Tíminn - 02.09.1951, Blaðsíða 1
Ritstjórl:
Þórarírm ÞórarLnsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Bkrifstofur í Edduhúsi
Fréttasímar:
81302 Og 81303
Afgreíöslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
35. árgangur.
Reykjavfk, sunrmdagáim 2. september 1951.
197. blað.
Kornið á Rangársandi:
Þroskaðist í ár á 112
sáð 10. maí, uppskorið 30. ág.
KorEivuxtnrími lieimss » Sámsteðiim.er ma
Eiálfnm máiniði seiitísí en á samlmtsm
„Ég upuskar af ökrunum á Rangársandi á fimmtudag'nn,
og Jsá vot'íi ÍIZ dagar Iiðnir frá því, að ég sáð" þar, bæði byggi
<jg höfrum“ sagðs Itlemenz Krlstjánsson á Sámsstöðum við'
tíðrndamann Tímans í gær. „Kcrnið var oiðiö vel þroskað,
«g ég fæ góða meSaluppskeru, enda þótt þetta sé með stytzta
vaxtartfma, sem ger st hér, og vorið allt annað en álitiegt“.
Sefnsprottnara I Fijóts-
Iilfðinni.
Heima á Sámsstöðum eru
hafrar og bygg í ellefu hektör-
um lands, og býst Kiemenz viö
að fá éinnig þar meðalupp-
skeru, enda þótt nokkuð af
sáðkorninu drukknaði í vor,
vegna þess í hve blauta jörð
varð að sá, svo vöxturinn er í
gisnara lagi.
— Hins vegar er vöxturinn
um það bil hálfum mánuði
seinni hér í minni ágætu og
hlýju Fljótshlíö heldur en úti
Félagsfundur sex-
etunga á mánudag
Félag sexfetunga i Reykja-
vík verður formlega stofnað í
Breiðfirðingabúð á rnánudags
kvöldið, og hefst fundur þar
klukkan hálf-níu.
Hér á dögununvvar undir-
búningsfundur haldinn, og
var þar kosin nefnd til þess að
semja uppkast að félagslög-
um. Mun hún nú leggja fyrir
þennan fund tillögur sínar um
skipan félagsins.
Gert er ráð fyrir, að inn-
göngu í félagið fái þeir menn,
sem eru 188 sentmetrar á hæð
eða meira, og hafa yfir átta-
tíu menn látið skrá sig. Eru
þeir hvattir til þess að mæta
á fundinum og taka frá upp-
hafi virkan þátt í samtökum
sexfetunga.
Tíndi nær 100 pnnd
af berjum á
fjórum tímum
Piltur á bæ við Hvalfjorð
fór núna einn morgíininn
upp í liiiðina ofan við bæ-
inn og hafði með scv
poka. Hann var þarna á
berjamó fram um hádegið,
og cftir fjórar klukkustund
ir var pokinn fulhir. Það
voru hátt í hundrað pund
af berjum, sem hann fékk.
í fyrra þótti afbragðs
berjaár víða, en nú cru á
sömu slóðum slík kynstur
af bcrjum, að fólk minnist
ekki annars eins.
á Rangársöndum, sagði Klem-
enz.
Fjórffa ár á sömu rót
á sandinum.
Á sandinum hefir korni
verið sáð í óunnið land með
sáðvél, sem fellir kornið nið-
ur, og er þetta 4. áriö, sem
sáð hef-ir verið á sömu rót ó-
hreyfða. Vegna áburð'argj af-
arinnar, sem fylgir kornrækt-
inni, er akurinn nú orðinn
þéttgróinn língresi og vingli á
milli kornstanganna, svo að
sennilega verður ekki hægt að
sá þar á sama svæði í fimmta
sinn, nema plægja landið upp.
Kosturinn við lcornræktina
á sandinum er einmitt sá, að
þar sparast jarðvinnsla, auk
þess sem ^prettan er betri og
fljótari. Hins vegar barf sand-
urinn heldur meira af köfn-
unareínisáburði, en svipað af
fosförsýru og kalí.
Kornyrkjan cr árviss
á ísiandi.
Klemenz á Sámsstöðum hef
ir nú hátt á þriðja tug ára
stundað kornyrkju, og með
starfi sínu. hefir hann sannað,
að hér má ekki aðeins rækta
korn með góðri afkomu í góð-
um árum, heldur er kornrækt-
in árviss í góðum sveitum á
landinu. Af hinum víðáttu-
miklum söndum mætti fá mik
ið magn fóðurkorns, sem gæfi
I þeim, sem að því störfuöu, arð
| iðju sinnar, en sparaði þjóð-
, inni stórfé við kornkaup er-
I lendis. Jafnvel í sveitum
norð'an lands, þar sem kartöfl-
um getur verið hætt vegna
næturfrosta, hefir kornrækt
gefizt vel, eins og sannazt hef-
ir á Vlðivöilum í Fnjóskadal.
Innlend kunnátta og trúi’n
á kornið.
Svo ær Klemenzi á Sáms-
stöðum fyrir að þakka, að nú
er til innlend kunnátta um
kornrækt, og allmargir menn,
sem numið hafa hjá honum
hinar réttu aðferðir við arð-
gæfa kornrækt hér á landinu.
Trú á kornyrkjuna er smám
saman aö skapast, og senn
hlýtur að koma að því, með
aulcnum vélakosti til jarð-
yrkju og batnandi aðstöðu
margra bænda til nýyrkju, að
fleiri og fleiri geri kornyrkj-
una að árlegúm þætti í bú-
skap sínum.
BIKSTEIMWlliN í LOBMI^IIARFIK»I: ;
25 Eestir bíða útflutn-
ings á Austfjörðum
BreickÉ íyrii’íækl fær steiniisn Cll rcyoslu
tfátt á finnnta íiundrað pokar, sem í er biksteinn úr Loð-
inundaríirðí, biða nú útflutnings á Austf jörðtlin. Eiga þcir að
f ira íil Lcnclon, og er þetta aðaltilraunasendingin, sem á að
skera úr mn það, Itvort hættand' þyki á það að hefja stór-
felit biksíeiiisnár.r í Loöimindarf rði með' útflutning fyr.'r
atigum
Merkilegt máí.
Biksteinninn er notaöur í
einangrun, en einnig er hann
notaður við postulinsgerð og
keramikiðnað. Reynist bik-
s-teinninn íslenzki vel, getur
orðið um verulegan útflutn-
ing að ræða. Þarf þá að gera,
hafnarþætur í Loðmundar-
firði og Ieggja veg til þess að
auðvelda flutning til sjávar.
Högni Torfason tek-
ur við fréttamanns-
starfinu í K.höfn
í gær fór einn af , frétta-
mönnum ríkisútVarþsins, •—
Kögni Torfason, til Kaup-
mánnahafnar til að gegna
þar fréttaþjónustu fyrir út-
varpið. Mun hann starfa í
Kaupmannahöfn til næsta
vors, að annar fréttamaður
verður sendur utan í hans
stað 11 þess að taka við starf
inu.
Högni Torfason hefir gegnt;
fréttamannsstarfi hjá ríkis-
útvarpinu síðan 1948, en áður
var hann starfsmaður banda-
ríska sendiráðsins hér og
bandaríska flotans, meðan
hann hafði hér bækistöðvar.
Högni á sæti í stjórn Blaöa- j
mannafélags íslands og hefir ,
verið ötull og gegn félagi í
samtökum blaðamanna und- .
anfarin ár.
jStefnir að því, að
karfinn gangi til
frarrðar?
Fiskimálabiaðið Víðir
birti í gær hugleiðingar
um fiskveiðar eftir Jón
Björnsson á Abureyri. Þar
segir meðal annars um
karfann:
„Ég er þannig hugsandi,
að ég sé eftir hverjum tog-
arafarminum, sem fer í
bræðslu. Getur eltki svo far
ið, að verði hann til lengd-
ar veiddur jafn gengdar-
laust og nú, að sömu örlög
bíði hans og annars fisks,
að hann gangi til þurröar
og crfitt reynist að afla nóg
fyrir Ameríkumarkaðinn
og annan markað, því gera
má ráð fyrir, aö aðrir komi
(il með að kaupa karfann*
fvosinn, því að karfi er
herramannsmatur. Einn
togarafarmur af karfa,
sem fer til frystingar, færir
þjóðinni álika mikinn
gjaldeyri og tveir farmar,
sem fara tii bræðslu. Af
þessu má öllum vera Ijóst,
; hvíiíkt gífurlegt tjón það
væri, eí svo kynni að fara,
að ekki fiskaðist það magn,
^sem þyrfti til frystingar“.
Togarasjómaður bíður
bana af slysförum
Var ín’æðsliuuaður á Goðanesinu, suðiikcr
sjirakk ííí>’ heitt lýsi steyptist yfir hann
Sfðasíliðhin þriðjudag, klukkan átta að morgni, varð þaö
slys á íogaranum Goöanesi frá Neskaupstað, þar sem hann
var stadduv á fiskimiðum út af Vestfjörðum, að suðukev í
lýsisbræöslunni spvakk með þeim afleiðingum, að bræöslu-
maöuiinn, Jóhanu Sveinsson, brendist svo, að hann andaðist
röskum tveimur sólarhringum síðar.
Flutíur (il Paíreks-
fjarðar.
Togarinn hélt til Patreks-
fjarðar þegar eftir aö slysiö
varð, og kom þangaö klúkkan
þrjú uffl dagnm, eftil' sjö
stunda sigiingu. Var Jóhann
fluttur í sjúkrahúsið í Pat-
reksfirði, og héraðslæknirinn
þar, Bjarni Guðmundsson
gerði að sárum hans. Var bol-
urinn brenndist mjög að fram
an niður aö mitti, höfuð, báö
(Framhald á 7. síðu)
25 lestir.
Það eru Andrés Andrésson
klæöskeri og Þórarinn, sonur
hans, sem að þessum tilraun-
um standa. Óskuðu Bretar
eftir að fá til reynslu 250 lest
ir af biksteini, en aðstæður
eystra eru svo erfiðar að svo
mikils magns er erfitt að afla,
án þess að leggja í stórkostn-
að. Fóru þe r feðgar austur í
Loðmundarfjörð með verka-
menn nú í sumar og náðu 25
lestum af biksteini, er þeir
fluttu til sjávar. Á að flytja
biksteininn t l Seyðisfjarðar
og þar fer hann í skip, sem
siglir með hann til Bretlands.
Erfitt starf.
Bikste-nslagið virðist liggja
frá sjónum og allt til fjallsr
en erfitt að ná steininum og
koma honum niður á sjávar-
klappirnar, eins og til hagar.
Var hann fluttur í kerrum aft
an í dráttarvélum yfir mýrar
og méa, en leiðin spilltist
l'ljótt, þvi að votviðri voru,
meðan að þessu var unnið.
Síðan var pokunum rennt á
járnplötum niður brattar
sjávarbrekkur niður að flæð-
armálinu.
Árangursins beðið með
eftirvæntngu.
Það lætur að líkum, að þeir,
sem mest hafa beitt sér fyrir
því að rannsaka biksteininn
og koma honum á framfæri,
bíða þess með allmikilli eftir-
væntingu, að þessi stóra send
ing komist til hins brezka fyr-
irtækis og það láti í ljós
álit sitt á nothæfni steins-
ins, er það fær í fyrsta skipti
svo mikið magn af. Á svari
þess veltur, hvort hér getur
risið upp nýr þáttur í útflutn
ingi landsmanna og hafizt
nýting jarðefnis, er fram að
þessu hefir verið lítill gaum-
ur geíinn.
Annars eru verulegar vonir
við það tengdar, að biksteinn
inn geti orðið útflutnings-
vara, og sýnishorn, sem áður
hafa verið rannsökuð, hafa
gefið jákvæða niðurstöðu.