Tíminn - 04.09.1951, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.09.1951, Blaðsíða 7
198. blað. TÍMINN, þriðjudaginn 4. september 1951. 7. Merkileg kvikmynd Nú í nóvember næstkomandi eru réttir fjórir áratugir síðan Robcrt Faicon Scott og fjórir félagar hans skildu við sam- ferðamenn sína, er sneru heim á leið, og héldu áfram suður ísauðnir Antarktislands'ns í áttina til Suðurpólsins. Þar með hófst einn hinn átakanlegasti harmleikur í sögu heimsskauta I rannsóknanna, harmeikur, sem ennþá hrífur hvern, sem' honum kvnnist, iafnt nú og fyrir fjörutíu árum. Það þétti ýmsum djarft, þegar kvikmyndafélagið Eal- ing Studios í Englandi hófst handa um það, rétt í stríðs- lokin 1945, að gera kvikmynd um suðurskautsle'ðangur Scotts. Sérstaklega voru ýms ir þeir, er tekið höfðu þátt í leiðangrinum, vantrúaðir á þetta fyrirtæki í fyrstu. En sú varð þó raunin á, að þegar þessari kvikmyndagerð lauk, árið 1948, voru einnig þeir, er þátt tóku í leiðangrinum og bezt þekktu til, ásáttir um, aö hér hefði verið gert lista- verk, sem fullsæmdi minningu Scotts. Enda hafði ekkert ver ið til s])arað. Hinir færustu og sérfróðustu menn voru með í ráðurn urn að gera myndina svo úr garði, að hún gæfi sem sannasta mynd af leiðangr- inum og af útliti og skapgerð leiðangursmanna. Prófessor Frank Debenham, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Scott Polar T!.esearch Institute í Cambritíge, sem er einn af leiðangursmönnum, hefir rit að mjög fróðlega grein um þessa kvikmynd í timaritið The Polar Record. Segir hann sig hafa verið, eins og fleiri, dauftrúaðan á, að slík mynd gæti orðið velheppnuð, en eft ir að hafa séð kvikmyndina er dómur hans, að hún sé al- veg frábær og gefi furðulega nákvæma og sanna mynd af leiðangrinum jafnvel í flestum smáatriðum. Margar persón- urnar séu svo likar, að furðu sæti. (Þess má geta í þessu sambandi, að þeir, sem hafa séð son Scotts, Peter Scott, fuglafræðing, á ferðum hans hér um land í sumar, munu fljótt sjá, hversu líkur hon- um Scott kvjkmyndarhmar er). Debenham bendir á nokk ur atriði, þar sem ekki hafi verið alveg fylgt sannsögu- legrj viðburðarás. T. d. er í kvikmyndinni Scott látinn fi’étta um fyrirætlun Amund- sens að halda til Suðurskauts ins, er skip Scotts, Terra Nova, er að láta úr höfn á Nýja Sjálandi. Raunverulega var það mánuði áður, sem Scott fékk frá Amundsen hið iakón iska skeyti: „Am going south“, en Debenham segir, að þeim Scott og félögum hans hafi ekki orðið ljóst, að Amundsen raunverulega ætlaði sér til Suðurpólsins, fyrr en „Terra Nova“ af tilviljun rakst þrem mánuðum síðar á skip Amund sens „Fram“. En þetta og önn ur smáatriði breyta í engu heildardómi um myndina. Þetta er óefað ein hin allra merkilegasta mynd, sem hér hefir verið sýnd. Það er oft skammazt yfir því, þegar kvik myndahús hér sýna lélegar myndir, en því meiri ástæða er til að mæla með virkilega góðum myndum, þegar þær eru sýndar. Kvikmyndin „Scott of the Antarctic“ er mynd, sem enginn ætti að setja sig úr færi að sjá. Siguröur Þórarinsson. Þegar þorjiin .... (Framhald af 4. síðu) stund til að íhuga hvað „þörf in prédikar“, eða öllu heldur hvað minningarnar um trú- aða menn segja þér, þá er ég viss um, að þú rnyndir síðan alla æfi blessa þá tómstund. Það kostar ekki fé — að biðja Krist að staðnæmast hjá sér og „gjöra dásemdarverk“. For sjálni, dugnaður og áræði — eru ágætar stoðir til að forð- ast hrun dýrtíðarára, — og það er öðru nær en að Krist- ur veiki þær stoðir þar sem hann er boðinn velkominn. En bresti þig áræði til að ganga í lærisveinahóp hans í fullri alvöru, er andlegt hrun fyrir dyrum áður en þig varir. Reynslan sannar það, og um það vitna — meðal margra annara — kristnir Gyðingar í ísrael, jafnvel á útifundum í Tel-Aviv. Anglýsið í Tíinannm Kappleikir í Fáskrúðsfirði Kappleikir fóru fram á sunnudaginn á milli ung- mennafélaganna í Stöðvar- firði og Fáskrúösfirði. Kepptu stúlkur í handknattleik, en piltar í knattspyrnu. Lauk svo, að Stöðvfirðing- ar unn.u í knattspyrnunni með þremur mörkum gegn einu, en Fáskrúðsfirðingar unnu handknattleikinn með þrem- ur gegn tveimur. F«r forsetans (Framhald af 8. síðu.) hann að Núpi í Dýrafirði með viðkomu að Holti í Önundar- firði. Að Núpi var saman kom ið margt manna víðsvegar að úr Vestur-ísafjaröarsýslu og íorseta búin ágæt veizla. Séra Eiríkur Eiríksson, skólastjóri að Núpi, mælti fyrir minni Rrseta og bauð hann velkom inn. Séra Sigtryggur Guðlaugs son sýndi forseta hinn fagra blóma- og trjágarð Skrúð, er hann hefir ræktað að Núpi. Var setiö í góðum fagnaði að Núpi frá kl. 6 til 11 síðdegis, ei. þá fór forseti og föruneyti hans um borð í Ægi, sem lá á Dýrafirði, Gerist áskrifendur að JJímanum Ásbriftarsími 2323 lÞRÓTTIR (Framhald af 5. síðu) Guðmundur Lárusson Á 11,1 sek. B-riðill. 1. Grétar Hin- riksson Á 11,2 sek. 2. Jafet Sigurðsson KR 11,3 sek 3. Ingi Þorsteinsson KR 11,5 sek. Langstökk: 1. Valdimar Örnólfsson ÍR 6,63 m. 2. Björn Berntsen UMFR 6,16 m. 3. Baldur Alfreösson KR 5,81 m. Kiúlifvairp: 1. Þorsteinn Löve ÍR 13,42 m. 2. Ástvaldur Jcnsson Á 13,29 m. 3. Rúnar Guðmundsson Vöku 12,75 m. 1500 m hlaup: 1. Stefán Gunnarsson Á 4:24,0 mín. 2. Guðjón Jónsson Á 4:28,0 mín. 3. Hilmar Elíasson 4:29,4 mín. 4. Þórir Þorsteinsson Á 4:29,8 mín . Hástökk: 1. Birgir Helgason KR 1,76 m. 2. Gunnar Bjarna son ÍR 1,65 m. 3. Baldur Al- freðsson KR 1,65 m. 400 m hlaup: 1. Guðmund- ur Lárusson Á 55,4 sek. 2. Ingi Þorsteinsson KR 55,5 sek. Spjótkast: 1. Magnús Guð- jónsson Á 51,93 m. 2. Þor- steinn Löve ÍR 50,30 m. 1000 m boðhlaup: 1. A-sveit Ármanns 1:57,3 mín (nýtt ísl. met). 2. KR 2:01,0 mín 3. B- sveit Ármanns 2:13,6 mín. Söltimin (Framhald af 1. slðu.) að fara aö veiða til bræðslu, auk þess sem eitthvað kann að veröa fryst, en bræðslu- síldin gefur mun minna af sér en saltsíldin. LÉREFT ÞJÓÐLEIKHÚSID „RIGOLETTO4! eftir G. VERDI. Hljómssveitarstj. Dr. V. Urbanciö Lcikstjóri: Simon Edwardsen. í aðalhlutverkum: Eva Berg — Stefán íslandi Guömundur Jónsson. Sýningar: fimmtudag — föstu- dag — sunnudag kl. 20.00 Aðgöngumiðasala hefst þriðju dag kl. 13,15. Tekið á móti pönt unum. — Sími 80000. Verð aðgöngumiða frá 35 til 60 krónur. 6 volta 12 volta 32 volta 15, 25, 40, 60 og 100 watta nýkomnar. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23. — Sími 81 279 Þorvaldiir Garðar Kristjánsson málflutningsskrifstofa, Bankastræti 12. Símar 7872 og 81 988. LÉREFT Ofangreint merki trygging fyrir, að léreftið er 1. flokks vara og selt fyrir lægsta markaðsverð. Hinar miklu verksmiðjur Wild & C. í Torina, er framleiða allar tegundir af lérefti, og selja framleiðslu sína til flestra landa í Evrópu og Ameríku, hafa veitt firma voru einkarétt til að annast sölu á framleiðslu sinni hérlendis. FYKST.V SENDINGIN KOMIN TIL LANDSINS. Vinsamlegast sendið pantanir yðar sem fyrst, því birgöir eru takmarkaðar. Þórður Sveinsson & Co.T h.f. Símar 4491 — 3701 BOSCH hljóðbylgju-þvottatækið er eitt af síðustu afrekum vísinda og tækni. B O S C H hljóðbylgu-þvottatækið er sett í venjulegan þvottapott eða bala og þvær þvottinn þegar cftir að hann hefir verið lagur í bleyti á venjulegan hátt, eða um leið og hann er soðinn. B O S C H hljóðbylgju-þvottatækið þvær eins vel og nokkur þvottavél, en sparar pláss og er ódýrt og reksturskostnaður afar lítill. B O S C H hljóöbylgju-þvottatrækið slítur ekki þvottinum, eins og hinar eldri gerðir þvottavéla. B O S C H hljóðbylgju-þvottatækið kostar KR. 1 300,00 — og ætti því hvert heimili að geta eignast það. ^ B O S C H hljóðbylgju-þvottatækið er komið á markaðinn. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Sendum gegn póstkröfu LJÓSAFOSS H.F. RAFTÆKJAVERZLUN OG VINNUSTOFA Laugaveg 27, Reybjavík Símar 2303 og 6393

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.