Tíminn - 06.09.1951, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1951, Blaðsíða 5
200. blað. Tíminn, fimmtudaginn 6. september 1951. 5. ffi-ltlttttt Fimmtiul. G. sept. ERLENT YFIRLIT: Endurreisn Ja Verða Ia]Kmir esm á ný fornstíijíjéðÍH austurliluta Asíu? Hvað hefir stjórn- inrii ánnnizt? Margt er nú rætt manna á meöal um dýrtíöina og finnst mönnum eölilega, að þær byröar séu þungar og vax- andi, er hún leggur þeim á heröar. Af hálfu stjórnarand stæöinga er svo af skiljanleg um ástæðum róið kappsam- lega að því aö telja mönnum trú um, að þetta sé allt sam- an stjórninni aö kenna. Því skal vissulega ekki hald ið fram hér, aö ekki mætti margt betur fara og ýmsar aö gerðir stjórnarinnar og framkvæmd þeirra geti ekki orkaö tvímælis. Framsóknar- 'ménn gerðu sér þaö vel ljóst, er þeir gengu til núverandi stjórnarsamstarfs aö mörgu .yrði aö hátta ööruvísi en þeir kysu helzt. Slíkt er óhjákvæmi leg afleiöing af samstarfi ó- líkra flokka. Hinsvegar töldu Framsóknarmenn og telja enn, að ekki hafi verið um aðra leið að ræöa, ef gera átti tilraun til þess að bjarga frá fullkomnu hruni og at- vinustöövun, sem stjórnleysið hefði ella leitt af sér. Þaö var fullkomlega upp- lýst, þegar til stjórnarsam- starfsins var gengið, að engu tauti var hægt að koma viö kommúnista eða Alþýöuflokk inn. Foringjar kommúnista setja undirgefni við Moskvu að skilyrði fyrir öllu méiri- háttar samstarfi. Alþýðu- flokkurinn var hinsveg- ar svo mbðgaöur yfir úrslit- um seinustu þingkosninga, að hann ákvað að vera utan við allt stjórnarsamstarf. Því var ekki um annað að ræða en samstarf Framsóknarflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins eða algert stjórnleysi og ringulreið. Þetta stjórnarsamstarf hef ir nú haldist á annað ár. Nokkuð er því hægt aö dæma um árangur þess. Árangur þess veröur bezt dæmdur þannig, að menn geri sér ljóst, hvernig fariö hefði, ef ekki hefði verið grip . ið til þeirra úrræöa, sem stjórn in hefir beitt. Þegar stjórnin kom til valda, máttu útflutn ingsatvinnuvegirnir heita al- veg stöðvaðir og ríkið gjald- þrota. Það var búið að koma fjánnálum og atvinnumálum þannig, að óhjákvæmilegt var að grípa til gengislækk- unar eöa annara slíkrar ráð- stöfunar, ef ekki átti að láta 'allt stöðvast. Gengisiækkunin var þyí neyðarráðstöfun, er orsakaðist af verkum fyrri stjórna, þótt núverandi stjórn neyddist til að sjá um framkvæmd hennar. Gengislækkunin og ýmsar aðrar ráðstafanir stjórnarinn ar hafa borið þann árangur, að hægt hefir verið að tryggja sæmilegan rekstur útflutningsatvinnuveganna og koma rekstri ríkisins aftur í viðunanlegt horf. Þetta er vissulega stórvægilegur ár- angur. Ella hefði ríkt hér stór kostlegt atvinnuleysi í öllum kaupstöðum* ög kauptúnum landsins, því aö stöðvun sjáv arútvegsins hefði haft stöðv- un iðnaðarins í för með sér. Stórkostleg vöruþurð hefir Um þessar mundir stendur yfir ráðstefna í San Francisco, þar sem gengið verður frá frið- arsamningum við Japan. Raun- ar er ráðstefna þessi ekki ann- að en formsatriði, því að áður var búið að ganga í öllum meg- inatriöum frá samningunum milli fulltrúa vesturveldanna annars vegar og fulltrúa Japana 'hins vegar. Ráöstefnunni í San Francisco hefir ekki verið ætlað annað en að ganga frá undir- skrift samninganna. í þeim til- gangi boðaði stjórn Bandaríkj- anna til hennar og var því elcki gert ráð fyrir þátttöku ann- arra ríkja en þeirra, er væru samningunum samþykk. Það vakti því mikla athygli, er Rúss ar ákváðu að þekkjast þetta boð og leppríki þeirra fylgdu svo í slóðina. Ljóst er, að Rúss- ar gera sér ekki von um að geta breytt efni samninganna með þátttöku sinni. Ætlun þeirra með þátttökunni virðist því sú, að nota ráðstefnuna til að koma fram áróðri, er líklegur sé til þess að falla í geð þeirra, sem eru samningunum andvígir eða eru mótfallnir einstökum á- kvæðum í þeim. Það má samkvæmt þessu bú- ast við því, að einn þáttur í kalda stríðinu verði leikinn á ráðstefnunni í San Francisco og má vel vera, að hann geti orðið sögulegur. Hins vegar er ósenni- legt, að hann breyti nokkru um efni samninganna frá því, sem nú er. Bandarikin viröast ákveð in í því að fallast ekki á neinar breytingar, enda gæti það leitt til mikils þófs, ef að þvi yrði horfið. Önnur vestræn ríki munu ekki heldur telja rétt að hefja nýtt þóf, þótt þau kysu ýmsar minniháttar lagfæringar á samningunum. Um megin- efni þeirra virðist hins vegar ríkja sæmilegt samkomulag. Efni samninganna. Meginefni friðarsamning- anna, sem undirritaðir verða í San Francisco, verður á þessa leið: Japan verður aftur viður- kennt frjálst og fullvalda ríki. Ríki þau, sem undirrita samn- ingana, lofa að vinna að því, að Japan fái inngöngu í S.Þ. Japan fær aftur rétt til að vígbúast í því skyni að tryggja landvarnir sínar: Japan afsalar sér tilkalli til Kóreu og lofar að viðurkenna sjálfstæði hennar. Japan af- salar sér og tilkalli til Formosu, án þess að fram sé tekið hve framtíðarstaða Formosu sku' vera. Þá afsala Japanar sér til kalli til Suður-Sakhalin o Kurileyja, en Rússar lögð þessi lönd undir sig í styrjalda lokin með samþykki Banda manna. Þá afsala Japanir sé öllu tilkalli til ýmissa eyja Kyrrahafi, þar sem þeir höfð' farið með yfirráð í umboði Þjóð. * bandalágsins. Loks afsala Jap- anar sér yíirráðum yfir Ryukyus eyjum og fallast á umboðsstjórn . Bandaríkjanna þar. Allt erlent setulið skal. vera farið frá Japan innan 90 daga frá undirritun samninganna, en Japanar geta hins vegar leyft erlendum her dvöl í landinu með sérstökum samningum. Er hér átt við það, að þegar hefir j verið gengio frá samningum ! milli stjórna Bandaríkjanna og | Japans um áframhaldandi dvöl ^ ' amerísks hers í landinu meðan ! Japanar eru ekki einfærir um' ; landvarnir sínar. Sá samning- ' l ur veröur formlega undirritaður strax eftir undirskrift friðar- , samninganna. Japanar lofa að greiða skaða- bætur íyrir það tjón, sem önn- ur ríki urðu fyrir af völdum þeirra í seinustu styrjöld. Þó er tekið fram ,aö þessar skaoabæt ur skuli miðast við getu Jap- ana og óttast því mörg ríkin, að skaöabæturnar verði lítilfjör- legar. Helzt virðist ráðgert að skaðabæturnar verði í því formi, að Japanar vinni úr hráefnum, sem aðrar þjóðir senda þeim og láti þær fá fullunnar vörur í staðinn. Japanar greiða þá raunverulega vinnslukostnaö- inn. í samningunum er sneitt hjá því, hvernig samningum Jap- ana og Kínverja skuli háttað. Japanar eiga að ákveða það sjálfir eftir undirritun samn- inganna, hvort þeir semja held ur við Pekingstjórnina eða stjórn Chiang Kai Shek. Báð- ar þessar stjórnir hafa mótmælt friðarsamningunum. Samningarnir gagnrýndir. Eins og gefur að skilja, hafa mörg atriði samninganna verið meira og minna gaítnrýnd. Eng inn möguleiki var að gera samn inga, er allir væru ánægðir með. Rússar og fylgismenn þeirra reyna vitanlega að telja samn- ingana óhæfu eina saman. Ind- landsstjórn hefir neitað að taka þátt í ráðstefnunni vegna þess, að Formosa sé ekki lögð undir Truman flutti aðalræðuna við setningu ráðstefnunnar í San Franciscc. Kína og Pekingstjórnin ekki viðurkennd. Þá deilir hún á yfirráö Rússa yfir Sakhalin og kurileyjum og yfirráð Banda- ríkjanna yfir Ryukyuseyjum. Hún telur sig og andvíga fyrir- huguðum hervarnarsamningi Japana og Bandarikjamanna. Ýmsir telja, að gagnrýni Ind- landsstjórnar stafi af því, að hún óttist samkeppni Japana um völdin í Asíu, en hún hafí hugsað sér að deila þeim milli sín og Kínverja. Mörg ríkin eru óánægð yfir ákvæðunum, er fjalla um skaðabótagreiðslurn- ar. Loks er svo óttinn við endur vígbúirað Japana, því að ekki þykir útilokað, að þeir hyggi á landvinninga með tíð og tíma. Bandarílcin hafa reynt að draga úr þessum síðastgreinda ótta með því að gera varnarsátt mála við Ástralíu, Nýja-Sjáland og Filippseyjar. Þeir samningar hafa þegar verið undirritaðir. Þá munu Bandaríkin reyna að beita áhrifum sínum þannig, að Japanar komi sér ekki upp veru legum flugher og fiota fyrst um sinn, heldur efli fyrst og fremst landherinn. Fcrusta Japana. Þótt margir gagnrýni samn- ingana, eru þeir þó fleiri, sem ■telja þá óhjákvæmilega nauð- syn. Það sé ógerningur að halda stórþjóð eins og Japönum í her námsviðjum til langframa eða skammta henni minni rétt en öðrum. Slík meðferð á Þjóðverj um hafi verið ein helzta undir- rót nazismans. Það sé miklu lík legri leið til að draga úr hernað arandanum að veita þjóðunum sem jafnastan rétt og aðstöðu. Japanar séu svo dugandi þjóð, (Framhald á 6. síðu> svo sett dýrtíöina upp úr öllu valdi. Þá er og alveg víst, aö hin- ar stóru vatnsvirkjanir viö Sogið og Laxá og áburðarverk smiöjan hef'öu ekki komist fram, án þessara aðgerða stjórnarinnar. Til þeirra hefði ekki fengizt fé að öðrum kosti. Það er því ekki hægt að neita því, aö umræddar stj órn arráðstafanir hafa áorkað miklu til bóta. Þótt margt sé erfitt og andstætt um þessar mundir, er það samt smá- vægilegt í samanburði við það neyðarástand, sem hér hefði skapazt, ef umræddar ráð- stafanir hefðu ekki verið gerð ar. Þess ber svo að gæta, að umræddar ráðstafanir eiga ekki nema takmarkaðan hlut í hinni auknu dýrtíð. Verð- hækkanir af völdum þeirra nema sennilega ekki meiru en kauphækkunum, er orðiö hafa á sama tíma. Dýrtíðar- aukningin stafar mest af ó- hagstæðri verðlagsþróun er- lendis. Innflutningsvörur hafa yfirleitt hækkað meira í verði en útflutningsvörur. Fjármálaráðherra Breta lýsti því rækilega á verkalýðsþingi, er nú stendur yfir þar í landi, hve grálega þessi verð lagsþróun heíir leikið Breta. Þó hefir hún farið enn verr með okkur. Hitt er svo vafalaust rétt, að sitthvaö má að stjórnar- stefnunni finna, þótt ekki verði því neitað, að hún hef- ir bjargað miklu. Það ber að' vikurkenna. Og fyrir stjórnar andstæðinga eru það engar málsbætur að deila á það, sem kann að hafa mistekist. Þeir hafa sjálfir ekki bent á nein úrræði til að afstýra stöövun og hruni. Ekki er ann að sýnilegt en að nú ríkti full komnasta neyðarástand, ef þeir hefðu ráðið. Gagnrýni þeirra hefir verið fullkomlega neikvæð. Þeir áttu sinn þátt í að koma þjóðinni í ófæruna og hlupu svo frá öllu saman. Og ekki hefir vegur þeirra vax ið við það, hve algert ráð- leysí þeir hafa sýnt í stjórn- arandstöðunni. Raddir nábúonna I í Alþýðublaði Hafnarfjarð- ar 1. þ.m. birtist smáklausa, er nefnist: „Ósjálfbjarga, 1 betlandi þjónar'. Hljóðar hún á þessa leið: i „— Fyrir skömmu skýrði ) málgagn kommúnista, Þjóð- viljinn svo frá: „Ásókn þýzks togaraflota á veiðisvæðin við island fer sivaxandi, og veld- ur íslenzkum fiskimönnum á- hyggju.“ Blaðið segir að flot- inn sé „skapaður af þýzku út- gerðarauðvaldi með banda- rísku fjármagni, samkvæmt þeirri „efnahagssamvinnu". sem m.a. mioar að því að gera íslendinga ósjálfbjarga, betl- andi þjória Bandaríkjaauð- valdsins." Annar miklu stærri fiski- skipafloti er hér við land, sem líka „veldur íslenzkum fiski- mönnum áhyggju". Er það rúss neski síldveiöiflotinn. — Kommúnistablaðið sér ekki á- stæðu til að minnast á ásókn þess flota. Hvers vegna ekki? Ætli sá floti sé líka sendur til „að gera íslendinga ósjálf- bjarga og betlandi þjóna.“? Það væri ekki óíróðlegt að fá umsögn Þjóðviljans um þetta atriði. Það skyldi þó ekki vera Marshallaðstoðinni iað kenna, að Rússar hafa jsent fiskiflota sinn hingað til lands. V iðbragð Bjarna Viðbrögö manna eru með ýmsum hætti og velduv því ólíkt skaplyndi. Viðbrögð núv. dómsmálaráöherra eru oft talsvert sérstæð og virðist það benda til, að hann hafi óvenjulegt skaplyndi, þótt ekki verði > það nánar rakið hér að sinni. Fyrir nokkru síðan birtist í Tímanum grein eftir rit- stjóra blaösins, þar sem m.a. var hrundið fáránlegri en læ- víslegri kenningu, sem dóms- málaráðherra hafði haldið fram í stjórnarskrármáiinu. í greininni var það m.a. for- dæmt, að dómsmálaráðherr- ann skyldi misnota fræði- mannsaðstöðu sína til að halda uppi kenningum, er hann vissi manna bezt, að ekki gátu staðizt. Það liefðu ekki verið óeðli- leg viðbrögð, að dómsmála- ráðherrann heföi reynt að réttlæta þetta framferði sitt með því að reyna að finna því einhverjar málsbætur. Greind hans mun hins vegar hafa gert honum ljóst, að hann færi þá út á veikan ís og þögnin myndi því heppi- legust. Hann hefir líka valið þögnina. Skaplyndi hans knúði hann hins vegar til að koma fram einhverjum hefnd um. Það er nú kunnugt orðið, hver hefnd dómsmálaráð- herrans á að vera. Síðastl. þriðjudag var rit- stjóri Tímans kvaddur á skrif stofu sakadómara. Þar voru lionurn tilkynnt þau fyrir- mæli dómsmálaráðherrans, að honum bæri að greiða meið- yrðasekt samkvæmt dómi, er hafði verið felldur fyrir ári sí'ðan og dómsmálaráðherr- ann hefir því bersýnilega ekki ætlað sér að láta inn- heimta, ef stjórnarskrárgrein in hefði ekki komið til sög- unnar. Má líka segja, að það sé orðin hefð að innheimta ekkj meiðyrðasektir. Það var Iátið fylgja tilkynningu dóms málaráðherrans, að yrði sekt- in ekki greidd innan ákveðins tíma, yrði ritstjórinn að sæta 7 daga fangavist. Tilefni umrædds meiðyrða- dóms er það, að Tíminn sagði á sínum tima frá Otradals- hneykslinu. Hvert eitt einasta orð, sem Tíminn sagði um | það, var sannleikanum sam- ! kvæmt. Þeir, sem að hnevksl- j inu voru valdir, fundu að þeir stóðu halloka gagnvart a!- menningsálitinu og revndu því að koma fram hcfndum á grundvelli meiðyrðalöggjafar innar. Vitanlega voru um- ^ mæli Tímans dæmd dauð og ómerk samkvæmt þeirrj mein loku meiðyrðalöggjafarinnar, að ekki megi segja satt. Dóms málastjórnin hefir svo ætlað að Iáta þar við sitja, eins og venja hefir verið, þar sem hún hefir ekki gert neitt til þess í hcilt ár að innheimta sektina. En þá þurfti ráðherr ann að koma fram hefndum fyrir sig og þótti betra en ckki neitt að grípa til þessa smá- skítlega úrræðis. Það er ekkert við því að segja, að menn séu dæmdir fyrir meiðyrði, ef .þeir .eru staðnir að ósannindum. Hins vegar er meiðyrðalöggjöfin svo kostulega úr garði gerð, að hun refsar einnig fyrir sannleikann. Dómsmála- stjórnin hefir fundið, að slikt var rangt, þótt hún hafi ekki mannaö sig upp í það að fá löggjafarvaldiö til að brevta (Framhald á 6. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.