Tíminn - 19.08.1951, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1951, Blaðsíða 1
DAUBASLYSIÐ í LANGABALNUM: j Bifreiðin fór ótaf í skrið- mm framan við Æsustaði Bíilinn valí itiflur í á en bílsíjórinn losnaði nr honniti áiinr og’ rak.sí höfuðið á síein Vegna þess, að ekki voru fyrir hendi nákvæmar uppiýs- ingar um tiídrög slyssins í Langaclal í fyrrakvöld og sím- stöðvum á þessu svæði iokað klukkan átta, hafði blaðið tal af Guðbrand’ ísberg, sýslmnanni á Blönduósi í gær og fékk hjá hcnum nákvæmar uppiýsingar, enda fór hann sjálfur á slyssíaðinn og hefir rannsókn málsins með höndmn. Reykjavík, sunnudaginn 19. ágúst 1951. t flóðum, stórviðrum og jarðskjálftum á Ítalíu fyrir nokkrum dögum er talið, að minnsta kosti 26 menn hafi farizt. Mest urðu fióðin við Como vatnið í Norður-Ítalíu og varð þorpið Gera Lario verst úti. Flest hús gengu úr skorðam, bifreiöar og mannvirki eyðilögöust og kýr, sem bundar voru í haga grófust undir 10 metra þykkri leðju. Myndin sýnir hvernig umhorfs var i þorpinu og sýnir m. a. bíl, sem setzt hefir að í efjunni Stefán Jóh. Stefánsson leyfði hærri útsvarshækkun 1948 en leyfðer nú Vilja dömufrí eittj kvöld í viku Nokkrar stúlkur senda Tímanum svolátandi bréf: „Tveir kunningjar okk- ar, sem fóru til Sviss í sum ar, hafa sagt okkur sögu, sem ySð \fcljum koma á framfæri. Þeir komu á veit ingastað einn í Zúrich á mánudagskvöidi, og varla voru þeir fyrr setztir, er stúlkur komu og buðu þeim upp i dans. Brátt vcittu þeir þvi athygli, að stúlk- urnar buðu upp, eins og þær lysti, en enginn karl- maður leyfði sér slíkt. Þegar íslendingarnir fóru að spyrjast fyr'r um hverju þetta sætti, var þeim svarað: „Það er mánudagur. Á þessum stað bjóða stúlkurnar upp á mánudögum. Þetta þykir okkur gott fyrirkomulag. Hvaða skemmtisíaðuT vilíl vcrða fyrstur til þess að taka upp það fyrirkomulag, áð stúlk urnar bjóði upp eitt kvöld vikunnar?“ Aokkar staðreyndir ti! minnls fyrir þá er krnfðnst synjiinar félagsmálaráðherra nú Vegna árása Þjóðviljans og Alþýðublaðsins á Steingrím Ste nþórsson forsætis- og félagsmálaráðherra í gær fyrir það að veita hcimild félagsmálaráðuncytisins til að leggja á aukaútsvör í Reykjavík eins og meirihluti bæjarstjórnar Jiafði samþykkt, þykir rétt að minna á eftirfarandi stað- reynd'r sem varpa Ijósi yfir málið: Tíðindsilaust í oísu- cleilunni cnn Samninganefnöir Breta og Persa komu saman á fund i Teheran í gær og var Harri- man sendifulltrúa Trumans forseta viðstadtíur. Engin tíl- kynning hafði verið gefin út um íundinn um miðjan dag í gær. 1. Arið 1948 fór Reykjavíkur- bær síðast fram á að hækka útsvör Reykvíkinga um meira en 20%. Stefán Jó- hann Stefánsson, formað- ur Alþýðuflokksins, var þá félagsmédaráðherra og veitti hann heimild til þess. Sú útsvarshækkun var hærri en hækkun aðalút- svara á þessu ári og auka- útsvarið nú nemur saman- lagt. , Félagsmálaráðherra AI- þýðuflokksins, Stefán Jóh. Stefánsson, sá þá ekki einu sinni ástæðu til að efna til athugunar og rannsóknar á fjáireiðuin bæjarins með svipuðum hætti og nú er stofnað til af hálfu félags- málanáðherra. . BæjaifuIItrúar Alþýðu- flokksins börðust á mótj og greiddn atkvæði gcgn út- svaraliækkun 1948 eins og hínir mnnihlutaflokkarn- ír, en enginn krafðist þess þá, að félagsmálaráðherra synjaði um hækkunina og tæki fjárráðin af bæjar- stjórninni eins og nú er gert. Og hvorki Alþýðublað ið né Þjóðviljinn töldu að nokkurt misræmi væri í 4>ví, að fulltrúar Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn berðust gegn hækkuninni þar, en félagsmálaráð- herra flokksins leyfði hana cnda er svo ekki af rökum, sem margtalin hafa verið hér í blaðinu. Fulltrúar Alþýðuflokksins höfðuðu þá til dóms kjós- enda eins og aðrir andstæð ingar Sjálfstæðismanna hafa jafnan gert og gera enn. Úrskurður félagsmálaráð- herra nú var hinn eini. rétti, jafnframt þeirri á-1 kvörðun hans að efna til j athugunar félagsmálaráðu j neytisins á því, hvernig I Reykjavik og önnur bæj- arfélög gætu beitt meiri sparnaði og lióflegri fjár- stjórn. enda hefir engin ríkisstjórn hvorki fyrr né síðar, jafnt með þátttöku Alþýðufíokksins og komm- únista, neitað um útsvara hækkun til íhaldsins í Kcykjavík né annars stað- ar, og hefir þó oft komið til slíks. Stjórn Skattgreiðendafé- lagsins hcfir hreyft því, að efnt yrðj til nýrra bæjar- stjórnakosninga. Það er hinn rétti baráttuvettvang ur málsins fyrir félagið. Það á að krefjast þess að (Framhald á 8. siðu.; Það var vörubifreiðin K 89, sem er úr Skagafirði, sem var á ferð fram Langadal frá Blönduósi áleiðis til Skaga- fjarðar. Aðeins einn maður var í bifreiðinni. Ingólfur Vestmann Eyjólfsson, til heim ilis á Karlagötu 3 í Reykjavík, starfsmaður landsimans. Bifreiðin var af Volvo gerð. í skriðunum framan við Æsustaði. Framan við Æsustaði á leið innj til Bólstaðarhlíðar er veg urinn í hliöarhalla miklum og skriðum, þar sem hann beygir til austurs fyrir Ból- staðarhlíðarfjall. Þar eru einnig brattar brekkur og veg urinn allmjór sums staöar. BíUinn veltur niður í á. Á þessum vegarkafla beint á möti bænum Tungunesi fór bifreiðin út af veginum og valt margar veltur alla leið niður í á. Fólk frá Tungunesi sá slysið yfir ána og símaði þegar i Æsustaði og gerði að vart, því að þaðan var skemmst á slysstaðinn þeim megin Blöndu og Svartár. h' :t ■ .iili Komið á vettvang. Séra Gunnar Árnason á Æsustöðum brá þegar við og fór á slysstaðinn, en það var nokkur spölur. Varð hann fyrstur þangað, en síðan bar fleiri að. Biíreiðin hafði far- ið margar veltur alla leið nið- ur 1 á, sem fyrr segir, en bil- stjórinn losnaði úr henni áð ur og lenti með höfuðið á steini. Var hann örendur, þeg ar séra Gunnar kom að og mun hafa látizt mjög fljótt. Læknir og sýslumaður á vettvang. Símað var til Blönduóss og kom læknir þaðan ásamt sýslumanni á slysstaðinn. Rannsakaði sýslumaður mál- lð eftir föngum, en ekki er ljóst hvað hefir valdið því, að bifreiðin fór þarna út af veg- inum nema það, að vegurinn (Framhald á 2. siðu.) Vinna hefst viö virkjun Þverár í Steingrímsfirði Frá fréttaritara Tímans á Hólmavík. Þessa daga hafa verið hér verkfræðingar til þess að undir- búa byggingu fyrirhugaðrar rafstöðvar við Þverá og er þess vænzt a5 vinna við sprengingar hcfjist einhvern næstu daga. Góður reknetaafli norður af Húnaflóa Frá fréttaritara Tím- ans í Hólmavík. Nokkrir reknetabátar hafa nú fengiö góðan síldarafla norður i hafi, út af Húnaflóa, tólf stunda leið frá Hólmavík. Vélbátúrinn Brynjar kom í gær til Hólmavíkur meö 100 t.unnur, sem hann fékk í einni lögn, og Villi kom í fyrra- kvöld með um 100 tunnur, er hann fékk einnig í einni lögn á svipuðum slóðum. Fleiri bát ar fengu þarna afla. Inni 1 Húnaflóa hefir engin sild fengizt í reknet. Þverá fellur úr Þiðriksvalla vatni utan við Hólmavík, og verður gerð stífla við vatnið til þess að hækka yfirborð þess og fá vatn til miðlunar, ef á þarf að halda. Frá hinni fyrirhuguðu rafstöð þarna á Hólmavík að fá rafmagn og síðar einnig hinar næ^tu byggðir. Aðalframkvæmdirnar næsta sumar. Almenna byggingarfélagið hefir tekið að sér að byggja rafstöðina, og mun vera kom inn flokkur manna, er á að vinna við sprengingar. Verkið mun þó aðeins komast skammt áleiðis í sumar, en gert er ráð fyrir aöalfram- kvæmdunum að sumri. Rítstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttarltstjórl: Jón Helgason , Ótgefandl: Framsóknarfloklrurinn 35. árgangur. Skriístofur i Edduhúsl Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 186. blaff.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.