu íþróttamönnum landsins. Hefir hann allt frá æsku unnið íþróttalífi cg í- þróttamálum hið mesta gagn. Hann hefir mætt mjög oft er- lendis fyrir hönd lands og þjóð ar á íþróttamótum. Hefir hann verið landi og þjpð þar hvivetna til sóma vegna sinnar heilbrigðu skapgerðar og einlægs stuðnings við íþróttamálin. Hve vel honum tekst að kenna bæjarstjórn Reykjavíkur íþróttir sker fram- tíðin úr. Þættl mér fara vel á því, að hann fyrst af öllu kenndi bæjarstjórninni þá íþrótt, að fara spart með fé bæjarins og lækka útsvör bæjarbúa. Tækist honum þetta vel mundi nafn hans verða blessað á hvers manns vörum. Fleira verður ekki rætt í dag. Starkaður. Kaupum stepjárn (pott) háu verði mm-w wmm

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.