Tíminn - 18.08.1951, Side 5

Tíminn - 18.08.1951, Side 5
185, blað. TÍMIN, laugardaginn 18. ágúst 1951. ■esnF 5. Laugard. 18. ágúst Krafa, sem féll um sig ERLENT YFIRLIT: Vamaráætlun Spánar og Bandaríkjanna Félagsmálaráðherra sendi, í gær blöðum og útvarpi til- kynningu varðandi aukanið- urjöfnunina í Reykjavík, og er tilkynningin birt á útsíð- um blaðsins í dag. Tilkynning in skýrir það fullkomlega, hvers vegna ekki var hægt fyrir ráðuneytið að taka fram fyrir hendurnar á bæjarstjórn armeirihlutanum, svipta hann fjárforráðum og neita! um leyfi til aukaniðurjöfn- unarinnar. Þar eru þær upp- lýsingar gefnar, að öllum bæjarstjórnum hafi ætíð ver | ið veittt leyfi ráðuneytisins bæði til hækkunar útsvara fram yfir lögákveðið takmark við aðalniðurjöfnun og til að leggja á aukaútsvar eftir á, sem er nokkurn veginn hið sama, þótt álagning aukaút- svara sé sýnu óviðfelldnari aðferð og beri augljósan vott um reiðuleysi og óforsjálni í fjármálum, þegar ekki á sér stað því meiri röskun á þessu sviði frá því fjárhagsáætlun er gerð. Slíkt leyfi hefir ráðu neytið jafnan veitt án tillits til þess, hvaða stjórnmála- flokkur hefir átt félagsmála- ráðherra, og eiga þar hlut að máli jafnt þeir flokkar og að- ilar, sem nú hafa krafizt synj unar félagsmálaráðherra og haft um það stór orð. Þegar svo illa er komið fyrir bæjarstjórn,. að aukaniður- jöfnunar er þörf, verður hún að fá leyfi til þess nema fjár- hagsástandið sé orðið þannig, að taka verði viðkomandi sveitarfélag uhdir opinbert eftirlit. Fyrir þau afglöp verð ur bæjarstjórnin síðan að taka dómi kjósendanna. Einnig verður ljóst af til- kynningu félagsmálaráð- herra, að þrír bæir aðrir en Reykjavik hafa á þessu ári, eins og ýmsir bæir hafa haft mörg undanfarin ár, leyfi til að fara yfir ákveðið mark um hækkun útsvara. Ástæður fé lagsmálaráðherra til þess að synja ekki um aukaniður- jöfnunina að þessu sinni eru því augljósar og þurfa engrar skýringar við, enda mun nú svo komið að hin heimsku- lega krafa Skattgreiðendafé- lagsins, Þjóðviljans og Al- þýðublaðsins um að félags- málaráðherra beri að taka í taumana, vera órðin upphafs mönnunum sjálfum til at- hlægis. Framsóknarmenn hafa ætíð haldið því fram, að illri stjórn livort sem er bæjarstjórn eða landsstjórn, beri að renna sitt skeið með valdi þess umboðs, sem kjósendur hafa fengið henni, unz þeir sjálfir svifta hana umboðinu og fela það öðfum. Kjósendurnir eru því sá dómur, sem bæjarstjórnar íhaldinu verður nú stefnt fyr ir eins og jafnan fyrr, þótt meirihluti kjósendanna hafi til þessa endurnýjað umboð- ið með stjórn Skattgreiðenda félagsins í broddi fylkingar. Er þó óstjórn ihaldsins í Reykjavík engin ný bóla. Þegar næstu bæjarstjórnar kosningar fara fram verður settur að nýju dómur yfir bæj í Madrid er litið svo á að hinn sviplegi dauði Shermans flotaforingja sé miklð áfall fyr ir samningaumleitanir þær um landvarnamál, er staðið hafa yf ir undanfarið milli Bandaríkj- anna og Spánar. Hann naut virð ingar og samúðar meðal spánskra stjórnmálamanna. Það er nú kunnugt orðið, að hann hafði sent skýrslú um Spánarför sína til Washington áður en hann hélt til ftalíu. Hann ræddi m. a. tvisvar við Franco einvaldsherra. Þessi skýrsla verður að öll- um líkindum lögð til grundvall ar starfi bandarísku hernaðar- nefndarinnar í Madrid. Enda þótt skýrslan hafi ekki verið birt í heild, er þegar kunnugt um ýmis atriði hennar. Spánverjar munu láta Banda ríkjunum í té flotastöðvar á Kanaríeyjum, í Cartagene, Cadiz og ef til vill E1 Ferrol. Sömuleiðis fá Bandaríkin a. m. k. fimm flugstöðvar til umráða, sumar til varnar flotastöðvun- um. Aðrar, og þar á meðal vafa láust Barcelona, verða notaðar fyrir langfleygar sprengju- og orustuflugvélar, og verða þær stöðvar ekki of langt að baki þeim varnarmúr, sem I’ýrenea- fjöllin mynda. 1 staðinn mun stjórn Banda- ríkjanna leita samþykkis Bánda ríkjaþings til þess að ve’ta Spán verjum lán og senda verkíræð- inga og tæknilega sérfræðinga á ýmsum sviðum til Spánar. Fyrsta verkefni þeirra á Spáni veiður að endurbæta samgöngu kerfi landsins, bæði járnbraut ir og þjóðvegi. — Spönsku þjóð vegirnir eru nú svo illa farnir að aukin umferð vegna hernað arframkvæmda myndi gereyði- leggja þá. Þeir eru færri sem vita að i skýrslu Shermans var einnig lagt til að mikið af flutninga- vögnum og efni til járnbrautar gerðar yrði flutt til Spánar frá Bandaríkjunum. Sömuleiðis er Spánverjum mjög áfram um að a. m. k. ein sveit í spánska flug- hernum fái bandariskar þrýsti loftsflugvélar til umráða. Spönsku og bandarísku samn- inganefndirnar urðu á einu máli um að þjálfa skyldi spánsk an landvarnaher og búa nýj- ustu vopnum. Yrði þar um að ræða tvö herfyiki fyrst í stað. Rætt var um að her þessi skyldi aukinn all verulega á árinu 1952, ef ekki drægi úr kommúnista- hættunni. Hins vegar iögðu bandarísku fulltrúarnir á það áherzlu, að Bandaríkin yrðu fyrst og fremst að hyggja að skyldum sínum við Norður- Atlantshafsríkin og landvama- áætlanir þeirra og sinum eigin! landvörnum. Þá var og rætt um á hvern hátt myndi' hægt að stækka og treysta varnarsvæðin spönsku, j sem fyrir hendi eru, um 200 km. að baki Pýreneafjallanna. Eitt helzta verkefni spánska herráðsins síðan 1945 hefir verið áð gera áætlanir um nýtt varnar kéríi á þessum slóðum. Sam- kvæmt því á spönskum hermönn um að vera hægt um vik að gjörsigra á skömmum tíma fall- hlífasveitir og skæruliðasveitir að baki vígiínunnar á þessu svæði. Hafa spánskir herforingj ar nú mikinn hug á að fá aðstoð Bandaríkjanna við að fram- kvæma áætlanirnar um hið nýja varnarkerfi. Bandaríski sendiherrann, Stanton Griffis, vann mikinn sigur, er honum tókst að koma því til leiðar að iðnaðarmála- og viðskiptamálaráðherrann, Don Antonio Suances, hefði ekki lengur utanríkisverzlun lands- ins með höndum. Með því var stigið stórt skref í áttina til þess að sigrast á svartamarkað- inum. Hann dafnaði vel á Spáni í skjóli allra þeirra hafta, er ! Suances setti á innflutnings- og útflutningsverzlun landsmanna. Höft þessi voru meginorsök verð bólgunnar, sem í vor olli verk- föllum og óeirðum meðal lægst- launuðu stéttanna víða um Spán. Sem einskonar sárabætur fékk Suances að sitja áfram í em- bætti iðnaðarmálaráðherra. Breytingar þær, er Franco gerði á stjórn sinni á dögunum að undirlagi Bandaríkjanna, sýna það eitt að ekki hefir dregið hið minnsta úr áhrifum falangist- anna í stjórn landsins, en þeir eru nýfasistiskur flokkur. Á- stæðurnar fyrir því, að stjórnar breytingin varð á þessa lund eru tvær. 1 fyrsta lagi halda falangistar enn uppi miklum á- róðri með þá fullyrðingu, að einkunnarorði „að verið sé að selja Spán fyrir dollara til þátt töku í amerískri styrjöld". 1 öðru lagi til þess að sýna stjórn um hinna Evrópulandanna svart á hvítu, að Spánverjar láta sér skoðanir þeirra á spönsk um innanríkismálum í léttu rúmi liggja. Og þeir geta ekki sýnt betur fyrirlitningu sína á gagnrýni stjórna hinna Evrópu landanna en mð því að tryggja FRANCO. einvaldsherrann og flckk hans ennþá betur í sessi. (Úr „Politiken“>. arstjórnarmeirihlutanum, og þá hefir stjórn Skattgreið- endafélagsins sjálf í hendi sér að svipta hann fjárráðunum. Vilji þeir menn setjast í dóm með Framsóknarmönnum við kjörborðin, munu Framsókn- armenn áreiðanlega fagna lið veizlunni og dæma með þeim fjárráðin af ihaldinu í Reykja vík —- og dæma hart. Fram- sóknarmönnum er það full- ljóst eins og öllum, sem vilja um þessi má hugsa af nokk- urri hreinskilni, að með því einu móti að kjósendur svipti Sjálfstæðisflokkinn umboð- inu um stjórn Reykjavíkur, verður stjórn bæjarins kippt í liðinn, en ekki með því að neita henni um eina aukanið urjöfnun upp i óreiðuskuldir, sem búið er að stofna til. Ef svo hefði verið mundi óstjómin halda áfram eftir sem áður, en það fé, sem vant aði í ár verða lagt á sem aðal útsvar næsta ár, og dansinn halda áfram. En það er annað atriði í til kynningu félagsmálaráð- herra, sem vert er að veita mikla athygli. Það er, að ráð herrann tilkynnir, að hlutast verði til um það, að fyrir næstu áramót verði hjá öll- um bæjarstjórnum á landinu látin fara fram nákvæm at- hugun á rekstri bæjarfélag- anna með það fyrir augum, að dregið verði svo sem unnt er úr útgjöldum bæjarsjóða og bæjarrekinna stofnana, án þess þó að af því leiði röskun á atvinnulífi kaupstaðanna. Þessi ákvörðun er í sam- ræmi við alla fyrri fjármála- stjórn Framsóknarflokksins hjá bæjum og riki, og þar lagður grundvöllur að því að bæta úr og vísa veginn til lands á ný úr ógöngum fjár- málastjórnar Réykjavíkur og annarra bæja. Með slíkri sam vinnu bæjarstjórnanna og fé lagsmálaráðuneytisins er helzt árangurs að vænta. Raddir nábúanna Alþýðublaðið ræðir í gær um fræðslumál verkalýðsfé- laganna og nauðsyn á fræðslu starfsemi innan þeirra hér á landi og hve það hafi verið. vanrækt fram til þessa. • Kemst það m. a. svo að orði: „Vissulega er tímabært að leiða hugann að fræðslumál- um verkalýðshreyfingarinnar hér heima í þessu sambandi. Alþýðusamtökin íslenzku hafa unnið þrekvirki, sem er líkast ævintýri, þegar að því er gætt, hvað starfstími þeirra er enn stuttur og hversu eríiðleikarn- ir voru stórfélldir í upphafi. En síðasta áratuginn hafa kraftar þeirra farið sorglega mikið í innbyrðis deilur, sem stafa af klofningsstarfi komm únista. Af því hefir óbeinlínis leitt, að fræðslumál verkalýðs hreyfingarinnar hafa verið vanrækt og afskipt. Á því verð ur að ráða bót, og yngri kyn- slóðin í verkalýðshreyfingunni og Alþýðuflokknum verður að ganga gúnnreif að því verki. Fræðslumál alþýðusamtak- anna hér á landi verður að skipuleggja á svipaðan hátt og þegar hefir verið gert og sí- fellt er verið að gera á Nórður löndum og Bretlandi, þar sem verkalýðshreyfingin má sín mest í heiminum og yfirburðir jafnaðarstefnunnar hafa sann azt í verki. Fræðslustarfsemin þar hefir krafizt mikillar vinnu fjölmargra ágætra manna. Hér á landi hlýtur hún að krefjast enn meiri vinnu. Þess vegna er löngu tímabært að hefjast handa um skipulag hennar og undirbúning. og á það verður að leggja mikla á- herzlu á næstu árum. Það er ánægjulegt að Al- þýðublaðið skuli sjá nauðsyn þess að efla almenna fræðslu starfsemi innan verkalýðs- hreyfingarinnar og finna til margra ára vanrækslu ís- lenzkra verkalýðsleiðtoga hér á landi á þessu sviði. Hingað til hefir ekkert komizt áð nema kaupgjaldsbarátta ein stundum rekin af meiru ofur kappi en forsjá og oft gætt lítils skilnings meðal verka- lýðsjeiðtoga á málefnum þjóð félagsins. í öllum löndum, þar sem þroskuð verkalýðshreyf ing er, er starfið tviþqett og ekki lögð minni áherzla á fræðslustarf innan verkalýðs- félaganna en kaupgjaldsbar- áttuna. Er vonandi að þessi vakning Alþýðublaðsins boði .það, að betur verði á þessum málum haldið framvegis. Gerist áskrifendur að TJítnan um Áskriftarsími 2323 Skemmtígarðar í reikningum -Reykjavíkur má lesa um framlag bæjar- ins til skemmtigarða. Er það allverulcgt. Eru þó uppi radd- ir um að Reykjavík sé á eftir ýmsum öðrum bæjarfélögum um ræktun og skipulagningu skrúðgarða. Var á þetta drep- ið hér í blaðinu eigi allfyrir löngu. En sé athugaður kostnað- ur bæjarfélagsins við skemmti garðana síðastliðin fimm ár, verður ekki séð að fé hafi ver- ið sparað. Er ómaklegt að halda uppi ádeilu á ráða- menn bæjarins fyrir að þeir hafi haldið of spart á aurum bæjarbúa til þessara mála. Síðastliðin fimm ár hafa þess- ar upphæðir verið greiddar til neðangreindra skemmtigarða, og er talið í heilum hundr- uðum króna: kr. 1.444.800, — Austurvöllur — 251.600. — Listasafnsgarður Ein- ars Jónssonar — 167.800.— Arnarhólstún — 161.500,— Gróðrarstöðin — 140.700,— Landakotstún — 82.000, — Kvennaskóla- garðurinn — 15,509 — Hringbrautar- blettir — 24.800, — Hornið milli Sóleyjargötu og Skothúsvegar — 30.800. — HorniÖ við Lauf- ásveg og Þing. — 2.200. — Hornið milli Sóleyjarg. og Hringbrautar — 48,300,— Garður Ásm. Sveinssonar — 17.500,— Alþingishús- garður — 13.700. — Skólavörðuh. — 54.000, — Lækjargötu- brekka — 22.800, — Bringun — 116.700,— Sameiginlegur kostnaður — 190.400, — Þetta gerir samtals í þessi fimm ár kr. 2.785.100,00. Ein- hverjum smáupphæðum er sleppt og er heildargreiðslan um 2 millj. 790 þús. Ekki er greint frá þessu hér til að hefja ádeilu á ræktun og að- hlynningu opinna garða og grasbletta í bænum. IVíJiklu frekar er sú viðleitni lofs- verð. En það virðist ganga svo grátlega seint, þrátt fyrir veruleg fjárútlát. Ef litið er nánar á þetta, sést að í Hljómskálagarðinn hefir á fimm árum verið var- ið h.u.b. einni og hálfri millj. króna. Þó er hann enn dauð- ans fátæklegur og framtíðin óviss. Hefir þurft alveg sér- stök hyggindi til að staðsetja aðalskemmtigarð bæjarins í flatri mýri, sem illmögulegt er að ræsa fram. Peningarnir hafa ekki verið sparaðir, 300 þúsund á ári er væn upphæð. En peningar og gróður jarðar fylgjast ekki alltaf að. AusturvöIIur hefir tekið verulega upphæð og mun enginn sjá eftir því. Er hann fallegur á hverju sumri og mikil alúð lögð við hann. — Garðurinn við listasafn Ein- ars Jónssonar fer nær 170 þús. og mættu vera lægri múrar umhverfis hann. Eftirtekt vekur að greiddar eru rúmlega 160 þús. vegna Arnarhólstúns. Þó virðist harla smátt gert fyrir þann góða stað. Ástæða er að minn ast á fleiri „garða“. en rúmið leyfir það ekki, og tölurnar tala sínu máli. (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.