Tíminn - 16.10.1951, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.10.1951, Blaðsíða 4
4. TÍMINN. þriSjudajp'im 16. október 1951. 233. blað’. Hvað er tiS úrræða? Það hefir verið eitt hið mesta áhyggjuefni þjóðarinn ar, síðustu árin, hvernig síld- veiðin hefir brugðist sumar eftir sumar. Síldarafurðir hafa verið í háu verði og af- komuvonir mikilshluta fiski- flotans og þjóðarbúsins hafa verið nátengdar því að vel afl aðist. í lengstu lög hefir ver- ið á það treyst, að síldarleys- ið hér noröanlands væri að- eins stundarfyrirbrigði ,en öll um mun nú vera orðið það Ijóst, að þær vonir þýðir ekki að ala á í það óendanlega. Fyrir Siglfirðinga er síldar leysið náttúrlega sérstaklega mikið áhyggjuefni. Aðalat- vinnuvegur þeirra hverfur að miklu leyti, — sá atvinnuveg- urinn, sem tilvera Siglufjarð- ar, sem bæjarfélags byggist að langmestu leyti á. Eftir að byrjað var að reisa síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði fjölgaði íbúunum ört og flest árin fram til 1946 hafa þær veitt velflestum bæjarbúum sæmilega góða at vinnu við vinnslu síldarinn- ar, með öllu sem því fylgir — og við byggingar. — Vegna at vinnunnar við verksmiðjurn- ar, sem þótti girnileg og hefir verið mjög eftirsótt, fluttist fólk það ört í bæinn, að sum árin hefir horft til vandræða með húsnæði. Vegna oftraustsins á síld- inni hefir líka bæði bærinn sjálfur og einstakir bæjarbú- ar ráðist í fleira og meira en skynsamlegt hefir verið. — Skynsamlegt segi ég af því, að í rauninni má með réttu segja að vegna reynslunnar bæði hér viö land og annarsstaðar, mátti vita að síldin breytir göngu öðruhvoru — á hana verður alltaf hættulegt að setja allt sitt traust. — En í þessú hefir enginn annan að saka. Þarna hafa allir teflt á tæpasta vaðið: Rikið, bæjarfélagið og ein- stakiingamlir. Og síst voru Sunnlendingar gætnari, þeg- ar síldin óð mest uppi þetta eina ár í Hvalfirði. En ekki tjáir að sakast um orðinn hlut. Vandamálið er tvíþætt: Það, sem snýr að Siglufjarðar bæ og íbúum hans — og það sem snýr að þjóðarheildinni. — Ekkj er vafi á, að bæjar- búar geti sjálfir hjálpað til að leysa vandann að einhverju leyti. Efalaust væri hægt að spara mjög mikið með hyggi- legri rekstri bæjarins, einstak lingarnir gætu tamið sér auk inn sparnað og nýtni í ýms- um greinum, og harðsæknir og duglegir menn munu fleiri en nú er, sækja sjóinn og hefja smábátaútgerð. Örfáir menn hafa gert það undanfarin ár, með góðum ár angri og ég efast ekkj um að þeim muni fjölga, sem í það ráðast, en fleiri munu þó hin ir verðg,, sem ekki sæu sér fært að leggja út í slíkt og tækju þá heldur þann kostinn að flytja í burtu þangað, sem rýmra væri um atvinnu eða önnur verkefni fyrir hendi. — Það .má vel vera að þetta sé auðvelt fyrir einhleypa menn og þá, sem engar eiga fast- eignir, en hér liggjan nú yfir 100 milljónir króna í húseign um bæjarbúa og eru þá ekki ríkisverksmiöjurnar meðtald ar. Þar fyrir utan eru svo ýms önnur mannvirki, sem kostað hafa margar millj ónir. Það er ekki skemmtileg til- hugsun, ef menn skyldu neyð ast til að flýja bæinn og Efáir Þormóð Ey|ólfss»n, Siglufirði ganga þannig frá eignum sín- um, sem í flestum tilfellum yrðu óseljanlegar. Hallæris- lán og óarðbær atvinnubóta- vinna eru úrræði, sem ýmsir koma auga á. Víst getur slíkt komið til mála, sem neyðar- ráðstöfun, en framtíðarlausn er það engin. Það eina, sem að haldi getur komið fyrir ut an sjálfsbjargarviðleitni hvers einstaklings, er varan- leg vinna við framleiðslustörf og þá auðvitað einkum við það fyrirtækið, sem er orsök þess að bærinn hefir byggst ört upp og að minnsta kosti tvöfaldast að fólksfjölda við það sem annars hefði orðið. Þá er hin hliðin, sem að þjóðfélaginu snýr. Rikið hefir reist hér meiri mannvirki en í nokkrum öðrum bæ á land- iinu, — mannvirki, sem nema jtugum milljónum að stofn- I kostnaði, mannvirki sem kosta i árlega stórfé í viðhald, vöxt- um af stofnfé, föstu manna- haldi o. fl. Allt hvílir þetta sem þung- ur baggj á ríkissjóði fái verk- smiðjurnar ekki hráefni til vinnslu, svo þær geti staðið straum af kostnaðinum sjálf- ar.^___ Það er nú búið að sýna sig ár eftir ár, að til þess er síld- j in ekki einhlít. — En er þá nokkurt vit í að sitja auðum höndum og bíða bara eftir að hún breyti göngu á ný, komi á Skagagrunn, Grímseyjar- sund eða jafnvel hér út af Haganesvík eða Siglufirði. Sú bið getur orðið of löng, og er' þegar orðin of löng fyrir í- búa bæjarins. Sennilega verða þeir flosnaðir upp og fluttir burtu áður, slippir og snauðir, því engir munu verða kaup- endur að eignum þeirra. Og svo ekki sé eingöngu hugsað um Siglfirðinga, verður líka að .athuga, hvort þjóðarbú- skapurinn þolir það, að láta öll hin miklu verðmæti, sem hér hafa verið bundin í verk- smjiðjubyggingum, með öllu því, sem þeim tilheyrir, standa lítt notuð eða fara for görðum, eða svo má það teij- ast, þegar vinnsludagar ríkis verksmiðjanna geta raun- verulega ekki talist fleiri en 2 sólarhringar eins og hér var í sumar. Verksmiðjurnar bræddu þá jaðeins 48 þús. mál síldar en geta unnið úr 25 til 30 þúsund málum á sólarhring með full- |Um afköstum. — Hafa ráða- menn þjóðarinnar virkilega athugað gaumgæfilega hvað hér er að gerast? | Risabákn eins og ríkisverk- smiðjurnar í Siglufirði raun- j verulega eru, hafa aðeins hrá , efni til vinnslu 2 sólarhringa , á ári — Og þar með er þó ekki einu sinni hálf sögð sag- l an. — Þó ilt sé að láta mikil verðmæti í byggingum og vél um, standa ónotuð eða fara forgöröum, er hitt þó enn j verra, að láta mannorkuna ó- notaða, og þá hlið málsins verður að athuga dálítið nán- ar. I í sumar — eftir dapurlega Jreynslu undanfarinna ára — mun hafa verið reynt að spara tilkostnað við verk- j smiðjureksturinn eftir föng- ! um og tefla á tæpasta vaðið (hieð mannaráðningar á fastri tryggingu. — Þó urðu þar um 260 manns, sem voru ráðnir með tveggja mánaða trygg- ihgu. Kaup hvers manns mun hafa orðið sem næst 6 þús. kr. yfir tímann, til jafnaðar, eða alls nokkuð yfir hálfa aðra milljón króna. Auk þessa eru svo fastir árs menn: Vélfræðingar, vélstjór ar, vélamenn, efnafræðingur, verkstjórar og skrifstofufólk. Laun þessa fólks munu alls nema um 440 þús. krónur. Á þessu sumri, — þegar fólks- haldið er minna en endranær og sérstakar sparnaðarráðstaf anir hafa verið gerðar, eru þó j greiddar um tvær milljónirj króna í kaupgjald og vinnu- laun. Þar -fyrir utan er svo allur stjórnarkostnaður: Verk smiðjustjórn, framkvæmda- stjórar, éndurskoðendur, ferðakostnaður o. fl. o. fl.1 Þann kostnað bera að visú verksmiðjurnar utan Siglu-1 fjarðar að nokkru leyti, en' mestur hluti hans hlýtur þó að teljast verksmiðjunum í Siglufirði, þar sem aðalbæki- stöðin og heimilisfangið er. Þó hér sá farið fljótt yíir sögu og langt frá að allt sé talið, sýnir þetta þó nokkurn veginn, hvílík regin fjarstæða það er, að hafa til lengdar slíkan tilkostnað vegna árs- framleiðslu, sem ekki gefur meiri hráefni en það, að úr því væri hægt að vinna á tveimur sólarhringum, eða jafnvel þó talan væri þreföld- uð og maður talaði um viku- vinnslu. Þó ég hafi nú drepið hér á ýmislegt til þess að sýna, að á þann hátt, sem til hefir hag að þessi síðustu sjö aflaleysis ár, hefir síldarverksmiðju- reksturinn orðið. þjóðinni allt of dýr, er það þó ótalið sem alvarlegast er, og aldrei verð ur metið til fjár. Af þeim ca. 300 mönnum, sem venjulega eru ráðnir í verksmiðjurnar á sumrin, mun að minnsta kosti helmingurinn vera ung ir menn — menn á þeim aldri að þeir hafa að mestu leyti hafið vinnuferil sinn í verk- smiðjunum einmitt á þessum síldarleysisárum. Margir þeirra hafa verið í skóla að vetrinum. Eftir skóla vistina er nú farið að þykja hér um bil sjálfsagt að nokk- urt frí sé tekið að vorinu. Og svo fara ungu mennirnir í verksmiðjurnar. En það er sáralítið og oft ekkert að gera handa þessum stóra hóp. — Afleiðingin verður því sú, að þeir fá aldrei tækifæri til þess að reyna orkuna til fulls, aldr ei að njóta vinnugleðinnar, ekkert kapp veröur um vinnu afköst, engin heilbrigður metnaður, sem ungum mönn- um er svo nauðsynlegur og hollur. Og allra verst er þó, að á margvíslegan og oft raunalegan hátt kemur það betur og betur í ljós hversu mikill sannleikur felst í orð- um hjá öfum og ömmum okk ar roskna fólksins, er þau á- minntu unglinga um iðjusemi og sögðu um leið, að sá, sem ekkert hefði fyrir stafni, sæti undir sex púkum og hampaði þeim sjöunda. Ég hefi á síðusu misserum oft um það rætt við ýmsa ráðamenn þjóðarinnar í ríkisstjórn og verksmiðju- stjórn að svo búið mætti ekki lengur standa. Ríkisverksmiðj urnar á Siglufirði yrðu að fá meira hráefni, vinnsludögum þeirra að fjöiga og reksturs- tímabilið að lengjast. Það (Framhald á 7. síðu) Gísli Sigurbjörnsson hefir sent eftirfarandi pistil: „Það voru svo mörg ár liðin síðan ég sá hann, að ég þekkti hann ekki aftur. Þá var hann með okkur í Sendisveinadeild- inni í skemmtiferð til Þingvalla. Hann minnti mig á þetta og sagði, að þá hefði verið gaman að lifa, hann var ungur og táp- mikill sendisveinn, einn af þess um ódrepandi duglegu strákum, sem settu svip á bæinn. Þegar hann fór að tala um þetta þá mundi ég eftir honum — en mörg ár eru liðin siðan og hann orðin mikið breyttur. Langvarandí drykkjuskapur er búinn að setja sitt ólánsmerki a þetta ágæta mannseíni. — ,,í þrettán mánuði samfleytt hefi ég verið á því“. sagði hann um leið og hann bað um peninga til þess að láta klippa sig. „Þú get- ur fengið vinnu í fyrramálið við að taka upp kartöflur, fyrir það færð þú peninga og þú hefð ir gott af því að hætta þessum drykkjuskap, þó ekki væri nema um stundarsakir“, svar- aði ég. — „Að taka upp kart- öflur hjá þér, nei það geri ég ekki. Ég tók upp kartöflur með kunningja mínum fyrir nokkru. Það voru tveir pokar og við seldum þá og fengum tvær flök ur af brennivíni fyrir, en bíl- stjórinn, sem ók okkur, fékk 60 krónur, samt sem áður höfðum við tvær flöskur upp úr krafs- inu. — Bara að ég ætti hka kartöflugarð." „Brennivín fyrir kartöflur. Langt eru þessir vesalingar leiddir. Ef til vill á kunningi hans fyrir fjölskyldu aö sjá, konu og börnum, og nú tók hann kartöflurnar og lét þær í skiptum fyrir brennivín. Öll- um fjármunum hafði hann eytt, lánstraustið var farið, en þá mundi hann eftir kartöfiugarð- inum, sem konan og bftrnin höfðu sett niður í í vor, og hann lagðist svo lágt að taka bók- staflega vetrarforðann frá konu sinni og börnum og offr- aði honum á altari Bakkusar. Það eru margir hér í bæ, sem ennþá hafa ekki komið auga á þe.tta voðalega böl, sem áfengis neyzlan hefir í för með sér. Þeir eru of margir, sem segja að það sé ekki rétt að vera alltaf með þessi blaðaskrif og dæmisög ur um áfengið og afleiðingar þess. — „Blessaður láttu þessa róna drekka í friði og vertu ekki alltaf að þessu nöldri, það tekur enginn mark á þessu hvort sem er og þú færð að iok- um hvergi inni fyrir þessa si endurteknu kveinstafi um böl og hörmungar fólksins", þessu líkt hefir oft verið sagt við mig. — En á meðan ástandiö er þannig í landinu að heimilis- faðirinn getur farið og stoliö úr sjálfs síns hendi vetrarforða fjölskyldu sinnar til þess að fá brennivín, þá verður að halda áfram blaðaskrifum og umræð- um um áfengisbölið, sem nú er orðið langalvarlegasta vanda- mál þjóðarinnar. „Áfengisgróð- inn“ er of dýru verði keyptur, þegar hann er greiddur með velferð og hamingju fólksins í landinu." Um þessa grein Gísla vil ég aðeins segja það, að góð vísa er aldrei of oft kveðin, og þakklát ur er ég Gísla og öðrum þeim, sem ekki gefast upp í barátt- unni gegn Bakkusi, þótt oft séu undirtektir síðri en skyldi. -,r, Starkaður. Innilegustu þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför mannsins míns JÓNS TÓMASSONAK söðlasmiðs Fyrir hönd vandamanna. Valgerður Bjarnadóttir Maðurinn minn KRISTINN STEFANSSON Ketilhúshaga, RangárvöIIum andaðist sunnudaginn 14. þ. m. á sjúkrahúsi Hvíta- bandsins. Guðrún Guðbrandsdóttir "AW.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VV.WAVA \ Dragið ekki að innleysa póstkröfurnar Hér með er skoraö á alla þá kaupendur blaðsins, er í sendar hafa verið póstkröfur til greiðslu á blað- gjaldi ársins 1951, að innleysa þær nú þegar. — í Kappkoslið að ljúka greiðslu lilað- ;j gjaldsins scm allra fyrst. Knnheimta Tímans i ■ ■ a ■ ■ i -V-V.V.V.V.V.V.V .Vf-V Auglýsingasími Tímans 81300 r.V.V.W.V.V.W/.VWlV.V.WAV.VAV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.