Tíminn - 30.11.1951, Qupperneq 4
TIMINN, föstudaginn 30. nóvember 1951.
272. blað.
«.
haldsfélag kastar grímunni
í fyrrihluta þessarar grein
ar, sem birtist í blaðinu í gær,
var sagt frá nokkrum kröfum,
sem Fasteignaeigendafélag
Reykjavíkur hefir nýlega bor
:ið fram. í þeim hluta
greinarinnar, sem fer hér á
eftir, eru nokkrar af þessum
kröfum ræddar nánara .Inni
haldi þeirra er lýst í fyrir-
sögnum greinarkaflanna og
rcéttmæti þeirra síðar gert að
umtalsefni í köflunum sjálf-
'um.
Fasteignir í Reykjavfk
má ekki meta hærra en
ennarsstaðar á landinu.
Einhver hulinn ótti virðist
vera fyrir því hjá félögum
Fasteignaeigendafélagsins, að
eignir í Reykjavík muni
hækka meira en annarsstað-
ar á landinu, ef til endurskoð
unar kæmi á fasteignamat-
inu. _____
Sannast hér hið fornkveðna
að slæm samviska kemur
ýmsu í Ijós, sem inni fyrir
Ibýr.
Frumvarp það til Iaga, um
endurskoðun fasteignamats-
íns, er nú liggur fyrir Alþingi
og Fasteignaeigendafélagið
er að mótmæla, ákveður
hvergi, að fasteignir í Reykja
vík skuli hækka meira en ann
arsstaðar. En fjárplógsmenn-
irnir, sem mestu ráða í Fast-
eignaeigendafélaginu vita vel
að hús í Reykjavík er mun
meira virði fyrir eiganda
ainn en sambærilegt hús hvar
sem er annarsstaðar á land-
inu.
Byggingarkostnaður húsa í
Reykjavík, er allt að helm-
ingi hærri en víðasthvar ann-
arsstaðar á landinu, og leiga
og söluverð eftir því. Einstaka
kaupstaðir komast nokkuð í
átt við Reykjavík en engir
jafnhátt. Hversvegna snýr
Fasteignaeigendafélagið sér
ekki að því að reyna að gera
húsin hér ódýrari en nú er í
staö þess aö einbeita sér að
því, að féfletta leigutaka og
komast hjá sem mestu af rétt
mætum gjöldum til síns sam
íélags.
Ráöamenn Fasteignaeig
endafélagsins muhu vera í
hópi þeirra manna, sem mest
og bezt reyna að reyta fjár-
muni frá hinum dreyföu
byggðum. Þeir ættu því að
gleðjast yfir því ákvæði um-
rædds frumvarps, að allur
íasteignaskatturinn skuli
renna til þess sveitarfélags,
sem fasteignin liggur í. Um
það bil helmingur alls fast-
eignaverðmætis landsins,
mun vera í Reykjavík, og
nýtúr Reykjavík þess ein, eft
'ir ákvæðum frumvarpsins.
Ég veit vel af biturri reynslu
að helst vilja herrarnjr í Fast
eignaeigendafélaginu ekkert
'borga til síns bæjarfélags, en
þó munu þeir heldur vilja láta
aura sína renna í bæjarsjóð
en ríkissjóðinn.
Vegna húsaleigu-
laganna er óréttmætt að
íækka fasteignamatið.
Fasteignaeigendsifél. heldur
þvi fram, að vegna þess að
aúsaleiga hafi undanfarin ár
'/arla verið fyrir viðhaldi hús
anna, þá megi ekki nú hækka
:asteignamatið.
?að virðist hlægilegt af fé-
"agsmönnum Fasteignaeig-
endafélagsins, að neita því,
ó láta skattmat fasteigna
i na i'ylgja eftir hinum al-
í.,.nnu verðlagsbreytingum
Eftir Haimes Pálsson frá Uudirfelli
í landinu, þegar þeir um langt;
skeði hafa barist með hnúum
j og hnefum fyrir því, að leig-
j an eftir þessar sömu húseign-
|ir fylgdi eftir öllum verðlags
. breytingum.
I Nú hefir þessum herrum'
I illu heilli tekist það, að gera!
; húsaleigulögin frá 1943 að |
engu. Nær allir leigumálar'
húsnæðis eru nú hærri en
lagaslitrin frá 1943 leyfa.
Enda engir möguleikar aö
framfylgja néinum hámarks
ákvæðum, þegar öll bindings
ákvæöi eru úr lögum felld. En j
samræmið í gerðum þessara!
manna, er það, að þegar þeir j
hafa fengið vilja sínum fram
gengt, að eyðileggja öll leigu- (
ákvæði sem halda niðri húsa'
leigu, þá neita þeir að greiða j
gjöld af fasteignum sínum
miðað við hið nýja viöhorf.
Þó hafa þessir sömu menn
brj ósheilindi til þess að krefj [
ast þess, ef einhver hámarks
leiga sé í lögum, þá skuli hún
í öllum húsum miðast við
kostnaðarverð eins og það er
hæst á hverjum tíma.
Framkoma þessara mannaj
er því í öllum greinum eins og ’
ræningjans sem segir við.
vopnlausan vegfaranda „pen
ingana eða lífið“. Sanngirni
fyrirfinnst engin, því síður
snefill af mannúðlegum hugs
unum eða réttlætiskennd.
Um viðhald húsa á undan-
förnum árum þurfa þessir
menn ekki að tala, því fæstir
þeirra héldu leiguíbúðum
nokkuð við. Ef nokkru fé var
varið til viðhalds urðu leigu-
takarnir að gera það, og þó
margar leiguíbúðir hafi
drafnað niður, þá munu fýrir
framgreiðslurnar, er þessir
menn hafa tekið, þegar þeir
fengu færi á, fullkomlega
vega á móti rýrnun þeirri, er
eignir þeirra kunna að hafa
orðið fyrir vegna ónógs við-
halds. Vegna þeirra eigin í-
búða, hefir rangt mat á tekj-
um af eigin íbúð, orðið þess
valdandi að húseigendur hafa
vel flestir sloppið undan öll-
um sköttum og útsvari vegna
tekna af eigin íbúð. Viðhalds
kostnaður (á skattskrá
þeirra) hefir orðið meiri en
tekjurnar af eigin íbúð.
W ; ' .i*
Rúsínan í pylsu-
endanum.
í lok hinnar bráðskemmti-
legu ályktunar sinnar segir
Fasteignaeigendaf élagið:
„Verði fasteignamatiö eitt-
hvað hækkað, leggur fundur-
inn áherzlu á, að hin ýmsu
gjöld, sem miðuð eru við fast
eignamat, verði áfram ó-
breytt að krónutölu".
Þegar allt verðlag í landinu
hefir raskast svo, að opinber
gjöld almennings eru nær 20
sinnum hærri en 1940, þá
koma herrarnir í Fasteignaeig
endafélaginu, og kref jast þess
að opinber gjöld þeirra af fast
eignum verði þau sömu að
krónutölu og 1942.
Það þarf brjóstheilindi og
takmarkaða greind, til að
koma með slíkar kröfur fram
í dagsljósið. Því gátu nú ekki
þessir menn látið sér nægja
að hvísla þessu að fulltrúum
sínum á Alþingi. Þeir háu
herrar, hefðu kunnað að fela
hinn raunverulega tilgang.
Það fer að minnsta kosti illa
á því fyrir Fasteignaeigenda-
félagið, að koma með slíkar
kröfur opinberlega, á sama
tíma og þeir láta fulltrúa sína
krefjast þess, að öll leiga
eftir húseignir, fylgi fast eftir
hinu hækkandi verðlagi og
hækkandi krónutölu.
Hvert er mat fast-
eigna nú?
Gildandi fasteignamat er
miðað við verðlagsgrundvöll
frá árunum 1933—1940. Fyrsta
flokks íbúðarhús í Reykjavík
er metið til fasteignamats í
kring um 42 kr. hver tenings-
metir.
Kostnaðarverð húsa á árinu
1950 mun hafa verið í kring
um kr. 500 hver teningsmetir,
og á árinu 1951 er talið að
kostnaðarverð íbúðarhúsa í
Reykjavík verði 650—700 kr.
Söluverð húsa í Reykjavík hef
ir um 10 ára skeið verið mun
hærra en kostnaðarverð. Öll
ný hús eru metin á sama verði
og 1942 eða kr. 42 hver ten-
ingsmeter. Það skal þurfa
kjark til að halda því blákallt
fram, að maður sem byggir
hús fyrir 400 þús. krónur og
hefir í ársleigu eftir það
meira en 40 þúsund krónur,
skuli ekkj telja þetta hús til
eignar nema ca. 30 þúsund
krónur. Samkvæmt núgild-
andi fasteignamati, yrði íbúð
arhús í Reykjavík, sem kostar
í ár um 400 þúsund krónur
ekki metið að fasteignamati
nema tæpar 30 þúsundir.
Hámarksleiga í lögum mið-
ast við 10% af kostnaðarverði
og verður því ársleigan ein-
um fjórða hærri en sjálf eign
in er talin til skatts. Þetta er
grundvöllurinn, sem Fast-
eignaeigendafélag Reykjavík
ur vill hafa fyrir útsvars- og
skattaálagningu.
Læt ég svo þjóðinni eftir,
að fella dóm sinn um skoðan-
ir þessara herra.
Islendingaþættii' «,,
(Framhald af 3. síðui
áð hæíilegt erfiði og frjálsræði
er bezti uppalandinn. Börn hans
sýna, að Stefán hafði á réttu
að standa. Öllum, sem kunnugir
voru Mýraheimili og þeir voru
margir, er minnisstæður sá andi
góðvildar og gestrisni, sem þar
ríkti. Vitanlega áttu húsfreyj-
urnar í því sinn ríka þátt.
Ábúðarjörð Stefáns ber marg
ar minjar atorku hans. íbúðar-
hús og peningshús byggði hann
og bætti jörðina á marga lund.
Stefán andaðist 17. janúar s.
1. á heimili Einars sonar síns
að Egilsstöðum. Jarðarför hans
var gerð með mikilli rausn frá
Mýrum 24. sama mánaðar. Þar
flutti Friðrik Jónsson, oddviti á
Þorvaldsstöðum, vel valin kveðju
orð frá sveitungum hins látna.
Marinó Kristinsson prestur á
Valþjófsstað jarðsöng. Margt
var þar venzlamanna og ungra
og gamalla samferðamanna
Stefáns, sem óskuðu að kveðja
hann í hinzta sinn. Gengin var
misveðrasöm ævi, vonbrigði og
sorgir höfðu ekki sneitt af vegi
Stefáns, en líf hans var ríkara
af starfi og starfsgleði, vinar
og hjálpsemdarhug og sígleði
eljumannsins, sem sér verk sín
bera ávöxt og sjálft lífsstarfið
borið áfram af nýjum kröftum.
Slíkir menn eru ungir til hinztu
stundar, slíkir menn bera þjóð
sína fram á veg þroska og mann
dóms.
Gilsárteigi, 1. sept. 1951.
Sigurbjörn Snjólfsson.
Borgari hefir kvatt sér hljóðs
í tilefni af því, sem ég sagði um
væntanleg forsetaefni á sunnu-
daginn var:
„Starkaður minn! Það er rétt,
sem þú segir í þætti þínum í
dag (25. nóv.), að manna á
meðal er mikið rætt um, hver
erfa muni forsetatign íslands,
ef núverandi forseti léti af em-
bætti. Ýmsar getgátur eru uppi
og bollaleggingar.
Þú nefnir ýms nöfn í sam-
bandi við virðulegasta embætti
lands okkar. Meðal annarra,
skelegga pólitíkusa og þekkta
bitlingamenn. En nú skal ég
segja þér eitt, Starkaður minn.
Að áliti fólksins koma slíkir
menn ekki til greina í það em-
bætti. Þjóðin öll verður að vera
einhuga og sameinuð um for-
setaefni okkar, en það verður
hún aldrei, ef harðsvíraðir
fiokksbundnir stjórnmálamenn
setjast í þann heiðurssess. í þá
stöðu á að velja ópólitískan
menntamann, sem verður þjóð
okkar til sóma innanlands sem
utan.
Þú segir, að Thorsararnir
muni hafa hug á að hremma
stöðuna. En fólki finnst sú ætt ^
vera orðin óhugnanlega voldug!
í fjármála- og stjórnmálalífi.
þjóðarinnar. Hún hefir sannar- i
lega skarað eld að sinni köku j
og vinnur vel og dyggilega að
því ennþá. — Þó aðallega bak-
við tjöldin.
Vilji þjóðarinnar á að ráða,
þegar að því kemur að kjósa á
nýjan íorseta. Pólitískar hags-
munaklíkur eiga ekki að hafa
forsetaembættið að leikfangi,
sem sá hreppir, er hæst býður.“
Svo er hér kominn Rangæing-
ingur, er vill leggja orð í belg i
tilefni af fuglafriðunarfrum-
varpinu:
„Komdu sæll, Starkaður
minn! Ég er Lýtingur Jónsson
bóndi á Lýtingsstöðum í Holt-
um. Langt að kominn til að fá
að taka þátt í hjalinu í bað-
stofunni þinni, en þar er margt
gott og þarft til umræðu, eins
og vænta má í baðstofu hjá fyr-
irmyndarbónda.
Það hefir ýmislegt verið rætt
þarna í baðstofunni um fugla
og fuglafriðun, en það er ein-
mitt urn fugla og fuglafriðun.
sem ég vil tala hér. Ég er nú
ekki vanur að sýna mig mikið á
opinberum vettvangi, enda kom
inn hér í baðstofuna þína i
fyrsta sinn. Það er ill nauðsyn,
er rak mig þangað. Ég vil nefni
lega hafa frið á mínu landi,
(sem er allt Lýtingsstaðaland)
fyrir mig og mína fugla, og allt
annað, sem því landi, og mér
tilheyrir. Þetta vil ég tjá öllum
ágengnum og ósiðvöndum lýð,
sem verður hér eftir á ferð.
1 liaust hefir orðið ofurlítið
vart við rjúpur, en þeirra hefir
lítið gætt s.l. ár. Rjúpan var
því sérstaklega kær gestur
núna, öllum þeim, sem unna
ríki friðarins og náttúrunni og
er yndi að því að sjá jörð prýdda
fögru friðsælu dýralífi. Fyrir
allmörgum árum tókst nokkr-
um ógæfusömum, og ég vil
segja fávísum mönnum, að inn
leiða plágur í þetta land. Þar á
meðal dýr, sem heitir minkur.
Hann gerir margvíslegt og ó-
bætanlegt tjón í dýrarikinu okk
ar, eins og frægt er orðið. Mink
urinn fær líka, sem vönlegt er,
kaldar viðtökur og er drepinn
án dóms og laga, og gott í ber-
högg við hann að ganga þess-
vegna. En svo er önnur plága,
að ýmsu verri viðureignar en
m'nkurinn. Það er mannskepn-
an, brjáluð af drápfýsn og eig-
ingirni, vaðandi alls staðar y£-
ir iönd manna og troðandi nið-
ur í skarnið helgan rétt, sem
heitir eignarréttur
Þessir þckkapiltar laumast í
kringum býli bændanna, ekki
sízt á sunnudögum, jafnvel
meðan hámessa stendur yfir í
kirkjunum, keppast þeir við að
limlesta og myrða fugla, sem
eru undir friðhelgi landeigenda.
Það er ekki óalgengt, að þessir
blóðugú „sportmenn" séu skríð
andi á maganum heim við tún-
garða, ef þeir sjá sér færi að ná
þessum fuglum, sem við margt
fullorðna fólkið gleðjumst, eins
og börn, að hafa að nágrönnum
og landprýöi.
s***m**m*i«
Ég skora hérmeð á alla, sem
unna friði í ríki náttúrunar að
reka þessar mannfýlur af hönd
um sér með því að draga þá
fyrir lög og rétt, ef þeir láta
sér ekki segjast við annað. Einn
ig heiti ég á alla góða og siðaða
menn, að stuðla að því, að
ströng lagafyrirmæli megi
verða til, sem skapi öllum mein-
lausum dýrum skýlausa írið-
helgi alla helga tlaga ársins.
Ég þekki nokkrar farandskytt
ur og veiöiþjófa, sem verið hafa
að verki á landi mínu, og bið að
heilsa þeim, án kærleika. Ég
hef áhúga fyrir að hitta þá að
máli nánar, ef þeir ætla að
vera hér að skotæfingum fram-
vegis. Þótt þeir kunni að bera
sig borginmannlega, og jafnvel
sumir að hafa saumnálar að
aukavopni, þá stendur mér eng
in ógn af því, og teldi það á-
nægju mína að geta látið þá
standa fyrir máli sínu við rétt-
arhöld."
Lýtiíigur hefir lokið máli sínu
og lýkur þar með umræðum í
baðstofunni að sinni.
Starkaður.
i FYRIRLIGGJANDI:
f vatnskassaelement í jeppa.
Önnumst viðgerðir á alls ltonar vatnskössum.
Einnig nýsmíði og viðgerðir á benzíngeymum og hljóð-
deyfurum bifreiða og annarra ökutækja.
Framleiðum þakrennur og rör, einnig þakglugga.
Sent um allt land gegn póstkröfu.
Blikksmiðjan Grettir
Brautarholti 24. Símar 2406 og 7529.
Áskriftarsími Tímans er 2323