Tíminn - 12.09.1951, Page 7

Tíminn - 12.09.1951, Page 7
' T 205. blað. TÍMINN, miðvikudaginn 12. septembcr 1951. 7. Olíukyntir miðstöðvar- katlar af nýrri gerð Framleiðsla á þeim hafin á Sauðárkróki Fréttariturum útvarps og blaða á Sauöárkróki, ásamt nokkrum öðrum gestum, var laugardaginn var boöið að skoða oliukynntan miðstöðv- arketil af nýrri gerð. sem Kon ráð Þorsteinsson á Sauðár- króki hefir hugsaö upp og smíðað. Þetta er liggjandi ket ill með rafmagnsblásara. Eld urinn nýtist sérlega vel, enda er brennslan svo fullkomin, að hvorki sést sót né reykur. Sú nýjung er við þennan ketil, að inni í eldholinu er komið fyrir sérstöku hylki, (vatnshitara), sem er í beinu sambandi við vatnsgeymi, er fylgir katlinum og er tengd- ur við hann. Vatnshitunar- kerfi þetta er í beinu sam- bandi viö vatnsleiðslilna, sem fyllir sjálfkrafa á, eftir því, sem heita vatnið er notað. Ketillinn jafnast því í notk un fullkomlega á við hita- veitu, þar sem hann skilar jafnheitu vatni til notkunar í eldhúsi og baði eins og inn í sjálft miðstöðvarkerfið. Ketill þessi er tiltölulega ó- dýr, kostar með vatnsgeymi og öryggistækj um og raf- magnsblásara kr. 3600,00 fyrir meðalstórt tveggjahæða hús. Einnig er að hefjast fram- leiðsla af nýrri gerö af mið- stöðvareldavélum. Miðstöðvareldavélar þesj;- ar eru með vatnskassa af nýrri gerð og er hann þannig gerður, að eldurinn leikur um mikið meiri hitaflöt heldur en vanalegt er, án þess þó að vélarnar sjálfar séu stærri, geta þessar vélar því hitað upp stór íbúðarhús. Þær verða bæði fyrir kola- og olíukyndingu. Kosta þær fyrir kolakyndingu kr. 2800,00 en fyrir olíukyndingu kr. 3500,00. Þar sem rafmagn er fyrir hendi, eru þær einnig útbún ar með hjálparblásara og kosta þá kr. 4200.00 — Vél- um þessum, eins og kötlun- um, fylgja lögboðin öryggis- tæki með olíukyndingunum. Á þessu sama verkstæði hafa undanfarið verið fram- leiddar sérstakar olíukynd- ingar fyrir eldavélar og mið- stöðvarkatla, og mun Konráð vera einhver sá fyrstiy sem fékk löggildingu á olíukynd- ingum hér Norðanlands. Þessar olíukyndingar eru smíðaðar af þremur gerðum. í fyrsta lagi algerlega fyrir rafmagnsblásara: í öðru lagi fyrir eðlilegan trekk, en með þannig útbúnaði að setja má blásara í samband við þær, ef þörf gerist. í þriðja lagi eru svo kyndingar, sem eru alger- lega fyrir eðlilegan súg og hafa engan blásara. Einnig hefir Konráð um all langt skeið framleitt baðvatns geyma af gerð, sem er mjög frábrugðin því, sem áður hef- ir verið smíðuð hér á landi. Geymar þessir eru þannig byggðir, að í stað þess sem venjulegt er, að miðstöðvar- vatnið sem hitar baðvatnið, er í kápu utan á geyminum. Þá er í þessu tilfelli hita- gjafinn inni í miðjum vatns- geymnum. Hitnar því neyzlu- vatnið mjög fljótt og mega geymar af þessari gerð vera töluvert minni en þeir, sem áður hefir tíðkast. í ráði er að mynda hlutafé- lag um framleiðslu þessa og auka verulega afköst verk- stæöisins, enda er eftirspurn in jafnaðarlega mun meiri en svo, að hægt sé .að anna af- greiðslu svo fljótt sem þyrfti. Eins og kunugt er, hefir öll aðstaða til iðnaðar á Sauðár- króki batnað stórlega við hina myndarlegu rafstöð, er reist var þar nýlega. Er nú búið að leiða rafmagn all- langt fram um sveitina og eru nokkrir bænduk á rafveitu- svæðinu að koma sér upp næt urhitun ' með rafmagni. Til i þess þarf, eins og kunnugt er | stóra vatnsgeyma 2500—4000 j lítra. Hafa einn eða tveir bændur fengið þessa vatns-! geyma smíðaöa í Reykjavík og flutt þá síðan norður, en 1 það ér dýrt og auk þess þarf . í sumum tilfellum að brjóta j op á húsin til þess að koma ' vatnsgeymunum inn í húsin. I Nú er Konráð að byrja smíði á slíkum geymum og mun smíða þá þannig, iað hann klippir og valsar efnið á verkstæðinu, en flytur síðan efnið í pörtum heim í húsin, þar sem geymarnir eiga að vera og sýður þá saman þar. i Verður að þessu mikið hag- ræði fyrir bændur. rtW.W.W.V.V.V.WW.V.W.'.VAW.W.V.W.W.W I; Hugheilar þakkir, til allra, sem glöddu mig, með í ■I gjöfum og skeytum, á 60 ára afmælinu, 13. ágúst. s. 1. í; •: Lifið heii. :■ ;■ Sigurjón Jónsson ;• Kópareykjum ■: ■: í; V.V.V.W.V.V.'.V.V.W.V.WAW.V.V.V.V.V/AV.VAS (Framhald af 8. síðu.) vatnið leitt um 5 km. leið úr Hvammsá til Þingeyrar. Verð ur þá meðal annars hægt að afgreiða vátn til skipa á bryggju í kauptúninu. Vegurinn fyrir Dýraf jörð. Mikil óánægja er ríkjandi vestra vegna lítilla fram- kvæmda í samgöngumálum og vegagerðum. Er jafnvel svo, að fé, sem veitt er á fjár lögum, er ekki notað. Þannig er það með 70 þúsund króna fjárveitingu til vegarins fyrir Dýrafjörð. Vantar tiltölulega lítið á að Ijúka við veginn, sem yrði stórkostleg sam- göngubót. En ekkert hefir veriö unnið þar til að ljúka þessum þýðingarmiklu fram- kvæmdum. Lítið aöhafzt méö sein- virkum aðferðum. Frú Guðrún Brun- borg byrjar sýn- ingar í Iðnó Frú Guðrún Brunborg er nú komin ningað til bæjarins aft ur eftir sýningarferðir úti á landi. Mun hún nú hefja sýn ingar á ný á mynd sinni „Við giftum okkur“ og verður fyrsta sýningin í kvöld kl. 9. Ættu þeir, sem ekki komu því við að ,sjá þessa góðu myr.d að notá tækifærið og styrkja um leið það góða málefni, sem frú Guðrún berst fyrir af svo mikilli þrautseigju. Frú Guðrún hefir farið all víða um landið með mynd sína í sumar svo sem um Vest firö'i og Norðurland, en til Austurlands hefir hún ekki komizt enn, en hefir í hyggju að fara þangað ef timi og aör ar aðstæður leyfa. Frú Guðrún lét þess getið viö blaðið í gær, að hún hefði átt afbragðs viðtökum að mæta á ferðalaginu. „Mér var sýnd miklu meiri vin- semd og hjálpsemi en mig ór- aði fyrir“, ságði hún. Frímerkjaskipti Sendlð mér 100 ísienzk írl- merki. Ég sendl yður um haa! 200 erlend frimcxkl. JON 4GNABS. Frlmerkjaverzlut/. P. O. Box 858, Beykjavíi Fínpúsning Skeljasandur Hvítur sandur Pería í hraun Ilrafntinna Kvarz o. fl. Fínpúsningargerðin Sími 6909 SKIPAÚTGCKÐ RIKISINS E „HEKLA” austur um land í hringferð hinn 17. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyöarfjarðar, Eskifjaröar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á laugardaginn. „Skjaldbreiö" til Skagafjarðar- og Eyjafjarð arhafna hinn 18. þ. m. Tekið á móti flutningi til Sauöár- krórs, Hofsós, Haganesvikur, Ólafsfjarðar og Dalvíkur á morgun og föstudaginn. Far- 1 seölar seldir á mánudagnin. Ármann Tekið á móti flutningi alla virka daga. Sama er aö segja um fyrir- hugaðan veg frá Hrafnseyrar heiði suður í akavegasam- band. Þarf þar að ryðja um 35 km. leið, sem ekki er verri yfirferðir en svo, að hún hefir verið farin meira en hálf á venjulegum fólksbílum og ijeppum, þótt ekkert hafi þar j verið rutt. Myndu Vestfirðir . komast á akavegasamband ! viö aðra landshluta með þcss ari tiltölulega litlu fram- kvæmd. Þegar er lokið við að gera bilfært vestur á Þiii.g- mannaheiði. Mikil óánægja er rikjandi vegna þess, hversu gamlar aö ferðir og tæki eru notuö hjá vegageröinni við vegagerðir vestra. Þar eru engar vélskófl ur en treyst á handaílið ein- göngu eins og í gamla daga. Árangurinn er lika eftir því, þar sem verið er nú undir haustið að bera í fyrsta sinn ofan í fjölfarna vegi eins og til dæmis Brafnseyrarveg. Míissiím (Framhald af 1. síðu.) oröabækur sínár til þess aö styrkja sig í málakunnátt- unni. Meöal annars var lögreglu þjónunum sýnt skipið, og virtust þeim vistarverur í þvi mjög áþekkar því, sem al- gengast er i slikum skipum annarra þjóða, eins og til dæmis Norðmanna. Matur skipverja virtist lög- regluþjónunum vera dósamat ur — niöursoöiö uxakjöt, tó- matar og fleira. Fjögurra mánaöa útivist. Skipverjar sögðu lögreglu- þjónunum, að þeir ættu að ihafa fjögurra mánað'a úti- vist. Fóru þeir úr heimahöfn í júníbyrjun, en í september- lok væri tími þeirra á ís- landsmiðum útrunninn. Myndu þeir þá halda heim- leiðis. Átta stúdentar. í hópnum voru átta stúdent ar, og skildist okkur, sagöi Þorkell Steinsson, að það væri siður, að námsmenn færu 25 hestar fluttir flugleiðis yfir Atlanzhaf Hollenzka flugfélagið KLM hefir nú. alls . ílogið með 25 dýrmæta veðhlaupahesta vest ur um Atlanzhaf frá írlandi, Frakklandi og Englandi. Dýra læknar telja yfirleitt, að flutn ingur hesta loftleiðis þegar um langleiðir er að ræða sé miklu heppilegri en aðrir flutningar, einkum vegna þess hve ferðin taki stuttan tíma, því að hestar þoli mjög illa langar skips- eða járn- brautarferðir. Dýralæknar telja, að þar sem hestar séu mjög við- kvæm dýr sé bezt að láta þá fasta einn sólarhring áður en lagt er af stað og helzt að gefa þeim róandi lyf út i drykkjarvatnið. Við það verða þeir miklu stilltari og taka því sem að höndum ber með meira jafnaöargeöi. lú v M.s. Dronning Alexandrine þannig til starfa um skeiö í ‘ýmsum atvinnugreinum. Ekki Ivoru þessir stúdentar þó bet- ur að sér í vestrænum tungu ’ málum en sjómennjrnir, nema 'síöur væru. I Skipstjórinn kemur. Klukkann um eitt í fyrri- nótt kom skipstjórinn Ivan (Koselev, úr landi frá réttar- ^höldunum. Gaf hann sig þeg ar á tal við lögregluþjónana, ! og skrafið hann við þá, þar til klukkan fimm í gærmorgun. Reyndist hann tala vel ensku, 1 enda hafði hann meðal ann- ars verið í Ameríku og starf- að á hafrannsóknarskipi. Hann sagði meðal annars, að hann hefði verið innan við landhelgislínu, er varðbát urinn kom, og heföu þeir ver iö að láta síldartunnur um borð í annað skip, sem var á förum til Rússlands. Siðan átti að taka til á þilfari og salta síldarslatta, sem var þar. En vegna þess vorum við teknir, sagði hann. Skipt um varðmenn. í gærmorgun, þegar bátur kom úr landi með lögreglu- þjóna til þess að taka við varð stöðunni í stað þeirra, sem verið höfðu næturlangt, fylgdu rússnesku sjómennirn ir lögregluþj ónunum úr brúnni, tóku á móti fanga- línu bátsins fyrir þá og kvöddu þá með virktum. Rússar í landi. Allmargt Rússanna kom í land í gær og gengu þeir í hópum um bæinn, fimm til sex saman, og skoðuðu sig um. Þekktur sumir lögreglu- þjónanna, sem verið höfðu um borð í skipinu, þar aftur kunningja frá varðstöðunni úti í skipinu. fer til Færeyja og Kaup- mannahafnar 21. september. Farseðlar óskast sóttir í dag og á morgun. — Tilkynningar um vörur komi sem fyrst. — Frá Kaupmannahöfn 14. sept ember til Færeyja og Reykja- víkur. Flutningur óskast til- kynntur sem fyrst á skrif- stofu Sameinða í Kaupmanna höfn. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Erlendur Péturssön 6 volta 12 volta 32 volta perur 15, 25, 40, 60 og 100 watta nýkomnar. Sendum gegn póstkröfu. Véla- og raftækjaverzlunin Tryggvagötu 23. — Sími 81 279 i»orvaIdur Garðar Kristjáussou málflutningsskril’stofa, Bankastræti 12. Símar 7872 og 81 988. Raforka (GÍSLI JÓH. SIGURÐSSON) Vesturgötu 2. Sími 80 946. Raftækjaverzlun — Raflagnir — Viðgerðir — Raflagna- teikningar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.