Tíminn - 04.09.1951, Síða 2
TIMINN, þriðjudaginn 4. september 1951.
198. blað'.
j Jrá kafi til keiía
/ /r \/mcf im rtHi im
UtvarpÍð
titvarpið í dag:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,20 Tónleikar. (plötur).
20.45 Erindi: Frá löndum
Múhameðs, síðara erindi (Bene
dikt Gröndal ritstjóri). 21,15
Ljóðskáldakvöld: Upplestur og
tónleikar. 22,00 Fréttir og veður
fregnir. 22,10 Vinsæl lög (plöt-
ur). 22,3U Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Upp
við Fossa“ eftir Þorgils gjall-
anda; VIII. (Helgi Hjörvar).
21,00 Tónleikar: Lög eftir Ey-
þór Stefánsson, Gunnar Sigur
geirsson og Sigfús Halldórsson.
21,25 Erlndi: Fótgangandi um
fjöll og byggð: Mývatnsheiði
(Þorbjörg Árnadóttir magister).
21.45 Tónleikar (plötur). 22,00
Fréttir og veðurfregnir. 22,10
Danslög (plötur). 22,30 Dagskrár
lok.
Hvar eru skipin?
Ríkisskip:
Hekla er væntanleg til Rvík-
ur á hádegi í dag frá Glasgow.
Esja var á Fáskrúðsfirði í gær
á norðurleið. Herðubreið er í
Reykjavík og fer þaðan í dag
til Snæfellsness- og Breiðafjarð
arhafna. Skjaldbreið er í Rvík.
Þyrill var við Hrísey i gær. Ár-
mann er í Reykjavík og fer
þaðan á morgun til Vestmanna
eyja og Hornafjarðar.
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Milos 22. 8.
og var væntanlegur til Hull 2.
9. Dettifoss ko mtil Reykjavík-
ur 31. 8. frá New York. Goða-
foss kom til Gdynia 2. 9., fer
þaðan til Hamborgar, Rotterdam
og Gautaborgar. Gullfoss fór frá
Reykjavík 1. 9. til Leith og Kaup
mannahafnar. Lagarfoss er á
Vestfjörðum, lestar frosinn fisk.
Selfoss er í Reykjavík. Trölla-
fioss kom til New York 25. 8.
frá Reykjavík.
Flugferðir
yiugfélag fslands.
t Innanlandsflug: í dag eru ráð
terðar flugferðir til Akureyrar
2 ferðir), Vestmannaeyja,
Élönduóss, Sauðárkróks og Siglu
Sjarðar. Á morgun er áætlað að
fljúga til Akureyrar (2 ferðir),
Sestmannaeyja, Hellissands,
:afjarðar, Hólmavíkur og Siglu
íjarðar. Millilandaflug: Gull-
faxi fór í gærkveldi til London
qg Nizza, en þangað flutti hann
^kipshöfnina á hið nýja skip
Eimskipafélags íslands. Gull-
Axi er væntanlegur aftur til
Éeykjavíkur kl. 23,30 í kvöld.
c
Loftleiðir h.f.
• í dag er ráðgert að fljúga til
Vestmannaeyja (2 ferðir), ísa-
fjarðar, Akureyrar, Hólmavík-
\|jr, Búðardals Patreksfjarðar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar
qjg Keflavíkur (2 ferðir). Frá
Vestmannaeyjum verður flogið
1íil Hellu og Skógasands. Á morg
yn er áætlað að fljúga til Vest-
rtiannaeyja, ísafjarðar, Akureyr
ár, Siglufjarðar, Sauðárkróks og
Keflavíkur (2 ferðir).
Amað h&ula
Trúlofun.
Fyrir skömmu opinberuðu trú
lofun sína ungfrú Margrét
Qtefánsdóttir, Jóhannssonar lög
ijpgluþjóns, og Óli Haukur Sveins
spn, Sæmundssonar yfirlögreglu
þjóns.
Ur ýmsum áttum
Frá gagnfræðaskólunum.
Skráning nemenda í 3. og 4.
bekk gagnfræðaskólanna í Rvík
fer fram dagana 3. til 7. sept.
kl. 10 til 12 f. h. og 2 til 5 e. h.
í Hafnarstræti 20 uppi, gengið
inn frá Lækjartorgi. Allar pm-
sóknir verða að hafa borizt skrif
stofu fræðslufulltrúa fyrir 8.
sept.
Sjómanna- og gestaheimili
Siglufjarðar
hefir sent frá sér árbók 1950.
Það sumar starfaði heimilið 104
daga og var sem fyrr starfrækt
af stúkunni Framsókn nr. 187.
Starfsfólk heimilisins var 10
manns og veitti frú Lára Jó-
hannsdóttir því forstöðu. Heim
ilið naut sem fyrr ýmissa opin-
berra styrkja og eins styrktu
margir einstaklingar og skips-
hafnir það með framlögum. Alls
kómu 17425 gestir í heimilið
þetta sumar. í bókasafni heim-
ilisins eru nú 2200 bindi og hefir
því áskotnazt margt bóka frá
bókaútgefendum o. fl. Lánaði
heimilið bækur í skip.
Dansk kvindeklub
mödes í Vonarstræti 4 tirsdag
4. september kl. 8,30. Gesandt
fru Bodil Begdrup taler um De
forenede nationer og kvinderne.
Ritgerðasamkeppni um
höfundarétt.
Alþjóðasamband höfunda í
París efnir til samkeppni um
beztu ritgerð lögfræðilegs, heim
spekilegs eða bókmenntalegs
eðlis um höfundarétt, þróun
hans og framtíð. — Verðlaunin
eru 300.000,00 — þrjú hundruð
þúsund — frankar. Ritgerðum
sé skilað á skrifstofu sambands
ins fyrir 1. maí 1952. — Nánari
upplýsingar veitir sambandið:
„Confédération Internationale
des Sociétés d’ Auteurs et Com-
positeurs“, 24 rue Chaptal, Paris
IXe, eða STEF í Reykjavík.
Jón Baldvinsson
fyrrum rafstöðvarstjóri á
Húsavík var jarðsunginn frá
Húsavíkurkirkju 1. þ. m. að við-
stöddu fjölmenni. Húsavíkur-
bær kostaði útförina í virðingar
skyni við hinn látna og í þakk-
lætisskyni fyrir langt og mikið
starf í þágu kaupstaðarins.
Mjaltamann
vanan mjöltum, vantar í vetur, að Saltvík á Kjalarnesi.
Mjólkað með vélum. —
Upplýsmgar gefur Jón Björnsson, Skólavöröustíg 11,
sími 1619. —
Anglýsið í Timannm.
Rigolctto
(Framhald af 8. síðu.)
nýju, og einnir eru meðal lei.k
enda Valur Gíslason, Klem-
enz Jónsson og Róbert Arn-
finnsson. Leiktjöld málaði Sig
fús Halldórsson. Sýningar á
Lénharði fógeta byrja væntan
lega um miðjan september.
Næst verður gamanleikur.
Næsta viðfangsefni verður
gamanleikurinn Dóri eftir
Tómas Hallgrímsson. Það er
nútímaleikur og gerist bæði í
Reykjavík og London. Þar á
eftir er ákveðið að taka upp
sýningar á ný á ímyndunar-
veikinnj með Sigrúnu Magn-
úsdóttur í aðalhlutverki.
Mikil aðsókn að
leikskólanum.
Þjóðleikhússtjóri gat þess,
að óvenjulega mikil aðsókn
væri að leikskóla Þjóðleik-
hússins og sýndi það, hve
mikill áhugi væri meðal ungs
fólks hér fyrir leiklistinni. —
Þjóðleikhússtjóri er skóla-
stjóri skólans, en aðalkenn-
arar hans eru Indriði Waage,
Haraldur Björnsson og Ævar
Kvaran.
Van Fleet telur að
kommúnistar
fallist á vopnahlé
Joy flotaforingi fór ásamt
tveim samnefndarmönnum!
sínum í vopnahlésnefndinni j
flugleiðis til Tokyo í gær til
viðræðna við Ridgway hers-
höfðingja um ástandið í vopna
hlésviðræðunum.
Van Fleet yfirmaður átt-
unda hersins í Kóreu sagði í
gær, að hann byggist við, að
kommúnistar mundu fyrr eða
seinna fallast á að vopnahlés
| línan yrði þar sem vígstöðvarn
ar eru nú. Mundi herstjórn
norðurhersins ekki vilja eiga
það á hættu að bíða annan
eins ósigur og í vorsókninni
síðast, en nokkur tími mundi
líða áður en kommúnistar
féllust á þetta.
Van Fleet sagði, að komm-
únistar hefðu nú um 800 þús.
manns undir vopnum í Norð-
ur-Kóreu og væri um helm-
ingur þess liðs nú frammi í
víglínunni.
jHarðir bardagar.
J Mjög harðir bardagar geis-
1 uðu í gær á austurvígstöðv-
I unum, })ar sem norðurherinn
t hélt uppi stöðugum árásum
, og reyndi að ná aftur land-
Jsvæði því þar í fjöllunum,
i sem suðurherinn lagði undir
• sig tvo næstliðna daga. Þá
jsótti suðurherinn fram 8—10
1 km. leið. Þrátt fyrir áhlaup-
in hélt suðurherinn öllum
stöðvum sínum í gær.
i Sakar herstjórn S.Þ. enn.
| Útvarpið í Peking heldur
, enn áfram ásökunum sínum
|Um það, að suðurherinn hafi
i brotið hlutleysi Kaesong
svæðisins. í gær sagði það,
að her S.Þ. hefði gert þrjár
árásir á Kaesong-svæðið síð-
an 29. ágúst.
Útvarpið í Pyongyang sagði
í gær, að mjög harðir loft-
bardagar hefðu átt sér stað
síðustu dagana yfir Norður-
Kóreu, og hefðu flugvélar
norðurhersins skotið alls nið-
ur 13 flugvélar þessa daga fyr
ir suðurhernum.
Svaiiliólm
(Framhald af 1. síðu.)
Slæmt véður nyrðra.
Að undanförnu hefir veður
verið slæmt nyrðra, stormur
og þoka, og mun því hafa
verið búizt við, að báturinn
hefði leitað vars og biði þar
betra leiðis, og þess vegna
nokkuð seint farið að spyrj-
ast fyrir um hann.
Áhöfnin.
Áhöfnin á Svanhólm er Þór
arinn Guðmundsson skip-
stjóri, Vesturgötu 32 í Reykja
vík, kominn hátt á áttræðis-
aldur, Bergmundur Jónasson,
vélstjóri, ungur maður frá
Bolungarvík, og Kristján Jó-
hannesson matsveinn frá Bol
ungarvík, maður á sextugs-
aldri.
»:»»!:
»»»»:»««»»:»»«»»»»»:»::«»»::»::«
Ráðskona
Vantar góða ráðskonu til að annast.heimiliö og mat-
reiða fyrir 3—4 karlmenn, að Saltvík á Kjalarnesi.
Upplýsingar gefur Jón Björnsson, Skólavöröustíg 11.
Sími 1619.
«?i»»iii>ni»i»iiii»i»»»»»»m»»»»:
a:a«»ii»»gg»
Þurrm jólk
fyrirlig'g'jancli:
I\ýmj<»lkurcluft
Uuclanrennucluft
HERÐUBREIÐ
Sími 2678
o
o
o
o
O
O
o
o
<)
<1
< I
O
o
O
O
O
O
< I
o
o
o
o
o
o
o
<1
o
o
o
o
Kristín Stefánsdóttir,
I; Jarðlaugsstöðum. •;
SKIPAUTG6KÐ
RIKISINS
Ármann
til Vestmannaeyja og Horna-
fjarðar á morgun. Vörumót-
taka í dag.
Jeppabifreið
í góðu ásigkomulagi til sölu.
— Skipti á nýlegri dráttarvél
geta komið til greina. —
Upplýsingar gefur Ólafur
Ólafsson, Hvolsvelli.
Frímerkjaskipti
SendiS mér lOð ísienzk frl-
merkl. Ég sendi yður nm h»l
20« erlend hlmerki.
JON AGNAR8
írimerKjaTeralni/
e O. Box 35*. RevkJavUk
Borðlampar
Hengilampar
Vegglampar
og allir varahlutir.
Sent gegn póstkröfu
Verzlun
O. ELLINGSEN h.f.
Ragnar Jónsson
h æstar éttarlögmaður
uaugaveg 8 — siml 7752
i,<.»'raeSistörf o»
stsla
'íínanm-