Tíminn - 25.08.1951, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.08.1951, Blaðsíða 6
TÍMINN, laugardaginn 25. ágúst 1951. 191. blað. Á villigötum Afburða spennandi ný amerísk sakamálamynd um hina brennandi spurningu nútímans kj arnorkunj ósnirn ar. Louis Hayward, Dennis O’Keefe, Louise Allbritton. Bönnuð fyrir börn. NÝJA BÍÓ Hanna frá Ási (,,Ása-Hanna“) Efnisrík og áhrifamikil sænsk stórmynd. — Aðalhlutverk: Edvin Adolphson, Aino Taube, Andres Henrikson. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Het jur í húlmgöng'u Skemmtileg og spennandi amerísk mynd með kappan- um George O’Brien. sýnd kl. 5. Sala hefst kl. 1 e. h. BÆJARBSO HAFNARFIRÐI B A G » A D Glæsileg ný amerísk ævin- týramynd í eðlilegum litum. Maureen O’Hara, Paul Christian, Wincent Price. Sýnd kl. 7 og 9. Sími 9184 Munið að grciða blaðgjalelið Bergur Jónsson Máluflu tningsskrif stof a Laugaveg 65. Siml 5833. Heima: Vitastíg 14. JnuiAjurigJoéLuAjiriA. •tir íeJtaV 0uu/eU<4úr% Austurbæjarbíó II E F A » I N Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ Máttur hins illa (Alias Nick Beal) Óvenjuleg og spennandi ný amerísk mynd, er sýnir hvernig Kölski leggur net sitt fyrir mannssálirnar. Aðalhlutverk: Ray Milland, Audrey Totter. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð innan 16 ára. GAMLA BÍO Sjúræning'iim (The Pirate) Amerísk dans- og söngva- mynd í eðlilegum litum. Söngvarnir eftir Colc Porter. Aðalhlutverk: Gene Kelly, Judy Garland. Sýnd kl. 5, 7 og 9. HAFNARBÍÓ LOIIISA Mjög skemmtileg ný amerísk gamanmynd, sem fjallar um þegar amma gamla fór að „slá sér upp“. — Skemmti- legasta gamanmynd sumars ins. Ronald Regan, Charles Coburn, Ruth Hussey, Edmund Gwenn, Spring Byington. Sýnd kl. 5, 7 og 9. TRIPOLI-BÍÓ Töframaðurinn (Eternally Yours) Bráðskemmtileg amerísk gamanmynd um töframann- inn Arturo Toni. Loretta Young, David Niven. Sýnd kl. 5, 7 og 9. ELDURINN gerir ekki boð á undan sér. Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá SamvinnutryggingiHw IVAW.V.V.VVAY.SVV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.V. Erlent yfirlit (Framhald af 5. síðu) munu sennilega hækka, t.d. far gjöld með járnbrautum. Skóla- gjöld munu hækka, einkum þó í heimavistarskólum. Sitthvað getur haft áhrif til breytinga á það, sem hér hefir verið sagt eða spáð. Vegna kaup tregðu almennings geta verzlan- ir neyðst til að lækka verðið og draga úr álagningu sinni held- ur en að sitja uppi með ofmikl- ar birgðir. Fyrirætlanir stjórn- arinnar um að auka aftur verð- lagseftirlitið getur og haft áhrif í þessa átt. Hins vegar eru svo kaupkröfur um 4 miljóna verka- manna, er hljóta að leiða til verðhækkana, ef á þær verður fallizt. Horfur eru því óviss- ar og má búast við að verðlagið sveiflist talsvert upp og niður næstu mánuðina, en almenn verðhækkunaralda muni þó tæp ast eiga sér stað. ^JJeith Bernhard Nordh: wna VEIÐIMANNS ■AV.WAVIVV.VAW, 99. DAGUR .V.V.V.VV.V.VA1 Einræðisgrýla ráðlicrrans (Framhald af 4. síðu) furðulítið, er ábótavant gat talist, og ekki haft margt að segja um umframgreiðslurn- ar. Stafar þessi litli starfsár- angur hinna íslenzku þing- skörunga kannske af því, að fjármálastjórnin hafi alltaf verið í svo einstaklega góðu lagi? Sú skýring er ólíkt senni legri, að hinn misjafni starfs árangur Trumansnefndarinn ar og yfirskoðunarmanna Al- þingis stafi af því, hve tengsl in milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds eru miklu nánari hér enn í Bandaríkj- unum. Minnkar einræðis- hættuna. Það, sem hér hefir verið rakið, er aðeins nokkurt yfir- lit, þar sem reynt hefir verið að stikla á nokkrum meginat riðum. Niðurstaðan er í stuttu mál sú, að sameining löggjafarvalds og fram- kvæmdavalds í hendur eins aðila, eins og nú á sér raun- verulega stað, feli í sér veru- lega einræðishættu, auk marg víslegrar spillingar, er getur fylgt svo miklum samdrætti valdsins. Skipting löggjafar- valds og framkvæmdavalds ipilli tveggja þjóðkjörinna að ila dregur hinsvegar úr þess- ari hættu. Slík skipting dreif ir valdinu og stuðlar að auknu jafnvægi, sem felst m. a. i því, að löggjafarvaldið gætir þess þá, að framkvæmdavald ið fari ekki út yfir verksvið sitt, og framkvæmdavaldið veitir lögggjafarvaldinu hlið- stætt aðhald. Núverandi stjórnskipan veitir raunveru- lega ekkert slíkt aðhald, held ur dregur óeðlilega mikið vald í hendur eins aðila. Það er þannig einn megin- kostur þeirrar tilhögunar að fela þjóðkjörnum forseta framkvæmdavaldið, að það dregur úr þeirri einræð s- og spillingarhættu, er felst í nú verandi samruna löggjafar- valdsins og framkvæmda- valdsins. Grýla dómsmálaráð herrans er þannig fjarri öll- um sanni. Kostir þessarar til- högunar eru svo* margir fleiri og verður leitast við að rekja nokkra þeirra í annarrri grein. Þ.Þ. Gerist áskrifendur að Öi imanum Áskriftarsimi 2323 á vegi hér en í Akkafjalli. Þar sem allt gott lagðist á eitt, mátti vænta ríkulegrar uppskeru. Landið lá vel við sól, og hér var skýlt. Ólafur gekk meðfram einni rákinni, sem kartöflunum hafði verið sáð í. En fyrir augum hans sveif hin óttalega mynd frá Akkafjalli: Rýr grös, sem uxu svo þétt, að þau voru dauðadæmd. Hér hafði kartöflunum verið sáð með hæfulegu millibili. Hann mældi bilið með fingrunum. Jú — það var nákvæmlega eins og það átti að vera. Hann sneri við til stúlkunnar, sem bograði við að slíta upp fáeinar arfaklær. — Settir þú niður kartöflurnar? Inga leit upp. Það var eins og henni þætti spurningin kynleg. — Já, sagði hún. Ólafur leit á hendur hennar. Þær voru brúnar af sól og mold. Hann tók aðra þeirra og hélt henni kyrri örstutta stund. Þetta var falleg hönd. Frá henni stafaði hlýja, sem íylgdi korni og kartöflum eins og fyrirbæn í jörðina, en ekki of heit, svo að hún brenndi og eyddi. Stúlkan gerðist óróleg. Það var sennilega bezt, að þau héldu aftur heim í kofann. En Ólafur átti bágt með að fara frá kartöflulandinu. Hann óskaði þess, að hann hefði haka og skóflu — þá hefði hann óðar ráðizt í að ryðja meira land. Hann iðaði í skinninu. Ef Árni hefði ekki leikið laus- um hala afturgenginn, hefði hann spurt Ingu, hvort hana vantaði ekki hjálp við jarðvinnsluna. Henni yrði líka erfitt að sjá sér farborða einni og gera allt, sem gera þyrfti, þeg- ar vetur gengi í garð. Og honum datt í hug, að í tungunni milli bithagans og rudda landsins væri ágætt stæði undir nýtt hús. En hann gat ekki hugsað um þetta i næði. Árni var afturgenginn, og lét hann ekki í friði. í návist Ingu þorði hann ekki að gera honum neina skráveifu, en færi hann frá kofanum út í skóginn og ætlaði að skjóta villidýr, var eins víst, að óhreint yrði á vegi hans. Hann varð að losna við hinar iliu fylgjur sínar, áður en hann tvihenti skóflu og hóf að brjóta land. Ólafur svaf í rúmi Lappa-Köru um nóttina. Hann hikaði ekki við að sofa undir sama þaki og Inga. Inga var ekki í rauninni kvenmaðúr. Hún var allt annað — æðri vera, sem ekki bjó yfir neinu vélræði eða veiðibrellum, er gerðu hann viti sínu fjær. XXX. Jónas Pétursscn hjálpaði Ingibjörgu að taka gröfina. Þetta var kvöldið íyrir Jónsmessuna, og það var þegar kom- ið margt fólk til Lappakirkjunnar. Við Lappatjöldin niðri á vatnsbakkanum höfðu eldar verið gerðir, og margir nýbýl- inganna voru líka komnir. Sýslumaður og prestur voru nýkomnir, og við skálann, sem þeir höfðu til afnota við kapellúna, beið frumbýlingur þess, að sýslumaðurinn hefði matazt. Harmar Ingibjargar ýfðust, er hún stóð niðri í gröfinni, sem leggja átti barnið hennar i. En þótt það væri sárt, að barnið hennar fékk ekki að lifa, megnaði sorgin ekki lengur að buga hana. Dagarnir í Akkafjalli höfðu fært henni svo mörg umhugsunarefni, að áhyggjur sjálfrar hennar urðu að þoka. Barnið var dáið, og það varð að koma því í jörðina, en hún varð að gæta þess að grafa ekki sjálfa sig lifandi. Það fann hún og skildi. Jónas Pétursson gekk út úr kirkjugarðinum, er þau höfðu rennt litlu kistunni niður í gi^öfina. Að morgni átti prest- urinn svo að kasta á hana rekunum. Ingibjörg stóð á graf- arbarminum. Hér voru engir sem hún þekkti, er hún þyrfti að ganga til fundar v.ið, og hana langaði til þess að sitja stundarkorn á þeim stað, þar sem barnið hennar átti að hvíla. Og hún vildi hugsa sitt ráð. Það valt mest á henni sjálfri, hvernig ævi hennar yrði hér eftir. Ingibjörg fékk þó ekki að vera þarna lengi í náðum. Sýslumaðurinn hafði lofað frumbýlingnum að athuga mál hans, er hann héfði talið við. Lappana. Nú vildi hann hreyfa sig ofurlítið og láta matinn sjatna 1 maganum. Hann kojji auga á Ingibjörgu reis á fætur og hneigði sig. Sýslumaður- inn var ekkert annað en landsföðurleg umhyggjan. — Hvar átt þú heima? Drembilegt ávarp sýslumannsins skaut henni skelk í bringu. — Ég hefi búið í Bjarkardal. — Þá mun það vera þú, sem hefir farið fram á úttekt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.