Tíminn - 18.08.1951, Qupperneq 7

Tíminn - 18.08.1951, Qupperneq 7
185. blað. TÍMIN, laugardaginn 18. ágúst 1951. 7, Námskeið í kjötiðnaði að hefjast í Reykjavík Danskir sérfræðingar fengnir til kennslu Framleiðsluráð landbúnaðarins hefir gengizt fyrir þvi, að efnt yrði til námskeiðs fyrir slátrara og kjötiðnaðarmenn hér á landi og fengnir til kennslu hinir færustu menn frá þeirri þjóð, sem stendur e'nna fremst á þessu sviði, Dönum, í því skyni að gera kjötiðnað okkar fullkomnari en hann hefir verið. Tveir danskir sérfræðingar eru nú komnir hingað til lands til þess að annast kennslu á þessum námskeiðum, er munu hefjast á mánudaginn í húsa kynnum Sláturfélags Suður- urlands í Reykjavík. Kjötiðnaðarnámskeiðið. Sá, sem hefir yfirstjórn námskeiðanna með höndum, heitir Mikkelsen, og hefir hann í 21 ár verið ráðunaut- ur og kennarj á þessum vett- vangi, og verður hann sjálfur kennari á kjötiðnaðarnám- skeiðinu. Kennir hann allt, sem við kemur vinnslu kjöts, bjúgnagerð, meðferð áleggs og fars, hökkun og annað, sem til greina kemur. Fer kennsla fram með fyrirlestrum tvo tíma á dag, en verkleg kennsla 3—4 tíma, og á námskeiðið að standa í einn mánuð. Nem endur eru 20 af 30, sem sóttu allt kjötiðnaðarmenn,-Er til- gangurinn, að þeir kenni síð- an öðrum þær aðferðir, sem þeir læra, svo að koma Mikk- elsens geti haft gagngerðar endurbætur á íslenzkum kjöt iðnaði í för með sér. Slátarar anámskeiðið. Slátararnámskeiðið sækja ekki eins margir — 10—15 menn. Verður aðalkennari á því hinn Daninn, Henry Han- sen. Verður lögð hin mesta áherzla á hinn fullkomnasta og strangasta þrifnað og beztu meðferð kjötsins að öllu leyti. Kjötiðnaðarsýning. Kjötvörur þær, sem unnar verða á námskeiðinu, verða seldar í búðum Sláturfélags Suðurlands og ef til vill víðar. Komið hefir emnig til mála, að sérstök sýning verði hald- in á kjötiðnaðarvörum, sem unnar hafa verið undir stjórn Mikkelsens, um það bil er nám skeiðinu lýkur, svo að fólki gefist kostur á að kynnast vörunum. Mclstaramótið. (Framhald af 8. síðu.) sundi, og fá þeir eina til tvær lestir í róðri. Engin reknetaveiði. Bátur frá Hrísey, sem farinn er á reknetaveiðar, hefir ver- ið úti þrjár undanfarnar næt ur og látið reka fyrir Norður- landi. En hann hefir engan eða sama og engan afla feng- ið. Virðist alls engin síld vera lengur nyðra. Aiiíilvsió I Tlmaiium • • Oldruð kona verður fyrir bíl Klukkan eitt í gær varð 81 árs gömul kona, Kristín Hans dóttir, Njarðargötu 31, fyrirj bifreið í Austurstræti. Kast-1 aðist hún á götuna og var flutt í sjúkrabifreið í Land- j spítalann, en við rannsókn kom í Ijós, að hún var óbrotin j og hafði aðeins hlotið minni háttar meiðsli á ökla og í mjöðm. Fór hún heim til sín að rannsókn lokinni. Þykir j furðu gegna, að hin aldraða kona skyldi ekki hljóta stór- ! meiðsl og jafnvel örkuml. Atburður þessi gerðist, er ^ Kristín ætlaði að ganga af, Lækjarlorgi yfir á syðri gang stétt Austurstrætis. Kom bif reiðin R-6077 niður Banka- stræti í sama mund og ók á grænu ljósi inn í Austurstræti og á gömlu konuna á gang-' brautinni á götunni, að sögn' sjónarvotta. Virðist bílstjór- j inn ekki hafa hemlað fyrr en rétt í sömu andrá og bifreið- in rakst á konuna. Engin síldveiði fyrir austan Nær engin síldveiði hefir verið á miðunum austan lands síöan á fimmtudags- nóttina. í fyrrinótt voru þó nokkur skip á miðunum og köstuðu á þunnar torfur en fengu yfirleitt ekki nema nokkra háfa úr kasti. í fyrradag komu mörg skip til Raufarhafnar með síld og annarra hafna norðaustan lands og var saltað mjög mik ið á öllum þessum höfnum í fyrradag. í gær komu nokkur skip með smáslatta til Raufarhafn ar en þó var Helga með um 700 mál. Nokkur stærri skip fóru aftur austur á miðin í gær, en önnur fóru vestur á Grímseyjarsund, þar sem ufsi hefir veiðzt siðustu þrjá dagana. Ufsinn veiðist mest við Grímsey og út af eyjun- um á Skagafirði. Margir smærri bátar að sunnan eru að hætta sildveiðum eða farnir heim. Auglýslngasíml Tímans 81300 Góðir þurrkdagar á Sléttu Síðustu daga hafa verið góðir þurrkar í Norður- Þing eyjarsýslu, og munu bændur nú búnir að alhirða. Áður höfðu óþurrkar gengið um skeið, og heyskapur verið erfið ur, auk þess að grasbrestur er víða, enkum á Melrakka- sléttu. Þó var grasvöxtur all- misjafn, og miklu betri og jafnvel góður, þar sem mikill snjór lá á í vetur og vor. Þessir þurrkdagar hafa veru lega bætt heyskaparhorfur hjá mörgum bændum, en hins vegar er spretta enn treg, enda hefir lengst af verið kalt í veðri nyðra. Svar persnesku st jórnarinnar vænt- anlegt í dag Svar persnesku stjórnar- innar við tillögum Breta í olíu deilunni er talið væntanlegt í dag. Stoke formaður brezku nefndarinnar sagði í gær, að brezka nefndin hefði fallizt á smávægilegar breytingar á tillögum sínum gegn því skil yrði, að persneska stjórnin féllist á tillögurnar í aðalatr- iðum. Hann sagði ennfremur, að brezku tillögurnar miðuðust við það að hægt væri að fram kvæma persnesku þjóðnýting arlögin. Ef þessum málum færi ekki senn að ljúka og samningar tækj ust ekkl mundi innflutningsstofnun brezku stjórnarinnar gera samninga um olíukaup ann- ars staðar. Viðbót á skrúð- plantnasýninguna Skrúðplantnasýningin í skólagörðunum við Löngu- hlíð hefir orðið vinsæl af bæj arbúum, og hefir sótt hana fjöldi fólks sér til gagns og yndis. Upphaflega voru á sýning- unni urn 200 plöntur, en nú hefir um 100 plöntum verið bætt við. Eru þær úr Garðs- horni í Hveragerði frá Krist- manni Guðmundssyni rit- höfundi, en í garði hans eru um 600 afbrigði erlendra og innlendra blómjurta, runna og trjáa. Sýningin verður opin fram á sunnudag, og verða þeir grasafræðingarnir Ingólfur Davíðsson magister og Ingi- mar Óskarsson þar að stað- aldri fólki til leiðbeiningar. Frímerkjaskipti Sendið mér lOð fsienzk frl- merki. Ég sendi yður um hal 200 erlend frlmwki. J O N 4GN ARB. Frimerkjaverzlun. P, O. Box 351. Reykjavlk »♦♦•♦ ••• »♦♦<»♦♦♦♦ Oóö sveifajörö óskast í nærliggjandi héruð- um við Reykjavík. Ákjósan- legt væri að jörðin væri vel hýst og bústofn og vélar gætu fylgt. Tilboð sendist blaðinu fyrir 30. þ. m. merkt „Góð sveitajörð." Hátíðahöld Fegrunarfélags Reykjavíkur 18. ágúst 1951 í Tívólí Opnað verður kl. 2 þá verður byrjað að selja miða sem gilda fyrir fegurðarsamkeppnina um kvöldið. Kl. 8,30 hefst dagskráin með því að Lúðrasveit Reykjavíkur leikur i Tivoli. Kl. 9 hefst fegurðarsam- keppnin. Karl Guðmundsson skemmtir með upplestri o. fl. Captain Fleming sýnir listir sýnar með sæljóninu. Miðar að fegurðarsamkeppninni verða einnig seldir í tjaldi á Hótel íslands lóðinni frá kl. 2. Dansleikir verða I Vetrargarðinum, Sjálfstæðishús- inu, Breiðfirðingabúð, Tjarnarkaffi og Listamanna- skálanum. Aðgöngumiðar að öllum dansleikjum félagsins verða seldir í Listamannaskálanum frá kl. 3. FEGRUNARFÉLAGIÐ SKIPAUTG6KÐ RIKISINS t M.s. ESJA vestur um land til Akureyrar hinn 24. þ. m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á mánudag og þriðjudag. Far- Fyrirliggjandi: Krydd í dósum K A N I L L PIPAR M Ú S K A T Daníel Ólafsson & Co. h.f. Sími 5124 seðlar seldir á miðvikudag. „Skjaldbreið" til Skagafjarðar- og Eyjfjarð- arhafna hinn 24. þ. m. Tekið á móti flutningi til Sauðár- króks, Hofsóss, Haganesvíkur, Ólafsfjaröar og Hríseyjar á þriðjudag. Farseðlar seldir á fimmtudag. ■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦» Matreiðslunámskeið Húsmæðrakennaraskóla íslands byrjar um miðjan október og stendur i tvo mánuði. Kennt verður í húsakynnum skólans i Háskólanum frá kl. 1—6 þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga. Umsóknir sendist til Helgu Sigurðardóttur, . skólastjóra Meistaramót Islands í frjálsíþróttum fer fram á í|>róttavelliiiiuu 135.-21. ágiíst í daj* liefst keppiiin kl. 3 en keppendur eru um 50 og niá báast við skemmtilegri og spennandi keppni. — 1. R.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.