Tíminn - 22.08.1951, Qupperneq 5
188. blað.
TÍivtTNN, miðvikudaginn 22. ágúst 1951.
Miðvikud. 22. ágúst
Rangfærslur Mbf.
uní smáíhúðirnar *
Morgunblaðið er svo illa á
vegi statt í gœr, að það grípur
til þess ráðs að hálf- og heil-
falsa ummæli í grein hér 1
Tímanum á sunnudaginn var.
í grein þessarj var rædd aug-
lýsingaviðtal borgarstjórans í
Morgunblaðinu rétt áður en
hann skellti aukaniðurjöfnun
inni á almenning og laumað
ist úr landi. Síðan var rætt
um Bústaðavegshúsin og sýnt
f-ram á sleifarlagið, sem þar
á sér stað, og að síðustu rætt
lítilsháttar um smáíbúðir og
framkvæmdir þær, er verið
hafa á döfinni að undanförnu
í því efni.
Líklega hefir Morgunblaðið
sviðið eitthvað undan því, að
minnzt skyldi vera á skrum-|
viðtal borgarstjórans og sleif
arlagið við Bústaðarvegshús-1
in, því að blaðið reynir ekki
að bera blak af sér í þeim efn J
um, heldur grípur til þess ráðs j
að snúa út úr ummælum í
þessari grein í Tímanum um
smáíbúðirnar. Lætur blaðið
svo heita, aö í grein þessari sé
ráðizt gegn smáíbúðabygging1
um almennt, enda sé það í
samræmi við það „að Fram-
sóknarmenn hafi aldrei lagt
Reykvíkingum neitt lið í bygg
ingastarfsemi þeirra, nema
síður sé“, eins og Morgunblað
ið kemst að orði í leiðara í
gær.
Þetta er gamla platan, sem
Morgunblaðið finnúr að það
verður að spila æ ofan í æ
því að það veit, að hún er ó-
sönn, og enginn trúir henni.
enn, þótt Morgunblaðið sé bú-
ið að leika hana i aldarfjórð
ung. >■
Framsókriarmenn hafa frá
upphafi lagt á það höfuðá-
herzlu að benda á færar leið-
ir út úr öngþveiti bygginga-
málanna í Reykjavík og lagt
þar af mörkum skerf, sem
ekki mun fyrnast, og má þar
til nefna samvinnufélagsbygg
ingarnar. Framsóknarmenn
hafa frá upphafi miðaö allar
sínar tiliögur við það að gera
einstaklingunum sjálfum sem
auðveldast að byggja, einum
eöa í félögum, því að bygging
ar þær, sem bærinn hefir
byggt og síðan selt hafa orð-
ið allt annað en hagkvæmar
og ódýrar.
Orð þau, sem Morgunblaðið
er aö reyna að snúa út úr í
grein Tímans á sunnudaginn
áttu við sináíbúðir þær, sem
bærinn er að burðast við að
byggja en ekki þær, sem ein-
staklingar gera, og það hve
óheppilegt væri, að bærinn
dreifði baijarbyggingum út
úm allar koppagrundir vegna
þess, hve dýrt það er að leggja
götur, og leiðslur svo langt
og bent á Bústaðavegshúsin
þessu til sönnunar. Bærinn
ætti heldur að keppa að því
I sínum eigin byggingafrám-
kvæmdum að byggja stærri
hús við aöalgöturnar, þar sem
litlir og gamlir ryðkumbaldar
eru á mörgum stórum og dýr
mætum lóðum.
Og það vill svo skemmtilega
til, að í sömu greininni, sem
Morgunbiaðið snýr út úr um
mælum Tímans og ásakar
Framsóknarmenn fyrir að
5.
ERLENT YFIRLIT:
Tekið að halla undan fæti
Kftir IV. IV. Ewer
W. N. Ewer er fyrrverandi prófessor við Trinity College
í Cambridge. Síðan 1919 hefir hann verið einn af rit-
stjórum ,4>aily Herald“.
Benito Mussolini sagði oft, að
20. öldin væri „öld fasismans“.
Adolf Hitler fullyrti að nazista-
ríkið myndi verða þúsund ára
ríki. Báðir beittu sama bragð-
inu, í því skyni að reyna að
efla traust og trú fylgismanna
sinna, og draga úr þreki and-
stæöinganna.
Þeir sögðú: „Það er tilgangs-
laust-, að berjast gegn okkur,
tíminn er okkar megin. Fasismi
— eða nazismi — er ósigrandi
afl. Sigurinn er öruggur. Þeir
skyiisömu sætta sig við hið ó-
umflýjanlega, og gefast upp af
fúsum og frjálsum vilja. Vei hin
um.“
Ógnunúnum fylgdu margs
konar spádómar: „Ég skal kom
ast tU valda“, sagði Hitler „og
þegar ég hef náð völdunum í
mínar hendur, skal höfðum and
stæðinganna velt í sandinn“.
Kommúnistum svipar til fas-
ista og nazista i ýmsu, einnig
þessu. Þeir segja: „Sagan er
okkar megin“. Þeir fullyrða, að
sigur kommúnismans sé nátt-
úrulögmál, óhjákvæmileg af-
leiðing sögulegrar þróunar. C)g
þeir bæta því við, að sá sem ekki
fylgi þeim að málum, hann
muni gjalda villu sína dýru
verði.
Kommúnistar hafa reynt að
skjóta Vesturveldunum skelk í
bringu með slíkum og þvílíkum
ógnunum. Pieck, forseti komm-
únistastjórnar Austur-Þýzka-
lands hefir sagt: „Leiðtogar
vestur-þýzku stjórnarinnar
verða leiddir fyrir alþýðudóm-
stól fyrr en þeir hyggja“. —
Sömu aðferöum beitti Hitler.
Það skiptir meginmáli að fá
fólk til að trúa því, að sigur
kommúnismans sé óhjákvæmi-
legur, öll andstaða sé því gagns
laus. En engu meiri ástæða er
til þess að leggja trúnað á slíkt
tal um óhjákvæmilegan sigur
kommúnismans, en fullyrðing-
ar Hitlers og Mussolinis um ó-
yggjandi sigur nazismans eða
fasismans.
—o—
Þegar öll kurl eru komin til
grafar, eru nú hvorki meira né
minna en 30 ár síðan forseti
Alþjóðasambands kommúnista
lýsti yfir að innan eins árs
yrði öll Evrópa „eitt Sovét-
lýðveldi“. í þann mund átti
kommúnisminn miklu fylgi að
fagna um heim allan. Þá var
kommúnisminn ekki oröinn að
tóli í höndum heimsveldissinna.
Miklar líkur voru á sigri komm-
únismans á meðan hann miðaði
að því að glæða vonir manna
um betra og bjartara líf. 1 dag
er markmið kommúnismans að
vekja ótta. Það ber ekki vott
um styrk, heldur veikleika.
Marx skrifaði sjálfur, að sér-
hvert stjórnarkerfi bæri í sér
vísi hrörnunar. Nú þegar er
ljóst orðið, að hrörnunin hefir
mjög grafiö um sig í stjórnar-
kerfi Ráðstjórnarríkjanna. 34
ár eru nú liðin frá því að bylt-
ingin var gerð í Rússlandi. Enn
hefir kominúnistaflokknum
tekizt að skapa þar traust og
öruggt stjórnarfar. Hinu „stétt-
lausa þjóðfélagi", þar sem all-
ir skyldu frjálsir og ánægðir
með sitt hlutskipti og þar sem
engar innanlandsdeilur skyldu
ríkja, er nú ekki hægt að stjórna
nema með ofbeldi. Ríkinu er
ekki hægt að stjórna nema með
lögregluvaldi, sem í öllum meg-
inatriðum er eins og það var á
keisaratímanum.
Stalín lýsti nýlega yfir því, að
treysta þyrfti „öryggiskerfi
landsins“, er væri nú í mesta ó-
lestri. Hér er um mjög athyglis
verða yfirlýsingu að ræða Að
sögn leiðtoga Ráðstjórnarríkj-
anna þarf að „treysta öryggis-
kerfi landsins" vegna þess að
landinu er ógnað af „heimsvalda
stefnu auðvaldssinna“. Ekki
þárf mikla skarpskyggni til að
sjá hvar fiskur liggur hér und-
ir steini. Ógnun við ríkið gæti
verið ástæða til eflingar hern-
um, en ekki til eflingar lögregl-
unni. Og samkvæmt orðavali
Marx getur „öryggiskerfi lands-
ins“ ekki verið neitt annað en
ríkislögreglan.
——0—
Ef Stalín telur æskilegt að
efla lögregluna er ástæðan ekki
ótti við árás annars rikis, heldur
óttast hann að til vandræða
kunni að draga innan Ráðstjórn
arríkjanna sjálfra. Með öðrum
orðum: „Þrátt fyrir flutninga
á „óánægðu fólki“ til Síberíu,
hefir enn ekki tekizt að útrýma
„óánægjunni" í Ráðstjórnar-
ríkjunum. Vel má vera að þess-
ir fólksflutningar til Síberíu
hafi fremur aukið óánægjuna.
Þær miljónir manna og kvenna
sem fluttar hafa verið til Sí-
beriu, eiga allar vini og ætt-
ingja. Þessu fólki er haldið í
skef jum, en varla elskar það kúg
ara sinn. Láglaunaðir verka-
menn sem þræla myrkranna á
milli, sætta sig varla við hlut-
skipti sitt. Þeir vita fullvel um
munaðarlíf valdhafanna og þaö
óbrúandi bil er skilur þá frá
„félögum þeirra" í hærri stétt-
unum.
Þessi yfirlýsing Stalíns sann-
ar tvennt. Óánægja er mikil í
landinu og órói, ef til vill innan
flokksins sjálfs, og hann sér
enga leið aðra til þess að sigr-
ast á þeim erfiðleikum en meiri
kúgun.
Kommúnistar nota oft orða-
tiltækið „Sagan kennir oss“.
Enga lexíu getum við lært betur
af sögunni en þá, að tekið er að
halla undan fæti fyrir hverju
því ríki eða þjóðfélagi, er beita
þarf þegna sína ofbeldi og kúg-
un til þess að halda þeim í
skefjum. En hrun er óhjákvæmi
jlegt. Napoleon á að hafa sagt:
„Það er hægt að nota byssu-
stingi til alls nema sitja á
þeim.“ Stalín situr nú á byssu-
stingjum öryggislögreglu sinn-
ar. Það er valtur sess.
Ef greinileg merki öryggis-
leysis sjást í Ráðstjórnarríkjun
um sjálfum, hvað er þá að segja
um fylgiriki þeirra í Austur-
Evrópu? Þar eru sömu öflin að
verki, að ógleymdri þjóðernis-
tilfinningunni, sem ef til vill er
sterkasta aflið þar. Sérhver ný
hreinsun, sérhver nýr dórnur
ber ljósan vott um að gremju
og óánægju yfir ofríki Rússa og
hroka gætir jafnvel meðal
innstu kokka í búri kommún-
istaflokka fylgiríkjanna.
Þegar óánægju gætir jafnvel
meðal sjálfra kommúnistaleið-
toganna, í fylgiríkjunum, er aug
Ijóst að sú óánægjutilfinning
hlýtur að vera margfalt magn-
aðri meðal óbreyttra borgara.
— Fólkið i fylgiríkjum kommún
ista veit fullvel, að stjórnmála
leiðtogum þess er ekki einasta
stjórnað frá Moskvu, heldur
mergsjúga Rússar einnig lepp-
ríkin efnahagslega.
Júgóslavía er höndin sem rit-
ar á vegginn í Sovétsamveldinu
í Austur-Evrópu. Og Stalin hef-
ir þótt nauðsynlegt að setja
rússneskan marskálk yfir
Bringan
í blaöinu á laugardaginn
var smá prentvilla, þar sem
tvívegis hafði prehtast Bring-
ur fyrir Bringan, en það er
nafniff á grasreitnum í þrí-
hyrningnum milli Snorra-
brautar, Eiriksgötu og Þor-
finnsgotu.
í öðru lagi gefa upplýsing
ar blaðsins um kostnaðinn við
þessa grasflöt ekki alls kostar
rétta mynd. Var farið eftir
bæjarreikningunum, þar sem
greint er frá kostnaði við
skemmtigarða. En samkvæmt
þeim lið er kostnaðurinn við
Bringuna s. 1. þrjú ár 116 þús.
krónur. «
En til er annar liður í bæj-
arreikningunum, sem heitir:
ÝMSAR FRAMKVÆMDIR.
Þar sem einn útgjaldaliður-
inn 1950: Bringan, gra,sreitur
við Þorfinnsgötu, kr. 19790,50.
Undir ýmsar framkvæmdir
1948 er kostnaðarliður, sem
heitir: Reitur við Leifsgötu,
kr. 14424,44 og árið 1947 er enn
upphæð til sama reits. kr.
39887,07.
Ekki er fullljóst hvort hér
er alltaf átt við sama blett-
pólska herinn. Hann getur ekki in"’ brÍngUna fyrir enda f.fÍÍS
treyst sínum eigin þegnum og fotunnar' En sterkar llkur
vissulega. getur hann ekki. benda til þess.
treyst þegnum fylgiríkjanna.
En hvers vegna er þá bæj-
[ arstjórnarmeirihlutinn að
Þetta er ástæðan til þess að fara með þetta eins og hálf-
treysta þarf „öryggiskerfi“ Ráð- j g-ert feimnismál, og dreifa
stjórnarríkjanna. Þetta er á- þv| 4 reikninga
stæðan til þess að í framtíðinni
verða stjórnendur Ráðstjórnar-
ríkjanua stöðugt að herða á
skrúfunni, að eftir því sem ár-
in líða eiga þeir tilveru sína í
æ ríkara mæli undir meiru of-
beldi, aukinni kúgun.
Stjórnarkerfi Ráðstjórnar-
ríkjanna hrynur ekki í dag og
ekki á morgun. Stjórn landsins
er miklu traustari í sessi og dug
legri en stjórn keisaratímanna.
En það er brestur í sjálfum
grunninum, hrörnunarinnar er
þegar tekið að gæta.
berjast gegn smáíbúðum, af-
sannar blaðið orð sín í öðrum
kafla greinarinnar. Þar stend
ur:
„Það er kunnugt, að full
trúar allra flokka, þ. á. m.
Framsóknarflokksins, stóðu
að flutningi lagafrumvarps
á Alþingi þess efnis, að bygg
ingar smáíbúða væru gefn-
ar frjálsar, og menn þvrftu
ekki að sækja um fjárfest-
ingarleyfi til slíkra fram-
kvæmda“.
Þetta er rétt, og er fleipri
Morgunblaðsins fulJsvarað
með þessum orðum þess sjálfs
og með þeim hefir blaðið að
nokkru leiðrétt rangfærslur
sínar. Framsóknarmenn beita
sér fyrir því, að einstakling-
um sé gert kleift svo sem kost
ur er að byggja sjálfir, leggja
til þess vinnu sína og það fé,
er þeir geta, en verði ekkf að
sæta rándýrum og óhentug-
um byggingum, sem bærinn
gerir og skammtar þeim sið-
an moð óaögengilegum skil-
málum. Á þeim grundvelli
vnunu Framsóknarmenn halda
áfram að reyna að leysa bygg
ingamál bæjanna eins og til
lögur þeirra og verk á liðn-
tm árum haía ljósast sýnt,
og Morgunblaðinu þýðir el?ki
neinir útúrsnúningar og rang
færslur til að leyna því.
Menn skilja þetta máske
þegar þeir Iíta á blettinn og
jafnframt kostnaðinn. sem er
undir liðnum skemmtigarðar
kr. 116 þús. og ýmsar fram-
kvæmdir 204 þús., eða samtals
320 þús. krónur.
Hagsýni eða ?
Einn liðurinn í framkvæmd
um Reykjavíkur árið 1950 var
Þetta er sannleikur, jáfnvel að la&a lóðirnar umhverfis
þótt sú staðreynd blasi við, að. Hringbrautarhúsin, sem bær-
herstyrkur Ráðstjórnarríkj- inn byggði á stríðsárunum og
anna hefir aldrei verið meiri en seldi ýmsum mönnum til íbúð
nú. En sú hefir ætíð verið reynd ar.
in í einræðisríkjum. Þau efla! Þessi litla framkvæmd og
her sinn og hyggja á heimsyfir-| m41sins er táknræn fvr-
rað, vegna þess að stjornendur . , .
þeirra geta ekki leyst vanda-1 !r raðamenn !>*3arms og fyr
málin heima fyrir á friðsaman irhyggju.
hátt. Styrkur á ytra borðinu er
oft vottur innri veikleika.
Sumum kann ef til vill að þykja um í stríðslokin. En árin liðu
kynlegt að tala um að tekið sé og lóðirnar umhverfis þau
halla undan fæti fyrir Rússum vorn látnar ósnertar af
í sama mund og kommúnism-' mannshöndinni Kom brátt
mn hefir unnið storsigra í Aust ,, . „ ,
ur-Asíu, enda þótt stöðugt U?P oanæ^a með Þessa ,van’
fækki í kommúnistaflokkum V.- birðu, °£ var ^elt að ðlaða“
Evrópulandanna. j ^uáli í Mbl. En jafnframt kom
—o— S upp deila um, hver ætti að
En hér er ckki um neinar mót bera kostnað við verkið. Bær-
sagnir að ræða. Innri styrkur og inn taldi að eigendurnir ættu
öryggi Ráðstjórnarríkjanna ag g-era þaff, en þeir aftur að
, sjálfra og sigrar kommúnism- !)ænum bæri skylda til þess.
I ans 1 öðrum londum. er tvennt’ Sölusamningarnir virðast
sem gera verður gremarmun a.'. ” , .
Kommúnistar í Kína eru nú haf? verið e’tthvað loðmr og
nánir samstarfsmenn og banda ekki haldið rétt skörulega á
menn Rússa. Það er mjög mikil-1 málstað bæjarins. Því niður-
, vægt atriði í stjórnmálum staðan af öllu þessu varð. að
heimsins. En Kina er ekki hluti bærinn framkvæmdi á sinn
af Ráðstjórnarríkjunum, né kostnað og nam sú upphæff
fylgiríkjum þeirra. Og enda þótt kr 15433 05
kinverskir kommúnistar séu Ekki gerist þörf, að segja
bandamenn Russa, hafa þeir
engin áhrif svo orð sé á gerandi,
Húsin voru fullbúin og seld
með öllum gögnum og gæð-
á innri byggingu hins rúss-
neska samveldis.
Ef til vill verður vinátta Kín-
verja og Rússa langvinn, ef
þessa sögu lengri, að lóðirnar
eru enn í lítilli rækt, grasflet
irnir varla grænir, ógirt allt
og opið fyrir átroðningi.
Menn eru að velta fyrir sér,
til vill fer hún út um þúfur fyrr (hvort það verðj viðvarandi út
aff
XX.
1 en varir. Það væri mjög óvitur- j gja|daiig'm> hj4 bænum,
, legt að reyna að spá nokkru um halda ^ þessum lóðum
i það. Mergurmn malsins er að
Ráðstjórnarríkin og alþýðulýð-
: veldið Kína eru tvö aðskilin riki.
Auk þess er enn alltof snemmt
að reyna að spá nokkru um. deilur i Ráðstjórnarrikjunum
það, hversu traustum fótum ' sjálfum er valda því, að tekið er
1 kommúnistar standa í Kína. j nú að halla undan fæti. Veldi
| Veldi Ráðstjórnarríkjanna er ( Ráðstjórnarríkjanna varir ekki
ekki komið undir sigrum komm' í eina öld (eins og Mussolini
, únista í Asíu, heldur þróun mála 1 spáði um fasimannn) og þaðan
innan Rússlands sjálfs og fylgi- J af síður í þúsund ár (eins og
i ríkja þess. Það eru innanríkis-! Hitler spáði um nazismann).