Tíminn - 07.11.1951, Síða 4

Tíminn - 07.11.1951, Síða 4
i. TÍMINN, miðvikudaginn 7. nóvember 1951. 252. blað. Hin mikla foryst Sjálfstæðismenn tala og ugt varð um kostnaðarverð skrifa mikið um húsnæðis- mál og byggingár íbúðarhúsa., Mbl. fær fjörkippi með hverju nýju tungli, líkt og alkunn húsdýr. Skrifar blaðið af mikilli samúð, hluttekningu og virð- ingu um áhuga, árvekni og dugnað Sjálfstæðismanna í baráttu þeirra við húsnæðis- vandamál höfuðstaðarbúa. — Lýsir blaðið miklum dugnaði og fyrirhyggju sinna manna í allrj þessari viðureign. Að áliti blaðsins virðast þeir félagar hafa unnið marga og stóra sigra í þess- ari baráttu sinni. En þó hrýt- ur sú játning af vörum blaðs- ins, að enn sé mikið verkefni óleyst, og langt í land þar til fullur sigur vinnst. Málugum ratast stundum satt orð á munn. Kunnugir vita að Mbl. hefir aldrei sagt sannara orð, en að mikil verk efni eru óleyst í húsnæðis- málum höfuðborgarinnar. Hvergi er munurinn á hús- næði manna eins mikill og þar. Hvergi er íburðurinn eins mikill. Hvergi eru eins lélegir mannabústaðir á íslandi og þar. Þetta eru sannindi, sem allir þurfa að festa sér í minni. Þetta er þróunin í hús næðismálum Reykjavíkur. Ef nokkur maður er til, sem VSÍl andmæla þessu, ber honum að ganga í húsin og kynna sér ástandið með eigin augum. Þar getur að líta hina miklu forustu í húsnæðismál- unum. Allir vita hver ræður í Reykjavík. f þessu Ijósi verð ur hjal Sjálfstæðismanna um eigin áhuga og dúgnað hálf broslegt og orkar sem skop. Það er hollt að líta á farinn veg. Hver gekkst fyrir lögun- um um verkamannabústaði? Ekkj Sjálfstæðismenn, heldur Alþýðuflokks- og Framsókn- armenn. Sama var sagan um samvinnubyggingarfélög. — Sjálfstæðið ýmist beitti sér af hörku móti þessu, eða var með af ólund. En á vegum beggja þessara aðila hefir verið byggt mikið af góðum og hagkvæmum í- búðum, og mun enn ekki betra skipulag þekkt til að leysa húsnæðisvandamálið, en aö auka starfsemi þeirra stórum. Hins ber að geta sem gert er og vissulega hafa Sjálf- stæðismenn haft nokkura for göngu um byggingar í bæn- un á félagslegum grundvelli. ef ekki tekst að tryggja fólki þess, stórhækkaði söluverð j viðunandi lánsfé tii fram- allra íbúða í bænum. Enda er kvæmdanna.“ ekki lengur minnst á þessa| Þetta er að ganga leyfis- framkvæmd, sem lofsverða hugsjónir sínar ofan í gröf- eða til fyrirmyndar. ina. Næst er að geta stærsta á----------- taksins, og sem mest er gum- Hér hefir verið brugðið upp að af, en það eru Bústaðavegs skyndimynd af hinni miklu húsin. Bærinn' stendur þar forustu Sjálfstæðismanna í fyrir byggingu um 200 íbúða byggingarmálunum. Nú hef- og mun lána í hverja íbúð 55 ir þessi forusta fengið útrás till 88 þúsund krónur. Þetta í smáhúsunum inn undir Ell- eru hagkvæm lán til langs iðaám. Þau eru hin mikla tíma og vexti rlágir. Fyrir þá, draumsýn og þrautaráð, sem sem fá þarna íbúðir, virðast leysir allar áhyggjur. kjörin góð. Þó skyggir þaö j Fróðir menn telja, að nokkuð á, hve óhentugt og byggja þurfi um 600 íbúðir á dýrt er að búa þarna inn á ári til að fullnægj a húsnæðis- hálsi, fjarri öllum vinnustöð- þörfinni í höfuðborginni. Sé um, verzlunum, barnaskólum fylgt þessari nýju línu Sjálf- o. s. frv. j stæðismanna í nokkur ár, ræt Blöð Sjálfstæðismanna og ist skjótt draumsýn borgar- málsvara eru óþreytandi að stjórans frá 17. júní. hæla þessum framkvæmdum. J Sex hundruð íbúðarhús á Við skulum láta heita að þetta ári. Sex hundruð grunnar og sé rétt hjá þeim. En þetta er sex hundruð þök í sex ár. Þrjú aöeins einn þriðji hluti þess, þúsund og sex hundruö hiis. sem þeir telja að þurfi að byggja í Reykjavík á ári. Það er allt þrekvirkið. Auk þess virðist þessi fram Þetta er lausnarorðið nú. En menn eru teknir að hugsa. Háværar raddir heyr- ast um grunnfærni manna, kvæmd bæjarfélagsins svo að þenja bæinn út um holt dýr, að það treystir sér ekki' og hæðir. Menn brosa trega- til að halda áfram á sömu blandið yfir Bústaðavegshús- braut. Að minnsta kosti tal- ar enginn lengur um að halda áfram í sama formi. Þá er getið helztu félags- legra átaka Sjálfstæðismanna í húsnæðismálunum. Þeir hafa byrjað á mörgu, en beygt af eftir hverja tilraun og þarf skarpskyggni til að sjá nokkra stefnu hjá þeim. En nú er fundin ný lína, sem á að leysa allan vand- ann. Það er bygging nokkur hundruð smáhúsa. Þar fannst lausnin. Áður en borgarstjórinn fór til Tyrklands, sællar minning ar, birti Mbl. feitletrað, að þá væri mest um vert í bygging- armálunum, að gefa þessar smáhúsabyggingar frjálsar. Aðrir bentu á, að leyfistal vissra biaða og manna, væri alvörulítið og ábyrgðarlaust, nema grunnfærni kæmi til. Það fæli í sér hættu að villa mönnum sýn um höfuðrök- semdir. En í byggingarmálum ylti allt á möguleikum ein- staklinga og heildarinnar. En brátt gerðust fleiri tíð- indi og verður ekki frá öll- um sagt jafn snemma. Fjárhagsráð auglýsti, að leyfin fengjust, jafnsnemma og bærinn væri tilbúinn með lóðirnar. Þá gátu húsin ris- ið upp hvert af öðru, ef mál- unum, sem eru byggð með- fram hitaveituæðinni. En í stað þess að nota hana til upp hitunar húsanna eru keyptir 200 miöstöðvarkatlar í þessar 200 íbúðir og 200 olíugeymar. Er þetta hin mikla forusta? Fi-óðir menn um byggingar og skipulagsmál telja, að sam eiginlegur kostnaðarauki bæj arfélagsins viö nýbyggingu smáhúsa í ónumdu landi, muni nema 25 til 30 þús. kr. á hverja íbúð, fram yfir það, ef byggðar eru sambyggingar við áður lagðar götur. Bæj- arfélaginu sé eins gott að leggja þessa fúlgu fram, sem óafturkræfan styrk til bygg- inga, og að leggja nýju göt- urnar og allt sem þeim fylgir. Á 200 íbúðir er þetta 5 til 6 milljónir. Á 600 smáhús 15 til 18 milljónir. Þetta allt í götur og leiðslur. Þetta er hin mikla hagsýni og forusta, sem nú á að leysa allan vanda! En menn eru farnir að hugsa. XXX. Hörður frá Felli hefir sent pistil þann, sem hér fer á eftir: „Sæll og blessaður Starkað- ur minn. Ég hefi oft verið á- hugasamur hlustandi í baðstof- unni þinni og haft gaman af að hlusta á umræðurnar, sem oft eru fróðlegar og skemmti- legar. i dag ætla ég mér að leggja til nokkur orð i baðstof- unni, þótt ekki sé ég málsnjall eins og margir aðrir. Það hefir verið okkur íslend- ingum metnaðarmál að glata ekki gönilum sögum um land og þjóð, á því sviði hafa íslend ingar skarað fram úr flestum öðrum þjóðum. Hinar dýrmætu bókmenntaperlur okkar íslend inga, fornsögurnar, béra því vitni, að forfeður okkar hafa haft áhuga á að glata ekki frá- sögnum um merka menn og at- burði. Shillingar eins og Snorri Sturluson, Ari fróði Þorgilsson, o.fl. hafa skilað okkur afkom- endum þeirra, ómetanlegum fjársjóðum með ritum sinum. Margir sagnaritarar fyrri alda hafa forðað miklum og merki- legum fróðleik frá glötun. En þó margt hafi geymzt um land og þjóð, er það þó eflaust miklu fleira, sem glatazt hefir, fallið í gleymskunnar djúp. Hversu mikil verðmæti hafa ekki glat- azt að eilífu? Undanfarin ár hafa þúsundir íslendinga sótt skóla, setið á skólabekk frá hausti til vors. Það er því ekki nokkur vafi, að meðal íslendinga nú, eru fjölda margir vel ritfærir menn, sem gætu ritað frásagnir um land og þjóð, sögur merkra manna og merka atburði. Er ekki kominn tími til að hvetja menn nú- Enda hafa þeir og ættbogi flutningur forustumannanna þeirra ráðið hér aftan ' !' grárrj forneskju. Fyrsta átakið var bygging Pólanna. En nú er aldrei minnst á þá sem fyrirmynd. Löngu seinna byggðu Sjálf- stæðismenn Höfðaborgarhús- in. Þeirrar forustu er aldrei getið lengur. Enn voru reist Melahúsin tvö við Hringbraut. Þau eru falleg á mynd, en voru seld á hálf klaufalegan hátt og lítið getið síðan. Næst eru Skúlagötuhúsin. Bærinn á þau og leigir. f þeim býr mik- ið af barnafólki, en þau svo dýr, að erfitt er að standa í skilum, og verður sumt að hrökklast burtu. Nokkura hugkvæmni þurfti 'fcil að byggja fyrir þenn- an mikla barnafjölda, við mikla umferðagötu, enda heyr ist nú aldrei talað um að byggja í sama formi. Litlu síðar er Lönguhlíðar- Jaúsið stóra byggt. Þegar kunn úr reyndist réttur. En með haustdögunum komu erfiðleikarnir. Leyíin dugðu skammt. Fjármagn þurfti einnig. Ýmsir gátu lít- ið meira, en grafið fyrir grunni, enda fullörðugt, ef grafa þarf 3—4 metra ofan í jörðina. Nú þurfti að búa til nýja stefnu og breyta leyfislínunni Þetta tókst vonum betur og Jóhann Hafstein og Gunnar Thoroddsen fluttu tillögu á Alþingi um öflun lánsfjár til byggingar smáíbúðarhúsa. — Mbl. heíir sagt frá þessari til- lögu ellefu sinnum og oft með áberandi letri. Hún hlýt- ur því að vera mjög merk. Enda er hún staðfesting á að lítið verðj byggt úr pappírs^ leyfunum. Mbl. sjálft orðar þetta svo og feitletrar: ......hætt er við að hið aukna frelsi í byggingar- málunum komi að litlu gagni Enska knattspyrnan (Framhald af 3. siðaj skipti, þá 38 ára gamall. En hann á við ramman reip aö draga, þar sem Daniel er. Daniel er kornungur leikmað ur, og varð fyrst í haust fast ur maöur í aðalliði Arsenal, en áður var hann þó vel þekkt lir leikmaður, því í fyrra var hann valinn í landslið Wales. Val hans í fyrstu kom nokk- uð á óvart, því þá hafði hann aðeins leikið sex leikj í aö- alliðjlnu í forföllum Lesllie. En landsliðsnefndin gerði rétt, pví Daniel er nú einn traust- asbi lejikmaður Wales. Það hefir oft verið sagt, að vara- lið ensku knattspyrnuliö- anna væru traustasti grund- völlurinn fyrir velgengni lið- anna yfirleitt. Arsenal er ríkt lið, sem oftast hefir haft mjög góöum varamönnum á að skipa, sem hafa átt mikinn þátt í velgengni liðsins. Dan- iel er þar gott dæmi, og einn- ig, að nú skuli leika þar jafn góðir leikmenn og Oompton og Goring, menn, sem hafa komið jafn mikið við sögu í enskri knattspyrnu og raun ber vitni um. tímans til að rita niður frásagn ir um merka samtiðarmenn, merka atburði og ýmislegt, er vert væri að geyma. Forða þann ig miklum söguheimildum frá glötun. Það er margt, sem menn nútímans geta skráð, í þeim miklu umrótatímum og bylting- arkenndu framfarastökkum, er nú ganga yfir. Sveitamaðurinn getur skrifað um framkvæmdir á jörðum frá ári til árs, um merkar skepnur, lýst vinnuað- ferðum og verkfærum. Sjávar- búinn getur lýst vinnu við sjó- inn og lífi sjómannsins. Iðnaðar maðurinn getur lýst iðnaði nú- tímans og þannig mætti lengi telja. Auk þess gerast oft atburðir til lands og sjávar, sem vel væru þess verðir að geymast skráðir. Ævisögur margra okkar sam- tíðarmanna eru einnig vel þess verðar að korna fyrir augu fjöldans. Ég vil hvetja alla menn til að hugleiða hvort þeir geti ekki, með því að taka sér penna í hönd, lagt fram sinn skerf til að forða þessum dýrmætu upp- lýsingum, um land og þjóð, frá æfinlegri glötun. Það er ekki eingöngu að það yrði til skemmt unar fyrir afkomendur okkar að fá þessar sagnir. Þær væru líka fróðleikur, sem gæti brugð’ ið upp skyndimyndum af lif- inu á hverjum tíma. Ég veit að sagnir, sem þannig yrði forað frá glötun, yrðu ómetanlegt verðmæti og styrkur fyrir sagna ritara komandi tíma og ómetan leg verðmæti fyrir þjóðina í heild, alveg eins og fornsögurn- ar eru ómetanleg verömæti nú- tímans.“ Fleira verður ekki rætt í dag. Starkaður. :: H Frá fjármálaráðuneytinu Stóreignaskattur samltv. lögum nr. 22/1950 og síðari H jj breytingum,á þeim lögum, fellur í gjalddaga 15. nóv. n.k. :s Ber þá að greiða skattinn í peningum til tollstjóra » H í Reykjavík og sýslumanna og bæjarfógeta utan Reykja- H víkur. ♦♦ H Til greiðslu á skattinum er gjaldanda einnig heimilt :: að afhenda fasteignir, sem hann hefir verið skatt- ♦♦ ji H lagður af til stóreignaskatts, með þvi matsverði, sem :: H lögin ákveða. |l ♦♦ H Enn fremur er þeim gjaldendum, sem greiða eiga :: :: yfir 2000 kr. í stóreignaskatt, heimilt, gegn því að :: H greiða á gjalddaga fyrstu 2000 kr. og a. m. k. 10% af H H eftirstöðvum, að greiða afganginn með eigin skulda- H :: bréfum, til allt að 20 ára eftir mati ráöuneytisins, « :Í tryggðum með veði í hinum skattlögðu eignum, enda H H séu þær veðhæfar samkv. reglum laganna. H ♦♦ H Skattstofa Reykjavíkur veitir upplýsingar um skulda-' :: H bréf og veð. H H :: Tilboðum um veð skal skila til Skattstofu Reykjavík- :: ■ H ur eða sýslumanna og bæjarfógeta eigf síðar en 1. des- :: ember næst komandi. H Eyðublöð fyrir veðtilboð munu innan skamms liggja H frammi á Skattstofu Reykjavíkur, Skrifstofu tollstjóra H í Reykjavík og hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. ♦♦ Fjármálaráðuneytið, 5. nóv. 1951 H 11 WiVíViVíVAVVbV/iVíVViVii'iViViVbViViViV/iVViVí'íV í :■ ;■ Mínar innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, er heiðr- ■» uðu mig á sextugsafmæli mínu þann 23. f.m., með ÍI" heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. I> ^ Lifið heil. — I* ■I Ingileifur Jónsson, Svínavatni. í; S ■: V.V.V.V.V.V.VA%V.VV/.V.VV.V.V/.V.V.V.V.V.V.V.V.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.